Morgunblaðið - 24.08.1999, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.08.1999, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 24. ÁGÚST 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Finnur Ingólfsson viðskiptaráðherra leggur áherslu á dreifða eignaraðild Vill fresta sölu á 51% hlut rfkisins í FBA FINNUR Ingólfsson, iðnaðar- og viðskiptaráð- herra, kveðst telja ljóst að eigi að selja meirihluta ríkisins í Fjárfestingarbanka atvinnulífsins til eins aðila, sé það á skjön við það sem fram kom í útboðslýsingu vegna sölu fýrri hluta ríkisins í FBA. Hann kveðst þeirrar skoðunar að doka eigi við í sambandi við sölu á hlut ríkisins í bankanum. “í útboðslýsingunni er gert ráð fyrir dreifðri sölu til að tryggja dreifða eignaraðild og sjálf- stæði bankans á þessum markaði og halda þannig uppi samkeppni," segir Finnur. „Þó er rétt að halda því til haga að í útboðslýsingunni kom einnig fram að við gerðum ráð fyiir að meta árangurinn af þeirri dreifðu sölu á 49% áður en við réðumst í að selja hin 51%. Ég tel að við séum talsvert bundnir af þeirri yfírlýsingu sem við gáf- um á sínum tíma um dreifða eignasölu. Ég byggi þá skoðun mína á að hvaða fjárfestir sem tók ákvörðun um að kaupa hlut í bankanum í upp- hafi, hefur kannski keypt þann hlut í trausti þess að ríkisvaldið myndi hafa sambærilegt fyrir- komulag á sölu afgangsins og þá var lýst,“ segir Finnur. Skynsamlegt að kæla málið Hann kveður ekki vera djúpstæðan ágreining innan ríkisstjórnar um þetta mál og of mikið sé gert úr slíkum sjónarmiðum. Hins vegar sé ljóst að mikil umræða fari fram um FBA, langt út fyr- ir ríkisstjóm. „Það er samstaða innan ríkisstjórnarinnar um þessi söluáfonn, þ.e. að selja fyrirtækið og einnig hlut okkar í Búnaðarbanka og Landsbanka, en við eigum eftir að ganga frá því með hvaða hætti nákvæmlega við stöndum að þessari sölu. Um- ræðan núna, og þá aðallega fyrir utan ríkisstjórn- ina að mér finnst, gerir það að verkum að mér finnst skynsamlegt af okkar hálfu að kæla málið. Við mátum það svo í vor, þegar við ætluðum að selja 51% í FBA, að þá væri komið svo nálægt kosningum að salan gæti valdið einhverjum póli- tískum deilum sem væru ekki hollar fyrir bank- ann sem slíkan. Við þurfum að velta því fyrir okkur fyrst og fremst hvemig við getum varð- veitt þau verðmæti sem við eigum í þessu fyrir- tæki og því ekki gott að vera með sölu í miklum pólitískum hávaða, því það gæti orðið til þess að verðmætin minnkuðu. Það sem hefur tekist núna á undanfömum tveimur ámm er að gera tugmilljarða króna verðmæti úr fjárfestingasjóðum atvinnulífsins, sem menn vildu á sínum tíma setja inn í banka- kerfið og héldu að þeir væm langbest komnir þar. Við höfum margfaldað verðmæti okkar í Landsbankanum og Búnaðarbankanum og eigum nú að leita allra leiða til að hámarka þessi verð- mæti og halda þeim. Þess vegna verða menn að fara varlega í þessari umræðu og það er ekki gott fyrir þessi fyrirtæki að þurfa að ganga í gegnum miklar pólitískar deilur ríkisstjómar og stjómar- andstöðu. Þess vegna segi ég að við skulum doka aðeins við, hugsa okkar gang og hafa að leiðar- ljósi að hámarka verðmætin, ná fram dreifðri eignaraðild og skapa frið um fyrirtækin,“ segir Finnur. Ekki eðlismunur á fyrirtækjum í eigu íslendinga Iðnaðar- og viðskiptaráðherra kveðst leggja á það áherslu að stefna ríkisstjómarinnar hafi ver- ið að ná fram dreifðri eignaraðild og honum finn- ist hreint ótrúlegt ef kaupin á hlutnum í FBA setji þá stefnu í uppnám. „Það er enginn eðlis- munur á hlut Scandinavian Holding í FBA, er- lends fyrirtækis í eigu íslendinga, sem síðan var seldur til annars erlends fyrirtækis í eigu Is- lendinga. Nú er komið í ljós hverjir það em, þ.e. að baki stendur stór hópur fjárfesta," segir Finnur. „Við eigum að stefna áfram að dreifðri eignaraðild en ég geri mér hins vegar grein fyrir því að það em talsverð