Morgunblaðið - 24.08.1999, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 24.08.1999, Blaðsíða 62
62 ÞRIÐJUDAGUR 24. ÁGÚST 1999 I DAG MORGUNBLAÐIÐ NÝKOMIN m SENDING Tegund: 61769. Verð 5.995 Litur: Svart. Stærðir: 36-42 Tegund: 61749. Verð 6.995 Litur: Svart. Stærðir: 35-41 Tegund: 61679. Verð 6.995 Litur: Svart. Stærðir: 35-421/2 Loftbólstraður sóli Tegund: 6069. Verð 6.995 Litur: Svart. Stærðir: 36-43 Loftbólstraður sóli Mikið af fallelgum spariskóm. STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN DOMUS MEDICA við Snorrobraut - Reykjavik Sími 551 8519 KRINGLAN Kringlunni 8-12 - Reykjavík Simi 568 9212 PÓSTSENDUM SAMDÆGURS 5% STAÐGREIÐSLUAFSLÁTTUR Þessi duglegi strákur safnaði flöskum og dósum og gaf andvirði þeirra, kr. 2.193, til styrktar Rauða krossi fs- lands. Hann heitir Hannes Svein- björnsson. Þessi duglega stúlka hélt tombólu og safnaði kr. 2.750 til styrktar Rauða krossi íslands. Hún heitir Helga Dagný Jónasdóttir. AI-gABVE Morgunblaðið/Ásdís. Þessir rösku strákar söfnuðu flöskum og gáfu andvirði þeirra kr. 5.060 til styrktar Rauða kross íslands. Þeir heita Skúli Halldórsson og ívar Oddsson. | Ertuel [56 Ertu ekki á vörunni? Ég trúi því ekki! -1- ) T ölvupassamyndir Þu yelur og hafiiar Við tökum af þér fjórar myndir, tvær og tvær eins og þú skoðar þær á skjá. Ef þú ert ekki sátt/ur með árangurinn, tökum við aftur og aftur myndir þar til þú ert ánægð/ur, síðan eru þær myndir gerðar. Aðeins þær myndir sem þú sættir þig við eru gerðar. Notaðu einungis þær myndir sem þú ert ánægð/ur með í öll skilríki. Ljósmyndastofa Kópavogs, sími 554 30 20. VELVAKAMM Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Dramatík um flugvöll ÉG GET ekki orða bund- ist yfír þessum látum út af flugvellinum í Reykjavík. Nú hefur Steinunn Jó- hannesdóttir farið stórum í fjölmiðlum, hvort sem er í sjónvarpi, útvarpi eða blöðum og þvílík drama- tík. Að segja að fólk sé skelfingu lostið, ferða- menn séu kengbognir af hræðslu um að fá flugvéi í hársvörðinn og hávaðinn sé slíkur að heyrist ekki mannsins mál í miðbæn- um. Dramadrottningin Steinunn ætti að athuga að flugvöllurinn er hluti af uppvexti og upplifun flestra Reykvíkinga þar sem hann hefur verið eins og órjúfandi heild í þróun Reykjavíkur. Við höfum aldrei sett krónu í þennan flugvöll þar sem við feng- um hann gefins fyrir u.þ.b. 60 árum og er nú kominn tími til að standa myndarlega að lagfæringu hans og uppbyggingu. Þar sem ég bý í miðbænum hefur mér alltaf fundist mjög notalegt að horfa á þessar smávélar með sínu lágværa mótorhljóði líða um bláan himininn og minnir mig alltaf á mótor- skellina fyrir austan þar sem ég var barn hjá ömmu og afa á hverju sumri. í guðanna bænum reyn- ið nú að ná áttum og finna frekar leiðir til að tryggja öryggi og minni röskun á ró bæjarbúa. I Evrópu þar sem er miklu þéttbýlla býr fólk í sátt og sambýli við lestarstöðvar, flugvelli og langbílastöðvar við miklu erflðari aðstæður en hér í Reykjavík. Ég gerði reyndar litla óformlega skoðanakönnun þegar ég gekk út fyrir nokkrum dögum og tók nokkra túrista tali og innti þá eftir hvort þeir yrðu fyrir miklu ónæði af flug- vélum. Þeir horfðu á mig í forundran og misskildu mig greiniiega og héldu að ég væri að spyrja um fljúgandi furðuhluti. Þeg- ar ég útskýrði betur að