Morgunblaðið - 06.12.1998, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 06.12.1998, Blaðsíða 34
34 SUNNUDAGUR 6. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ SKOÐUN UPPRIFJUN UM JARÐVEGS- ROF OG GRÓÐURE YÐIN GU ÞAU ánægjulegu tíðindi bárust nú fyrir skemmstu að íslenskum hópi fræðimanna voru veitt Um- hverfísverðlaun Norðurlandaráðs. Verðlaunin voru veitt fyrir rann- sóknir á jarðvegsrofí á Islandi en hópurinn tók sér fyrir hendur að gera magnbundna rannsókn á stöðu gróðureyðingar og jarðvegs- rofs með fulltingi mynda frá gervi- hnöttum. I glæsilegri skýrslu, sem kom út á vegum Landgræðslu rík- isins og Rannsóknastofnunar land- búnaðarins í febrúar 1997 segir að gróðureyðing og jarðvegsrof hafí stórlega dregið úr framleiðslugetu íslenskra vistkerfa og rýit lífsaf- komu þjóðarinnar. Ef frá eru tald- ar fréttir um Umhverfísverðlaun Norðulandaráðs í fjölmiðlum hefur lítið verið fjallað um efni skýrsl- unnar og hugsanlega verður þögn- in látin umlykja niðurstöður þess- arar rannsóknar líkt og átt hefur sér stað um aðrar rannsóknir á sama efni á umliðnum áratugum. I grein í Arsriti Skógræktaifé- lags íslands 1960-1961 skrifaði Sigurður Þórarinsson: „Það er mikill ábyrgðarhluti að fjölga sauð- fé í landinu, svo sem gert hefur verið síðustu árin án þess að taka uppblásturinn og orsakir hans til rækilegrar vísindalegrar athugun- ar, svo og beitarþol landsins. Bú- skapur, sem gengi á dýmætasta kapital landsins, sjálfa gróður- moldina, myndi jaðra við glæp gagnvart komandi kynslóðum, og ekki er þekkingarleysið lengur til afsökunar.“ Þegar þessi orð voru rituð stóð sauðfjárrækt með meiri blóma á Islandi en áður hafði þekkst frá upphafi landnáms. Sauðfé hefur fækkað mikið frá þessum tíma, en eftir sem áður er fé beitt á rýrt land, án umtals- verðrar stjórnunar. Lausaganga búfjár, sauðfjár og hesta, er enn við lýði á Islandi þó að slíkir bú- skaparhættir séu í mikilli óþökk meirihluta þjóðarinnar, bæði vegna áhrifa stjórnlausrar beitar og rányrkju á sameiginlegri auðlind, jarðveginum, og eins vegna gífur- legrar slysahættu af búfé á þjóð- vegum landsins. Á vettvangi Sam- einuðu þjóðanna vakti einn af for- ystumönnum þjóðarinnar máls á umhverfísstjórnun Islendinga og benti réttilega á góðan árangur í stjórnun á nýtingu auðlinda sjávar. Hann gerði einnig að umtalsefni óheillavænleg áhrif ríkisstyrktrar auðlindanýtingar, sem ætíð leiðir til ofnýtingar og rányrkju. Islend- ingar geta hrósað sér af því að hafa haft vísindalegar rannsóknir að leiðarljósi við físk- veiðistjómun. Með það í huga er rétt að minna á að vísindaleg hvatn- ing til stjórnunar á nýtingu lífrænna auð- linda landsins hefur legið fyrir áratugum saman. Grein Sigurðar Þórarinssonar, sem vitnað var til hér að framan, er einn af hornsteinum þeirrar þekkingar og tími til kominn að efni hennar sé rifjað upp. í grein- inni sýnir Sigurður fram á, með óyggjandi rökum, að jarðvegsrof og gróðureyðing hefst um leið og landnámið á níundu öld og heldur áfram með sívaxandi hraða fram á okkar daga. Athyglisverð er 38 ára gömul fullyrðing Sigurðar Þórar- inssonar að: „ekki er þekkingar- leysið lengur til afsökunar". Hann rekur það sem erlendir menn og Islendingar hafa skrifað um jarð- vegsrof og gróðureyðingu frá seinni hluta síðustu aldar og fram til 1960. Umfjöllun íslendinga dregur hann saman á eftirfarandi hátt: „Við lestur