Morgunblaðið - 06.12.1998, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 06.12.1998, Blaðsíða 28
28 SUNNUDAGUR 6. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ Hallveigarstíg og fjárfesti þá fyrir um 15 milljónir króna. Árið eftir var fyrsti „litaplotterinn" keyptur og árið 1995 var keypt Sallmetal- plasthúðunai’vél, sú stærsta í land- inu og árið eftir var hafinn inn- flutningur og sala á Scan Display sýningarkerfum. Nýlega voru keyptar stafrænar lit- og svarthvít- ar ljósritunarvélar og skannar fyr- ir tækniteikningar í öllum stærð- um. A þessu ári hafa auk þess verið keyptir tveir rafstöðuprentarar og tauþrykkivél og var þar á ferðinni fjáifesting upp á 35-40 milljónir. A sama tíma og fyrirtækið hefur safnað að sér hátæknibúnaði hefm' það keypt smæn'i ljósritunarstofur og haslað sér völl á mikilvægum stöðum, í Síðumúlanum, Borgar- túni og á Hallveigarstíg, en í ölium tilvikum er staðsetningin engin til- viljun þar sem margt er um stofn- anir, fyrirtæki, arkitekta- og verk- fræðistofur, sem hafa verið helstu viðskiptavinir Samskipta. Alh-a síð- ustu árin hafa auglýsingastofur og, með batnandi tækjabúnaði, skilta- gerðir komið inn sem æ mikilvæg- ari viðskiptavinir. Guðmundur segir að aðalstarf- semi Samskipta hafi frá upphafi verið ljósritun og þjónusta við ar- kítekta og verkfræðinga. „Samskipti hefur frá stofnun verið í fremstu röð á þessu sviði bæði varðandi þjónustu og tækninýjungar. Meðal nýjunga sem fyifrtækið hefur kynnt á markaðnum er stafræn meðhöndl- un teikninga í öllum stærðum. Þannig er fjöldi verkfræði- og ar- kítektastofa beintengd við fyrir- tækið gegnum gagnanet. Við- skiptavinir þuifa ekki að fara út fyrir hússins dyr til að nýta sér þjónustu Samskipta. Þeir senda teikningar í gegnum gagnanetið, starfsmenn Samskipta meðhöndla gögnin í samræmi við óskir þeirra og síðan eru Ijósritin og gögnin send með sendiþjónustu Samskipta til viðskiptavinanna," segir Guð- mundur. Jafn og traustur stígandi Eiríkur segir að ársveltan hjá fyrirtækinu sé nú um 130 milljónir og hafi stígandinn verið jafn og góður á milli ára þrátt fyrir sveifl- ur í efnahagslífi þjóðarinnar, hvernig sem á því stendur. Samkvæmt öllum sólarmerkjum þá eru þeir dagai- liðnir að ljósrit- unarstofur geri ekkert annað en að ljósrita á A4 og A3 pappír? „Þeh- dagar era löngu liðnh', a.m.k. hjá Samskiptum. I raun er hugtakið ljósritunarstofa afleitt og úrelt hugtak sem lýsir engan veg- inn þeirri fjölþættu þjónustu sem Samskipti veita,“ svai'ar Eiifkur. Guðmundur bætir við að vel- gengni fyrirtækisins snúist um vilja til fjárfestinga í nýjasta og besta búnaðinum. „Nýr tækjakost- ur er alltaf dýrastur fyi'st þegar hann kemur á markað. Við höfum kosið að bíða ekki boðanna og kaupa búnaðinn strax og veita þannig bestu þjónustuna. Mörg fyrii-tæki sem skipta við okkur eiga mjög góðan ljósritunar- búnað, en það er freistandi og jafn- vel blátt áfram nauðsynlegt að sækja til þeirra sem búa enn betur. Þegar frá líðm- leyfa þessi fyrir- tæki sér síðan oft að fjárfesta sjálf og þá brennur á okkur að tefla fram einhverju nýju,“ segir Guð- mundur. Eiifkur grípur aftur orðið og segir: Af því að þú nefndir að þeir dagar væru liðnir að það væri ekk- ert gert nema að ljósrita á einfald- an pappír, þá gæti ég nefnt, að í dag getum við prentað margt smá- legt, s.s. bæklinga, matseðla, nafn- spjöld og barmmerki. Þá erum við með sýningarveggi sem við mynd- skreytum eftir pöntun. Þá get ég nefnt að við prentum stór vegg- spjöld, auglýsingaspjöld, skýring- armyndir í upplagi frá einu og upp úr, á fária, veggfóður, gólfmerking- ar og alls kyns auglýsinga- og kynningarefni. Við erum með plasthúðun og límingu til að mynd- in haldist slétt og þoli hnjask. Við og ódýr afrit. „Góðir viðskiptavinir áunnust, svo sem endurskoðendur og aðrir sem vildu láta afurðir sín- ar líta vel út og fyrirtæki sem komu til okkar með alls kyns kynn- ingarefni," segir Eiríkur