Morgunblaðið - 06.12.1998, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 06.12.1998, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 6. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ BLÓÐBAÐIÐ á Torgi hins himneska friðar í Peking þegar stjórnvöld siguðu hermönnum til að brjóta niður friðsamlegar mót- mælaaðgerðir kínverskra stúdenta árið 1989 hefur löngum verið talið eitt versta dæmið um mann- réttindabrot hin síðari ár og valdið margskonar erf- iðleikum í alþjóðlegum samskiptum Kínverja. Reuters mannréttindi fyrir alla Þannig hljóðar kjörorð dagsins þegar hald- ið verður upp á fímmtíu ára afmæli Mann- réttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna 10. desember næstkomandi. Páll Þórhalls- son fjallar um uppgang mannréttinda í nú- tímanum og veltir fyrir sér hvaða erindi þau eiga við Islendinga. Reuters ÞAÐ var ákveðið þegar Sameinuðu þjóðimar voru settar á laggimar eftir seinni heimsstyrj- öldina að rétt væri að samtökin kæmu sér saman um yfír- lýsingu um órjúfanleg réttindi mannsins til varnar gegn ógnar- stjórn og kúgun. Yfirlýsingin var lengi í smíðum og komu þar margir við sögu. Óhætt er þó að segja að Frakkinn René Cassin eigi hvað mestan heiður af endanlegri gerð textans, þai’ sem honum var falið að gera uppkast að yfírlýsingunni. Pá gegndi Eleanor Roosevelt miklu hlutverki sem formaður nefndarinn- ar sem hafði það hlutverk að undir- búa yfirlýsinguna. Þýðing sam- þykktar yfírlýsingarinnar var ekki síst táknræn. f fyrsta sinn náðist á alþjóðavettvangi samstaða um til- tekin gmndvallaiTéttindi manna. Flest réttindaákvæðin áttu sér hins vegar fyrirmyndir í stjórnarskrám og réttindayfirlýsingum þjóðríkja allt aftur á 18. öld. Mannréttindayfirlýsingin geymir strangt til tekið ekki bindandi rétt- arregiur vegna þess að ekki er um þjóðréttarsamning að ræða. Því var þegar um sama leyti og hún vai- í undirbúningi byrjað að gera upp- kast að alþjóðasamningi um vernd mannréttinda. Hugmyndafræðileg gjá milli austurs og vesturs gerði það að vei'kum að sú vinna dróst á langinn. Vestrænu ríkin lögðu meiri áherslu á borgaraleg og stjórnmála- leg réttindi en kommúnistaríkin á hin svokölluðu félagslegu, efnahags- legu og menningarlegu réttindi. Það var því ekki fyrr en 1966 sem samn- ingar Sameinuðu þjóðanna um þetta efni voru undirritaðir og reyndist ókleift annað en að hafa tvo aðskilda samninga sem endur- spegluðu ólíkar áherslur að þessu leyti. I kjölfarið hafa siglt sáttmálar sem taka á einstökum þáttum mannréttinda eins og til dæmis bamasáttmáli Sameinuðu þjóðanna. Vestur-Evrópuríki tóku hins veg- ar fyrr við sér og komu sér saman um Mannréttindasáttmála Evrópu árið 1950. Var þar með ýtt úr vör árangursríkasta svæðisbundna kei'finu til verndar mannréttindum sem þekkist. Lykillinn að þeim ár- angri var sá að einstaklingar áttu þess kost að draga ríki fyrir dóm vegna mannréttindabrota. Einokun ríkjanna á þjóðaréttinum var rofin. Ekki lengur einkamál hvers ríkis Síðustu fimmtíu ár hafa ein- kennst af uppgangi mannréttinda á alþjóðavettvangi. Ástand í mann- réttindamálum er ekki lengur einkamál hvers ríkis. í kalda stríð- inu gagnrýndu Vesturlönd Sovét- blokkina íyrir ástand mannrétt- indamála heima fyrir. í Helsinki-yf- irlýsingunni frá 1975 náðist eining um varfærið orðalag til verndar mannréttindum og var kannski vísirinn að því sem átti eftir að ger- ast 1989 þegar Berlínarmúrinn hrundi. Evrópusambandið sem komið var á fót sem efnahags- bandalagi hefur nú endurskoðað stofnskrá sína og gert vernd mann- réttinda að einu höfuðverkefni sínu. Endurspeglast það meðal annars í skilmálum í viðskiptasamningum við þriðju ríki um lagfæringar í mannréttindamálum. Þá sýnir dómur bresku lávarða- deildarinnar um að Augusto Pin- ochet njóti ekki friðhelgi gagnvart handtöku á grundvelli framsal- skrafna frá Spáni, Frakklandi og Sviss að harðstjórar þessa heims geta ekki vænst þess að þeir