Morgunblaðið - 24.08.1999, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 24.08.1999, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐ JUDAGUR 24. ÁGÚST 1999 51 + Páll Hermann Harðarson, Böð- móðsstöðum í Laug- ardal, fæddist 23. mars 1967. Hann lést 13. ágiist síðast- liðinn. Foreldrar hans eru hjónin María Pálsdóttir, f. 6. maf 1944, og Hörður Guðmunds- son, f. 30. janúar 1936. Þau búa á Böðmóðsstöðum. Páll Hermann var annar í röð fjögurra systkina, en þau eru: 1) Elfar, f. 16. september 1962, kvæntur Snjólaugu Óskarsdóttur, f. 3. júií 1962. Börn þeirra eru: a) Oskar Páll, f. 7. maí 1984. b) Hulda Björg, f. 28. maí 1986. 2) Hulda Karólína, f. 17. mars 1973, gift Jóni Þormari Pálssyni, f. 25. júní 1966. 3) Guðmundur, f. 4. janúar 1978. Páll Hermann lagði stund á vél- stjóranám og var hans vinna oftast tengd vélum á einn eða annan hátt. Hann var ókvæntur og barnlaus. Utför Páls Hermanns fer fram frá Skálholtskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. okkar urðuð leikfélagar og miklir mátar. Þú varst svo einstaklega at- hugull og næmur. Þú þurftir að skoða öll leikföng og klukkur að innan því þú þurftir að skilja hvern- ig hlutimir virkuðu. Það var oft mikið fjör í barnaafmælunum. Þú varst alltaf til í að finna upp á ein- hverju skemmtilegu og ekki var verra ef það var stríðni með, þá glömpuðu stóru bláu augun þín. En þessi heimur er harður svo næmu og tilfinningaríku fólki eins og þér. Á fermingardaginn þinn sýndir þú okkur gjafrrnar þínar, og það fór ekkert á milli mála hvað var dýr- mætast, það var biblían hennar Karolínu ömmu þinnar. Þið höfðuð verið svo nátengd og þú oft sofið hjá henni svo hún væri ekki ein. Eg er þess fullviss að hún hefur tekið á móti þér og leiðir þig áfram í ljósið. Guð blessi þig um alla eilífð og gefi foreldrum þínum, Herði og Maju, og systkinum þínum og fjölskyldum þeirra styrk. Margrét og Sigurfinnur. PALL HERMANN HARÐARSON Kær vinur er látinn. Eftir langa og erfiðari baráttu en margan grun- ar er Palli farinn frá okkur. Eg veit að hann barðist hetjulega við að ná jafnvægi á sinni andlegu heilsu og hafði ýmist betur eða ekki. Sárt sem það er að ná ekki tO hans er ósk mín að hann fóti sig á þeim stað sem hann dvelur nú og horfi til okkar með léttari hug. Minningar hrannast upp og frá ótal mörgu er að segja. Með miklum samgangi milli bæjanna og foreldra okkar áttum við kost á að kynnast svo vel, kannski sökum annars ein- angrunar í sveitinni utan skóla- keyrslu. Þar sem þú varst árinu eldri mændi ég upp til þín í lotningu sem lítil stelpa og sé þig fyrir mér að útlista allt dótaríið á skrifborðinu þínu. í einu horninu sundurtætt vekjaraklukka eða útvarp og þar hjá bunki af bílablöðum og þvílíku, teikningar af andlitum og skrýtnu fólki og svo útskrifuð stílabók þar sem þú lékst þér með orð og settir saman vísubúta. Eg man þú hafðir dálæti á að sýna snilli þína og stundum ganga pínulítið fram af mér með ýmsum uppátektum og fjöri. Væri hægt að segja frá útreið- artúrum á varðskipunum, þ.e.a.s. þú á Óðni og ég á Þór, eða ískrandi fjöri þar sem við sveifluðum okkur stafnanna á milli í hálftómum hlöð- um síðla vetrar. í gegnum alla grunnskólagönguna sátum við sam- an í skólabflnum og ég vfl segja í gegnum súrt