Morgunblaðið - 24.08.1999, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 24.08.1999, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 24. ÁGÚST 1999 49 fallegri og betri. Við þökkum þér fyrir lífið með þér og litina sem þú valdir á himininn og fjöllin og þökin og okkur fólkið þitt. Bjarni Torfason. Við sem ólumst upp í norðlenskri sveit fyrir tíma rafmagns og sjón- varps, er olíulampinn var eina birtutækið, minnumst með sér- stakri gleði árviss viðburðar í vetr- armyrkrinu. Það vora kvikmynda- sýningar Eðvarðs Sigurgeú’ssonar er sýndi í samkomuhúsinu, sem einnig var barnaskóli, kvikmyndir er hann hafði sjálfur tekið. Við sem aldrei höfðum farið í bíó og þekkt- um ekki þann heim sem síðar varð helsta uppeldistækið, horfðum hug- fangin á þessar litmyndir af nátt- úraperlum fjarlægra staða, gjarnan í óbyggðum og af mannperlum ýmsum, sem nú era ekki hátt skrif- aðar hjá þjóðinni. Þessar sýningar fluttu okkur ljós og yl og trú á lífið og möguleika þess. Uppeldisgildi þeirra hefur trúlega hvorki verið metið né þakkað sem vert væri. Eg veit ekki hvort það er of seint að þakka Eðvarði þessa ljósgeisla nú þegar hann er farinn héðan, en hvernig sem því er varið vil ég við brottför hans þakka honum þessar gjafir, sem líklega höfðu meiri áhrif á mig en ég hef gert mér grein fyr- ir. Jón frá Pálmholti. Einn hinna ungu tólfmenninga sem stofnuðu KA í ársbyrjun 1928 hefur nú horfið okkur sjónum. Eðvarð andaðist á heimili sínu 12. ágúst síðastliðinn eftir allmiklar sjúkdómsraunir, nær 92 ára að aldri. Hann fæddist hér á Akureyri 22. október árið 1907 og var eitt af níu börnum hjónanna Sigurgeirs Jónssonar söngstjóra og organista (1866-1954) og konu hans Júlíönu Friðriku Tómasdóttur (1872-1953), sem bæði vora ættuð úr Bárðardal. Þessi listræna fjölskylda er landskunn fyrir störf sín að tónlist- armálum, ljósmynda- og kvik- myndagerð. Eðvarð lærði ljósmyndun hjá Vigfúsi bróður sínum og rak hér á Akureyri eigin ljósmyndastofu í hálfa öld og var einn af framherjum íslenskrar kvikmyndagerðar. Með myndavél sinni „skráði" hann ómetanlega sögu atburða og ein- staklinga og hlaut KA ríkulegan skerf úr þeim fræðasjóði. Segja má að Eðvarð (og Vigfús að nokkru leyti) hafi þannig bjargað frá glötun fjölmörgum þáttum úr starfi félags- ins fyrstu áratugi þess. Hann var sem fyrr segir einn af stofnendum KA og átti sæti í stjórn þess fyrstu árin. Hann var vakandi og tillögugóður og átti hann hug- myndina að og teiknaði félagsmerk- ið sem enn er notað. Hann lét sig alla tið mjög varða heill og velferð síns gamla félags. Hann var um langt árabil einn af bestu knatt- spyrnumönnum og frjálsíþrótta- mönnum bæjarins, einkum þó í stangarstökki. Eðvarð var glæsimenni að vallar- sýn, hávaxinn og fríður og hefði hann eflaust sómt sér vel sem full- trúi þjóðar sinnar á erlendum vett- vangi. En hann kaus heimabyggð sína og bernskuvini að lífsföranaut- um. Hann sótti mörg sinna listeenu viðfangsefna til íslenskrar náttúru og meðal hugðarefna hans vora hin tígulegu hreindýr öræfanna. KA bar mikið traust til hans og árið 1969 var hann einróma kjörinn heiðursfélagi þess. Þó mun KA seint geta fullþakkað honum mikil störf, íþróttaafrek og órofa tryggð. Nafn Eðvarðs mun um alla framtíð verða skráð gullnu letri á spjöld fé- lagsins. Stjórn KA og félagsmenn allir votta Mörtu eiginkonu hans og börnunum Elsu og Agli innilega samúð við fráfall hans. Horfinn er merkur listamaður, dugandi frum- herji og traustur vinur. Megi hönd Guðs leiða hann um ókunna stigu. F.h. stjórnar KA, Haraldur Sigurðsson. MARÍA JÓNSDÓTTIR + María Jónsdótt- ir fæddist á Læk í Ölfushreppi 15. nóvember 1907. Hún lést á Landspít- alanum að morgni dags 14. ágúst síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Jón Símonarson, f. 14.6. 