Morgunblaðið - 06.11.1999, Síða 26

Morgunblaðið - 06.11.1999, Síða 26
26 LAUGARDAGUR 6. NÓVEMBER 1999 MORGUNBLAÐIÐ ÚR VERINU Morgunblaðið/Golli Kristján Ragnarsson, formaður LIU, segir að „sú slæma reynsla sem fengist hefur af úthlutun byggðakvóta, með þeirri úlfúð og illindum sem henni hafa fylgt, ætti að vera mönnum víti til varnaðar". Vill stgórn djúpkarfa- veiða í okkar hendur KRISTJÁN Ragnarsson, formaður LÍÚ, telur nauðsynlegt að íslend- ingar taki stjórn veiða á djúpkarfa á lögsögumörkum okkar í eigin hend- ur. Hann segir að ekki sé allt með felldu í svonefndum úthafskarfa- veiðum á Reykjaneshrygg. „Við höfum lengi gagnrýnt það að veið- um okkar á djúpkarfa neðan 500 metra dýpis út við mörk íslenskrar lögsögu, skuli stjói-nað á grundvelli bergmálsmælinga á úthafskarfa of- an 500 metra dýpis og suður um all- an sjó. Slíkt fyrirkomulag nær auð- vitað ekki nokkurri átt! Og nú hefur Alþjóðahafrannsóknaráðið lagt til, ekki síst á grundvelli þessara berg- málsmælinga, að heildarafli allra þjóða verði skorinn niður úr 153 þúsund lestum í 85 þúsund lestir," sagði Kristján Ragnarsson í ræðu sinni á aðalfundi LIÚ í gær. Fisk- veiðinefnd Norðaustur-Atlantshafs- ins tekur ákvörðun um heildarafla síðar í þessum mánuði. „Full ástæða er til að sýna fyllstu aðgát við djúpkarfaveiðarnar. Flest bendir til þess að um einn og sama djúpkarfastofn sé að ræða allt frá landgrunnsbrúninni í Skerjadjúpi og suður um lögsöguna og út í út- hafið. Við Islendingar getum ekki endalaust sýnt þolinmæði meðan aðrar þjóðir þrjóskast við að viður- kenna skýrar niðurstöður erfða- rannsókna, sem sýna að um að- skilda stofna djúpkarfa og út- hafskarfa er að ræða. Við ættum því að taka stjóm djúpkarfaveiðanna á lögsögumörkunum í okkar hendur," sagði Kristján. Endurskoðun fiskveiðistjórnunar Kristján ræddi meðal annars um stöðugleika í efnahagsmálum og kjarasamninga við sjómenn, en vék svo máli sínu að stjómun fiskveiða: „Enn eina ferðina hafa verið skipað- ar nefndir til þess að endurskoða lög um stjóm fiskveiða. Sitja nú að störfum tvær nefndir um þetta mál. Önnur ræðir hvort leggja beri auð- lindaskatt á sjávarútveginn og hinni er ætlað að finna sátt um stjómun fiskveiða. Það er næsta kyndugt að umræða geti snúist um sérstaka skattlagn- ingu á sjávarútveginn. Almenningur hefur notið þess ríkulega að sjávar- útveginum hefur vegnað betur eftir að núverandi fyrirkomulagi var kom- ið á við stjóm fiskveiðanna. Af marg- víslegum ástæðum er afkoma ein- stakra fyrirtækja þó æði misjöfn, sem kemur m.a. fram í því að fyrir- tæki sem skipta megin máli í at- vinnulífi margra byggðarlaga em rekin með verulegu tapi ár eftir ár Kristján Ragnars- son segir að ekki sé allt með felldu á svonefndum út- hafskarfaveiðum á Reykjaneshrygg og eru komin að fótum fram. Viðbót- ar skattlagning myndi valda gjald- þroti margra þeirra. Sérstakur skattur á sjávarútveg er skattur á landsbyggðina og myndi enn auka á erfiðleika hennar. Mörg fyrirtæki í sjávarútvegi greiða nú í vaxandi mæli tekjuskatt eftir að afkoma þeirra batnaði. Það hefur þó tekið nokkur ár að vinna upp tap fyrri ára. Það kemur á óvart hve lítið er rætt um þá miklu mismunun sem felst í því að fyrirtækjum sem nýta auðlindir jarðar til raforkufram- leiðslu eða hitaveitu skuli ekki gert skylt að greiða tekjuskatt eins og öðrum fyrirtækjum. Sýnist eðlilegt að jafna þennan mun milli þeirra sem auðlindir nýta áður en rætt er um nýjan skatt á þá sem nýta auð- lindir sjávar. Enn ein nefndin Itrekaðar tilraunir hafa verið gerðar á liðnum árum til þess að ná meiri sátt um stjórnkerfi fiskveiða. Hefur nú enn ein nefndin verið skipuð af sjávarútvegsráðherra í þessu skyni á grundvelli stjórnar- sáttmála stjómarflokkanna. Telja verður nokkuð sérstakt að atvinnu- greinin sem á allt undir því hvemig til tekst um stjórn veiðanna skuli ekki eiga aðild að slíkri endurskoð- un. Eg hef sagt það áður og segi það enn að