Morgunblaðið - 06.12.1998, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 06.12.1998, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 6. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Aldraðir ÞIÐ ættuð nú bara skilið að fá riddarakrossinn fyrir að húka svona þæg og þolinmóð á grafarbakkanum, hróin mín. Morgimblaðið/Kristinn VIÐURKENNINGIN afhent. Frá vinstri: Ragnar Hjörleifsson frá Eðalfiski, Ottó B. Arnar, fulltrúi atvinnumálanefndar Þroskahjálpar, og Jóhann Arnfínnsson, formaður dómnefndar. Eðalfiskur fær viður- kenningu Þroskahjálpar LANDSSAMTÖKIN Þroskahjálp veittu á fimmtudag Eðalfiski í Borgarnesi viðurkenningu sem veitt er fyr- irtæki sem að mati samtakanna hefur skarað fram úr í atvinnustefnu gagnvart fötluðu fólki. Var viður- kenningin veitt á alþjóðlegum degi fatlaðra. Sjö fyrirtæki hlutu tilnefningu að þessu sinni: Isa- fjarðarbær, AKO-plast og Kexverksmiðjan á Akur- eyri, Leikskólinn Lönguhólar á Höfn, Penninn í Reykjavík, Kaupfélag Héraðsbúa og Eðalfiskur. í dómnefnd sitja fulltrúar aðila vinnumarkaðarins og Þroskahjálpar. I niðurstöðu hennar segir: „Hjá Eðal- físki hefur starfað einn fatlaður starfsmaður í fullu starfi. Einnig hefur Eðalfiskur gert samning við Fjöliðjuna, verndaðan vinnustað í Borgarnesi um að fjórir starfsmenn komi í vinnu tvo til þrjá daga vik- unnar í ákveðin verkefni." Agúst Einarsson í umræðu um undirritun Kyoto-bókunarinnar „Ævarandi skömm ef ís- lendingar undirrita ekki“ ÞINGMENNIRNIR Agúst Einars- son, þingflokki jafnaðarmanna, Hjörleifur Guttormsson, þingflokki óháðra, og Kristín Halldórsdóttir, Samtökum um kvennalista, kröfð- ust þess í utandagskrárumræðu á Alþingi á föstudag að ríkisstjórnin undirritaði Kyoto-bókunina um tak- mörkun á losun gróðurhúsaloftteg- unda fyrir 15. mars nk. þannig að Islendingar gætu orðið stofnaðilar að bókuninni. Sú skoðun kom einnig fram í máli þeirra að það yrði mikil hneisa ef íslendingar, eitt OECD- ríkja, undirrituðu ekki bókunina. Halldór Asgrímsson utanríkis- ráðherra sagði hins vegar að ríkis- stjórnin legði áherslu á að ísland gerðist aðili að bókuninni ef tekið yrði tillit til áhrifa einstakra verk- efna á heildarlosun gi’óðurhúsaloft- tegunda á Islandi. Fullyrti hann ennfremur að það væru engin tengsl á milli undirritunar fyrir 15. mars nk. og stofnaðildar að bókun- inni. Agúst Einarsson hóf umræðuna og sagði m.a. að það yrði íslending- um ævarandi skömm ef þeir undir- rituðu ekki Kyoto-bókunina. „Und- irritun með fyrirvara um að tillaga íslands um aukna losun nái fram að ganga er röng stefna. Við höfum í tvígang í Kyoto og aftur í Buenos Aires ekki fengið undirtektir við þá tillögu enda getur hún kallað á for- dæmi gagnvart öðrum. Þess vegna er brýnt að axla ábyrgð undirritun- ar strax og hefjast handa við mótun hinnar nýju stefnu. Stefnu sem fel- ur í sér hvemig við ætlum að upp- fylla á skynsamlegan hátt ákvæði bókunarinnar. Það þýðir meðal ann- ars endurmat á stóriðjufram- kvæmdum, sem við eigum hvort sem er að gera út frá verndunar- sjónarmiðum á hálendinu. Okkur ber siðferðileg skylda til að stuðla að umhverfisvemd með öðmm þjóðum,“ sagði hann meðal