Morgunblaðið - 30.05.2000, Síða 80

Morgunblaðið - 30.05.2000, Síða 80
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI1,103 REYKJAVÍK, SÍMIS691100, SÍMBRÉF66S1181, PÓSTHÓLF3040, ÁSKRIfT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRl: KA UPVANGSSTRÆTl 1 ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 2000 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK. Áætla verðmæti Landssímans 42-70 milljarða króna miðað við Telia Forstjórinn tel- ur matið hátt ÞÓRARINN V. Þórarinsson, for- stjóri Landssímans, segist telja 42- 70 milljarða króna mat Búnaðar- bankans Verðbréfa á virði Lands- símans hátt. „Þegar verðmæti Landssímans er borið saman við verðmæti margra annarra evrópskra símafélaga koma út úr því býsna há- ar tölur,“ segir Þórarinn. Búnaðarbankinn komst að áður- nefndri niðurstöðu í hálffimm-frétt- um sínum í gær, með samanburði á , , Landssímanum og útboðsverðmæti —^enska ríkissímafyrirtækisins Telia, sem er á bilinu 1.320-2.240 milljarð- ar króna. I fréttinni segir að verðbil- ið 42-70 milljarðar sé umtalsvert hærri tala en rætt hafi verið um í tengslum við hugsanlegt útboð Landssímans, en sú tala var um 30 milljarðar. Aðspurður hvort 30 milljarðar séu of lág tala fyrir Landssímann kveðst Þórarinn ekki vilja leggja mat á það, en tekur fram, að hann telji sig vita að margir hefðu áhuga á að kaupa -—stóran hlut í fyrirtækinu á því verði. Nú stendur yfir fyrsti hluti einka- væðingar Telia í Svíþjóð og hyggst sænska ríkið selja almenningi 20- 25% af hlut sínum í almennri áskrift- arsölu, en áætlað virði þess hlutar er á bilinu 330-560 milljarðar íslenskra króna. „Er um að ræða stærsta hlutafjárútboð sem haldið hefur ver- ið á Norðurlöndunum. Auk Svía geta Danir, Norðmenn og Finnar skráð sig fyrir hlut, en athygli vekur að ekki er gert ráð fyrir þátttöku ís- lendinga," segir í hálffimm-fréttum. Þórarinn V. Þórarinsson segir, að þetta eigi sér líklega þá skýringu, að Telia sé með starfsemi aUs staðar á Norðurlöndunum nema á íslandi, án þess þó að hann vilji fullyrða neitt um það. Ekki fráleitur samanburður Búnaðarbankinn Verðbréf segir að við samanburð á Telia og Lands- símanum komi í Ijós að fyrirtækin séu mjög svipuð ef miðað sé við höfðatölu landanna. Rétt sé að geta þess að um 90% af tekjum Telia komi frá Svíþjóð en Landssíminn hafi nær eingöngu tekjur á íslensku markaðs- svæði. Þá er bent á að markaðshlut- deild Landssímans á farsímamarkaði sé nokkru meiri en hjá Telia. Einnig sé eftirtektarvert að velta fyrirtækj- anna á hvem íbúa sé næstum sú sama eða um 50 þúsund íslenskar krónur. Sú tala sé þó eingöngu til samanburðar því hún miðist við heildaríbúafjölda landanna. Aðspurður segir Þórarinn að þessi samanburður sé ekki fráleitur: „Landssíminn er á mjög háu tækni- stigi og hefur haft mjög hátt hlutfall t.d. af ISDN-línum og á farsímasvið- inu og vöxturinn í rekstri fyrirtækis- ins er góður. í mínum huga hefur aldrei leikið neinn vafi á því að mikil verðmæti liggi í Landssímanum, en hvort það er innan þessara marka skal ég ekki segja.“ Morgunblaðið/RAX Innanlandsflug raskast ekki ÁKVEÐIÐ hefur verið að lengja suðvestur-norðvestur-flugbraut Reykjavíkurflugvallar um 240 metra. Þannig verður hægt að starf- rækja innanlandsflug á vellinum í allt sumar. Gert hafði verið ráð fyrir að nauðsynlegt yrði að flytja starf- semi innanlandsflugsins tímabundið til Keflavíkurflugvallar, vegna hinna umfangsmiklu endurbóta sem fara fram á Reykjavíkurflugvclli. Á myndinni er horft í norðaustur og sést vel hvar unnið er að fram- kvæmdum á umræddri braut. ■ Innanlandsflug/lO Náðu tindi Mont Forel á Grænlandi LEIFUR Öm Svavarsson og Guðjón Marteinsson náðu tindi Mont Forel- fjallsins á Grænlandi í fyrrakvöld. ís- lendingar hafa ekki áður klifið fjallið, sem er 170 km norðan við Ammass- alik. Leifur og Guðjón komu að fjallinu á fostudagskvöld, eftir að hafa gengið um 150 km á gönguskíðum og þar áð- ur farið um 100 km á hundasleðum frá þorpinu Isertoz, sunnan Sermilik- fjarðar á austurströnd Grænlands. Til að ná tindinum þurftu þeir félagar að klífa um 800 m háan ísvegg, sem er að meðaltali um 55 gráða brattur. Þeir settu upp fyrstu búðir í hlíðum fjallsins í um 2.300 m hæð á laugar- dag og á sunnudag klifu þeir fjallið. í