Morgunblaðið - 24.08.1999, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 24.08.1999, Blaðsíða 48
MORGUNBLAÐIÐ ^48 ÞRIÐJUDAGUR 24. ÁGÚST 1999 MINNINGAR EÐVARÐ , SIGURGEIRSSON + Eðvarð Sigur- geirsson fædd- ist á Akureyri 22. október 1907, hann lést á heimili sínu 12. ágúst síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Sigurgeir Jónsson, organisti og söngstjóri, f. 24.11. 1866, d. 4.11. 1954, og Júlíana Friðrika Tómas- dóttir, húsmóðir, f. ^ 21.7. 1953. Systkini Eðvarðs: Páll, kaupmaður, f. 16.2. 1896, d. 21.2. 1982; Vigfús, ljósmyndari, f. 6.1. 1900, d. 16.6. 1984; Gunn- ar, organisti, f. 17.10. 1901, d. 9.7. 1970; Hermína, píanókenn- ari, f. 16.3. 1904; Jón Aðalgeir, skólastjóri, f. 24.5. 1909; Agnes, f. 23.10. 1912, d. 9.9. 1928; Hörður, ljósmyndari, f. 6.5. 1914, d. 2.6. 1978; Haraldur, skrifstofumaður, f. 6.10. 1915. Eðvarð kvæntist 17. júní 1947 Mörtu Jónsdóttur, hús- móður, f. 20. janúar 1920. For- i eldrar hennar voru Jón Stef- ánsson Vopni, verkamaður, f. 28.11. 1884, d. 18.12. 1984, og Anna Jónsdóttir, húsmóðir, f. 6.3. 1893, d. 5.12. 1970. Börn Eðvarðs og Mörtu: 1) Egill, f. 28.10. 1947, maki Sigríður Guð- laugsdóttir, f. 29.8. 1966, synir hans Finnur Eðvarð, f. 28.2. 1971, Einar, f. 14.6. 1978, Erl- ing, f. 22.4. 1981, Eðvarð, f. 9.3. 1989. 2) Elsa Friðrika, f. 19.12. 1954, maki Bjarni Torfason, f. 28.3. 1951, synir þeirra Eðvarð Jón, f. 1.12. 1976, Birgir Torfi, f. 9.10. 1987. Sljúpdætur Eðvarðs, dætur Mörtu: Anna Dóra Harðardóttir, f. 15.1. 1940, maki Hjörleifur Einars- son, f. 4.5. 1943. Dætur þeirra Marta Ríkey, f. 23.4. 1965, Sig- urveig, f. 31.5. 1967. Kristín Huld Harðardóttir, f. 1.11. 1941, maki Sigurður Lúðvík Þorgeirsson, f. 15.8. 1941, d. 24.12. 1986. Börn þeirra Unnur Huld, f. 27.5. 1963, Sigurður, f. 25.7. 1970, Jón Andri, f. 5.7. 1972. Fóstur- sonur Eðvarðs og Mörtu: Jón Guð- laugsson, f. 2.1. 1945, maki Hanna Stefánsdóttir, f. 20.6. 1948. Synir þeirra eru Stefán Geir, f. 12.12. 1965, Unnar Björn, f. 23.11. 1967, Guð- laugur Rúnar, f. 17.2. 1981. Eðvarð vann ungur við al- menna byggingarvinnu og múrverk en lærði síðan ljós- myndun, rak sína eigin ijós- myndastofu á Akureyri í um fimmtíu ár og er einn þekktasti ljósmyndari landsins. Eðvarð var einnig einn af brautryðj- endum í íslenskri kvikmynda- gerð og liggur eftir hann ómet- anlegt safn kvikmynda. Heim- ildarkvikmynd um björgun áhafnar Geysis á Vatnajökli er líklega þekktust mynda Eðvarðs ásamt kvkmyndinni Á hreindýraslóðum, en einnig eru í safni hans merkar myndir úr flugsögu Islands, heimildir um ýmsa menningar- og listvið- burði ásamt ótölulegum fjölda ferðaþátta um óbyggðir lands- ins. Eðvarð var snemma liðtæk- ur íþróttamaður, keppti í frjáls- um íþróttum og knattspyrnu og var einn af stofnendum KA ásamt því að teikna merki fé- lagsins sem enn er notað. Hann varð heiðursfélagi KA 1968, heiðursfélagi Félags kvik- myndagerðarmanna 1988, heið- ursfélagi Ferðafélags Akureyr- ar 1994 og hlaut riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu árið 1989. Eðvarð verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Ekið er eftir rjúkandi moldar- vegi. Það er glampandi sól og hiti og molla í bílnum. Rykið límist við mælaborðið og löt fluga gerir ár- angurslausar tilraunir til að skríða jfupp framrúðuna. í skottinu eru all- ar stóru töskurnar, en þeim minni hefur verið haganlega komið fyrir í aftursætinu. Sérstaklega hefur