þess, sem Islend- ingar hafa skrifað um uppblástur og orsakir hans og þó einkum við lestur blaðagreina þeirra, er af og til birtast um þetta efni, kemur berlega í ljós, að ærið eru skiptar skoðanir, bæði meðal lærðra og leikra, um orsök uppblástursins og umfang hans frá upphafí Islands- byggðar. Sumir kenna nær ein- göngu um eyðingu skóga af manna völdum og húsdýra og þá ekki sízt vegna ofbeitar, aðrir reyna að frí- kenna sauðkindina að mestu eða öllu og er jafnvel svo langt gengið, að telja sauðbeitina landinu til bóta. Þessir forsvarsmenn sauð- kindarinnar leita orsakanna til uppblástursins aðallega í eldgosum og slæmu árferði. Á síðustu árum virðist hafa gætt vaxandi tilhneig- ingar til að fría sauðkindina af skuld í landeyðingunni og mun sú tilhneiging fremur sprottin af vax- andi áhuga fyrir fjölgun sauðfjár, en af opinberun nýrra sanninda á grundvelli vísindalegi-a, hlutlægra rannsókna. Eini möguleikinn til að fá úr því skorið hverjar séu höfuð- orsakir hins mikla uppblásturs á Islandi er: rannsóknir og aftur rannsóknir." Sigurður gat trútt um umtalað því sjálfur hafði hann mótað rann- sóknaraðferð, sem var vel til þess fallin að gera hlutlæga, vísindalega rannsók á jarðvegsrofi og gróður- eyðingu á Islandi, gjóskutímatalið. Þegar ísa leysti í lok síðasta jökul- skeiðs fyrir 10—12 þúsund árum var landið að mestu auðn, án jarðvegs og gróðurs. Myndun jarðvegs hófst strax og ísa leysti, gróður nam land og smám saman klæddist yfírborð- ið lífrænni kápu, „dýrmætasta kap- ítali landsins“ svo aftur sé vitnað til orða Sigurðar Þórarinssonar. Á myndunartíma jarðvegsins urðu nokkur mikil eldgos sem dreifðu þykkum gjóskulögum yfír stóran hluta landsins. Hvert nýtt gjósku- lag, sem liggur óhreyft í jarðveginum, innsigl- ar þann kafla jarð- vegssögunnar, sem á undan er genginn. Þannig skipta gjósku- lög í jarðveginum sög- unni í vel skilgreinda kafla. Því er hægt að bera eðli og ástand jarðvegs í hverjum kafla fyrir sig saman við ýmsa umhverfis- þætti, sem eru þekktir með aðstoð annarra sjálfstæðra rannsókna, eða með túlkun ákveð- inna eiginleika jarð- vegsins sjálfs, sem bera umhverfínu vitni. Þegar Sig- urður skrifaði grein sína árið 1960 notaðist hann við nokkur gjósku- lög, sem hann hafði rannsakað gaumgæfilega. Þetta vora einkum gjóskulög frá Heklu, það elsta um 8.000 ára gamalt annað um 4.600 ára það þriðja um 2.600 ára og það fjórða frá árinu 1104 e. Kr., en auk þess nokkur yngri gjóskulög svo * Islenskum hópi fræði- manna voru veitt Um- hverfísverðlaun Norð- urlandaráðs, segir Guð- mundur E. Sigvalda- son, en þau voru veitt fyrir rannsóknir á jarð- ----------------7----------- vegsrofí á Islandi. sem gjóskulagið frá Öskjugosinu árið 1875. Þessi gjóskulög skipta jarðvegssögunni í nokkur tíma- skeið með breytilegu loftslagi en það gerir kleift að meta áhrif veð- urfars á sögu jarðvegsins. Gjósku- lögin sjálf eru einnig mikilvæg til að meta hvaða áhrif stórfelld gjóskugos hafa á sögu jarðvegsins, gjóskugos sem eru margfalt stærri í sniðum en þau gos, sem hafa orðið eftir landnám. Einfóld mæling á fjarlægð milli tveggja gjóskulaga segir til um hversu hratt jarðvegur þykknaði frá því neðra gjöskulagið féll uns það efra lagðist yfír. Þykknun jarð- vegs er háð mörgum umhvei-fís- þáttum en á íslandi er verulegur hluti jarðvegsins ólífrænt efni, sem berst að með vindi. Jarðvegs- þykknunin er