geti sloppið við að svara til saka fyrir glæpi sína í skjóli ríkisvalds. Regl- ur um framsal venjulegra saka- manna milli ríkja hafa heldur ekki verið ósnortnar af þessari þróun. Þannig leggja þau ríki sem virða mannréttindi í vaxandi mæli mat á það hvort önnur ríki sem óska framsals geri slíkt hið sama. Ef lík- ur eru til dæmis á að sakamaður verði pyntaður heima fyrir eða þá að væntanleg réttarhöld uppfyili ekki kröfur réttarríkisins þá er synjað um framsal. Það er þó langt í land með að öll ríki virði grundvallarmannréttindi eins og til dæmis ársskýrslur Am- nesty International bera vott um. Sum þeirra hafna meira að segja hugmyndafræði Mannréttindayfir- lýsingar Sameinuðu þjóðana sem vestrænni heimsvaldastefnu. Hafa arabaríkin þannig gefíð út sína eigi mannréttindayfirlýsingu þar sem segir að réttindi einstaklinganna lúti lögmálum Kóransins. Þar með er af hálfu valdhafa í þessum ríkj- um dreginn í efa sá kjarni mann- réttindahugmyndarinnar að hver einstaklingm- eigi grundvallarrétt- indi sem ekki verða af honum tekin, sama hversu göfugur málstaðurinn er. Jarðsamband Ekki fer heldur hjá því að mann- réttindahreyfmgin sé gagmýnd fyr- ir að ganga svo langt og missa svo jarðsamband að hætt sé við að hug- takið glati allri merkingu. Hvað til dæmis með réttinn til friðar eða þróunar? Hvernig geta þessi rétt- indi haft nokkra merkingu sem hönd á festir? spyrja menn. Er líka ekki of langt gengið þegar ríki er talið hafa brotið mannréttindi með því að vísa alnæmissjúklingi úr landi til eyju þar sem ekki var völ á fullkomnustu heilbrigðisþjónustu (dómur Mannréttindadómstóls Evr- ópu í málinu D gegn Bretlandi, 1997)? Kjörorð dagsins „öll mannrétt- indi fyrir alla“ leiðir því hugann að eðli mannréttindanna. Vissulega er nú orðið almennt viðurkennt að fé- lagsleg réttindi eins og réttur til nauðþurfta, menntunar og heil- brigðisþjónustu sé forsenda þess að menn geti notið borgaralegi-a og stjórnmálalegra réttinda eins og tjáningarfrelsis og ferðafrelsis. Að þessu leytinu virðist því aðskilnaður milli tveggja gerða mannréttinda í alþjóðasáttmálum úreltur þótt hann hafi átt sér sínar sögulegu skýring- ar. Hann er heldur ekki að finna í mannréttindayfirlýsingu Samein- uðu þjóðanna. Samt virðist ekki verða fram hjá því horft að félagslegu réttindin eru háð því að við- komandi ríki hafi bolmagn til að láta þau í té. Reynslan kenn- ir þó að þar sem almenn- ingur líður skort þá virðast yfirleitt vera nægilegir fjár- munir til hóglíf- is valdhafanna. Hin borgara- legu- og stjórn- málalegu rétt- indi eru heldur ekki óskerðan- leg. Eins og segir í mann- réttindayfirlýs- ingunni sjálfri má skerða þau með lögum þegar nauðsyn krefur í lýð- ræðisríki. Þjóðarétturinn hefur þó viður- kennt að viss réttindi séu óskerðanleg á öllum tímum alls staðar eins og rétturinn til að sæta ekki pyntingum. Að vissu leyti færist vandinn þá einungis til og verður sá hvernig skilgi-eina eigi pyntingar. Allt ber þetta að sama brunni að mannréttindin séu hvert öðru háð, samtvinnuð og jafnmikil- væg. í raun eiga þau sér líka sam- nefnai'a sem er mannhelgin, virð- ingin fyrir manninum sem einstak- lingi. Horft ■ eigin barm Oft heyrist sagt sem svo að mannréttindi séu eitthvað sem berj- ast megi fyrir í útlöndum en okkur Islendinga varði lítt um þau. Það er rétt að pyntingar og þjóðarmorð eru ekki daglegt brauð á ísaköldu landi. Sá sem les mannréttindayfir- lýsingu Sameinuðu þjóðanna kemst þó fljótt að raun um að þar er lang- ur listi réttinda sem menn tengja kannski ekki við mannréttindi dags daglega. Þar á meðal er til dæmis rétturinn til þátttöku í stjórnun landsmála og rétturinn til óvilhallr- ar dómsmeðferðar. Mannréttindi hafa því mun víðtækari merkingu en svo að þau beinist eingöngu að harðstjórum þessa heims. Þau varða öll samfélög. Mannréttinda- krafan er í raun krafa um lögbundið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.