Morgunblaðið - 23.08.2000, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 23.08.2000, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Q nnn mnnns sntf ii hRtíríiníí áíl Gætum við Johnsen aðstoðað, herra, við erum fagmenn. Starfsfólk geðdeilda Landspítalans Nýtur sömu trygginga og aðrir ríkisstarfsmenn STARFSFÓLK á geðdeildum Landspítala hefur sömu slysatrygg- ingar og aðrir ríkissstarfsmenn og njóta þeir slysatrygginga bæði í og utan vinnutíma. Ingólfur Þórisson, framkvæmdastjóri hjá Landspítala - háskólasjúkrahúsi, segir að þetta sé hlui af kjarasamningum ríkis- starfsmanna. Ingólfúr Þórisson segir að mál sem rísi vegna bóta- ábyrgðar ríkisstofnana fari gegnum embætti ríkislögmanns. Trygging- arnar séu ekki málefni hvers vinnu- staðar heldur samið um þau í heild við félög þeirra sem starfa hjá rík- inu. Telur hann tryggingavemd rík- isstarfsmanna nokkuð svipaða frá einni stétt til annarrar en hins veg- ar viti hann að ríkisstarfsmenn séu misjafnlega ánægðir með trygging- amar. Ingólfur segir ríkið ekld kaupa tryggingar hjá tryggingafé- lögum heldur að það taki sjálft á sig áhættu vegna þeirra. Alþjóðleg hamfararáðstefna Jarðskjálftar, snjóflóð og eldgos ráð- nátt- ALÞJÓÐLEG stefna um úmhamfarir og neyðarviðbrögð verður haldin dagana 27. til 30. ágúst í Háskólabíói á veg- um Sambands íslenskra sveitarfélaga, umhverfisráðuneytisins í samvinnu við Slysavama- félagið Landsbjörg og LACDE, sem era alþjóð- leg samtök sveitarfélaga um náttúrahamfarir og neyðarhjálp. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson er formaður undirbúningsnefndar þeirrar sem undirbúið hef- ur ráðstefnuna. Hann var spurður um helstu áhersl- ur í umræðum. „Ráðstefnan snýst um samstarf sveitarfélaga og vísindamanna hvað varðar vamir og viðbrögð við hvers kyns vá, sem steðjað getur að umhverfi og byggðum, jafnt í þéttbýli sem í dreifbýli. Á ráðstefnunni verður fjallað um snjóflóð, eldgos, jarð- skjálfta, mengunarslys, áhættu- stjórnun, tryggingarmál ogmargt fleira.“ - Hefur veríð mikið samstarf við erlenda aðila í þessum efnum af íslands hálfu? „Já, samstarf milli innlendra og erlendra aðila í þessum efnum er veralega mikið, enda era íslenskir vísindamenn mjög framarlega á þessum sviðum. Margir hverjir vel þekktir á alþjóðavettvangi. Fjöldi innlendra og erlendra fyr- irlesara mun taka þátt í ráðstefn- unni. í mínum huga verður um að ræða mjög mikilvæg skoðana- skipti þar sem við getum bæði miðlað öðram þjóðum af okkar reynslu og þekkingu og eins líka numið fróðleik þeirra sem hafa átt við svipuð vandamála að stríða í heiminum." -Koma menn víða að á þessa ráðstefnu? „Já, þátttakendur koma mjög víða að, frá allflestum Evrópu- löndum og einnig frá öðram heimsálfum, svo sem frá Afríku, Asíu og Norður-Ameríku. Meðal fyrirlesara era fyrirlesarar frá Al- þjóðabankanum, Sameinuðu þjóð- unum og erlendum vísindastofn- unum, auk innlendra fyrirlesara frá öllum helstu stofnunum sem sinna þessum málum á Islandi. Þá era fyrirlesarar frá sveitarfélög- unum hér á landi. Dómsmálaráð- herra, Sólveig Pétursdóttir, mun setja ráðstefnuna, en umhverfis- ráðherra, Siv Friðleifsdóttir, mun flytja fyrsta erindið á mánudags- morgun, þar sem hún mun fjalla