og sætt því þá voru vegir ekki eins þægflegir og fljót- farnir og í dag. Man ég bæði eftir ófærð í snjó og drullupyttum, ekki eldri en ég er, og það sem helst sló á bflveiki voru skemmtflegu sögumar þínar. Þvílíkur skáldskapur og hug- myndaflug sem hélt áheyranda föngnum. Alltaf varstu mér góður vinur og þótt leiðir okkar lægju ekki saman frá unglingsárum fram til allra sfðustu ára voru sterk tengsl sem við náðum sem krakkar alltaf tfl staðar. Vænst þykir mér um að þú skyldir treysta þér um það bil síðastliðin tvö þrjú ár tfl að halda sambandi við okkur Guðmund. Við Blómastofa Friðjtnns Suöurlandsbraut 10, 108 Reykjavík, sími 553 1099. Opið öll kvöld til kl. 22 - einnig um helgar. Skreytingar fyrir öll tilefni. Gjafavörur. vildum fá þig til starfa hjá okkur og vissum að þú hefðir verið topp- starfsmaður, svo naskur á vélar og flinkur að fá hvers konar vélbúnað til að virka. En sökum veikindanna treystir þú þér aðeins stuttan tíma. Síðast í vor sátum við í eldhús- króknum og spjölluðum um heima og geima og tókum góðan tíma í að rifja upp góðar og glaðar stundir úr bemsku okkar. Þama virtist mér glitta í þann Palla sem ég þekkti svo vel. Þróttmikfll eftir starfið í Blá- fjöllum og ég þóttist ganga að vísum fleiri slíkum stundum framundan. Það á víst ekki að verða í þessu jarðlífi, sem gerir þessa stund svo dýrmæta. Ekki verður eins gaman að rifja upp með öðmm en þér það sem við tvö voram að prakkarast sem krakkar. Elsku Maja, Hörður, Elfar, Snjólaug, Óskar Páll, Hulda Björg, Hulda Kalla, Jón Þormar og Guð- mundur. Við Guðmundur sendum ykkur innilegustu samúðarkveðjur. Palli átti vissulega erfið tímabfl þar sem þið studduð hann sem klettar en þær minningar sem lifa best em um skarpgreindan góðan dreng og félaga. Megi góður Guð styrkja ykkur gegnum sorgina. Kristrún Sigurfinnsdóttir. Elsku Palli, þótt þú hafir ekki orðið gamall að árum, aðeins þrjátiu og tveggja ára, þá hafðir þú borið þinn erfiða sjúkdóm lengi og oft lið- ið mjög flla. Við munum þig fyrst smá snáða, nýfarinn að ganga, syngjandi uppi á eldhúsborði. Síðan stækkaðir þú og vinátta fjölskyldn- anna leiddi til þess að þú og dóttir Okkur langar að minnast í fáum orðum bekkjarbróður okkar og fé- laga. Mann setur hljóðan þegar þvílík- ar fregnir berast sem þessar. Þá fer maður að hugsa: Af hverju hafði maður aldrei samband? Minningar verða áleitnar og böndin einhvem veginn sterkari en mann hafði gmn- að. Kannski er það fámennið sem hefur þessi áhrif. Palli var skemmtflegur félagi. Alltaf Ijúfur og stutt í grínið. Greindur strákur og þurfti lítið að hafa fyrir náminu. Og uppátækin, maður! Búa tfl smásprengjur, semja vísur með smástríðni og eftir því sem árin liðu vom það mótorhjólin og bílamir. Alltaf gamansamur. Af- mælin vom líka alveg sérstök. Þá var farið út í hlöðu með Herði og svo borðuð hlutakakan hjá Maju. Nú eða það var pulsupartý og sinn- epið spýttist upp í loft! Palli var líka alltaf í sundi og gat kafað alveg endalaust. Aðalsundgarpurinn í hópnum. Það var alltaf fjör og sko engin lognmolla í kringum Palla. Á seinni árum skfljast leiðir, það fer hver í sína áttina. Sambandið strjált og tflvfljanakennt. En dauð- inn er aðeins fortjald og hinum megin birtan er, eins og segii- í sálminum, og