Morgunblaðið - 24.08.1999, Síða 20

Morgunblaðið - 24.08.1999, Síða 20
MORGUNBLAÐIÐ (>op r tp iinA i«- 5? i r.'> /,fi: j ui i í? ct ÞRIÐJUDAGUR 24. AGUST 1999 LANDIÐ Morgunblaðið /Gunnlaugur Árnason Nýja sundlaugin í Stykkishólmi hefur notið mikilla vinsælda síðan hún var tekin í notkun í síðasta mánuði og hefur aðsóknin verið mun meiri en reiknað var með. Fleiri gestir hafa komið í laugina fyrsta mánuðinn en komu í gömlu laugina á fjórum árum. Sundlaugarmannvirkin eru mjög fullkomin og öll aðstaða sund- laugargesta til fyrirmyndar. Systurnar í Stykkis- hólmi fá heimsókn Mikil aðsókn að sund- lauginni í Stykkishólmi Stykkishólmi - Aðsdkn að nýju sundlauginni í Stykkishólmi hef- ur verið mjög góð. Að sögn Vignis Sveinssonar, forstöðumanns íþróttamannvirkj- anna í Stykkishólmi, hafa um 11.000 manns komið í sundlaug- ina fyrstu fimm vikurnar. Það eru jafnmargir gestir og komu á 4-5 árum í gömlu sundlaugina. Bæjarbúar hafa verið duglegir að mæta og segir Vignir að mikið af eldra fólki, sem ekki sást í gömlu sundlauginni, komi í þá nýju. Hann hefur áhuga á að bjóða þeim og öðrum fullorðnum sem ekki höfðu tækifæri á að læra sund á sínum tíma upp á sundnámskeið. Nú verður hægt að kenna sund allt skólaárið, en áður var kennt haust og vor. Sundlaugin nýja verður mikii lyftistöng fyrir ferðaþjónustuna í bænum. Vignir segir að meiri ferðamannastraumur hafí verið til Stykkishólms nú í ágúst en í fyrra og hann viti nokkur dæmi þess að fólk hafí skroppið í Hólm- inn til að reyna nýju laugina. Nú um helgina var haldið sundmót HSH í sundlauginni í Stykkishólmi og voru keppendur um 100. Við iþróttamiðstöðina vinna níu starfsmenn. Arkitekt sundlaugarinnar og íþróttahúss- ins er Ormar Þór Guðmundsson. Stykkishólmi - Bernardin Gantin, kardináli frá Vatíkaninu í Róm, hef- ur undanfarið verið í heimsókn hjá St. Fransiskussystrum í Stykkis- hólmi. Hann er hér til hvfldar. Bernardin Gantin er 77 ára. Hann er fæddur í ríkinu Benin í Vestur- Afríku, sem m.a á landamæri að Nígeríu. Hann lærði til prests í heima- landi sínu og starfaði þar fyrstu ár- in. Katólski biskupinn í Benin bað hann að fara til Rómar árið 1953 til að læra trúarfræði. Þegar hann kom til baka árið 1957 varð hann fljótt vígslubiskup. Árið 1960 hækkaði hann í tign og varð erki- biskup. Hann var fyrsti Afríkubú- inn sem gegndi því embætti. Árið 1971 kallaði Páll 6. páfi hann til Rómar. Þar hefur hann starfað síðan. Hann er einn af æðstu embættismönnum innan katólsku kirkjunnar og situr í stjórn hennar. Heimsótti Hildibrand í Bjarnarhöfn Bernardin kardináli kom fyrst til íslands árið 1996. Hann varð strax hrifinn af landi og þjóð. Nú dvelur hann hér í nokkrar vikur sér til hvfldar og hressingar. Honum líkar vel í Stykkishólmi og finnst fallegt þar, mikill friður og umhverfíð laði mann til sín. Hann var mjög hrifínn af að heimsækja Hildibrand bónda í Bjarnarhöfn og heyra hann segja frá sögu og munum í bændakirkj- unni í Bjarnarhöfn. Morgunblaðið/Silli Félagsheimilið Félagslundur 50 ára Lokið við að fegra umhverfíð Gaulveijabæ - Framkvæmdum við bflaplan og lóð félagsheimilisins Fé- lagslundai’ í Gaulverjabæjarhreppi er nú lokið en þær hófust síðasta haust. Markar þetta lok fram- kvæmda við félagsheimilið sem hef- ur verið stækkað og endurbætt í áföngum undanfarin ár. Eldra húsið var vígt í júní 1949 og var þá talið með stærri félagsheim- ilum í sveitum. Var það reist með mikilli sjálfboðavinnu íbúa eins og títt var þá. Mest var það á herðum félaga úr ungmennafélaginu Sam- hygð sem og kvenfélags sveitarinn- ar. Kririgum 1980 var ráðist í að stækka húsið um ríflega helming, sett nýtt þak og aðstöðu breytt inn- andyra. Lauk þeim framkvæmdum fyrir átta árum en verkið var tekið í áföngum og náðist að haga þannig að húsið var í notkun allan tímann. Arkitekt hússins er Jósef Reynis hjá teiknistofunni Armúla. Bygg- Morgunblaðið/Valdimar Guðjónsson ingameistari var Helgi Guðmunds- son á Selfossi. Nú síðast var hellulagt kringum húsið, bflastæði lagt klæðningu og malbikaður körfuboltavöllur og göngustígur í Gaulverjaskóla sem er skammt frá. Gróðursett voru hundruð trjáplantna og svæðið lýst upp. Hönnuður þessa var Oddur Hermannsson landslagsarkitekt hjá Landform á Selfossi. Verktaki var Ræktunarsamband Flóa og Skeiða ehf. Einnig voru á sama tíma stækkuð og gerð ný bflastæði við kirkjuna í Gaulverjabæ og þau lögð klæðn- ingu. Jafnframt hellulögð gangstétt meðfram kirkjugarði, sett ný flagg- stöng, gróðursett og lýsing bætt. Sömu verktakar og hönnuðir sáu um það verk. Morgunblaðið/Gunnlaugur Arnason Bemardin Gantin er í heimsókn hjá systmnum í Stykkishólmi. Ásamt honum em á myndinni systir Francoisa og systir Petra. Nýbýlingar á Húsavík Húsavík - Nýbýlingar á aldrinum 7-11 ára hafa numið land á Húsavík á hinum sama hól og Garðar Svavarsson reisti hið fyrsta hús á Islandi, fjórum ámm áður en Ingólfur nam land í Reykjavík. Byggðin er nefnd Smíðavellir og hefur bæjarstjórn samþykkt skipulega svæðið en nýbyggjarn- ir hafa óvenju stutt bygginga- leyfi. Það gildir aðeins í 11 daga með tilliti til þess að tómstunda- ráð leggur nýbyggjum til efni í hús, hamar, sagir og nagla. Heimilt er þó að hafa eigin verk- færi. Bæði era byggð sambýlishús og einkahús og í miðri byggðinni er minnismerki um Garðar, gert af Ásmundi Sveinssyni, en göml- um manni varð að orði þá hann sá það í fyrsta skipti að annað- hvort hefði listamaðurinn ekki séð Garðar eða haft vonda mynd af honum. Valdargæða vínþrúgurá útsölu meðan birgðir endast. Og svo kjallaratilboðið, þrjár þrúgur á verði tveggja. anfln Skeifunni 11D, sími 533-1020 Við erum fyrir aftan BT og við hliðina á Griffli. Næg bílastæði ogopið á laugardögum 10 -14.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.