því mjög háð því hversu mikið efni er til staðar, sem vindar geta flutt. Á landi með sam- fellda gróðurþekju nær vindurinn ekki tökum á neinu efni og jarð- vegsþykknun byggist að verulegu leyti á lífrænum leifum og efni sem veðrast úr berggrunninum, sem jarðvegurinn hvílir á. Jarðvegs- þykknunin er því beinn mælikvarði á hversu mikið magn lausra, fín- kornaðra efna var fyrir hendi á hverjum tíma, en það segir aftur til um hversu samfelld gróðurþekja landsins var þegar jarðvegurinn var í myndun. Tíð eldgos, jökulaur- ar og hlaupfarvegir hafa séð til þess að á íslandi hefur alltaf verið fínkornað efni á yfirborði, sem vindar gátu borið um mislangan veg. Sú er skýring þess að allur ný- myndaður íslenskur jarðvegur á öllum tímum inniheldur ólífræn steinefni í einhverju en mismiklu magni eftir því hversu samfelld gróðm-þekjan var. Með því að mæla hundruð jarðvsgssniða um allt land komst Sigurður að niðurstöðu, sem vísar öllum fullyrðingum á bug um að eldgos og ill veðrátta hafi valdið jarðvegsrofí og gróðureyðingu fyr- ir landnám. Þvert á móti, jarðveg- ur þykknar mjög hægt (0,08 til 0,27 millímetra á ári) en þykknunar- hraðinn vex sums staðar lítillega í nokkra áratugi eftir stórgosin úr Heklu, en hægir svo aftur á sér. Breytingar á veðurfari í upphafi jámaldar, fyrir um 2.500 árum, munu hafa lækkað gróðurmörk nokkuð en án vemlegi’a áhrifa á þykknun jarðvegs. Jarðvegs- og gróðurþekjan er því nokkuð jöfn a.m.k. síðustu 5.000 árin eða þang- að til stórfelld og afdrifarík breyt- ing verður nokkra fyrir Heklugos- ið 1104. (Því má skjóta inn í þessa endursögn af ritgerð Sigurðar frá 1960, að annað gjóskulag, sem nú hefur verið aldursgi-eint í græn- lenska ískjamanum, gefur skarpari skilgreiningu á upphafi þessarar breytingar. Þetta gjóskulag mynd- aðist árið 871 e. Kr. Lagið hefur verið nefnt Landnámslag). En gef- um Sigurði orðið: „(Ef við) berum saman jarðvegsþykknunina milli 2080 og 770 f. Kr. annars vegar en hins vegar þá sem orðið hefur eftir 1104 e. Kr. kemur í ljós, að á síðara tímabilinu hefur hún orðið um fímm sinnum hraðari í vesturhluta Norðurlands, á miðhálendinu um fjórum sinnum hraðari og sömu- leiðis á Suðurlandi, þar sem sam- anburði verður við komið. Með öðr- um orðum: Síðan 1104 hefur heild- arlega verið 4-5 sinnum meira áfok en á hlýþurra skeiðinu - . Skýring- in á þessum mismun er sú að á hlýþurra skeiðinu var gróðurþekja landsins miklu samfelldari en nú og náði einnig mun hærra og má sjá það með því að rekja leifar jarð- vegs með ákvarðanlegum öskulög- um inn á öræfin.“ Síðan lýsir Sig- urður rannsóknarferð inn á öræfín og telur: „lítinn vafa á, að mikið af Odáðahrauni hafí verið gróið á hlýþurra skeiðinu". Ennfremur bendir Sigurður á að uppblásturinn hefst með fullum þunga þremur öldum áður en veðurfar versnar í upphafí Litlu ísaldar á 12. og 13. Öld. Grein Sigurðar lýkur með eft- irfarandi orðum: „Meginorsök upp- blástursins er hvorki að fínna í eldsumbrotum né versnandi lofts- lagi. Maðurinn og sauðkindin era meginorsök þess óhugnanlega upp- blásturs, sem án afláts hefur rýrt vort dýrmæta gróðurland í „Is- lands þúsund ár“.