vandkvæði fólgin í að setja dreifða eignaraðild í lög og er ekki tilbúinn að standa að lagasetningu um slíkt,“ segir Finn- ur. Hann kveðst telja að fara eigi aðrar leiðir í því sambandi, t.d. að styrkja fjármálaeftirlit, sam- keppnisyfirvöld, ákvæði í hlutafjárlögum og skattalögum sem snúa að þessum efnum og ná þannig fram með markvissum hætti dreifðri eignaraðild að FBA. Forstjóri Kaupþings svarar ummælum forsætisráðherra um kaup á bréfum í FBA Ekkert gert á skjön við eða almennt siðferði lög SIGURÐUR Einarsson, forstjóri Kaupþings hf., vísar því á bug að Kaupþing hafi gert nokkuð sem sé á skjön við lög eða al- mennt siðferði við kaup á hluta- bréfum í Fjárfestingarbanka at- vinnulífsins. Við upphaf þings Sambands ungra sjálfstæðis- manna sfðastliðinn föstudag sagði Davíð Oddsson forsætis- ráðherra að hann hefði efa- semdir um að aðila eins og Kaupþingi væri stætt á að nota aðila sem það hefði fjárvörslu fyrir til að kaupa bréfín og grípa siðan tækifærið og selja þau og hirða hagnaðinn. Velti forsætisráðherra upp þeirri spurningu hvort það væri lög- legt en siðlaust. Sigurður Einarsson sagði í samtali við Morgunblaðið að við kaup bréfanna í FBA hefði verið unnið eftir aðferðafræði sem ríkissjóður hefði valið. „Fyrsta fyrirtækið sem var selt með þessum hætti var Fjár- festingarbanki atvinnulífsins, og í því útboði tóku þátt nær allar íjármálastofnanir í landinu með sama hætti. Síðan var þessi að- ferðafræði einnig notuð við sölu á Búnaðarbanka íslands og Landsbanka íslands og þar gerðist nákvæmlega það sama. Fjármálafyrirtækin keyptu og söfnuðu bréfum, og þetta er að mínu viti ein af ástæðum þess að einkavæðingin tókst jafn vel og hún gerði. Eg held að það sé hægt að segja að það hafi eng- inn vísvitandi reynt að eyði- leggja einkavæðingaráform rík- isstjórnarinnar,“ sagði Sigurð- ur. Hann sagði jafnframt að sér þætti mjög miður að forsætis- ráðherra skyldi velja að taka eitt af íjármálafyrirtækjunum út með þessum hætti. Ríkið á nú 51% hlut í FBA, Orca S.A. tæp 30% en aðrir hluthafar, sem eru fjölmargir, ráða yfir smærri hlut. Stjórnarformaður Orca S.A. Kvíði ekki samstarfí við ríkið EYJÓLFUR Sveinsson, stjórnar- formaður Orca S.A., segist ekki kvíða samstarfi við rfldð, eða hvem þann sem ríkið kýs að selja hlut sinn í bankanum, um rekstur og áframhaldandi uppbyggingu Fjárfestingarbanka atvinnulífsins. Eyjólfur var spurður út í um- mæli sem Davíð Oddsson forsæt- isráðherra lét falla á þingi Sam- bands ungra sjálfstæðismanna um helgina. Þar sagði hann að ef ekki tækist að tryggja sölu á 51% hlut ríkisins í FBA í dreifðri eignaraðild kæmi til greina að selja hann í einu lagi. „Að baki þeirra Ijögurra hlut- hafahópa sem mynda Orca lágu þau ein sjónarmið að hér væri um mjög áhugaverða fjárfest- ingu að ræða og trú á framtíð þessa fyrirtækis. Það voru engin önnur sjónarmið sem lágu að baki. Við hlökkum til að vinna með ríkinu, sem hluthafa í Fjár- festingarbanka atvinnulífsins, eða hveijum þeim öðmm sem ríkið kann að selja.“ Eyjólfur var einnig spurður hvort ekki fylgdi áhætta hluta- bréfakaupum Orca í FBA þegar ekki fengjust skýr svör frá ríkis- stjórninni um hvernig yrði staðið að frekari sölu á hlut ríkisins i bankanum. Að sögn forsvars- manna sparisjóðanna átti þessi óvissa stærstan þátt í þeirri ákvörðun þeirra að selja hluta- bréfin í FBA. „Fjárfestingahóparnir sem mynda Orca hugsa þetta sem langtfmafjárfestingu og því kvíði ég því alls ekki að vinna málefn- um FBA framgang í samstarfi við ríkið sem meðeiganda okkar.“ Aðspurður sagði Eyjólfur að eigendur Orca litu ekki á það sem sitt hlutverk að svara því hvenær ríkið ætti að selja hlut sinn í FBA. Fulltrúar verðbréfafyrirtækja um sölu á hlut ríkisins í FBA Hærra verð myndi fást fyrir ráðandi hlut Mercedez Benz 3QOSL 24V Til sölu Mercedez Benz 300SL 24V, árgerð 1991, ekinn 86 þús. km, sjálfsk., ABS, leðurinnrétting, hard top/soft top. Raf- magn í sætun, rúðum, speglum, stýri og veltigrind. Þjófavörn, rafstýrö spólvörn, cruise control, hiti ( sætum, tölvustýrð miðstöð, fullkomið hljómkerfi. 