Morgunblaðið - 24.08.1999, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 24.08.1999, Blaðsíða 20
MORGUNBLAÐIÐ (>op r tp iinA i«- 5? i r.'> /,fi: j ui i í? ct ÞRIÐJUDAGUR 24. AGUST 1999 LANDIÐ Morgunblaðið /Gunnlaugur Árnason Nýja sundlaugin í Stykkishólmi hefur notið mikilla vinsælda síðan hún var tekin í notkun í síðasta mánuði og hefur aðsóknin verið mun meiri en reiknað var með. Fleiri gestir hafa komið í laugina fyrsta mánuðinn en komu í gömlu laugina á fjórum árum. Sundlaugarmannvirkin eru mjög fullkomin og öll aðstaða sund- laugargesta til fyrirmyndar. Systurnar í Stykkis- hólmi fá heimsókn Mikil aðsókn að sund- lauginni í Stykkishólmi Stykkishólmi - Aðsdkn að nýju sundlauginni í Stykkishólmi hef- ur verið mjög góð. Að sögn Vignis Sveinssonar, forstöðumanns íþróttamannvirkj- anna í Stykkishólmi, hafa um 11.000 manns komið í sundlaug- ina fyrstu fimm vikurnar. Það eru jafnmargir gestir og komu á 4-5 árum í gömlu sundlaugina. Bæjarbúar hafa verið duglegir að mæta og segir Vignir að mikið af eldra fólki, sem ekki sást í gömlu sundlauginni, komi í þá nýju. Hann hefur áhuga á að bjóða þeim og öðrum fullorðnum sem ekki höfðu tækifæri á að læra sund á sínum tíma upp á sundnámskeið. Nú verður hægt að kenna sund allt skólaárið, en áður var kennt haust og vor. Sundlaugin nýja verður mikii lyftistöng fyrir ferðaþjónustuna í bænum. Vignir segir að meiri ferðamannastraumur hafí verið til Stykkishólms nú í ágúst en í fyrra og hann viti nokkur dæmi þess að fólk hafí skroppið í Hólm- inn til að reyna nýju laugina. Nú um helgina var haldið sundmót HSH í sundlauginni í Stykkishólmi og voru keppendur um 100. Við iþróttamiðstöðina vinna níu starfsmenn. Arkitekt sundlaugarinnar og íþróttahúss- ins er Ormar Þór Guðmundsson. Stykkishólmi - Bernardin Gantin, kardináli frá Vatíkaninu í Róm, hef- ur undanfarið verið í heimsókn hjá St. Fransiskussystrum í Stykkis- hólmi. Hann er hér til hvfldar. Bernardin Gantin er 77 ára. Hann er fæddur í ríkinu Benin í Vestur- Afríku, sem m.a á landamæri að Nígeríu. Hann lærði til prests í heima- landi sínu og starfaði þar fyrstu ár- in. Katólski biskupinn í Benin bað hann að fara til Rómar árið 1953 til að læra trúarfræði. Þegar hann kom til baka árið 1957 varð hann fljótt vígslubiskup. Árið 1960 hækkaði hann í tign og varð erki- biskup. Hann var fyrsti Afríkubú- inn sem gegndi því embætti. Árið 1971 kallaði Páll 6. páfi hann til Rómar. Þar hefur hann starfað síðan. Hann er einn af æðstu embættismönnum innan katólsku kirkjunnar og situr í stjórn hennar. Heimsótti Hildibrand í Bjarnarhöfn Bernardin kardináli kom fyrst til íslands árið 1996. Hann varð strax hrifinn af landi og þjóð. Nú dvelur hann hér í nokkrar vikur sér til hvfldar og hressingar. Honum líkar vel í Stykkishólmi og finnst fallegt þar, mikill friður og umhverfíð laði mann til sín. Hann var mjög hrifínn af að heimsækja Hildibrand bónda í Bjarnarhöfn og heyra hann segja frá sögu og munum í bændakirkj- unni í Bjarnarhöfn. Morgunblaðið/Silli Félagsheimilið Félagslundur 50 ára Lokið við að fegra umhverfíð Gaulveijabæ - Framkvæmdum við bflaplan og lóð félagsheimilisins Fé- lagslundai’ í Gaulverjabæjarhreppi er nú lokið en þær hófust síðasta haust. Markar þetta lok fram- kvæmda við félagsheimilið sem hef- ur verið stækkað og endurbætt í áföngum undanfarin ár. Eldra húsið var vígt í júní 1949 og var þá talið með stærri félagsheim- ilum í sveitum. Var það reist með mikilli sjálfboðavinnu íbúa eins og títt var þá. Mest var það á herðum félaga úr ungmennafélaginu Sam- hygð sem og kvenfélags sveitarinn- ar. Kririgum 1980 var ráðist í að stækka húsið um ríflega helming, sett nýtt þak og aðstöðu breytt inn- andyra. Lauk þeim framkvæmdum fyrir átta árum en verkið var tekið í áföngum og náðist að haga þannig að húsið var í notkun allan tímann. Arkitekt hússins er Jósef Reynis hjá teiknistofunni Armúla. Bygg- Morgunblaðið/Valdimar Guðjónsson ingameistari var Helgi Guðmunds- son á Selfossi. Nú síðast var hellulagt kringum húsið, bflastæði lagt klæðningu og malbikaður körfuboltavöllur og göngustígur í Gaulverjaskóla sem er skammt frá. Gróðursett voru hundruð trjáplantna og svæðið lýst upp. Hönnuður þessa var Oddur Hermannsson landslagsarkitekt hjá Landform á Selfossi. Verktaki var Ræktunarsamband Flóa og Skeiða ehf. Einnig voru á sama tíma stækkuð og gerð ný bflastæði við kirkjuna í Gaulverjabæ og þau lögð klæðn- ingu. Jafnframt hellulögð gangstétt meðfram kirkjugarði, sett ný flagg- stöng, gróðursett og lýsing bætt. Sömu verktakar og hönnuðir sáu um það verk. Morgunblaðið/Gunnlaugur Arnason Bemardin Gantin er í heimsókn hjá systmnum í Stykkishólmi. Ásamt honum em á myndinni systir Francoisa og systir Petra. Nýbýlingar á Húsavík Húsavík - Nýbýlingar á aldrinum 7-11 ára hafa numið land á Húsavík á hinum sama hól og Garðar Svavarsson reisti hið fyrsta hús á Islandi, fjórum ámm áður en Ingólfur nam land í Reykjavík. Byggðin er nefnd Smíðavellir og hefur bæjarstjórn samþykkt skipulega svæðið en nýbyggjarn- ir hafa óvenju stutt bygginga- leyfi. Það gildir aðeins í 11 daga með tilliti til þess að tómstunda- ráð leggur nýbyggjum til efni í hús, hamar, sagir og nagla. Heimilt er þó að hafa eigin verk- færi. Bæði era byggð sambýlishús og einkahús og í miðri byggðinni er minnismerki um Garðar, gert af Ásmundi Sveinssyni, en göml- um manni varð að orði þá hann sá það í fyrsta skipti að annað- hvort hefði listamaðurinn ekki séð Garðar eða haft vonda mynd af honum. Valdargæða vínþrúgurá útsölu meðan birgðir endast. Og svo kjallaratilboðið, þrjár þrúgur á verði tveggja. anfln Skeifunni 11D, sími 533-1020 Við erum fyrir aftan BT og við hliðina á Griffli. Næg bílastæði ogopið á laugardögum 10 -14.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.