þó brúna pappaboxið verið skorðað kirfilega, þannig að þeir Schubert, Schumann og Grieg verði hvergi bílveikir. Þykka ullarteppið hennar mömmu, þetta með fánalitunum, hefur svo verið breitt yfir hópinn. Við keyrum sem leið liggur austur, og eftir stutt stans í Reykjahlíð, nokkrar brauðsneiðar með nýreyktum silungi og volga mjólk er aftur haldið af stað. Pabbi blístr- ar og ég leik mér að því að ímynda mér að bíllinn standi kyrr, en það séu túnin, sem þjóti framhjá. Þetta '\r skemmtilegt. Og svo segir hann mér allar óbyggðasögurnar með þeim félögum Olafi í Gróðrarstöð- inni, Helga Valtýs og Torfa, að ógleymdum Jóni í Möðrudal. Sög- ur, sem allar enda á ...,já, vinur minn, svona var nú það“. Og svo kemur hlið. Ég stekk út og opna. Nei, eitthvað gengur erfiðlega að losa um járnkraekjuna. Ég reyni meir, en þetta gengur ekki. Pabbi kemur út og hjálpar mér og enn þeysum við áfram, en nú gegnum svarta sandana og einstaka handlit- "3fctð landslag. Já það'er annars ótrú- legt hvað það var alltaf gott veður í myndunum hans pabba. En svo heyrist skvaldur og við erum allt í einu komnir inní dimman bragg- ann, þar sem nánast allir úr sveit- inni eru samankomnir. Fólkið er uppáklætt, en sumir á gúmmístíg- ^jélum. Ég tek við aðgöngumiðun- •%m á meðan pabbi setur upp sýn- ingartjaldið. Það var alltaf svo góð lykt af brúna gallonpokanum utan af tjaldinu. Svo tekur hann fram filmuna og fer varfærnislega hönd- um um hana á meðan hann þræðir hana í sýningarvélina. Þegar allir eru sestir byrjar svo sýningin. Krakkarnir sitja á fremstu bekkj- unum, en konur og menn aftar. Gamalmenni sitja á víð og dreif. Og við tökum á loft. Hvílík sýning. Sjá- iði bara. Konur að baða sig í Grjóta- gjá... fimleikasýning 1948... Sveinn Björnsson heimsækir Lystigarðinn á Akureyri... Lénharður fógeti í Samkomuhúsinu og stokkandar- ungar kafa eftir æti. Ég hef það hlutverk eftir að sýningin hefst að rétta pabba 78 snúninga plötumar, sem hann hefur raðað samvisku- samlega í bunka, og nú er komið að Rachmaninoff með Ungverska rap- sódíu númer 2 eftir Liszt, því leið- angurinn, sem hvílst hefur nætur- langt undir Kistufelli, er þegar kominn uppá jökulinn. Áhöfn Geys- is hefur sent frá sér neyðarkall og björgunarleiðangur freistar þess að ná til þeirra áður en óveðrið skellur á. Það er dauðaþögn í salnum. Tekst þeim að bjarga þeim? Eru þau öll á lífi? En svo erum við kom- in eitthvað annað, eitthvað allt ann- að... við erum komin innan um tígrisdýr í dýragarðinum í London, Dalvíkurkirkja er vígð, fylgjumst með beinaflutningum Jónasar Hall- grímssonar og tökum þátt í slátur- gerð á Kópaskeri. Að lokum er það svo prúðbúin drengjalúðrasveit, sem leikur við komu Karlakórsins Geysis til Stavanger. Þögul. En nú er löngu búið að sldpta um plötu og nú er það Stefán Islandi sem syng- ur. Svo er klappað og klappað lengi. Eftir að hafa fengið að sjá auka- mynd um Sjómannadaginn á Akur- eyri 1942 og Edda Póló dýfingar- mann leika listir sínar í Tívolí í Vatnsmýrinni fer fólkið heim glatt og ánægt og við pabbi komum okk- ur fyrir í hvítkölkuðu gestastof- unni. Ég fer í nýstraujuð náttfötin mín og skríð undir sængina. Pabbi er eitthvað að bardúsa. Hann skrif- ar í kompuna sína hvað margir komu og hvað mikið kom inn. Hann tekur af sér gleraugun og Mido-úr- ið og svo biðjum við bænirnar sam- an og óskum öllum jafnrar hlut- deildar í hamingjunni. Þar skal enginn undanskilinn. Það er