ábyrgðarlitlir stjóm- málamenn munu ávallt búa til ágreining um jafn mikilvægt mál eins og veiðistjómun er og freista þess að fiska í gmggugu vatni. Að vænta annars er óskhyggja. Við megum ekki gleyma því að fjöl- margar breytingar hafa verið gerð- ar á liðnum árum allar í því skyni að ná meiri sátt. Ég minni á aukna veiðiskyldu, takmörkun á framsali, takmörkun á eignarhaldi, bann við að afskrifa keyptar veiðiheimildir, sérstaka skattalega meðferð á seld- ar veiðiheimildir, sífellt aukinn rétt smábáta á kostnað annarra báta, byggðakvóta, kvótaþing og Verð- lagsstofu skiptaverðs svo einhver dæmi séu nefnd. Allar áttu þessar breytingar að skapa sátt, en allar hafa þær gengið út á það að skaða fiskveiðistjórnunina og gera hana ómarkvissari og færa atvinnugrein- ina frá þeirri markaðsvæðingu sem kvótakerfið leiddi til. Ekki orkar tvímælis að fiskveiðistjómunin hef- ur orðið atvinnugreininni og þjóð- inni til heilla með vernd fiskistofna og bættu efnahagslegu umhverfi. Ennþá finnast stjórnmálamenn sem linnulaust tala um að fiskveiði- stjómunin hafi valdið þeim byggð- arvanda sem við er að glíma. Fjöldi fræðimanna hefur fengið það hlut- verk að kanna þetta mál og allir hafa komist að þeirri niðurstöðu að svo sé ekki og bent á aðra samverk- andi þætti í þessu sambandi. í frétt um flutning veiðiheimilda er ein- ungis rætt um þann stað sem flutt er frá í það og það skiptið en ekki þann stað sem flutt er tO. Ekki hafa veiðiheimUdir aukist á SV-homi landsins, heldur hið gagnstæða. Slæm reynsla af úthlutun byggðakvóta Hugmyndir um að binda veiði- heimUdir í tiltekinni byggð myndu raska og eyðileggja núverandi fisk- veiðikerfi. Þá myndi hinn markaðs- legi hvati með öllu hverfa og ekki yrðu gerðar ki-öfur til nýtingar þeirra verðmæta sem um væri að ræða ef viðkomandi væri þess full- viss að hann hefði heimUdirnar á hverju sem gengi í rekstri hans. Það er næsta furðulegt að einn málsvari þessara hugmynda skuli koma úr stjórnmálaflokki sem kennir sig við frjálsa samkeppni og markaðsbúskap. Sú slæma reynsla sem fengist hefur af úthlutun byggðakvóta, með þeirri úlfúð og Ulindum sem henni hafa fylgt, ætti að vera mönnum víti tU varnaðar. Umræða um, að hér verði innan fárra ára 3-5 fyrirtæki er hafi um- ráð yfir 70% veiðiheimilda og ýmsir okkar félaga hafa tekið þátt í, er sjávarútveginum neikvæð. Hún stríðir gegn gildandi lögum um tak- markaðan umráðarétt veiðiheim- ilda, sem samtök útvegsmanna hafa lýst sig samþykk, og er ekki heppi- leg frá landfræðilegu sjónarmiði. Hún hefur einnig kallað fram nei- kvæð viðbrögð. Stór og öflug fyrir- tæki á verðbréfamarkaði og í fjölda- eign eru sjávarútveginum gagnleg. Dæmin sýna hinsvegar að það er ekki stærðin ein sem afkomunni ræður; ekki síður rekstrarleg hæfni stjómenda og jákvæð ytri skilyrði. Það hefur löngum einkennt sjávar- útveginn, hve rekstrareiningar hafa verið fjölbreytilegar. Þar hafa ein- yrkjar og millistór fyrirtæki ávallt skipað veglegan sess og vondandi mun svo verða áfram,“ sagði Krist- ján Ragnarsson. Alag vegna út- flutnings afnumið við vigtun heima 10% álag á allan úunninn físk, sem vigtaður verður erlendis SJAVARUTVEGSRAÐHERRA, Arni M. Mathiesen, hefur ákveðið að fella niður útflutningsálag á óunninn físk, sé fiskurinn vigtaður hér á landi fyrir útflutning. Álag þetta hefur verið 20% á þorsk, 15% á ýsu, ufsa, karfa og grálúðu og 10% á aðrar tegundir í kvóta. Álag- ið þýðir að sé 100 tonnum af þorski landað óunnum erlendis dragast 120 tonn frá þorskkvóta skipsins í stað 100 tonna. Samkvæmt ákvörð- un ráðherrans ber nú allur fiskur, sem fer óvigtaður utan, 10% álag, en þorskur fyrst í stað 17% en síð- an lækkar álagið á hann í þrepum niðiir í 10%. Árni M. Mathiesen kynnti þessa ákvörðun í ræðu sinni á aðalfundi LIU í gær. I því tilefni sagði hann svo: „Eins og kunnugt er hefur allt frá upphafi kvótakerfis 1984 verið lagt álag á þann óunnna botnfisk, sem fluttur