ég væri að tala um flugvélar en ekki furðuhluti þá hlógu þeir og sögðust ekki hafa orðið varir við það. En þeim fannst greinilega spurningin mjög undar- leg._ Sigrún Hermannsdóttir, Bergstaðastræti 7. Tapað/fundið Geisladiskar týndust í leigubíl AÐFARANÓTT 8. ágúst týndust geisladiskar í leigubíl frá BSR. Geisla- diskai'nir voru í lítilli svartri möppu og eru ómissandi í safnið. Sá sem kannast við að hafa rekist á diskana er beðinn að hafa samband við Guðna í síma 565 7231 eða 698 2313. Gullfesti týndist GULLFESTI týndist sl. sunnudag líklega við Bugðulæk eða Rauðalæk. Skilvís finnandi hafi sam- band í síma 5671466. Fundarlaun. Börn að leik í Hljómskálagarðinum. Víkverji skrifar... OFT er það þrautin þyngri íyrir þá sem standa fyrir menning- arviðburðum og athöfnum af ýms- um toga að koma upplýsingum sín- um á framfæri. Fjölmiðlar veita þessum aðilum og notendum sínum þá þjónustu að færa þeim þessar upplýsingar en stundum er erfitt að skynja hvað er auglýsing og hvað frétt í þessu sambandi. Vík- verji hefur ákveðna samúð með menningargeiranum í þessu sam- bandi en hann hefur þó jafnan fengið mjög góða þjónustu á síðum Morgunblaðsins. Hitt er kannski meiri vandi hvernig lesandinn getur vegið og metið og vinsað úr það sem kann að vera honum áhugavert. Hvort hann getur yfirhöfuð gert sér grein fyrir öllu sem í boði er og hvernig hann getur komist yfir að sinna því öllu. Ef við höldum okkur við menningarlífið eingöngu þá er framboðið orðið slíkt að oftlega hafa menn til dæmis úr tvennum eða fleiri tónleikum að velja sama kvöldið og það sama getur átt við um fleiri svið. Þá kemur líka fyrir í öllum fjölmiðlapakkanum sem við höfum úr að moða á hverjum degi að eitthvað fer framhjá okkur. Þannig geta merkilegustu atburðir týnst eða orðið útundan. Svarið við því er að leggja sig enn meira fram og fylgjast betur með, annað er ekki hægt að gera. xxx MIKIÐ verður nú gott þegar öllum þeim miklu fram- kvæmdum, sem nú standa yfir í Reykjavík og raunar víðar á höfuð- borgarsvæðinu, verður lokið. Þetta eru hvers kyns umbætur í gatna- kerfinu, svo sem fræsing og mal- bikun, nýbyggingar og endurnýjun húsa og sitthvað fleira. Ekki síst er mikið um að vera í miðborg Reykjavíkur og verður tilhlökkun- arefni að sjá þann nýja svip sem einkenna mun Kirkjutorg, ná- grenni Alþingishússins og Austur- strætið eftir allar þessar fram- kvæmdir. I leiðinni má kannski rifja það upp að Reykjavík verður menning- arborg árið 2000 og í því samhengi hefur verið bent á að menn drífi nú í því að mála og snyrta hús sín þannig að þau verði til prýði næsta sumar. Ekki man Víkverji gjörla hvar eða hvenær þessi ábending kom fram og þótt seint sé er vert að rifja hana upp nú. Haustið er oft gott og því ætti enn að vera tími til stefnu, jafnvel hjá þeim sem ekki höfðu hugsað sér að mála í sumar. xxx FYRIR stuttu gerði Víkverji at- hugasemdir við það að í þýð- ingu með sjónvarpsþætti um danska heimspekinginn Soren Kierkegaard hefði nafn hans jafn- an verið vitlaust stafsett. Nú hefur Víkverja borist ábending um að Ríkissjónvarpið hafi bitið höfuðið af skömminni með því að eigna þýðingu þessa blásaklausum aðila. Jóhanna Þráinsdóttir var kynnt sem þýðandi þáttanna en hún kom þar hvergi nærri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.