alltaf svo friðsælt á Fjöllum... Grímsstöð- um á Fjöllum. Á náttborðinu logar lítið, hvítt kerti. En hvar erum við? Hvert erum við nú komnir? Það er eitthvað svo bjart hér í herberg- inu... og við erum ekki lengur einir. Elsa er hérna og mamma. Mamma, sem aldrei vék frá þér eitt andar- tak. Og þú orðinn gamall, meira en níræður og á förum. Innan úr stofu berst hljóður grátur. Þar er enginn. Svo djúp er þögnin við þína sæng, að þar heyrast englar tala, og einn þeirra blakar bleikum væng, svo brjóstið þitt fái svala. Nú strýkur hann barm þinn blítt og hljótt, svo blaktir síðasti loginn. En svo kemur dagur og sumarnótt og svanur á bláan voginn. (Davíð Stefánsson.) Og svo ertu bara farinn. Takk fyrir bíóið, pabbi. Takk fyrir að taka mig með. Ég man ekki hvort ég sagði þér það nokkurn tímann, en mér fannst alltaf „Sumar í sveit“ skemmtilegust. Hún var eitthvað svo... það var eitthvað svo bjart yfir henni. Egill Eðvarðsson. Nú er Eðvarð föðurbróðir minn andaður eftir langt og fagurt líf. Hann var miðlungur í hópi níu systkina. Hin eldri voru öll fædd í Bárðardal, en hann og hin yngri öll á Akureyri, þangað sem foreldrar hans, Friðrika Tómasdóttir og Sig- urgeir Jónsson, fluttust úr átthög- um sínum haustið 1904. Hann ólst upp við ástríki og gott atlæti, glað- værð og gagnkvæma hjálpsemi á mannmörgu heimili. Hann vandist snemma við að létta undir með móður sinni inni við og fóður sínum við heyskap og matjurtarækt úti við. Jafnframt var tónlistin í heiðri höfð, þar sem heimilisfaðirinn var kirkjuorganisti Akureyringa í 30 ár og kenndi ungmennum á hljóðfæri á heimilinu virka daga á vetrum. Hann var látinn heita eftir Edvard Grieg, enda fæddur skömmu eftir andlát norska tónskáldsins, sem afi minn dáði mjög. Segja má, að Ewi frændi hafi fæðst með tónlistina í eyrunum, því að í suðurstofunni á Spítalavegi 15 stóð tónlistarskóli Ákureyringa og nærsveitamanna áratugum saman. Eðvarð lærði líka ungur að leika á píanó, lék vel á það hljóðfæri og hafði yndi af góðri tón- list. En honum var margt fleira til lista lagt. Myndlistin átti einnig í honum djúpar rætur, og smekkvísi og gott auga fyrir myndefni, línum og litum, gerðu hann, ásamt vönd- uðum vinnubrögðum, einn af bestu Ijósmyndurum landsins um hans daga. Iðngreinina hafði hann lært af Vigfúsi bróður sínum, og þegar Vigfús fluttist frá Akureyri tók Eðvarð við Ijósmyndastofu hans og rekstri hennar. íþróttir áttu snemma hug hins unga manns og þá ekki síst knatt- spyma, sem á þeim dögum hét bara fótbolti í daglegu tali. Hann var einn af stofnendum KA og var í mörg ár í fremstu röð knattspymu- manna bæjarins. En ég hygg, að fjallgöngur hafi átt enn betur við hann, því að auk þess sem þær veittu honum útrás líkamlegra krafta kenndu þær honum þolin- mæði og þrautseigju og gáfu hon- um gleði þess, sem sigrar margar brattar brekkur og stendur loks á tindinum með víðsýni og fegurð til allra átta. Með ótal Ijósmyndum gaf hann okkur hinum hlutdeild í feg- urð fjallanna og bláma himinsins. Kjarval er sagður hafa gefið okkur löndum sínum sýn á fegurð hrauns- ins, en Eðvarð átti mikinn þátt í að birta okkur dýrð öræfanna, víðátt- ur þeirra, frelsi og hreinleika. Til þess notaði hann ýmist ljósmynda- vélina eða kvikmyndavélina. Fjalla- klasinn kringum Súlur, Kerlingu og Tröllafjall öðlaðist nýtt líf í gegnum linsur hans. Vesturöræfi, sem fáir höfðu séð, stigu fram fyrir sjónir okkar með beljandi fljótum