gær héldu þeir niður í gmnnbúðimar og ætla nú að ganga á skíðum áfram í suðurátt, að bænum Kummiuut, en hann er í 150 km fjarlægð frá fjallinu. Þaðan fljúga þeir til Kulusuk og heim. ------------------ Báðir Make- dóníuleikirnir hérlendis EVRÓPSKA handknattleikssam- bandið ákvað í gærkvöldi að leikir ís- lands og Makedóníu um sæti á HM í handknattleik skyldu báðir leiknir á Islandi. Til stóð að leikið yrði ytra á sunnudaginn og hér heima hinn 10. júní. Ákvörðun þessi er tekin vegna síendurtekinna óláta áhorfenda á al- þjóðlegum handknattleiksleikjum í íþróttahöllinni í Skopje. ■ Báðir á Íslandi/B3 Aðalmeðferð stóra fíkniefnamálsins hafin í Heraðsdómi Telja sölutekjur um 30 milljónir TVEIR aðalsakborninganna í stóra fíkniefnamálinu svonefnda, sem stóðu að innflutningi fíkniefna frá Kaupmannahöfn, telja tekjur sínar af fíkniefnasölunni hafa numið ná- lægt 30 milljónum króna á meðan smyglleiðin frá Kaupmannahöfn til Reykjavíkur var opin. Þetta kom fram við upphaf aðalmeðferðar máls- ins í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. v w*- Lögreglan og tollgæslan lokuðu smyglleiðinni í september 1999 en vitneskja um starfsemina hafði þá legið fyrir í fáeina mánuði. Alls eru nítján manns ákærðir af hálfu ríkissaksóknara fyrir aðild að Nýheimsmynd kallará nýjan Atlas - iBook Grafít i aoo Sklpholtl 21 Síml 530 1800 Fax 530 1801 www.apple.ls málinu og eru níu í gæsluvarðhaldi. Meira en tugur manna til viðbótar er ákærður í málinu af hálfu efnahags- brotadeildar ríkislögreglustjóra fyr- ir peningaþvætti. Annar tveggja fyrrnefndra sak- bominga, sem kom fyrir dóminn í gær, var starfsmaður skipafélagsins Samskipa í Danmörku. Hann taldi tekjur sínar af fíkniefnasölunni hafa numið 18 til 20 milljónum króna og þar af hefði hagnaður verið 8 til 10 milljónir króna. Hinn taldi tekjur sínar af fíkniefnasölunni hafa numið 7 til 8 milljónum króna og hagnaður- inn hefði verið 3,5 milljónir. Sá hinna ákærðu sem gekkst við 25 kg af hassi sagðist hafa sent hass- sendingar til íslands á þriggja til átta vikna fresti og greitt tveimur íyrrverandi starfsmönnum Sam- skipa hérlendis 50 til 100 þúsund krónur í hvert skipti fyrir að fjar- lægja smyglið úr gámum, sem komu með skipum félagsins. Starfsmennirnir sem tóku við sendingunum eru um tvítugt og hafa sætt gæsluvarðhaldi síðan í haust vegna rannsóknar og meðferðar málsins. Keyptu hassið í Kristjaníu á 2-300 þúsund krónur kílóið Annar ákærðu gekkst við innflutn- ingi 25 kg af hassi frá Danmörku og hinn við 10 kg, en hassið keyptu þeir í Kristjaníu á 2-300 þúsund krónur kílóið og seldu á allt að 900 þúsund krónur hérlendis. Ekki kom fram að um skipulagða innflutningssam- vinnu þeirra tveggja hefði verið að ræða þrátt fyrir einhver tengsl. í ljósi umfangs málsins er viðbúið að aðalmeðferð þess dragist fram á sumar. Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur er fjölskipaður, dómsformaður er Guðjón St. Marteinsson og meðdóm- arar eru héraðsdómaramir Ingi- björg Benediktsdóttir og Hjörtur O. Aðalsteinsson. Morgunblaðið/Ásdís Allir synda vel ENDUR eru skemmtileg sjón á sundi um Tjörnina með unga sína. Síðustu daga hefur fjölgað í andasamfélaginu og meðal ann- arra hafa þessir þrír ungar litið dagsins ljós. Andamamma hafði vökult auga með þeim í góða veðrinu. Tveir ísfísktogarar smíðaðir í Kína UNDIRRITAÐIR hafa verið samn- ingar um smíði tveggja nýrra ísfisk- togara í Kína og eru það fyrstu ís- fisktogararnir sem smíðaðir hafa verið fyrir íslenskar útgerðir í rúm- lega tuttugu ár. Útgerðirnar sem standa að smíðinni eru Guðmundur Runólfsson hf. í Grundarfirði og Gullberg ehf. á Seyðisfirði en skipin eru hönnuð af Skipatækni. Togararnir eru 52 metra langir og verða útbúnir fyrir 18 manna áhafnir. Auk þess að skrifa undir samning um smíði þessara tveggja togara hefur Skipatækni undirritað viljayfirlýsingu við skipasmíðastöð- ina í Kína um smíði þriggja togara í viðbót eftir sömu teikningum. Guðmundur Smári Guðmunds- son, framkvæmdastjóri Guðmundar Runólfssonar, segir að það sé alls ekki verri kostur að smíða ísfisk- togara en frystitogara því þetta nýja skip komi til með að skapa mikla og nýja möguleika fyrir út- gerðina. ■ Fyrstu/28

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.