1862, d. 12.4. 1943 og Sigríður Guð- mundsdóttir, f. 27.7. 1870, d. 22.7. Systkini hennar eru Svanborg Anna, Hólmfríður (dó sama ár), Helga, Símon, Guð- mundur (dó sama ár), Guð- mundur, Hólmfríður, Kristinn (dó sama ár), Hallgrímur, Sig- rún, Kristín, Valgerður, Sigur- jón (dó sama ár), Jón og Jónína Sigurbjörg. Af þeim er aðeins Jónína Sigurbjörg eftirlifandi. Hinn 14. mars 1931 giftist María Ólafi Vilhjálmssyni, f. 12. 9. 1900, d. 24.2. 1972. þau eign- uðust þrjú börn: 1) Erlu, f. 5. 11. 1931, maki: Páll Þórarinsson, f. 16.4. 1994. þau eignuðust íjögur börn. 2) Vil- hjálmur, f. 6.5. 1933. Fyrri kona hans var Steinunn Auðunsdóttir, f. 16.5. 1933. Þau eignuðust eitt barn. Seinni kona var Björg Eyjólfsdóttir, f. 1.4. 1930, d. 28.11. 1996. Hún átti fyrir fjögur börn og eitt fóstur- barn. 3) Sigurður Jón, f. 12.2. 1947. Fyrri kona hans var Norma E. Samúelsdóttir, f. 7.9. 1945. Þau eignuðust _ þrjú börn. Seinni kona er Ásta Lilja Kristjáns- dóttir, f. 3.1. 1947 og eiga þau eitt barn. María átti níu barnabörn, þrettán barnabarnabörn og Qögur barnabarnabarnabörn. Utför Maríu verður gerð frá Fríkirkjunni í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Jarðsett verður í Fossvogskirkjugarði. Ég var á Lónsöræfum þegar mér barst sú fregn að morgni laugar- dagsins 14. ágúst að móðir mín hefði kvatt þennan heim. Fregnin kom ekki í opna skjöldu því ég vissi að daginn áður átti hún að fara í uppskurð og þar sem háöldruð manneskja átti í hlut gat vissulega bragðið til beggja vona. Hún hafði fengið hægt andlát og til allrar hamingju leið hún engar kvalir. Það skipti heldur ekki síður máli að hún hélt andlegri heilsu allt fram í and- látið. Vitanlega vill maður vera nær- staddur þegar komið er að kveðju- stund þeirrar manneskju sem hefur alið mann, klætt og átt drýgstan þátt í að koma manni til vits og ára. En þareð því var ekki að heilsa - enda veit enginn nær kallið kemur - var vart hægt að hugsa sér ákjósan- legri stað en einmitt óbyggðir Lónsöræfa þar sem varla er hægt að finna meiri kyrrð og fegurð í þessu stórbrotna landi okkar, meðal samstillts samferðahóps sem sýndi mér einlæga hluttekningu á þessari stupdu. Ég var fæddur og uppalinn á Grettisgötu 28b þar sem foreldrar mínir bjuggu lengst af ævinnar. Það má næstum segja að þetta hús hafi gengið í erfðir því afi og amma bjuggu þar á þriðja og fjórða ára- tugnum og nú hafa örlögin hagað því svo tO að ég er kominn aftur í þetta hús. Það var oft glatt á hjalla á Grett- isgötunni. Þangað komu ættingjar og vinir til að spjalla um daginn og veginn og vora þá oftar en ekki dregin fram spil. Fátt gladdi hana meir en að taka í spil og má segja að hún hafi stundað þá skemmtun meðan heilsa leyfði. Móðir mín var mikil félagsvera og hafði gaman af þeim skemmtunum er buðust á ár- um áður. Mér verður stundum hugsað til textans um laugardags- kvöldið á Gili þar sem öll sveitin kvað við af dansi og spili. Þar sé ég einmitt móður mína fyiir mér í hlut- verki Maríu litlu á Læk. Þegar foreldrar mínir fluttu á Grettisgötu árið 1939 vora fyrir í húsinu hjónin Lilja Þorkelsdóttir og Jóhannes Kárason. Þau átti engin börn en reyndust mér sem fóstur- foreldrar. Það var mikill samgangur á milli hæða og til marks um það héldu móðir mín og Lilja þeim sið að Lilja drakk morgunkaffið hjá móður minni en móðir mín eftirhá- degiskaffi hjá Lilju. Þær kölluðu á hvor aðra þegar tími var kominn til að fá sér kaffi. Þessi siður hélst ára- tugum saman, einkum og sér í