Morgunblaðið - 06.12.1998, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 06.12.1998, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ SÆVAR PÁLSSON + Sævar Pálsson fæddist á Suður- eyri við Súganda- Qörð 17. janúar 1942. Hann lést á Landspítalanum 21. nóvember síðast- liðinn og fór útför hans fram frá Bústaðakirkju 1. desember. Elsku Sævi. Okkur systumar langaði að kveðja þig. Þú fórst svo snögg- lega, það var varla að við tryðum því að þú hefðir kvatt þennan heim. Við komum til með að sakna þín mikið, stundanna þegar öll fjöl- skyldan og þú fór í útilegu og bústað. Þú lékst á als oddi og það var svo gaman að hafa þig með. Við viljum þakka þér samveruna hér á jörð. Vonandi líður þér vel þar sem þú ert núna, elsku Sævi. Guð blessi þig. Linda og Heiða. Það sem hefti þroska þinn efldi minn. Þessar ljóðh'nur Þórarins Eldjárns til sonar síns komu í huga minn þeg- ar ég heyrði lát Sæva eins og hann var alltaf kallaður. Ég kynntist hon- um þegar ég kom unghngur til Suðureyrar. Hann var á eftir í þroska eins og það er kallað. Fljót- lega urðum við mestu mátar og hann fór að heimsækja okkur vin- konurnar í verbúðina. Sævi var alltaf tilbúinn að fara í sendiferðir fyrir okkur hvort heldur var út í sjoppu á kvöldin eða snúast í kring- um okkur í vinnunni í frystihúsinu. Það var óhætt að treysta því að hann kom alltaf með réttar pakkn- ingar ef við báðum hann að sækja fyrir okkur. Þó kunni hann ekki að lesa og enn síður útlenskuna sem stóð á umbúðunum en hann þekkti orðin og honum urðu aldrei á mistök. Hann sá líka strax ef ein- hverjum hafði orðið á að pakka í rangar umbúðir og lét samstundis vita. Sævi var hluti af lífinu í fi’ysti- húsinu, hann passaði sín verk og var eldsnöggur að vinna þau. Hann fylgdist vel með öllu í þorp- inu og vissi um allt sem gerðist, skipakomur, afla, fólk sem kom og fór. Hann var ótrúlega minnugur á fólk og atburði og um svo ótalmargt einstakur. Hann hafði fyrir sið að blanda ekki saman lífinu í vinnunni og fjölskyldunni. Eitt sumarið tókst okkur nöfnu minni Kristjánsdóttur að brjóta þessa reglu hjá honum og fengum Leó bróður hans til að fara með okkur heim í sveitina okkar. Hann var ekki vanur að vilja fara í langferðir en í þetta skipti vildi hann koma með okkur og var þetta heilmikil reynsla fýrir okkur öll. Eftirá finnst mér stórkostlegt að foreldr- ar hans sem ekki þekktu okkur mikið skyldu lofa okkur að gera þetta. Að hafa fengið að kynnast Sæva, eignast vináttu hans og traust finnst mér hafa verið gæfa og eitt af því sem hafi auðgað líf mitt og aukið skilning á fjölbreytni mannlífsins. Móður hans, bræðrum og fjölskyld- um þeirra votta ég samúð mína. María Játvarðsdóttir. „Enginn veit sína ævi fyrr en öll er.“ Það sannar máltækið. Það er sunnudagskvöld, komið fram yfir miðnætti, ég sit við eldhúsborðið og reyni að koma hugsunum mínum á blað. Hvernig fer maður að því að kveðja gamlan og tryggan vin sinn? Hann Sævar Pálson, vinur minn, er látinn, langt um aldur fram. Kallið kom snöggt. Hann þurfti ekki að þjást, betra gat það ekki verið. Við Sævi ólumst upp hlið við hlið, hann á Hjallavegi 13, en ég á 14 á Suður- eyri við Súgandafjörð. Hann Sævi var mikill barnavinur. Ég man það að okkur krökkunum fannst það mikill heiður þegar hann bauð okkur í bíltúr með sér um eyrina, ég tala nú ekki um þegar hann bauð okkur í langan bíltúr. Þá var oft stoppað á leiðinni og trallað mikið. Við Sævi unnum saman í Fiskiðjunni Freyju, það var oft gaman í vinnunni hjá okkur. Allt vildi hann íyrir okkur vinkonurnar gera, hann stjanaði við okkur í vinnunni, við þurftum bara að kalla þá var hann kominn um hæl, sótti allt sem okkur vantaði. Ég man þegar við vorum að fara heim í matartíma, þá kom Sævi og sagði við okkur vinkonurnar: „Eigum við að koma í kapp heim?