Morgunblaðið - 24.08.1999, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 24.08.1999, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ Ert þú að undirbúa framtíðina? FLESTIR sem hafa búið í sama þjóðfélagi og unnið á sama starfs- vettvangi í einhver ár vita að mikl- ar breytingar hafa átt sér stað á undanfömum árum. Aukin þekking á lögmálum heimsins, tæknifram- farir, auknar kröfur um betri nýt- ingu auðlinda, aukin þjóðfélags- meðvitund - allt þetta og meira til hefur gert það að verkum að þjóð- félagið þróast og breytist hratt. Þessi breyting gerir síðan auknar kröfur til ein- staklingsins um að viðhalda þekkingu sinni og hæfni til að standast þær starfs- og þjóðfélagskröfur sem eru gerðar hverju sinni. Þjóðfélagið Ofantalin atriði hafa mikið að segja um daglega lífið hjá okk- ur. Fáir hugsa sig um í dag hvort þeir eigi að taka bflprófið, það er sjálfsagður hlutur núna þó ekki hafi verið svo fyi-ir nokkrum áratugum síðan. Á sama hátt er að verða nauðsynlegt að kunna á tölvur og geta notað hrað- og heimabanka. Ferðalög og jafnvel flutningur á milli landa er tiltölu- lega auðveldur, aðgangur að upp- lýsingum hefur aukist og öll sam- skipti eru öruggari og fljótari. Möguleikamir aukast stöðugt og erfiðast er að fylgjast með og gera upp á milli þeirra tækifæra sem eru til staðar. Gæðakapphlaupið hefur aukist með auknum tækifærum, ásamt þrýstingi á að standa sig í starfi og leik. Atvinnulífíð Vinnuumhverfi atvinnulífsins í dag er langt frá því að vera það sama og það var fyrir áratug síðan. Viðskiptavinurinn gerir auknar kröfur varðandi þá þjónustu sem hann fær, varðandi gæði, hraða og verð. Hann hefur líka meira í huga afleiðingar framleiðsluferlis og notkunar vöm, t.d. tengt umhverf- ismálum og nýtingu mannauðsins. Fyrirtækið þarf að mæta þessum kröfum því ef ekki þá er tiltölulega auðvelt fyrir neytandann að finna samkeppnisaðila sem uppfyllir bet- ur kröfur hans. Samkeppni fyrir- tækisins er ekki heldur lengur svæðisbundin, heldur alþjóðleg og á neytandinn orðið greiðan aðgang að upplýsingum og söluaðilum á þessu alþjóðlega svæði. Til þess að vera samkeppnishæft þarf fyrirtækið því á hæfu starfs- fólki að halda. Sífellt auknar kröfur eru því gerðar um reynslu, eftir- menntun og viðhald þekkingar. Einstaklingurinn Með tilliti til þeirra auknu krafa sem gerðar era til einstaklingsins þarf stöðug þekkingaraukning að vera hluti af hans daglega lífi, til að tryggja að hann sé ávallt verðmæt- ur starfskraftur og geti staðið und- ir kröfum atvinnurekandans, og til að tryggja að hann geti nýtt sér hin almennu tækifæri sem boðið er upp á. Flestir vilja jú bæta lífsskilyrði sín í gegnum lífið en slíkt byggir gjarnan á að auka reynslu sína og verðmætagildi á vinnumarkaðinum og í þjóðfélaginu. Tímarnir hafa virkilega breyst, flestir skipta um starf á nokkurra ára fresti og margir skipta jafnvel oft um starfssvið á ævinni. Atvinnu- öryggi er ekki alltaf sem best, mikil fækkun getur átt sér stað eða heilu starfstéttirnar jafnvel orðið úreltar á skömmum tíma. Ennfremur verð- ur einstaklingurinn að spyrja sjálf- an sig hvort hann sé jafn verðmæt- ur starfskraftur þegar hann hætti í núverandi starfi eins og þegar hann byrjaði. Hin hliðin er sú að mikil tækifæri era til staðar fyrir þá sem vilja nýta sér þau, atvinnurekendur era famir að líta á þekkingu, kunn- áttu og reynslu til móts við próf- skírteinið og kostur á námsleiðum og endurmenntunar- námi er sífellt að aukast og verða fjölbreyttari. Æviferli Það er því af sem áð- ur var þegar fólk út- skrifaðist úr skóla með þekkingu og hæfni sem átti að tryggja atvinnu- öryggi og viðunandi lífsskilyrði ævilangt. Orðið símenntun hlýtur æ meira mikilvægi sem lýsing á menntunarferli nútímans og framtíðar- innar, ferli sem af nauð- syn varir allt lífið. Með því að gera menntun að æviferli í lífinu viðhöldum við þekkingu okk- ar og kunnáttu. Það má næstum segja að