Morgunblaðið - 24.08.1999, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 24.08.1999, Blaðsíða 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 24. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ Eg er letiblóð Erfitt getur reynst að snúa til fyrri hátta. Sá sem á þurrkara hengir ekki framar út og sá sem á gasgrill bíður aldrei framar eftir því að kolin í gamla grillinu gráni. jálfvirkni veraldarinn- ar er komin yfir strik- ið. Mælirinn hefur fyllst. Tæknivæðing tilverunnar er svo úr hófi gengin að einfaldur einstak- lingur sem varðveitt hefur snefil af sjálfstæðri skynjun hlýtur að gera annað tveggja: leggja upp laupana í angurværri uppgjöf eða spyma hraustlega við fótum. Fyrri kosturinn er í raun nær- tækari og auðveldari í samfélagi sem einmitt gengur út á að hreyfa sig sem minnst. Síðari kosturinn er hins vegar enn fyrir hendi og mér þykir aðkallandi að neyta dvínandi krafta til þess að snúast gegn þróuninni. Þetta laust mig skyndilega um daginn þegar ég gekk á útihurð- ina heima hjá VIÐHORF mér. Alveg .. .... satt. Ég er eft.r Sigur- bókstaf]ega bjorgu . . , 6 Þrastardóttur fann að ganSa a hurðn- vegna þess að í hús- inu þar sem ég vinn og ýmsum öðrum byggingum um bæinn opnast allar dyr sjálfkrafa um leið og einhver nálgast. Sú ósjálfráða athöfn að taka í hurð- arhún með handafli er smám saman að hverfa úr skipanakerfi heilabúsins og þess vegna geng- ur fólk á hurðir og veggi þegar komið er í ófullkomnar vistar- venir eins og heimahús. Ég er líka að missa hæfileik- ann til þess að hlaupa upp og niður stiga því í húsinu þar sem ég vinn er lyfta. Og í flug- og verslanamiðstöðvum þar sem ekki eru lyftur eru rúllustigar, þannig að um árabil hef ég eigin- lega hvergi þurft að klífa fleiri en þrjú þrep í einni heimsókn. Þessi dæmi eru gripin af handahófi til vitnis um gengis- fellingu líkamlegrar hæfni, hreyfigetu og athygli í daglegu lífi. Og áfram mætti telja. Ýms- um fljúga kannski fyrst í hug augljós þægindatól eins og bif- reiðar, tölvur og tilbúnir kjöt- réttir. En það eru ekki síður smærri hlutir sem lymskulega svipta okkur nauðsynlegu áreiti og eðlilegri líkamlegri áreynslu; sjónvarpsfjarstýringar, samlæs- ing bflhurða, sjálfvirkir heftarar, rafknúnir yddarar, endurvals- hnappar á símum, stafsetningar- forrit, hvítlaukspressur og vasa- reiknivélar. Aðeins hinum allra atorkusömustu flýgur í hug að einbeita sér í erli dagsins - að ieggja eitthvað örlítið á sig. En jafnvel þeim fer fækkandi, því sá sem einu sinni hefur komið sér upp sjálfvirkri veröld snýr ekki svo glatt til fyrri hátta. Sá sem á þurrkara hengir ekki framar út og sá sem á gasgrill bíður aldrei framar eftir því að kolin í gamla grillinu gráni. Þannig fjarar lífsbaráttan í tæknivæddu vestrænu samfélagi út því nánast ekkert fær fólk lengur til þess að hreyfa sig. Hreyfingin fæst hins vegar keypt í sérstökum stöðvum þar sem hlaupabretti, lyftingabekkir, róðrarvélar og önnur tæki veita fólki útrás fyrir bælda hreyfi- þörf. Líkamsræktarstöðvamar eru hamingjuhús nútímamanns- ins en þægindin eru víst aldrei næg. Um þverbak fannst mér keyra um daginn þegar ég rambaði á auglýsingu í erlendum sjónvarpsmarkaði þar sem nýj- um grenningargræjum til heim- ilisnota var fjálglega lýst. Um var að ræða snúruflóka með blöðkum sem tengdur var tor- kennflegu takkaborði. „Þú festir blöðkumar einfaidlega á húðina og lætur rafstrauminn um að brjóta niður fituvefína," hrópaði sölukonan sannfærandi og kvaðst sjálfri þykja best að liggja yfir góðu myndbandi með- an hún léti kerfið hamast. „Það