“ Við vorum fljótar að samþykkja það hlæjandi. Oftast var það Sævi sem vann, því hann var svo fljótur að hlaupa. Leiðir okkar Sæva skildu árið 1971, því þá fluttist ég suður. En við hittumst aftur 17 árum síðar. Árið 1988 byrjaði ég að vinna í Háskóla- bíói, þar sem þessi elska vann. Það voru miklir fagnaðarfundir, hann hafði lítið breyst frá því að við sáumst síðast. Þegar ég mætti í vinnuna kom hann hlaupandi á móti SIGVALDIFANNDAL TORFASON + Sigvaldi Fanndal Torfason fæddist í Hvítadal í Saurbæ í Dalasýslu 2. júlí 1922. Hann lést á Héraðssjúkrahúsinu á Blönduósi 19. nóvember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Blönduós- kirkju 28. nóvember. Þegar undirritaður var strákur var Blönduós lítð þorp þar sem allir þekktu alla. Einn góðan veðurdag hafði nýr maður bæst í hina vösku sveit bílstjóra á Blönduósi. Það var Sigvaldi Torfason frá Hvítadal í Döl- um. Hann var Strandamaður að ætt- erni, mikill á velli og vörpulegur. Ekki man ég hvernig fyrsti bíllinn hans var en minnir þó að það hafi verið Bedford. Hitt man ég hvert keyrslulagið var hjá Silla en það lýsti áhuga og það var eins og bfllinn ræskti sig öðru hvoru. Ástæða þess að Silli tók sér ból- festu á Blönduósi var sennilega sú að hann giftist Elísabetu, dóttur Finns frá Skrapatungu, mikilli myndar- og mannkostakonu. Þau eignuðust fimm prýðilegar dætur, Ingibjörgu, Guðrúnu, Torf- hildi, Sjöfn og Svölu. Fljótlega hóf Silli að annast olíudreifingu í héraðinu og rækti það starf með mikilli prýði í hartnær fjóra áratugi. Þrennt var það sem einkenndi Sig- valda Torfason. í fyrsta lagi mikil greiðasemi. Hann vildi hvers manns vanda leysa og brá ævinlega skjótt við ef mann vantaði olíu og sparaði enga fyrirhöfn. I öðru lagi var Silli einstaklega gestrisinn og þau hjón bæði. Á Ar- brautinni var öllum tekið með sömu rausninni og myndarskapnum á þehTa fallega heimili og gilti þá einu hvort maður kom þar í hópi bænda í kaupstaðarrekstri eða á ferðalagi með forsætisráðherra, alúðin var alltaf söm. I þriðja lagi var Silli mjög trygg- lyndur drengskaparmaður. Hann var samvinnumaður af hugsjón og öruggur stuðningsmaður Framsókn- arflokksins. Nú er Sigvaldi fallinn frá. Ég þakka af heilum hug sam- starf og vináttu undanfarna áratugi. Ég færi Elísabetu, dætrum hans, bamabömum og ástvinum öðrum innilegar samúðarkveðjur. Páll Pétursson. SUNNUDAGUR 6. DESEMBER 1998 41 MINNINGAR mér og sagði fagnandi með út- breiddan faðminn: „Elskan mín, ertu komin?“ Það vora ávallt svona hlýjar móttökur sem maður fékk þegar komið var í vinnu. Hann var ekki bara svona við mig, heldur einnig við hina vinnufélagana. Þetta þótti okkur sem unnum í Háskóla- bíói vænt um. Þarna er honum rétt lýst, vinur vina sinna. Ég veit að vinnufélagar hans úr Háskólabíói eiga eftir að sakna þess að hann komi ekki fagnandi þegar þeir mæta til vinnu. Við gátum strítt hvort öðru, farið í gannislag eða í sjómann. Það var oft glatt á hjalla á kaffistofunni okk- ar í Háskólabíói og þar var Sævi hrókur alls fagnaðar. En það kom stundum fyrir að ég þurfti að skamma hann, þá varð hann voða- lega sár og sagði alltaf: „Ég skal vera góður. Emm við ekki vinir?