lagi þegar þær voru orðnar ekkjur en þær bjuggu einar í húsinu í um það bil tvo áratugi. Foreldrar mínir fóru oft til viku- dvalar í tjaldi, jafnvel lengur, á Þingvöll ásamt Lilju og Jóhannesi og fór ég þessar ferðir með þeim frá því ég gat stigið í fæturna. Var þá farið á gamla pallbílnum hans Jó- hannesar og gjaman áð á leiðinni því þetta var langferð í þá daga. Eftir að foreldrar mínir hættu slík- um ferðalögum hélt ég áfram að fara með Jóhannesi og Lilju. Æ síð- an hefi ég litið á Þingvelli sem hluta af mínum uppeldisstöðum. Ég fer þangað að minnsta kosti einu sinni á ári ekki einvörðungu til að njóta fegurðarinnar heldur líka til að minnast liðinna stunda. Síðustu æviárin bjó móðir mín í þjónustuíbúð fyrir aldraða að Norð- urbrún 1. Starfsfólkið þar annaðist hana af sérstakri alúð og kostgæfni og era því hér með færðar alúðar- þakkir fyrir óeigingjamt starf. Það getur stundum verið erfitt að lýsa þeim sem maður er mjög ná- kominn, þeim sem hefur fætt mann og klætt og mótað fyrstu árin. Mjög náin tengsl við aðra manneskju er svo stór hluti af lífi manns sjálfs að ef maður ætti að lýsa þeirri mann- esku er maður í raun að lýsa sjálf- um sér. Ég leyfi mér þó að draga þá ályktun að það sé einkum þrennt sem hafi einkennt móður mína öðra fremur: hógværð, einlægni og ríkt skopskyn. Hún var trú yfir litlu, nægjusöm og sparneytin. Hún sagði skoðun sína á mönnum og málum umbúðalaust. Maður var ekki alltaf sammála henni eins og gengur en hún hélt fast við meiningu sína. Ég stend á Illakambi fám stund- um eftir að ég fregna andlát móður minnar. Ég virði fyrir mér þetta stórbrotna landslag sem ég hefi gengið um undanfarna daga, reyni að greypa í huga mér tign þess og fegurð og þessa alltumlykjandi kyirð sem einkennir þessa paradís á jörðu. Þannig er einnig dauðinn þegar hann vitjar manns á þeirri stundu sem maður er reiðubúinn að mæta honum. Kyrr, fagur; full- komnun alls. Sigurður Jón Ólafsson. í morgun sastu hér undir meiði sólarinnar og hlustaðir á fuglana hátt uppí geislunum minn gamli vinur en veist nú i kvöld hvernig vegirnir enda hvernig orðin nema staðar og stjörnurnar slokkna. (HannesPét.) Nú er stundaglas Mai-íu tæmt. Nú veit hún hvar vegirnir enda og stjörnurnar slokkna. Fuglarnir sem hún hlustaði á munu halda áfram að vera til undir geislum sólarinnar líkt og minning hennai-. Á kveðjustund verður eftir mynd í huga þess sem þekkti þann sem kvaddur er. Hógvær og fíngerð með kankvíst blik í augum birtist mynd Maríu í huga mér, hæg og mild lund, umhyggjusemi og hið góða hjartalag gagnvart öðram var stór hluti af lífi hennar. María átti því láni að fagna að góð heilsa hennar, notaleg fram- koma og áhugi á lífinu gerði það að verkum að fólki þótti gott að sækja hana heim. Maríu var umhugað um fólkið sitt og bar hag þess fyrir brjósti. Hún vissi nákvæmlega hvar hver var staddur á lífsleiðinni, hvað þeir vora að fást við, sorgir þeirra og gleði. Ævin er hraðfleygar mjnútur, klukkustundir, dagar og ár. Á þess- um stundum sem streyma jafnt og þétt gefast okkur hin mörgu verk- efni og gullin tækifæri. Verkefni og tækifæri Maríu í lífinu var fyrst og fremst að vera góð móðir barna sinna og eiginkona, svo og um- hyggja og gott hjartalag var stór hluti af lífi hennar, kærleik miðlaði hún öllum þeim sem hann vildu þiggja. Æskuár Maríu liðu við leik og störf. Hún var þriðja yngst í stóram systkinahópi. Hún kynntist manns- efni sínu, Olafi Vilhjálmssyni, mikl- um ágætismanni á þriðja áratugn- um, en hann lést 1972. Þau eignuð- ust þijú böm. Afkomendumir era orðnir margir, sem nú kveðja Maríu í hinsta sinn í þessu jarðlífi. Æðraleysi og