um ábyrgð og samvinnu milli rík- is, sveitarfélaga og félagasamtaka sem starfa með einum eða öðrum hætti að þessum málum. Ráð- stefnan er að sjálfsögðu kjörinn vettvangur fyrir sveitarstjórna- fólk og aðra sem bera ábyrgð á þessum málum og láta sig þau varða, þar gefst tækifæri til að hlusta á sérfræðinga í fremstu röð fjalla um þessi málefni. Ráð- stefna þessi er sú um- fangsmesta sem haldin hefur verið hér á landi um náttúruhamfarir og neyðarviðbrögð." - Hvað efni varða helst íslendinga? „Jarðskjálftar og snjóflóð era okkur of- arlega í huga og þeim málum verða gerð góð skil á ráðstefnunni. Á fyrsta degi hennar má nefna að dr. Alcira Kreimer, framkvæmdastjóri stór- slysastofnunar Alþjóðabankans, flytur erindi um viðbrögð við stór- slysum og dr. Sveinbjöm Bjöms- Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson ► Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson fæddist fæddist í Reykjavík 26. apríl 1946. Hann lauk stúdents- prófi frá Verslunarskóla Islands 1968 og lögfræðiprófi frá Há- skóla íslands 1974. Hann var framkvæmdastjóri Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík frá náms- lokum til 1978 og framkvæmda- sljóri SAA frá þeim tíma til 1984, borgarfulltrúi var Vil- hjálmur í Reykjavík frá 1982 og í borgarráði frá 1986 og for- maður Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 1990. Vilhjáhn- ur og Anna J. Johnsen eiga þrjú böm. Eg fullyrði að á ráðstef n- unni muni þýðingarmikil atriði verða rædd ofan í kjölinn son hjá Orkustofnun, fyrrum rektor HÍ, mun rekja sögu ham- fara á íslandi og helstu hættur þeim samfara. Þann dag verður einkum fjallað um ólíkar gerðir hamfara, allt frá snjóílóðum, eld- gosum og öðram náttúrahamför- um til mengunarslysa og hryðju- verka. Á þriðjudag verður sjónum beint að áfallastjómun og öðram þáttum sem eiga við hvað snertir allar hamfarir. Þetta era trygg- ingamál, tengsl fjölmiðla í stóram aðgerðum, samstarf opinberra að- ila og frjálsra félagasamtaka og fleira. Um þetta efni tala m.a. dr. Richard Roth, tryggingasérfræð- ingur frá Bandaríkjunum, dr. Ernzt Goldschmitt og Elína Palm frá Sameinuðu þjóðunum, dr. Menno van Duin, hollenskur sérf- ræðingur í áfallastjómun, og Stanley Szymanski frá Alþjóða- samtökum efnafræðileiðslufyrir- tækja. Síðasta daginn verða pallborðs- umræðum þar sem rætt verður um leiðir fyrir opinbera aðila, fyr- irtæki og stofnanir til þess að búa til heildarskipulag er lýtur að ör- yggismálum og neyðarviðbúnaði. Stjórnandi umræðnanna er Gill- iam M. Osborne, formaður vísind- anefndar LSCDE og sérfræðing- ur í áfallstjórn í Kanda. -Er mikil þátttaka í þessarí ráðstefnu? „Gert er ráð fyrir að um 300 manns sæki ráðstefnuna. Ég tel mjög mikilvægt að þeir sem láta sig þessi mál varða hér á landi sæki þessa ráð- stefnu. Ég fullyrði að þar muni þýðingarmik- il atriði verða rædd of- an í kjölinn og það er von mín að þessi ráð- stefna skili sér í öflugra og markvissara for- vamarstarfi gagnvart þeirri vá sem við stönd- um frammi fyrir oft og tíðum á Islandi og efli þær leiðir sem op- inberir aðilar og félagasamtök hafa til að draga úr og verjast náttúrahamförum og öðram áföll- um.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.