og foss- um, blátæru víðemi og Ijónstygg- um hreindýrahjörðum fyrir atbeina hans. Afkima og eldstöðvar Ódáða- hrauns, fomar og nýjar, svipti hann dulúð sinni og þjóðsagnahulu, létt- ur upp á fótinn og með myndavél- ina sína að vopni, en fáir menn vom kunnugri en hann á þeim slóðum. Hvar sem hann kom og fór hafði hann opið og næmt auga íyrir ís- lenskri náttúm og var laginn að fanga hana á filmu, enda átti hann gríðarlegt safn fagurra landslags- mynda. En Eðvarð sinnti fleira en að kynna fyrir okkur fegurð Islands með myndum sínum. Hann áttaði sig manna best á því, hvar söguleg- ir atburðir vora að gerast, og var yfirleitt þangað kominn með rétt tæki á réttum tíma. Þannig tókst honum að varðveita frá gleymsku og glötun ærið marga minnisverða atburði, sem ella hefðu hvergi verið til nema í stopulu, skammvinnu og ótraustu minni manna. Vegna ár- vekni hans og vakandi áhuga eigum við nú fjölda ljóslifandi heimilda- mynda um sögulegar stundir, merka menn, breytta staðhætti eða þjóðhætti og hverfandi eða gróandi þjóðlíf, jafnvel daglegt líf, sem ann- ars væra nú hvergi til. Þetta verður aldrei ofmetið eða fullþakkað. Gildi þessa þáttar í ævistarfí Eðvarðs sést ef til vill best á því, að ekki verður svo gefin út bók um mannlíf, listir, störf eða stofnanir á Akureyri á síðustu áratugum, að myndir hans teljist ekki bráðnauðsynlegar til glöggvunar bókarefninu, sem án þeirra yrði fábreytilegra, óljósara og á allan hátt dauflegra. Það má líka ganga að því vísu, að í yfir- gripsmiklu myndasafni hans séu alltaf til myndir, sem við eiga og að gagni koma, myndir, sem segja mikla sögu. Því hefir alltaf mátt treysta. Sem dæmi má nefna, að oft var leitað til hans um myndefni, þegar tekin var saman Saga Akur- eyrarkirkju, og alltaf hafði hann til taks úrval mynda við hæfi. Samtals era í þeirri bók 59 myndir eftir hann eða margfalt fleiri en eftir nokkum annan, og era þá manna- myndir (andlitsmyndir) ekki taldar með. Ekki vildi hann taka eyrisvirði fyrir afnot myndanna, og sýnir það veglyndi vel þann hug, sem hann bar til kirkjunnar, málefna hennar og starfsins, sem þar er unnið. Alltaf hafði hann yndi af að hlynna að fögram gróðri, blómjurt- um og trjám, hvort sem var á æskudögum í skrúðgarði foreldra sinna við Spítalaveg eða í garðinum við heimili þeirra Mörtu við Möðra- vallastræti á fullorðinsáram. Jafn- framt hafði hann gaman af að rækta matjurtir, svo sem grænmeti og kartöflur til bragðbætis og bús- ílags. Snemma hóf hann að safna náttúragripum og átti afar gott safn furðulega formaðra hraun- myndana, skrýtilegra steina og steingerðra trjáa, sem hann hafði fundið sjálfur og gripið með sér á ferðum sínum um fjöll og firnindi. Einnig átti hann hami ýmissa fugla, sem hann hafði fundið dauða á fómum vegi, hirt og látið stoppa upp, þvi að aldrei fór hann með skotvopn og hefði aldrei látið sér til hugar koma að miða þeim á þessa fleygu vini sína, hvað þá hleypa af. Eðvarð var gæddur fágætlega mörgum góðum eiginleikum, sem ýmsir hefðu getað öfundað hann af, og mundu kunnugir fúsir votta, að þar er ekki farið með oflof eða skrum. Hann var jafnlyndur mað- ur, glaður í hjarta og góðviljaður. Aldrei heyrðist hann fara niðrandi orðum um aðra menn eða háðsyrð- um á annarra kostnað, og aldrei vissi ég hann skipta skapi. Hann var einstakur heimilisfaðir, um- hyggjusamur og umgengnisgóður, og bömum sínum, fóstur- og stjúp- börnum var hann sönn