hefur verið á erlendan markað. Fyrsta árið tók það aðeins til þess físks, sem fiskiskip sigldu með, en á árinu 1985 var það látið taka til alls óunnins fisks, sem fluttur var á erlendan markað. Ástæða þessa var í upphafi sú, að þegar afli viðmiðunaráranna var fundinn, fengu skip 25% álag á þann fisk, sem þau höfðu siglt með á viðmiðunarárunum. Var þetta ákveðið vegna þeirra tafa, sem þau höfðu orðið fyrir vegna siglinganna og eins vegna þess að reynslan sýndi, að afli sem landað var er- lendis vó að jafnaði nokkru minna vegna rýmunar og vigtunarað- ferða. Með því að reikna síðan álag á afla þeirra eftir að kvótakerfinu var komið á var talið, að skipin væru í raun í óbreyttri stöðu til að halda áfram sama veiði- og sigl- ingamunstri. Hins vegar er ljóst, að eftir því sem lengra líður frá upphafsárum kvótakerfsins þá verður röksemda um álagið síður leitað í þessari út- reikningsaðferð upphafsársins og ákvörðun um álag á síðari árum hef- ur frekar stefnt að því að hafa áhrif á, hve mikið væri flutt út af óunnum físki, auk þess sem eitthvert álag var talið eðlilegt vegna þeirrar rýmunar á fiskinum, sem verður við útflutning og eins vegna mismun- andi vigtareglna hér og erlendis. Á grundvelli heimildar í lögum um stjórn fiskveiða hefur ráðherra síðan árlega ákveðið álag á botn- fisktegundir. I gildandi reglugerð er álagið 20% á þorsk, 15% á ýsu, ufsa, karfa og grálúðu en 10% á skarkola, steinbít, langlúru, þykkvalúm, skrápflúru og sand- kola. Hefur álagið að mestu verið óbreytt frá 1991 nema hvað það var lækkað úr 20% í 15% á ýsu á fiskveiðiárinu 1997/1998. Val um vigtun Ég hef hins vegar tekið þá ákvörðun að breyta þessari skipan í það horf, að aðilar sem flytja út óunninn fisk geti valið um, hvort þeir vigta fiskinn endanlega hér á landi, samkvæmt þeim reglum sem um það gilda, eða hvort þeir láta vigta hann erlendis á þeim mörk- uðum sem leyfí hafa til slíks. Sé fiskurinn vigtaður endanlega hér á landi ber hann ekkert álag, en sé hann vigtaður erlendis beri allar botnfisktegundir, aðrar en þorsk- ur, 10% álag þegar frá upphafi yf- irstandandi fiskveiðiárs. Þorskur sem hins vegar hefur borið 20% lækki í 17% frá 1. september sl. en síðan í 15% frá upphafi næsta fisk- veiðiárs og loks í 10% á fiskveiðiár- inu 2001/02. Segja má að ástæðurnar íyrir þessari breytingu séu margar en þessar eru þó helstai-: Öllum ætti að vera ljóst að okkur ber nauðsyn til að nýta alla mark- aði íyrir fisk og fiskafurðir og að markaður fyrri óunninn fisk getur oft verið mjög hagkvæmur. Vand- séð er jafnframt, ef litið er á magn útflutts óunnins fisks í áranna rás, að álagið hafi mikil áhrif á það magn. Ráða þar vafalaust meira um verð á mörkuðum hér og er- lendis. I þessu sambandi má koma fram að undanfarin ár hefur magn útflutt óunnins fisks verið undir 30 þús. lestum en nam tæpum 130 þús. lestum þegar mest var um og kringum 1990. 10% álag nauðsynlegt sé vigtað ytra Nokkur vandi hefur verið varð- andi eftirlit með útfiutningi á óunn- um fiski og ósamræmi í lögum, reglum eða framkvæmd á því _ á hvaða fisk álagið hefur komið. Án þess að skýra þetta nákvæmlega tel ég að við þessar breytingar komi betra samræmi á framkvæmd reglna. Þá er það einsýnt að eðli- legra er og tryggir betur að ekki sé farið í kringum reglur að álagið sé hið sama á allar fisktegundir. Ég tel hins vegar að nauðsyn- legt sé, bæði vegna rýrnunar í flutningi og vegna mismunandi vigtunarreglna hér á landi og er- lendis, að 10% álag komi á þann fisk, sem ekki er vigtaður hér á landi. Það liggur fyrir að um þetta at- riði (fiskveiðistjórnunar) hafa verið nokkuð skiptar skoðanir. Það er hins vegar mitt álit, eftir viðræður við hagsmunaaðila, að með því að skipa málum með þeim hætti sem ég hef gert grein fyrir, megi nást sátt í því efni. Árni Mathiesen, sjávarútvegsráðherra, árvapaði aðalfund LIU í fyrsta sinn í gær. 1
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.