besta er að þið sparið ykkur fyr- irhöfnina við að skrölta í líkams- ræktina, leita að bílastæði og þramma alla leið inn í búnings- klefa,“ sagði konan og virtist trúa því sjálf að líkamsþjálfun gæti komið utanfrá. Þannig treystum við æ meira á vaskar maskínur sem létta okkur ekki aðeins lífið heldur taka bókstaflega frá okkur dag- legt amstur. Markmiðið er að vísu háleitt: að spara okkur tíma og fyrirhöfn svo við getum betur sinnt því sem máli skiptir í lífinu, en fáir virðast átta sig á því. Flestir nota tímann sem af geng- ur til þess að kaupa sér fleiri tæki og vefja sig meiri munaði. Færri sögum fer af vandvirkni þessara hjálpargagna nútímans. Til dæmis má spyrja: slá bensín- sláttuvélar endflega betur en orf og ljár? Hnígur rjómi ekki hrein- lega fyrr ef hann er þeyttur með gassprautu í stað handþeytara? Bursta rafknúnir tannburstar jafnvel og hefðbundnir? Sá grun- ur vaknar að hraði auki ekki endilega gæði - það helsta sem gerist er að leti okkar eykst. I hvert sinn sem nágranni minn í húsinu á móti kemur ak- andi í upphitaðri bifreið sinni og lyftir bflskúrshurðinni með hnappi missi ég sem snöggvast trúna á marglofaða atorku Is- lendinga. Ég spyr sjálfa mig hvort granninn hefði ekki gott af því að berjast stundum í dálítilli hríð og opna frosna bílskúrs- hurðina með berum höndum? Ég veit að það hefði Bjaraa Thorarensen í það minnsta fund- ist, en hann orti svo um lífið í landinu: „Fjör kenni oss eldur- inn, frostið oss herði...“ Ljóðið ísland boðar þau sannindi að okkar erfiða land sé fádæma vel til þess fallið að eyða andvara- leysi, þjálfa líkamann og brýna andlega hreysti. I dag er reynd- ar hægt að leiða hjá sér átökin í upphituðum bifreiðum og tækni- búnum byggingum en kannski væri okkur hollara að glíma dá- lítið oftar við heiminn. Næst þegar ég ligg uppi í stofusófa ætla ég að hugsa til Bjama Thorarensen. Ég ætla að standa upp, skilja fjarstýringuna eftir, ganga að sjónvarpstækinu og slökkva. Svo ætla ég að opna útihurðina með handafli, skflja bflinn eftir og ganga í vinnuna í fimbulfrosti. Og gleyma lyftunni. Ef ég geri þetta ekki kann nefni- lega svo að fara að landið mitt sígi í sæ því brýningarljóð Bjama endar með áhrínsorðum sem ég er innst inni hrædd um að rætist: „En megnirðu ei böm þín frá vondu að vara/og vesöld með ódyggðum þróast þeim hjáýaftur í legið þitt forna þá fara,/föðurland, áttu og hníga í sjá.“ UMRÆÐAN Foringjaefni kynnir utanríkisstefnu Á vefsíðu minni vakti ég hinn 8. ágúst athygli á því, að Guðmundur Árni Stefánsson alþingismaður boð- aði frekar léttvæga utanríkisstefnu í viðtali við dagblaðið Dag, þar sem hann gaf til kynna, að hann vildi verða formaður Samfylkingarinnar, fylkingar vinstrisinna. Þessar hug- leiðingar mínar á síðunni birtust í Staksteinum Morgun- blaðsins. I framhaldi af þvi skrifar Guðmundur Árni grein hér í blaðið hinn 19. ágúst undir fyrirsögninni: Mennta- málaráðherra í miðju „kalda stríðinu“. I upphafi greinarinn- ar segir Guðmundur Árni, að ég sé „ókrýnd- ur persónugervingur „kalda stríðsins“„ hér á landi. Líklega gefur Guðmundur Ámi þessa nafnbót í háðungar- skyni og lýsir hún hug hans til þeirra, sem létu að sér kveða opinber- lega í andstöðu við heimskommúnismann. Þar vora ekki síður ýmsir forystu- menn jafnaðarmanna framarlega í fylkingarbrjósti, þeir áttu hins vegar löngum í baráttu við ungsósíalista, sem snerust gegn NATO og dvöl varnarliðsins. Var Guðmundur Árni í þeim flokki, ef rétt er munað. Guðmundur Árni gerir mér upp skoðanir og hefur greinilega ekki kynnt sér neitt af því, sem