Morgunblaðið - 01.06.1999, Síða 29

Morgunblaðið - 01.06.1999, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1. JÚNÍ 1999 29 ERLENT Meintur morðingi náðist LÖGREGLA í Svíþjóð hand- tók í gær fyrrverandi málaliða sem grunaður er um að hafa skotið tvo lögregluþjóna til bana í kjölfar bankaráns sl. föstudag. Maðurinn heitir Jackie Arklöv og er 25 ára. Hann varð fyrir skoti þegar hann var tekinn höndum og var fluttur á sjúkrahús, en sár hans munu ekki lífshættuleg. Bankaránið var framið í bæn- um Kisa, um 50 km suður af Linköping. Fingrafór Arklövs fundust á skotfærum sem voru notuð við ránið. Annar ræningi særðist í skotbardaga við lög- reglu á fóstudag, og er á sjúkrahúsi. Þriðja ræningjans er leitað. Gangaöryggi kannað ÍTARLEG rannsókn mun fara fram á öryggismálum í öllum veggöngum í Sviss í kjölfar þess að á laugardag kom upp mannskæður eldur í veggöng- um í Ölpunum í annað sinn á árinu. Alls létu 46 lífið í þeim slysum. Hefur vinnuhópur þeg- ar hafíst handa við rannsókn á lengri göngum, að sögn sam- gönguráðuneytisins sviss- neska. Sum ganganna eru á helstu tengibrautum milli Norður- og Suður-Evrópu. Á laugardag var einum veggöng- um í Sviss lokað eftir að rann- sóknir leiddu í Ijós að þau gætu breyst í dauðagildru kæmi upp eldur í þeim, þar eð loftræsti- kerfí reyndust ófullnægjandi. Hátt í 200 í gíslingu VINSTRISINNAÐIR upp- reisnarmenn í Kólumbíu hnepptu á annað hundrað manns í gíslingu sl. sunnudag. Fólkið var við messu í kirkju í úthverfí Cali þegar einkennis- klæddir menn birtust og skip- uðu því að fara um borð í flutn- ingabíla sem biðu útifyrir. Rúmlega 80 gíslar voru látnir lausir nokkru síðar í fjöllunum sunnan borgarinnar, en í gær taldi fulltrúi kólumbíska hers- ins að enn væru um 60 manns í haldi ræningjanna. Mannrán eru hvergi í heiminum eins tíð og í Kólumbíu, en talið er að þetta sé umfangsmesta rán sem þar hefur nokkurn tíma verið framið. Ermarsunds- göng lokast VERKFALL franskra starfs- manna við Ermarsundsgöngin varð til þess að umferð um þau stöðvaðist að hluta til í gær. Um eitt hundrað starfsmenn tóku þátt í verkfallinu og not- uðu þeir bíla til þess að loka munna ganganna skammt frá Calais. Vildu starfsmennirnir með þessu krefjast bættra vinnuskilyrða. Úmferð frá Frakklandi til Bretlands stöðv- aðist af þessum sökum, en um- ferð í hina áttina gekk snurðu- laust fyrir sig, þótt nokkrar tafir yrðu er til Frakklands kom. Svíar hafna innlimun VES í ESB Stokkhólmi. Reuters. SVIAR sögðust á dögunum ætla að leggjast gegn öllum tillögum um að varnarbandalagið Vestur- Evrópusambandið (VES) verði innlimað í Evrópusambandið (ESB) og sögðu að málið yrði ekki rætt á leiðtogafundi ESB í Köln í þessari viku. Ingrid Iremark, fjölmiðlafull- trúi Görans Perssons, forsætis- ráðherra Svíþjóðar, sagði að frétt- ir um að Þjóðverjar hygðust leggja fram tillögu um innlimun VES í ESB á leiðtogafundinum væru villandi. „Þetta er mikill misskilningur," sagði hún. „Menn í Evrópu- sambandinu hafa talað um þetta en ekki ríkis- stjórnirnar. Engin slík til- laga verður lögð fram á fundinum í Köln.“ Hlutlausu löndin á móti samrunanum Þýska varnarmálaráðuneytið sagði á miðvikudag að ráðherrar frá ríkjum Evr- ópusambands- ins og evrópsk- um aðildarríkj- um NATO utan ESB myndu ræða breytingar á skipan varnar- mála í Evrópu á óformlegum fundi sem haldinn var í Bonn í gær. Ráðuneytið sagði að þýska stjórn- in vildi að á leiðtogafundinum yrði samþykkt að innlima Vestur-Evr- ópusambandið, sem er 50 ára gam- alt, í Evrópusambandið. Jan-Erik Enestam, vamarmála- ráðherra Finnlands, hefur sagt að hlutlausu löndin í ESB myndu hafna tillögunni. Iremark sagði að sænskir jafnaðarmenn hygðust einnig leggjast gegn tillögunni ef hún yrði lögð fram. „Sænskir jafn- aðarmenn aðhyllast hlutleysi - við myndum ekki styðja slíkan sam- runa.“ Græni flokkurinn í Svíþjóð sagði íyrir helgi að hann kynni að slíta stjómarsamstarfinu við jafnaðar- menn ef stjórnin hafnaði ekki sam- runa VES og ESB. EVRÓPA* í Evrópukeppni landsliða á Laugardalsvelli 5. júní kl. 16 Hólf C, F og G í eldri stúku og M, N, 0 og P í nýrri stúku Fullt verð: 2.000 kr. • Safnkortsverð: 1.800 kr. Öll sætl númeruð Hólf A, B, H og I í eldri stúku og K, L, R og S í nýrri stúku Fullt verð: 1.500 kr. • Safnkortsverö: 1.200 kr. Öll sæti númeruð HÓIf J og T í nýrri Stúku (Bðrn eðafullorðnirmeð börn) Fullt verð, fullorðnir: 1.500 kr. • Safnkortsverð: 1.200 kr. Fullt verð, börn 16 ára og yngri: 500 kr. • Safnkortsverð 400 kr. Ónúmeruð sæti Tryggið ykkur uppáhaldssætin í tíma! Eftirfyrri umferð í riðlinum eru Frakkland og Ukraína efst með 11 stig, ísland með 9, Rússland með 6, Armenía með 4 og Andorra með 0. Olíufélagiðhf Ipfjj lllg fgg —T3l Hébbi ■ibhhbs

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.