18" Lorinzer álfelgur ásamt 16" Benz álfelgum. Ný sumar- og vetrardekk og margt fleira. Upplýsingar veittar í síma 896 6745. „ALMENNT hefur reynslan sýnt að þegar borin er saman dreifð sala á föstu verði, annars vegar, og upp- boðsfyrirkomulag, hins vegar, skilar síðamefnda leiðin hærra verði fyrir eignina," segir Þorsteinn Þorsteins- son, framkvæmdastjóri Búnaðar- bankans-verðbréfa. „I öðru lagi má segja að yfirleitt fáist hærra verð á markaði íyrir ráðandi hlut en fyrir minni hluti. Þetta hefur meðal ann- ars komið fram erlendis í tilvikum þar sem bankar hafa yfirtekið aðra banka. Þá hefur gjarnan verið greitt hærra verð fyrir ráðandi hlut en sem svarar verði á hlutabréfamarkaði al- mennt fyrir ráðandi hlut í fjármála- stofnunum." Steinþór Pálsson, aðstoðarfram- kvæmdastjóri Islandsbanka-F&M, tekur undir það sjónarmið að hærra verð muni fást verði bankinn seldur í einu lagi. „Við teljum að það séu ákveðin hagræn rök fyrir því að hærra verð fengist fyrir hlut ríkisins í FBA ef hann yrði seldur í einu lagi. Þannig gæti einn aðili, sem hugsan- lega hefði áhuga á að ná yfirráðum í bankanum, náð þeim með skjótari og einfaldari hætti en ef hann þyrfti að kaupa af mörgum öðrum. Rétt er þó að geta þess að hugsanleg lagasetn- ing um hámarkseignaraðild að bönk- um skapar óvissu í þessu sambandi. Við teljum hins vegar að ríkið ætti að horfa á heildarmyndina í sam- bandi við sölu bankanna. Ríkisvaldið vill vitanlega fá hámarksverð fyiúr eignir sínar en við teljum ekki síður mikilvægt að útkoman verði þjóð- hagslega hagkvæm þannig að við- skiptavinir bankanna muni njóta þess í framtíðinni hvernig að málum er staðið. Því væri farsælla að móta breytingu á eignaraðild ríkisins á öðrum bönkum á sama tíma,“ segir Steinþór. Áform um samruna eru Iykilatriði Gunnar Helgi Hálfdanarson, for- stjóri Landsbréfa, telur að vænting- ar um samruna FBA við aðra fjár- málastofnun skipti miklu máli við verðlagningu bréfanna í FBA. „Ef líkur eru taldar minni á því en áður að um samruna verði að ræða við aðra stofnun munu fjárfestar eiga erfitt með að réttlæta fyrir sér að taka einhvern ávinning af hugsan- legum samruna inn í verðlagningu bréfanna. Því er eðlilegt að bréfin lækki, eins og þau eru reyndar að gera núna, þegar menn telja sig vera að færast fjær því marki. Sameining- aráform mundu hins vegar styrkja það verð sem fengist fyrir bréfin því að þá geta menn reiknað með ein- hverjum ávinningi af hugsanlegri sameiningu. Forsætisráðherra hefur áréttað það sjónarmið að ætlunin hafi verið að bréfin yrðu í dreifðri eigu og að þau hefðu ekki átt að komast í hend- ur fárra aðila. Það þarf í sjálfu sér ekki að þýða neina stefnubreytingu þótt bankinn verði seldur í einum hluta sem er eða verður í mjög dreifðri eigu. Jafnframt er með því verið að bjóða upp á sameiningar- möguleika og þar með að styrkja verð bréfanna. Þetta getur því alveg farið saman. Að hann selji þetta ein- um aðila, hámarki verðið og nái dreifðri eignaraðild. Verði bréfin hins vegar seld í dreifðri sölu og gerðar einhverjar ráð- stafanir sem klái-lega hindruðu sam- einingu, þ.e. skýlaus ki'afa um dreifða eignaraðild og framkvæmd sölu með það í huga, gæti það haft áhrif til verð- lækkunar,“ segir Gunnar Helgi. -------------------- Fyrirlestur um náttúruvernd ROGER Crofts, framkvæmdastjóri Scottish Natural Heritage heldur fyrirlestur um reynslu Skota af nýt- ingu náttúruauðlinda og verndun náttúrunnar og hvernig sú reynsla geti nýst á íslandi. Fyi-irlesturinn verður haldinn á Hótel Borg í dag, þriðjudag, klukkan 12 en Landvemd, Landgræðsla ríkisins og Náttúru- vernd ríkisins standa að honum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.