annars. Halldór Asgrímsson sagði í upp- hafi máls síns að umræðan um það hvort Islendingar ætluðu að gerast stofnaðilar að Kyoto-bókuninni væri fremur villandi. „Hið rétta er að stjórnvöld hafa nú til umfjöllunar hugsanlega undirritun bókunarinn- ar og það em engin tengsl á milli undirritunar og stofnaðildar. Það liggur alveg fyrir að bókunin mun ekki öðlast gildi fyrr en eftir nokkur ár og öll ríki sem gerast aðilar að bókuninni fyrir þann tíma teljast stofnaðilar," sagði hann m.a. „Það sem ræður afstöðu íslensku ríkisstjórnarinnar í þessu máli er það að við leggjum áherslu á að Is- land geti gerst aðili að þessari bók- un, enda verði tekið tillit til mögu- legra hlutfallslegra áhrifa einstakra verkefna á heildarlosun á Islandi og við eram að meta þetta mál í ljósi þess.“ Síðar gagnrýndi hann mál- flutning stjórnarandstæðinga og sagði þá vera að halda því fram að ekki ætti að leggja áherslu á að nýta endurnýjanlega orkugjafa á Islandi, til dæmis með virkjunum austan Vatnajökuls. „Og það er að sjálfsögðu alvarlegt mál,“ sagði hann. Hjörleifur Guttormsson og Krist- ín Halldórsdóttir tóku undir mál- flutning Ágústs og sagði Kristín m.a. að það yrði Islendingum vem- legur álitshnekkir og myndi veikja stöðu þeirra í alþjóðlegu samstarfi ef bókunin yrði ekki undirrituð. „Hagsmunir okkar eru miklir en þeir liggja ekki í því að fá að menga meira, það er mikill misskilningur," sagði hún m.a. Óslóartréð afhent í dag Yndisleg stund á Austurvelli Knut Taraldset slóarbúar færa Reykvíkingum jólatré að gjöf á Austurvelli kl. 16 í dag. Athöfnin hefst með því að Lúðrasveit Reykja- víkur leikur nokkur jóla- lög kl. 15.30. Að því loknu syngur Dómkór- inn lag, jólatréð verður formlega afhent og jóla- ljósin tendrað. Eftir hina formlegu athöfn birtast jólasveinar á þaki ísafoldarhússins. Knut Taraldset, sendiherra Norðmanna á íslandi, segir að Fritz Huitfeldt, forseti borg- arstjómar Oslóarborg- ar, komi sérstaklega til Reykjavíkur til að halda stutta ræðu og afhenda tréð. „Eftir athöfnina býður Reykjavíkurborg Fritz, starfsmönnum sendiráðs- ins og öðrum gestum til móttöku í Höfða. Reykjavíkurborg og sendiráðið skiptast á að bjóða til móttökunnar og var komið að Reykjavíkurborg í ár. Fritz þarf því miður að fara heim til Oslóar á mánudagsmorgun eftir aðeins sólarhrings viðdvöl hér á landi.“ - Hversu oft hafa Oslóarbúar gefið Reykvílángum tré fyrirjól- in? „Eg er því miður ekki alveg með töluna á hreinu. Á hinn bóg- inn man ég ákaflega vel eftir því að hafa unnið að undirbúningi svipaðrar athafnar þegar ég var sendiráðsritari hér á landi á ár- unum 1962 til 1964. Siðurinn var alls ekki nýr af nálinni fyrir 35 áram og er líklega nærri hálfrar aldar gamall." - Reykjavík hlýtur að hafa litið talsvert öðruvísi út fyrir 35 árum. „Borgin hefur teldð stakka- skiptum í takt við breytingar á húsakynnum sendiráðsins. Sendiráðið var til húsa í heldur þröngu húsnæði á Hverfisgötu 45 fyrir 35 áram. Skrifstofumar vora á neðri hæðinni og íbúðar- húsnæði á efri hæðinni. Nú er tónlistarskóli í húsinu. Húsakost- ur sendiráðsins hefur batnað til muna. Starfsemin er rekin í mun rýmra húsnæði