þar trúum við að Palli hafi fundið sinn frið. En dauðans hönd þó ströng sé hún og sterk hún stenst ei drottins eilíft kraftaverk. (M. Joch.) Við biðjum Guð að styrkja Hörð og Mgju og fjölskylduna alla. Einar, Jónína, María, Níels, Sig- rún og Sigurður Peter. t Elskuleg móðir okkar, RÓSA BJÖRNSDÓTTIR, síðast til heimilis á Vesturgötu 7, Reykjavík, verður jarðsungin í kirkju Óháða safnaðarins fimmtudaginn 26. ágúst kl. 15.00. Fyrir hönd aðstandenda, Drífa, Fjalar, Freyja og Harpa. LEGSTEINAR I rúmgóðum sýningarsölum okkar eigum við ávallt fyrirliggjandi margar gerðir legsteina og minnisvarða. Hvergi meira úrval. Yfir 45 ára reynsl; Verið velkomin til okkar, eða fáið myndalista. IS S.HELGASON HF STEIIUSMIÐJA SKEMMUVEGI 48, 200 KÓP. SÍMI 557 6677 / FAX 557 8410 + Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar, GUÐNI ÓLAFSSON útgerðarmaður og skipstjóri, Brimhólabraut 30, Vestmannaeyjum, lést á Sjúkrahúsi Suðurlands föstudaginn 20. ágúst. Fyrir hönd vandamanna, Gerður Guðríður Sigurðardóttir, Agnar Guðnason, Sigurður Óli Guðnason, Bjarki Guðnason, Ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, MARGRÉT INGIMUNDARDÓTTIR, Dalbraut 18, sem lést á heimili sínu laugardaginn 14. ágúst, verður jarðsungin frá Áskirkju í dag, þriðju- daginn 24. ágúst, kl. 13.30. Sigríður Ágústa Ásgrímsdóttir, Björn Erlendsson, Þorbjörg Kolbrún Ásgrímsdóttir, Rögnvaldur Gunnarsson, Ása Margrét Ásgrímsdóttir, Óli Hjálmarsson, Inga Hlíf Ásgrímsdóttir, Steinþór Gunnarsson og barnabörn. + Móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, GUÐNÝ PÉTURSDÓTTIR fyrrum húsfreyja á Snælandi í Kópavogi, síðast til heimilis í Vogatungu 103, Kópavogi, verður jarðsungin frá Kópavogskirkju fimmtudaginn 26. ágúst kl. 15.00. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á að láta hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð njóta þess. Elísabet Sveinsdóttir, Pétur Sveinsson, Dollý Nielsen, Sigurður Sveinsson, Margrét Guðmundsdóttir, Sveinn Skúlason, Steinunn Pétursdóttir, Skúli Skúlason, Birna Guðbjartsdóttir, Vilmar Pétursson, Guðlaug Elsa Einarsdóttir, Guðný Pétursdóttir, Guðmundur Maríusson, Guðrún Pétursdóttir, Benedikt Guðmundsson, Þórunn Pétursdóttir, Páll Kolbeinsson, langömmubörn og langalangömmubörn. + Eiginmaður minn, faðir okkar, fósturfaðir, tengdafaðir og afi, BENEDIKT SIGURÐSSON, Skólabraut 5, Seltjarnarnesi, sem lést laugardaginn 21. ágúst, verður jarðsunginn frá Seltjarnarneskirkju föstudaginn 27. ágústkl. 13.30. Anna Soffía Árnadóttir, Kristín Benediktsdóttir, Elísabeth Benediktsdóttir Driche, Sigurður Benediktsson, Kristín Þorgeirsdóttir, Árni Halldórsson, Valborg Birgisdóttir, Björn Halldórsson, Anna B. Sigurbjörnsdóttir og barnabörn. + 1 Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, SIGURJÓNA SIGURJÓNSDÓTTIR, Syðra-Langholti, ^ - W sem lést laugardaginn 14. ágúst, verður jarð- \ v,., f sungin frá Skálholtskirkju miðvikudaginn 25. ágúst kl. 13.30. Jarðsett verður í Hrepphólakirkjugarði. Þórður Þórðarson, Sigurjón Þórðarson, Guðrún Sigurðardóttir, Jóna Soffía Þórðardóttir, Sveinn Flosi Jóhannsson, Þórir Ágúst Þórðarson, Sigrún Guðmundsdóttir, Kristján Garðar Þórðarson, Ingibjörg Steindórsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.