og heldur áfram: „Til að nýta betur tækja- kostinn hófu þeir Arni og Jóhann að endunítgefa gamlar ættfræði- bækur og selja til áhugamanna um ættfræði. Þeir sáu einnig þjónustu- markað fyrir verkfræðinga og ar- kítekta og festu því kaup á teikn- ingaljósritunarvél og gátu þá boðið svokallaða ammoníaksljósritun. Þá vantaði mann til að sinna þessu nýja starfi í fyrirtækinu, það var auglýst og það var staðan sem ég var ráðinn til að fylla. Upp úr þessu hófum við að safna saman blaðaúrklippum eftir málaflokkum, t.d. sjávarútvegsmál, kjaramál o.fl., fjölfalda þá og selja. í október ákváðum við að skipta fyrirtækinu. Jóhann hélt ættfræðiútgáfunni og Árni blaðaúrklippunum. Hann stofnaði síðan fyrirtækið Miðlun um þá starfsemi. Ég hélt hins veg- ar Ijósritunardeildinni og nafninu Samskipti. Ýmis tímamót Menn þurfa að „vera á tánum“ í Ijósritunargeiranum og vera við- búnir að fylgjast með straumum, stefnum og nýjungum. Sé það ekki gert dagar menn uppi því tækninni og kröfunum um ijölbreytni og gæði fleygir fram. Þeir Eiríkur og Guðmundur segja sögu fyrirtækisins síðustu árin vera stráða nýjum fjárfesting- um. Tölvuvæðingin hófst að gagni árið 1989 og það ár var t.d. fyrsti „teikningaplotter" keyptur. 1991 opnaði fyrirtækið útibúið sitt á VIÐSKIFnAIVINNULÍF Á SUNNUDEGI ► Samskipti ehf. er til húsa víða um borgina, í Síðumúla, á Hallveigarstíg og í Borgartúni, en fyrirtækið er í fremstu röð hér á landi í ljósritun, litútprentun og plasthúðun. Fyrir ein- ungis fáum vikum gerði starfsfólk Samskipta sér giaðan dag í tilefni af því að þá varð fyrirtækið tuttugu ára. Eigándi þess, Eiríkur Víkingsson segir að vöxtur og framfarir hafi fylgt fyr- irtækinu alla tíð og þar á bæ hafi menn, einhverra hluta vegna, ekki fundið fyrir afturför í efnahagslífinu sem skotið hefur upp kollinum af og til í gegnum tíðina. í VINNSLUSALNUM. skipti auglýsti eftir sölumanni í 2-4 klukkustunda starf. „Það hentaði mér prýðilega. En fljótlega voru þessir 2-4 klukkutímar orðnir 7-8 tímar og áður en varði hálfur sólar- hringurinn,“ segir Eiríkur. A þessum árum voru eigendur Samskipta þeir Árni Zóphaníasson og Jóhann Isberg. Starfsemi Sam- skipta var þá helst fólgin í ljósritun á pappír í stærðinni A4 og A3, eða „venjulegan pappír“ sem var nýlunda þá, þar sem þetta þurfti tiltölulega dýrar vélar, en gaf góð SAMSKIPTAMENNIRNIR Guðmundur Kjartansson t.v. og Eiríkur Víkingsson t.h. Umfram allt að halda vöku sinni Eftir Guðmund Guðjónsson EIRÍKUR Víkingsson er fertugur Reykvíkingur, að vísu fæddur í Kaup- mannahöfn, en fluttist með fjölskyldu sinni til Islands hálfs árs gamall. Hann ólst upp í Vesturbænum og iauk stúdents- prófi frá MR vorið 1978. Síðan dvaldi hann nokkra mánuði við ým- is störf í Noregi, en kom svo aftur heim og hóf nám í verkfræði við HÍ. Námið varð þó skammvinnt því hann réð sig sem sölumaður til Samskipta þá þegar um veturinn. 1981 eignaðist hann þriðjung í fyr- irtækinu og það var skammt stórra högga á milli, því haustið 1982 eignaðist hann fyrirtækið allt. Ei- ríkur á einn son, Víking Fjalar, sem er tíu ára, og einn stjúpson, Ragnar Fjalar, sem er 24 ára. Guðmundur Kjartansson er einnig fertugur Vesturbæingur sem lauk stúdentsprófi frá MS árið 1978. Eftir námið réðst hann til vinnu hjá Slippfélaginu og var þar í átta ár. Síðan önnur átta ár hjá Miðlun, en þá erum við komin fram í ársbyrjun 1995, er hann var ráð- inn sem framkvæmdastjóri Sam- skipta. Guðmundur á einn son, Kjartan, sem er 22 ára. Þeir eiga því margt sameiginlegt félagarnir, Eiríkur og Guðmundur, en þeir voni þó ekki vinir eða kunningjar í gegn um barnæskuna. Vissu hvor af öðrum, en leiðir þeirra lágu þó ekki saman að ráði fyrr en 1995. Aðdragandi þess að Eiríkur tengdist Samskiptum var fremur tilviijanakenndur. Hann var að hefja búskap um líkt leyti og námið við HÍ hófst. Sú staða kom upp að ekki veitti af aukatekjum og Sam-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.