fyrirmynd, traustur vinur og bakhjarl í leik, lífi og starfi, hvort sem það birtist í að koma upp tunnu til kattarsláttar á öskudaginn eða styðja þau og styrkja, þegar á reyndi og til alvör- unnar kom. Hann var alltaf þolin- móður, alltaf jákvæður og alltaf boðinn og búinn að rétta hjálpar- hönd, ef hann vissi, að einhver þurfti þess með, og sparaði sér aldrei ómak, ef hann hafði hugboð um að geta orðið öðram að liði. Hann sparaði hins vegar jafnan stóra orðin. Ur hlýju brosi hans geislaði góðvild og vinsemd, sem gat breytt vandræðum náungans í bjartsýni og vongleði. Löng ævi er á enda runnin, en jafnframt farsæl ævi og fögur. Fertugur gekk Eðvarð að eiga Mörtu Jónsdóttur, sem reyndist honum góð kona og bjó honum og bömum þeirra, Agli og Elsu Frið- riku, gott og fagurt heimili. Þar áttu líka gott athvarf dætur Mörtu af fyrra hjónabandi, Anna Dóra og Kristín Harðardætur, svo og Jón Guðlaugsson, systursonur Mörtu. En síðustu árin hafa verið erfið, lík- amskraftar írænda míns vora þrotnir. Fæturnir, sem bára hann ungan upp á hæstu fjöll og um Ódáðahraun þvert og endilangt, neituðu að hlýða lengur. Sú var líkn með þraut, að hann fékk að vera heima og fékk þar til hinsta dags þá bestu aðhlynningu, sem hægt var að veita. Það þótti honum vænt um, og fyrir það var hann ósegjanlega þakklátur. Hann var líka þakklátur fyrir allt, sem fyrir hann var gert, hvort sem honum var hagrætt í rúminu eða gefið vatn til að væta kverkarnar. Honum þótti líka vænt um að geta séð Vaðlaheiðina yfir fótagaflinn sinn. Þegar komið var að rekkju hans, þar sem hann lá máttvana, hafði hann alltaf einhver gamanyrði á vörum, eitthvað smellið, skemmtilegt eða óvænt, sem breiddi bros á varir. Þolgæði hans og þrautgæði virtist lítil tak- mörk sett, ljúflyndi hans og geðslag fáum gefið. Ég og fjölskylda mín kveðjum Eðvarð frænda með söknuði og þakklæti fyrir vináttu með frænd- semi allt frá bamæsku minni, rösk- lega hálfrar aldar nágrenni við sömu götu, margan góðan greiðann og skemmtilegar samverustundir. Við biðjum honum allrar blessunar á nýjum leiðum, um leið og við sendum Mörtu og allri fjölskyld- unni einlægar samúðarkveðjur. Sverrir Pálsson. Þú sast með myndina skáhallt fyrir framan þig, glaður, rólegur og litaðir himininn, fjöllin, þökin og fólkið þannig að svarthvít myndin tók á sig líf og lit, og heimurinn varð fallegri og betri. Gráhvítur hversdagsleiki var ekki til í þínum augum, ekkert ljótt orð á þínum vöram. Þú hljópst við fót með myndavélarnar en fórst þér samt hægt. Þú sást heiminn gegnum linsuna ætíð tilbúinn að grípa fögra augnablikin eða bíða þolinmóður eftir rétta ljósgeislanum í mynda- safnið. Þú varst heiðarlegur maður og treystir öðram, en baðst þá aldrei um neitt. Ef eitthvað fór samt aflaga varst þú fyrstur til að redusera blettina burtu. Þú varst hófsamur maður en notaðir þó mik- inn sykur í kaffið. Ef dýrmætur hlutur féll og brotnaði var betra að laga hann með límbandinu en að af- skrifa og skaffa nýjan. Þú trúðir því að enginn gæti hrasað þannig að ekki væri hægt að rétta hann við aftur. Myndperiurnar þínar festir þú á dýran pappír en daglegt mas á minnismiðana. Þú varst prúðmenni og fínn í tauinu og unnir fjölskyld- unni þinni og fallega heimilinu sem Marta bjó þér. Þú ert fallinn frá og í minningunni þarf enga bletti að redusera. Þú fórst þér hægt en áorkaðir miklu. Þú gerðir heiminn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.