“ Það var stór stund þegar Sævi fór að fara einn í strætó. Hann var svo stoltur af því að geta farið einn með fjarkanum í vinnuna. Það er sárt að kveðja gamlan og tryggan vin. Elsku Sævi, nú ert þú farinn til guðs. Ég þakka þér fyrir samver- una. Elsku Svana, Berti, Leó og Gunni og aðrir ástvinir, ég votta ykkur samúð mína og bið guð að blessa ykkur á þessari sorgarstund. Hervör Ilallbjörnsdóttir. Sævar er dáinn. Á örfáum klukku- stundum er hann allur. Dauðinn kemur okkur alltaf að óvömm, sér- staklega þegar fólk er hrifið svo skyndilega frá okkur. Við hér á sam- býlinu, sem Sævar bjó á, emm varla búin að átta okkur á að þetta hafi gerst. En svona er víst lífið. I einni svipan getur það gjörbreyst. Sævar var mjög litríkur persónuleiki, aldrei lognmolla í kringum hann. Hann hafði þessa sérstöku útgeisl- un, barnslega einlægni, en var í senn valdsmannslegur. Sævar var mjög samviskusamur og hafði sterka ábyrgðarkennd. Sævar sá til þess að hver hlutur væri á sínum stað, hvort sem það var í eldhúsinu, þvottahús- inu eða bara hvar sem var. Ef eitt- hvað týndist fann Sævar það alltaf. Hann var í raun mikill stjórnandi og skipuleggjandi. Hann var mjög vinnusamur og alltaf að. Þegar hann kom heim á daginn leit hann beint í ísskápinn til að athuga hvað vantaði fyrir morgundaginn og varð að bjarga því strax, ekki seinna en núna. Hann hafði mikla persónu- töfra og með sterkustu einkennum hans vom húmor og leikaraskapur. Mér er minnisstætt þegar hann setti á sig hatt og tók staf og fór í upp- áhaldsgervið sitt, „gamla manninn". Það var oft glatt á hjalla við kvöldverðarborðið. Sævar gaf oft skemmtilegar lýsingar á atburðum dagsins með tilheyrandi látbragði og framkomu. Sævar þekkti ótal marga. Við fómm oft saman í versl- unarferðir og alltaf þekkti Sævar einhvern sem gaf sig á tal við hann. Sævar sinnti ótal mörgum smáhlutum hér á sambýlinu og nú spyrjum við hvert annað: „Hver á nú að sjá um þetta? Sævar sá alltaf um þetta.“ Hann var mjög vanafast- ur og allir hlutir áttu að gerast á réttum degi og tíma, t.d. á fóstudög- um eftir kl. 16. Þá setti minn maður allt fram á gang og skúraði herberg- ið sitt. Ekkert gat haggað þessu frekar en öðm í lífi Sævars. Á hverj- um degi fagnaði Sævar mér innilega með kærleiksríkri framkomu sinni. Eins og ég væri einstök. En einmitt svona leið mörgum sem umgengust Sævar. Með sinni sérstöku fram- komu laðaði hann fram það besta í okkur öllum. Er það ekki einmitt þannig sem við eigum að umgangast hvert annað? Þetta kenndi Sævar okkur. Sævar átti ástríka og góða fjölskyldu sem sinnti honum vel og alltaf var hann með í einu og öllu hjá þeim. Var það Sævari mikill styrkur og uppörvun. Ótal minningabrot og glefsur koma upp í hugann er við minnumst ljúfra og ánægjulegra stunda með Sævari. Allar skemmtilegu upp- ákomurnar með honum fá okkur til að brosa og hjálpa okkur til að yfir- vinna sorgina vegna skyndilegs frá- falls hans. Við vottum aldraðri móð- ur hans og fjölskyldu samúð okkar. Birna Birgisdóttir. KRISTÍN BENEDIKTSDÓTTIR + Kristín Bene- diktsdóttir fædd- ist 14. febrúar 1917 að Hömrum í Hauka- dal, Dalasýslu. For- eldrar hennar voru hjónin Guðrún Guðjónsdóttir og Benedikt Jónasson. Kristín var næstelst fjórtán systkina. Kristín hóf sambúð með Hermanni G. Jónssyni f. 4.11. 1897 að Arnarstapa á Snæfellsnesi, d. 10.5. 1954. Böm þeirra vora Qögur, Erna, f. 15.11. 1936, d. sept. 1979, Hreinn, f. 20.10. 1939, Jón Steinar, f. 2.8. 1945, Hermina Guðrún, f. 10.6. 1954. Utför Kristínar fer fram frá Áskirkju á morgun, mánudaginn 7. desember, og hefst athöfnin klukkan 13.30. Mig langai- til að kveðja elsku- lega ömmu mína, hana ömmu Stínu eins og ég og hin barnabörnin kölluðum hana ávallt. Amma Stína var yndisleg og góð manneskja sem ég bar mikla virðingu fyrir og þótti mikið til koma. Amma Stína passaði mig þegar ég var í kringum tveggja ára og var einstaklega góð amma og hlý. Ég á margar góðar minningar frá þessum áram þegar ég kom á Óldugötu 57 til ömmu Stínu. Amma Stína prjónaði mikið á okkur krakkana og eftir að hún veiktist söknuðum við öll lopavettlinganna og ullarsokkanna hennar. I ki’ing- um 1980 lá leið hennar vestur í Haukadal í Dalasýslu þar sem Guðjón Benediktsson, bróðir