það skipti ekki máli hvað Mennt Kostur á námsleiðum og endurmenntunar- námi, segír Hrönn Pétursdóttir, er sífellt að aukast og verða fjölbreyttari. við lærum, bara að við læram stöðugt eitthvað nýtt - eitthvað sem fær okkur til að sjá lífið á fjöl- breyttari hátt, sem gerir okkur kleift að takast á við ný verkefni í vinnunni, eða einfaldara og- skemmtilegi’a að lifa í fjölbreyti- leika nútíma þjóðfélags. Það sem skiptir máli er að við uppfæram þekkinguna og hæfileikana til að gera okkur auðveldara að viðhalda lífsskilyrðunum og njóta þess sem lífið býður upp á. Menntunin sjálf getur síðan verið í margvíslegum búningi, ný reynsla á vinnustað, þátttaka í eftirmennt- unarnámskeiði, sjálfsnám með að- stoð bóka og sjálfsnámsefnis, þátt- taka í tómstundanámi, með því að horfa á vin eða samstarfsfélaga, eða bara með því að prófa sig áfram á markvissan hátt. í öllu falli er um virkan lærdóm að ræða, þar sem „nemandinn" ber sjálfur ábyrgð á virkni sinni og framför. Það er hans ábyrgð að viðhalda færni sinni og þekkingu til að tryggja áframhald- andi stöðu sína á vinnumarkaðinum og hæfni til að lifa í þjóðfélaginu. Símenntun skiptir þjóðfélagið og atvinnulífið jafnmiklu máli og ein- staklinginn, því samkeppnishæfni byggir meðal annars á hæfu starfs- fólki. Á sama hátt og einstaklingur- inn þarf að nálgast menntun sína á nýjan hátt, þarf því skóla- og fræðslukerfið að takast á við nýjar aðstæður og væntingar með auknu úrvali námsefnis og námsleiða. Framtíðin Að lokum, hefur þú hugleitt hvernig þú vilt að þitt líf sé eftir 10 ár? Ert þú farinn að undirbúa þá framtíð? Höfundur cr framkvæmdastjóri MENNTAR - samstarfsvettvangs atvinnulffa ogskóla. Hrönn Pétursdóttir ÞRIÐJUDAGUR 24. ÁGÚST 1999 43. UMRÆÐAN Bakvísandi barnabilstóll - öruggasti kosturinn ' ENGUM blandast hugur um nauðsyn þess að böm noti við- urkenndan öryggis- búnað í bflum - enda hafa fjölmörg dæmi sannað að slíkur bún- aður bjargar mannslíf- um. Hér á landi hefur mikill meirihluti for- eldra, og annarra for- ráðamanna barna, reynt að tryggja ör- yggi barna sinna eins vel og nokkur kostur er með því að nota við- urkenndan öryggis- búnað fyrir böm í bfl- um. Um það vitnar ný- leg könnun Umferðarráðs og SVFÍ þar sem kannaður var öryggisbún- aður bama í bflum framan við leik- skóla í 31 sveitarfélagi á landinu í aprfl s.l. í 88% tilfella var einhvers konar öryggisbúnaður notaður en í 12% tilfella enginn. 19% bama not- uðu hins vegar eingöngu öryggis- belti bflsins sem hentar litlum börnum alls ekki og veitir þeim litla vörn. í einstaka sveitarfélög- um fór hlutfall þeirra, sem ekki notuðu neinn öryggisbúnað fyrir börn, niður fyrir 50%, sem er með öllu óviðunandi. Við, sem vinnum að umferðarslysaforvörnum, leggj- um alla áherslu á að ná til þeirra sem engan öryggisbúnað nota fyrir böm sín svo koma megi í veg fyrir slys. Það geram við best með hlut- lausum og faglegum upplýsingum sem byggðar era á rannsóknum og reynslu - bæði hér á landi sem er- lendis. Rangar og órökstuddar full- yrðingar um öryggisbúnað bama eru að sama skapi beinlínis hættu- legar og síst til þess fallnar að auka enn frekar öryggi bama í bílum. Því hefur meðal annars verið hald- ið fram að það sé beinlínis hættu- legt að staðsetja barnabflstól í framsæti bfls - án tillits til hvort öryggispúði er í mælaborði eða ekki. Þama gætir mikils misskiln- ings sem skrifast á þekkingarleysi þeirra sem um fjalla. Bakvísandi barnabflstólar (stólar sem snúa öf- ugt miðað við akstursstefnu) era öruggustu barnabflstólar sem völ er á í heiminum í dag. Þeir era flestir með svokallaðri T-merkingu sem stendur fyrir sænskar prófun- arreglur og þýðir að þeir era sér- staklega styrktir gegn höggum sem koma frá hlið. I bakvísandi stólum þrýstist barnið inn í stólinn við högg framan á bflinn eða á hlið hans en í framvísandi stólum kast- ast höfuð bamsins fram en við það mynd- ast mikið álag á efstu hryggjarliði