ég hef rit- að um utanríkis- og öryggismál frá lyktum kalda stríðsins. Á eigin til- búnum forsendum um skoðanir mín- ar skrifar hann Morgunblaðsgrein sína. Þannig nálgast Guðmundur Árni einnig utanríkismálin í íyrr- nefndu viðtali við Dag. Þar gefur hann sér þrjár eigin forsendur: í fyrsta lagi að Sameinuðu þjóðirnar (SÞ) taki við hlutverki NATO. í öðra lagi að Bandaríkjastjórn vilji rifta varnarsamningnum við Islendinga. I þriðja lagi að söguleg nauðsyn leiði til aðildar íslands að Evrópusam- bandinu. Álitaefnin í Morgunblaðsgreininni segir Guðmundur Árni stóra spurningu, hvort það sé markmið í sjálfu sér að viðhalda Atlantshafsbandalaginu (NATO). Hann rökstyður þessa skoðun ekkert frekar. Raunar er stærri spurning, hvaðan hún er kom- in, hverjir séu málsvar- ar þessarar skoðunar í NATO-ríkjunum. Hún er ekki í samræmi við neitt, sem samþykkt var í Washington 23. og 24. aprfl 1999, þegar leið- togar NATO-ríkjanna komu saman til að minnast 50 ára afmælis bandalagsins. Á þessum fundi var framtíðar- stefna Atlantshafs- bandalagsins mótuð. Þar er hvergi minnst á, að Sameinuðu þjóðimar geti komið í staðinn fyr- ir NATO en lögð á ráðin um það, hvernig NATO geti sem best starfað með SÞ og öðrum al- þjóðasamtökum. Allar ályktanir leið- toganna miðast við, að NATO verði áfram öflugur samstarfsvettvangur þjóðanna beggja vegna Atlantshafs í öryggismálum, enda hafi ekkert bandalag þjóða áorkað jafn miklu í þágu friðar og stöðugleika. Guðmundur Ami vikur í Morgun- blaðsgreininni að því, sem gerðist í samskiptum íslenskra og bandarískra stjómvalda um varnarmál á fyrstu ár- um þessa áratugar eftir hrun Sovét- ríkjanna. Ég fylgdist náið með þeirri þróun bæði með beinni þátttöku í við- ræðum við Bandaríkjamenn og sem formaður utanríkismálanefndar al- þingis. Bandaríkjamenn hreyfðu því aldrei, að þeir hefðu áhuga á að rifta varnarsamstarfinu við Islendinga. Viðræðurnar snerust um fyrirkomu- lag vamanna við breyttar aðstæður, einkum loftvarna með orrastuþotum. Niðurstaðan varð sú, að Bandaríkja- menn hafa áfram þotur á Keflavíkur- flugvelli. Losaraleg ummæli Guð- Utanríkisstefna Tómahljóðið í málatil- búnaði Guðmundar -----7----------------------- Arna, segir Björn Bjarnason, er hið sama og einkenndi stefnuleysi fylkingar vinstrisinna í utanríkismálum fyrir þingkosningarnar. mundar Ama um ráðstafanir til að gæta öryggishagmuna Islands benda því miður ekki til þess, að hann hafi leitt hugann mildð að þessum málum. Má helst ætla, að hann vilji geta ýtt þeim út af borðinu með gamaldags tuggum um kalda stríðið. I Morgunblaðsgreininni kemst Guðmundur Ami að þeirri niðurstöðu, að óhjákvæmilega verði Evrópusam- bandsmálin fyrirferðarmikil í hinni pólitisku umræðu hér á landi og ann- ars staðar í Evrópu á næstu árum. Þarf ekki mikinn speking eða sérstak- lega framsýnan stjómmálamann til að benda á þetta. Guðmundur hefur sem sagt skipt um skoðun síðan hann lýsti yfir því í Degi, að einskonar náttúru- lögmál leiddu til ESB-aðildar íslands á næstu fimm árum. Gagnslitil umræða Morgunblaðsgrein Guðmundar Árna Stefánssonar gefur því miður ekki til kynna, að mikið gagn sé að viðræðum við hann um utanríkis- og varnarmál. Tómahljóðið í málatil- búnaði hans er hið sama og ein- kenndi stefnuleysi fylkingar vinstris- inna í utanríkismálum fyrir þing- kosningarnar. Fylkingunni hefur mistekist að móta stefnu í þessum mikilvæga málaflokki. Er líklega einsdæmi, að stjómmálaafl, sem vill vera marktækt, gangi fram með þessum hætti. Höfundur er menntamálaráðherra. Björn Bjarnason Umferðarmál