við Fjólugötu og sendiherrabústaðurinn er hérna hinum megin við götuna. Annars vakti breytingin á borginni ekki eins mikla athygli mína og vænta mátti þegar ég kom aftur enda hafði ég komið hér við öðra hverju og fylgst með uppbyggingunni. Þó að auðvitað sé langt um liðið og heil kynslóð hefur vaxið úr grasi. Fólk er fljótt að gera sér grein fyrir því þegar ég segi frá því að Ólafur Thors hafi verið forsætisráðherra þegai- ég kom hingað árið 1962. Bjami Benediktsson tók svo við forsætis- ráðherrastólnum. Ég var svo heppinn að fá tækifæri til að kynn- ast bæði Bjama og Guðmundi í. Guð- mundssyni utanríkisráðherra og fá tækifæri til að fylgja þeim um Noreg árið 1964. Mér er enn í fersku minni að Bjarni notaði Heimskringlu sem ferðahandbók í ferðinni og alveg sérstaklega um Vestur-Noreg.“ - Pér hlýtur að hafa líkað vel héma fyrst að þú komst aftur. „Já, vissulega. Ég og konan mín nutum áranna héma á ís- landi. Við eignuðumst fjöldann allan af vinum og kunningjum og höfðum alls ekki á tilfinningunni að við værum erlendir ríkisborg- ► Knut Taraldset er fæddur 27. september árið 1931 í Guð- brandsdal. Knut lagði stund á stjórnmálafræði við Háskólann í Osló og alþjóða lög í Haag. Að loknu námi gekk Knut í utan- ríkisþjónustu Noregs og hefur starfað á því sviði í yfir 40 ár. Hann hefur m.a. verið sendi- herra í Harare-borg í Zimbabwe og Prag. Eiginkona Knuts er Ragnhild Taraldset. Þau eiga tvö börn og eitt barnabarn. arar í öðru landi. Við vora því fljót að taka ákvörðun um að koma aftur þegar tækifærið bauðst. Sendiherrastai-fið á ís- landi verður síðasta sendiheraa- starfið mitt fyrir Noreg á er- lendri grand enda hef ég starfað íyrir norsku utanríkisþjónustuna í yfir 40 ár.“ - Hvaðan kemm• Óslóartréð? „Ti’éð er höggvið innan borg- armai’ka Óslóarborgar. Þrjú önn- ur tré fara til þriggja annarra borga, Washington D.C., Rotter- dam og London." - Hvað finnst þér um athöfn- ina á Austurvelli? ,Athöfnin markar undirbúning jólanna og er alveg hreint yndis- leg stund. Að hafa stór jólatré í miðbænum er afar hátíðlegt og gaman. Sjálfum finnst mér sér- staklega gaman að sjá hversu mörg böm koma niður í bæ með foreldram sínum.“ - Eru þín eigin barnabörn ef til vill í hópnum ? „Nei, því miður. Ég á tvö upp- komin böm og eitt bamabarn Noregi. Dóttir min er hins vegar á Islandi hjá okkur að bíða eftir sínu fyrsta bami. Maðminn hennar er í Kína og hún kaus að vera hér hjá okkur. Barnið á að koma í heiminn 4. jan- úar og því verður eft- irvæntingin hluti af jólahátíðinni. Við eig- um svo von á tengda- syni okkar hingað til lands fyrir jólin.“ - I sendiráðinu eru væntan- lega haldin norskjól? „Sú venja hefur skapast að all- ir starfsmenn noraænu sendiráð- anna þriggja hafa komið saman til að syngja jólalög og drekka jólaglögg í einu sendiráðanna upp úr miðjum desember. Sam- koman var haldin í finnska sendi- ráðinu í fyraa og verður hjá okk- ur í ár. Við höfum ekki sérstaka siði á Þorláksmessu eins og Islending- ar. Annai’s held ég að jólasiðir þjóðanna séu ósköp áþekkir." Tréð er höggvið innan borgarmarka Óslóarborgar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.