dugnað sýndi Mar- ía síðustu stundir lífs síns. Hún virt- ist gera sér fulla grein fyrii- áhætt- unni sem fylgdi því sem hún átti eft- ir að fara í gegnum. Innst inni hafa þessar ljóðlínur ef til vill hljómað hjá henni: Dauði, ég óttast eigi afl þitt né valdið gilt. ÍKristíkrafti’egsegi: Kom þú sæll, þá þú vilt. (Hallgrímur Pét.) Kæra systkini, Vilhjálmur, Erla og Jón, Guð styrki ykkur í sorginni. Tengdamóður minni, Erlu, vil ég sérstaklega segja, að það var aðdá- unarvert að sjá og fylgjast með því, hversu mikla umhyggju og ást þú sýndir móður þinni alla tíð, þú ert góð fyrirmynd okkar. Megi María hvíla í friði. Hafi hún þökk fyrir samfylgdina sl. 25 ár. Fjóla Haraldsdóttir. Mér er í fersku minni kyrrðin og afslappað andrúmsloftið á Grettis- götunni, þar sem amma og afi bjuggu lengst af. Þau vora merkisberar þeirrar yf- ir\7eguðu þolinmæði og þrautseigju, sem var einkenni kynslóðar sem nú er óðum að hverfa. Þar bjó amma eftir að afi dó og síðustu árin á Norðurbrún. Það var sama hvar amma hélt heimili, þangjff að var gott að leita úr annríki og veraldarvafstri daglegs lífs. Alltaf var tekið í spil og síðan hellt upp á könnuna og rætt um menn og málefni líðandi stundar og eilífðar- málin. Amma hafði áhuga á andlegum málum, þó að hún talaði sjaldan um það. Á yngri áram dreymdi hana oft fyrir atburðum, sem síðar urðu að veraleika. Og eitt sinn, þegar hún var ellefu ára, sá hún álfkonu í tún- inu á bemskuheimili sínu að Læk í Ölfusi. Hún var viss um, að endalok þessa lífs væra einungis vistaskipti yfir í annað líf og betra. Þegar aldurinn færist yfir og lík- aminn gefur sig smám saman, er það víst merki um að lífsskeiðið er smám saman á enda. Kallið kom þó fyrr en flestir áttu von á. Ég kveð þig, amma, og þakka þér fyrir allt. Pétur. Tengdamóðir mín fyrrverandi er látin í hárri elli. Minningar sækja að eftir áratuga góða viðkynningu og vináttu. Heim- sóknimar, jóla- og afmælisboð, dagsferðir til Þingvalla með barna- hópinn, þar sem Lilja heitin var oft- ast með í fór, og yngri sonur hennar var bílstjórinn. Allar gjafirnar, bláar vetrarúlpur á börnin, stóra hekluðu dúllu-teppin, eitt fyrir Steinar Loga, næsta fyrir Rósu Huld og það þriðja fyrir Klöra Dögg. Hláturinn, kyrrðin í kringum þessa fínlegu konu. Æðraleysið. Alltaf tími til að spjalla, vera til; spila einn ólsen-ólsen. Skildi svo margt, varkár í orðum og dómum. Börn mín, barnabörn Maríu Jóns- dóttur; hafa stundum spurt um afa sinn, Olaf heitinn Vilhjálmsson, serrí ættaður var frá Vestmannaeyjum, lést um 1970, muna hann því ekki. Ég minnist góðvildar og mÚdi í svip hans. Sjómennskan var hans ævi- starf, þar til heilsan bilaði. Blessuð sé minning hans. Árið 1999 hafa tvær mætar konur, ömmur sömu uppkominna bama, kvatt þennan heim. Þær höfðu alltaf góð tengsl sín á milli, var annt um blessaða afkomendurna, sýndu þeim mikla gæsku og kærleik. Huldu móður undirritaðrar og Maríu verð- ur sárt saknað. Samúel og Hulda, Ólafur og María. Minningamar verma. Sigurði Jóni og Ástu, Erlu, Hjalla og fjölskyldum er vottuð djúp sam-' úð. Blessuð sé minning Maríu Jóns- dóttur. Norma E. Samúelsdóttir. Erfisdrykkjur P E R L A N Sími 562 0200 11111IIIIIIIIII dW Legsteinar Lundi v/Nýbýlaveg SOLSTEINAK 564 3555 Blómabúðiri ÖakSskom v/ Possvogskir'kjuQctfð Sími: 554 0500 Minningarí^rt %ja66tmánsféCagsins 5621414 Krabbameinsfélagið Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Áralöng reynsla. Sverrir Olsen, Sverrir Einarsson, útfararstjóri útfararstjóri Útfararstofa íslands Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300 AUan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.