við Kjarrhólma ÍBÚAR við Kjarrhólma í Kópavogi hafa vakið athygli á því að erindi sem þeir sendu til bæj- arins, þar sem farið var fram á að öryggi í um- ferðarmálum verði bætt, hafi ekki verið svarað svo mánuðum eða áram skiptir. Bæjarstjórinn í Kópavogi, Sigurður Geirdal, svarar því til í Morgnublaðinu að hann hafi ekki vitað betur en íbúarnir væru í besta sambandi við tæknideild bæjarins. Þetta eru hálf pirringsleg svör hjá bæjarstjóranum og ekki til þess fallin að slá á óá- nægju íbúanna. Morgunblaðið vitnaði í Sigurð þar sem hann segir að úrbætur í umferð- armálum í Kjarrhólma væra liður í framkvæmdum vegna fyrirhugaðs leikskóla á horni Álfatúns og Kjarr- hólma og því hafi menn viljað bíða með framkvæmdir þar til vitað væri hvort samþykki fengist fyrir rekstri leikskólans. Það vita hinsvegar allir sem eitthvað fylgjast með bæjarmál- um í Kópavogi að hugmyndin um leikskóla á þessum stað kom til sl. vetur og á fundi bæjarstjórnar í júlí sl. var ákveðið að breyta aðal- og deiliskipulagi þannig að mögulegt væri að reka leikskóla þar, þrátt fyr- ir mótmæli um 300 íbúa á svæðinu. Fulltrúar Kópavogslistans greiddu allir atkvæði gegn breytingunni. Óskir íbúa við Kjarrhólma um úr- bætur eiga sér miklu lengri sögu eins og Bolli Valgarðsson íbúi við götuna bendir á í Morgunblaðinu 19. ágúst síðastliðinn. Gleymdist að framkvæma Svör bæjarstjórans eru einnig furðuleg í ljósi þess að á fundi bæjarráðs 7. maí 1998 gerðist hann meðflutn- ingsmaður að tillögu Valþórs Hlöðverssonar og Guðmundar Odds- sonar þar sem segir: „Undirritaðir leggja til að Bæjarskipulagi verði falið að koma með tillögu að endurbótum á Kjarrhólma með það fyrir augum að auka öryggi vegfarenda og tryggja auðveldara að- gengi íbúanna að útivistar- og leik- svæði í Fossvogsdal.“ Auk Sigurðar gerðust sjálfstæðismennirnir Gunn- ar Birgisson og Bragi Michaelsson meðflutningsmenn að tillögunni. Síð- an hefur ekkert heyrst. I Morgun- blaðinu 20. ágúst segir Gunnar Birg- isson, formaður bæjarráðs, að eitt- hvað verði gert á næsta ári! Það er því ekki aðeins að það farist fyrir að svara erindum heldur gleymist að framkvæma það sem þegar hefur verið samþykkt og því ekki sanngjarnt af bæjarstjóranum að afsaka afskiptaleysið gagnvart óskum íbúa við Kjarrhólma með þvi að verið sé að bíða eftir að fram- kvæmdir hefjist vegna leikskólans. Breytinga er þörf Áhersla og áhugi ráðamanna Kópavogs um þessar mundir er að stækka bæinn og fjölga íbúum eins mikið og kostur er. Kópavogslistinn hefur ítrekað bent á að ekki sé enda- Umferðaröryggi Kópavogslistinn telur tímabært að stokka upp stjórnsýslu bæjar- ins, segir Vilmar Pétursson, en mark- miðið er að gera þjón- ustu við íbúana góða og skilvirka en jafn- framt hagkvæma. laust hægt að stækka bæinn án þess að aðlaga þjónustu og rekstur bæj- arins breyttum aðstæðum. Við telj- um löngu tímabært að stokka upp stjórnsýslu bæjarins með það að markmiði að gera þjónustu við íbú- ana góða og skilvirka en jafnframt eins hagkvæma og kostur er. I kosn- ingastefnuskrá okkar lögðum við m.a. til að gert yrði gæðastjórnunar- átak í stjórnsýslunni. Einnig lögðum við til að komið yrði á hverfanefnd- um til að auka upplýsingaflæði milli bæjarins og íbúanna, jafnframt sem slíkt myndi auka áhrif þeirra á framgang mála. Óánægja íbúa við Kjarrhólma og fótum troðinn vilji íbúa varðandi staðsetningu leikskól- ans við Álfatún eru tvö nýleg dæmi um að á þessu er full þörf. Höfundur er varabæjarfulltrúi Kópavogslistans. Vilmar Pétursson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.