hennar, bjó ásamt konu og böm- um. Amma hafði verið mikið veik og kom vestur rétt til að jafna sig en dvölin varð að fimm árum, að ég held, henni leið svo vel hjá þeim Guðjóni og Stínu að húiy blómstraði hreinlegá. Ég vil þakka þeim Guðjóni og Stínu fyrir að hafa reynst henni ömmu svona vel. Ég man hvað mér þótti gaman að koma vestur og hitta ömmu og fá að sofa í herberginu hennar. Ég man líka hvað mér fannst alltaf góð lykt af ömmu og hún hafði svo mjúkar hendur, enda sofnaði hún aldrei nema að setja á sig handáburð. Elsku amma, ég er svo glöð yfir því að hún Svala mín fékk að kynn- ast þér á Elliheimilinu Grand. Hún kom mjög oft með mér eða mömmu að heimsækja þig, við komum báð- ar daginn áður en þú yfirgafsK þennan heim og þú varst frekar slöpp en samt reistir þú þig upp til þess að veifa Svölu. Elsku amma mín, ég veit að þar sem þú hvílir nú, laus við allar þjáningar, líður þér vel og ert búin að hitta Hermann afa. Hvíldu í friði elsku amma mín. Þín Bjarghildur Káradóttir. SVANHVIT EGILSDÓTTIR + Svanhvít Egilsdóttir, fyrrverandi prófessor, fæddist í Hafnarfirði 10. ágúst 1914. Hún lést á Landakotsspitala 12. nóvem- ber siðastliðinn og fór útför hennar fram frá Víðistaða- kirkju 24. nóvember. Der Tod, das ist die kuhle Nacht, Das Leben ist der schwiihle Tag. (Dauðinn, er hin svala nótt, lífið er hinn þrúgandi dagur.) I þessum tveimur setningum rúmast heil mannsævi - heil mannsævi, þar sem allar tilfinning- ar heimsins búa. I sönglagi Jóhann- esar Brahms, með þessu nafni, þarf ávallt að huga að þessu. Söngurinn hljómar og ber með sér sælu, kvöl og eilífðina. Svanhvít Egilsdóttir var söng- kennari af Guðs náð. Dýpt og margræðni lífsins vora henni gam- alkunn og samofin. I túlkuninni á sönglögum og óperuaríum verður að sækja brot úr þessum djúpa brunni og færa hann áheyrendum. Sjálf sönglistin skiptir höfuðmáli. Söngvarinn og persóna hans eru aukaatriði og eiga aðeins að þjóna listinni einni. En til þess að vera fær um að bera þennan mikla menningararf óspilltan fram, þarf söngvarinn að búa yfir mikilli söng- tækni - þá fyrst má þekkja einlægni hans og fóm í þágu listarinnar. Þar komu nemendur Svanhvítar ekki að tómum kofunum heldur. Söngtækn- in, sem hún miðlaði þeim, var skír og augljós, þar fór ekkert á milli mála. Margir nemenda hennar í tónlistarháskóla Vínarborgar höfðu reynt fyrir sér víða, áður en þeir komu til Svanhvítar. Tókst henni, oftar en ekki, að leysa úr vanda þeirra og breyta röddunum til hins betra. Einn nemenda hennar sagði til dæmis, að nú væri hann loksins laus úr algjöru víti. En Svanhvít kenndi einnig fræg- um óperustjömum. Ein þeirra var hin heimskunna söngkona Gundula Janowitz, sem hóf bæði ljóða- og1* óperettusöng að loknu námi hjá Svanhvíti. Árangurinn má svo heyra á hljómplötu, þar sem hún syngur ljóð Schuberts. Hin kunna Wagners-söngkona, Helga Demesch, var einnig nemandi hennar, svo og fjölmargir aðrir, Japanir, Finnar, Kóreumenn og ís- lendingar. Undirrituð var í þeim hópi í nokkur ár, fékk að sitja við fætur Svanhvítar og tína upp nokkra mola, sem þar hrundu á gólfið. Fyrir það skal þakkað ævin- lega. Nú er söngurinn hljóðnaður. Nóttin svala er byrjuð. Deginum lokið. Bikarinn drukkinn í grunn, en eftir sitjum við hjá föllnum rústurfr" og vonum að örlitlir neistar frá eldi Svanhvítar leynist enn í kvistunum. Sumir kveðja, og síðan ekki söguna meir. Aðrirmeðsöng, sem aldrei deyr. (Þ. Valdimarsson) Ragnheiður Erla Bjarnadóttir. © ÚTFARARÞJÓNUSTAN„ Stofnað 1990 Persónuleg þjónusta Sími: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is utfarir@itn.is Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson útfararstjóri útfararstjóri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.