“ Margir hafa fetað í fótspor Sig- urðar, aukið og bætt þau gögn, sem hann byggði á án þess að nið- urstaðan hafi haggast. Eigi að síð- ur heyrast enn fullyrðingar um að eldgos og versnandi veðurfar eigi sök á gífurlegu jarðvegsrofí og Guðmundur E. Sigvaldason gróðureyðingu á íslandi. Ekki skal dregið í efa að þeir menn, sem halda slíku fram „trúi“ eigin íúll- yrðingum, en það er langur vegur milli tráar og þekkingar. Tráin getur byggst á athugunum, sem eru rangtúlkaðar af því að þær era slitnar úr samhengi við söguna. Þannig tala margir um „ósnortið" hálendi Islands, auðnina, sem und- ir foksandi eyðimerkurinnar geym- ir minjar um algróið land upp í 700 til 800 metra hæð, moldarminjar með þykkum gjóskulögum, sem sýna að eldfjallagjóskan hafði eng- in varanleg áhrif á gi'óðurinn. Mönnum hættir til að byggja rök sín um áhrif eldgosa og veðurfars á augljósum áhrifum þessara afla EFTIR að maðurinn var búinn að rjúfa jarðvegsþekjuna með athöfn- um sínum. Þá koma til sögu tvenns konar eyðingaröfl, annars vegar sandblástur og vatnsrof vegna lausra efna, sem liggja óbundin á yfírborði og hins vegar húsdýr, sauðfé og hross, sem torvelda nátt- úranni að binda lausu jarðefnin með nýjum gróðri. Deilan um áhrif mannsins og sauðbeitarinnar á jarðvegsrof og gróðureyðingu, sem Sigurður vék að og vitnað var til hér að framan, hefði átt að vera sett niður í eitt skipti fyrir öll með rannsókn hans fyrir nær 40 áram. Sagt er að venjulegur vísinda- maður geti aldrei fundið nógu sann- færandi rök til að stöðva flæði mik- ils fjármagns. Þess eru mörg dæmi að stundarhagsmunir hafi leitt til verka, sem urðu landi og lýð til óþurftar þrátt fyrii- vamaðarorð vísinda og skynsemi. Hins era líka nærtæk dæmi að stjómvöld hafi um síðir tekið í tauma rányrkjunn- ar og lögleitt aðferðir til nýtingar náttúruauðlinda í sæmilegri sátt við tiltæka þekkingu. Fiskveiðistjórn- un hefur það markmið að draga ekki meir en Drottinn gefur. Stjómunin gengur það langt að ofnýttir veiðistofnar era alfriðaðir í þeirri von að þeir geti með tíman- um orðið nýtanleg auðlind. Slíkar friðunaraðgerðir hafa haft í för með sér gífurlega röskun á högum fólks og nægir að minna á friðun þorsks við Nýfundnaland eða síldar við strendur Islands. Friðunin er eigi að síður talin viðunandi því áfram- hald sóknar leiðir hvort eð er til þess að fótum er kippt undan lífsaf- komu þeirra sem nýta auðlindina. Það er skiljanlegt að fólk eigi auð- veldara með að sætta sig við friðun fiskistofna vegna þess að rányrkjan með nútíma veiðarfærum er aug- ljós og auðskilin vegna síminnkandi afla sem á land kemur. Hinu er erf- iðara að gera sér grein fyrir, breyt- ingum á gæðum landsins, þó að þær séu augljósar frá einni kynslóð til annarrar, en ekki eins afgerandi og „skyndilegt" hvarf físks úr sjón- um. Allar aðgerðir til friðunar landsins hljóta að vega að alda- gömlum hefðum tengdum sauðfjár- búskap og munu því vekja sterk til- finningaleg viðbrögð. Hitt er aug- Ijóst að ef íslenskir stjómmála- menn vilja standa við þau orð sem féllu á þingi Sameinuðu þjóðanna nú í haust verður að ráðast gegn rányrkju landsins með aðgerðum, sem verða bæði sársaukafullar og erfíðar í framkvæmd. Skýrsla Landgræðslu ríkisins og Rann- sóknastofnunar landbúnaðarins, Jarðvegsrof á Islandi, sem fékk Umhverfisverðlaun Norðurlanda- ráðs nú í haust er leiðarvísir á þeirri braut. Höfundur er jarðfræðingur. FULLKOMIÐ HANDBRAGÐ OG EILIFUR GLÆSILEIKI. NÝJAR SENDINGAR HÚSGAGNA Borðstof u r Sófar Sófaborð MÖRKIN 3, SÍMI 588 0640 - CASA@ISLANDIA.IS Stóla r Opið laug. 11-18 Sun. 14-17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.