og háls og höfuð bamsins. Þess má geta að höfuð 9 mánaða barns er 25% af líkamsþyngd þess á meðan höfuð fullorð- inna er 6% af líkams- þyngd. Margra ára vísindalegar rannsókn- ir færustu sérfræðinga á sviði umferðarörygg- ismála víðsvegar í heiminum hafa sýnt fram á að framsætið er alveg jafn öraggt fyrir bakvísandi stóla og önnur sæti í bflnum svo fremi að öryggispúði sé ekki í mælaborði fyrir framan. Um það vitnar reynsla Svía (sem era fremstir þjóða í umferðaröryggismálum). í Svíþjóð hafa flest börn setið í bak- vísandi stólum í framsætum bfla síðustu tuttugu árin með afar góð- um árangri sem sýnir sig í því að á hverja 100 þúsund íbúa í Svíþjóð deyr eitt barn sem farþegi í bfl á meðan sú tala er 2,5 börn á Islandi. Allir þeir sem vinna faglega og öfgalaust að umferðaröiyggismál- um hér á landi eru sammála um að þegar um er að ræða hina svoköll- uðu „beltastóla", þ.e. stóla sem bfl- belti bflsins heldur bæði bami og stól, sé best að staðsetja hann í aft- ursætum. Vátryggingafélag ís- lands leigir út eina öruggustu barnabflstóla sem völ er á í heimin- um í dag fyrir böm á öllum aldri, m.a. tvær tegundir sem snúa baki í akstursstefnu og era hannaðir til að vera hvar sem er í bflnum - bæði í framsæti og aftursætum. Einn þeirra þriggja stóla sem VÍS leigir út er svokallaður „beltisstóll" og ætlaður elstu börnunum. Stól- amir fyrir yngri bömin (0-6 mán- aða og 6 mánaða til 3 ára) snúa baki í akstursstefnu og era mjög gjarnan notaðir í framsæti bfla - enda mjög hentug staðsetning þar sem oft er annað foreldrið eitt á ferð með bami sínu og getur þá fylgst með barninu. Frá upphafi hafa tæplega tíu þúsund böm not- að barnabflstóla VÍS - þar af ná- lægt helmingur þeirra bakvísandi stóla sem gjarnan era staðsettir í framsæti. Það er skemmst frá því að segja að ekkert bam, sem setið hefur í bakvísandi stól frá VÍS í umferðaróhappi, hefur slasast og reyndar er okkur ekki kunnugt um að neitt bama hafi yfir höfuð Öryggisbúnaður Bakvísandi barnabíl- stólar, segir Ragnheið- ur Daviðsdóttir, eru öruggustu barnabílstól- ar sem völ er á í heim- u. inum í dag. slasast (utan smá skráma) í barna- bflstól frá VÍS í árekstri. Sú reynsla kemur heim og saman við reynslu Svía, þar sem slfldr stólar eru mjög algengir, en þar hafa örfá böm slasast alvarlega í bakvísandi stól sem staðsettur hefur verið í framsæti og þá í svo alvarlegum slysum að ekkert gat bjargað. Mis- skilningurinn, sem felst í þeirri óæskilegu umræðu sem átt hefur sér stað um þessi mál, er e.t.v. fólg- \r - inn í því að þar vora til umræðu rannsóknir á framvísandi stólum fyrir eldri böm, svokölluðum „beltastólum“. Aldrei hefur farið á milli mála að slíkir stólar era betur staðsettir og öraggastir í aftursæt- um bfla - ekki framsætum. Um það blandast engum hugur. í þeim rannsóknum sem vitnað er til voru bakvísandi stólar EKKI prófaðir og þess vegna afar ófaglegt og vill- andi að alhæfa að framsætið sé hættulegt fyrir staðsetningu^íf bamabflstóla. Bakvísandi bamabíl- stólar era öruggasti kosturinn sem völ er á fyrir börn að þriggja ára aldri (að 18 kg) og þá gildir einu hvort stóllinn er staðsettur í fram- eða aftursæti, en auðvitað með því skilyrði að öryggispúði sé ekki í mælaborðinu fyrir framan. Það er skoðun okkar, sem vinnum að ör- yggismálum barna í bflum, að nauðsynlegt sé að fjalla um þau mál af fagþekkingu, hlutleysi og án allra öfga. Markmið okkar hlýtur að vera að reyna að hafa þau áhrif á foreldra og forráðamenn barna að ÖLL börn sitji í viðurkenndum öryggisbúnaði í bflum sem hæfir aldri þeirra og þyngd. Ónákvæm & og villandi umræða vekur aðeins ótta og öryggisleysi og er síst til þess fallin að bæta öryggi yngstu farþeganna. Höfundur er forvarna- og öryggis- málafulltrúi Vátryggingafélags ís- lands. Ragnheiður Davíðsdóttir nntvui dagur símenntunar 28.ágúst www.mennt.is/simenntun FLUGLEIÐA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.