Morgunblaðið - 23.08.2000, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 23.08.2000, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Velvildarvogin kynnt forsvarsmönnum íslenskra fyrirtækja og stofnana Árangur mældur í átta skrefum VELVILDARVOGIN, öðru nafni siðferðileg reikningsskil, hefur rutt sér tii rúms víða um heim sem ný að- ferð til að meta árangur fyrirtækja og stofnana. Á mánudag fór fram kynning á Velvildarvoginni sem fyr- irtækið Skref fyrir skref ehf. býður viðskiptavinum sínum upp á. Meðal þeirra sem tóku þátt í kynningunni voru danskir sérfræð- ingar um efnið, Tom Christensen ráðgjafi og Ingelise Thyssen, skóla- stjóri Lyndevang-skólans í Fredr- iksberg, þar sem Velvildarvogin hef- ur verið notuð með góðum árangri. I Kópavogsskóla var kerfið inn- leitt í skólastarf árið 1998. Er Kópa- vogsskóli fyrsti skólinn hér á landi til að styðjast við Velvildarvogina. Viðbót við fjárhagsleg reikningsskil Velvildarvogin er sögð viðbót við fjárhagsleg reikningsskil og gefa stjórnendum tækifæri til að fá stærri og raunsærri heildarmynd af árangri. Markmiðið með Velvildarvoginni er að fá fram væntingar þeirra aðila sem mikilvægastir eru viðkomandi starfsemi. Með henni má komast að því hvernig til tekst að mæta þess- um væntingum, m.a. með greiningu á hagsmunaaðilum, skipulagðri um- ræðu og spurningalistum. Hags- munaaðilar þessir geta verið af ýms- um toga, til dæmis starfsfólk, stjórnendur, viðskiptavinir, hluthaf- ar eða jafnvel samfélagið allt. Velvildarvogin er því árangurs- mæling sem notuð er til að meta ár- angur starfsheildar út frá fleiru en fjárhagnum einum saman. Tom Christensen segir það áhugavert við Velvildarvogina að hún skuli vera mælitæki á huglæga þætti en ekki eingöngu fjárhaginn og veraldleg gæði eins og oft vilji verða. Mannauðurinn er því í brennidepli. Christensen segir Norðurlöndin, og þar með talið Island, móttækileg fyrir uppgjör sem Velvildarvogin er vegna lýðræðishefðar og samfélags- gerðar. Hann trúir því að Velvildar- vogin geti nýst fyrirtækjum og stofnunum á íslandi vel. Framkvæmd í átta skrefum Siðferðileg reikningsskil sem hug- mynda- og aðferðafræði voru íyrst kynnt íyrirtækjum og stofnunum á níunda áratugnum í Danmörku. Þau eru afrakstur rannsókna dr. Peters Pruzans, prófessors og Oles Thys- sens, heimspekings við Viðskiptahá- skólann í Kaupmannahöfn. Fyrirtækjum og stofnunum er kleift að sníða Velvildarvogina að sinum séreinkennum og þörfum. Framkvæmdin felst þó fyrst og fremst í átta skrefum. Fyrsta skrefið felst í að skilgreina hverjir skipti starfsemina mestu máli, þ.e hverjir eru hagsmunaaðil- arnir. Svo eru settir upp vinnuhópar með fulltrúum hvers hagsmunaað- ila. Þegar að þriðja skrefinu er kom- ið eru vinnuhópar skipaðir og innan þeirra rædd gildi sem eru starfsem- inni mikilvægust. Að því loknu eru spurningar mótaðar út frá niður- stöðum vinnuhópanna og spuminga- könnun gerð til að mæla hvernig gildunum er mætt af starfseminni. Vinnuhóparnir greina og túlka nið- urstöður. Sjötta skrefið er birting niðurstaðna. Farið er yfir niður- stöður og athugað hverju megi breyta og hvað megi betur fara. Átt- unda og síðasta skrefið er svo að setja fram framkvæmdaáætlun um næstu siðferðilegu reikningsskil. Hefur gefist vel í skólastarfi Tom Christensen segir Velvildar- vogina hafa gefið góða raun í skól- um. „í skólum er börnum kennt að lesa, skrifa og reikna, en þar þurfa þau einnig að læra að umgangast Morgunblaðið/Sverrir Tom Christensen og Ingelise Thyssen komu frá Danmörku til að taka þátt í kynningunni. hvert annað, þau læra að vinna sam- an og virða hvert annað.“ Sjónum er beint í auknum mæli að einstakling- unum við notkun Velvildarvogarinn- ar og þörfum hvers og eins, segir Christensen. Ingelise Thyssen, skólastjóri Lyndevang-skólans, segir ávinning Velvildarvogarinnar hafa verið mik- inn bæði fyrir nemendur skólans, starfsfólk og foreldra. Hún er sann- færð um að senn muni foreldrar krefjast kerfis sem Velvildarvogar- innar almennt í skólum í Danmörku. Thyssen segir að með tilkomu Vel- vildarvogarinnar hafi upplýsinga- streymi milli heimilis og skóla aukist til muna og foreldrum hafi verið gert kleift að taka aukinn þátt í námi barna sinna. Einnig er nú tekið í meiri mæli tillit til hæfni og getu einstaklinga, sem og þroska þeirra og áhuga í kennslu, segir Thyssen. Árið 1998 var tekin ákvörðun um að innleiða Velvildarvogina í skóla- starf Kópavogsskóla. Olafur Guð- mundsson, skólastjóri Kópavogs- skóla, segir siðferðileg reikningsskil vera leið fyrir skólaþegnana, þ.e. nemendur, foreldra og starfsmenn til að koma að ákvarðanatöku skól- ans. Olafur segir helstu kosti Velvild- arvogarinnar vera að kerfið er ein- falt og því fylgi ekki mikil skrif- finnska. Hann segir kerfið auðvelda ákvarðanatöku. Hann segist vona að siðferðileg reikningsskil leiði til betra skólastarfs þegar fram líði stundir. Morgunblaðið/Jira Smart Þuríður Backman, Ögmundur Jónasson og Kolbrún Halldórsdóttir kynntu ályktanir Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs. Vinstnhreyfíngin - grænt framboð undirbýr þinghald næsta vetrar Vilja aðgerðir til jöfnunar lífskjara DAGANA 18. og 19. ágúst var hald- inn fundur þingflokks og varaþing- manna Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs. Þar var þinghald komandi vetrar undirbúið, auk þess sem sjávarútvegsmál, Evrópumál og stóriðjuáform voru rædd. Á fundinum voru samþykktar þrjár ályktanir. I þeirri fyrstu er þess krafist að íslensk stjórnvöld fordæmi stjörnu- stríðsáform Bandaríkjastjórnar og lýsi yfir að ekki komi til greina að aðstaða eða búnaður hér á landi tengist áætluninni. Vinstrihreyfing- in - grænt framboð vill að gefin verði út skuldbindandi yfirlýsing af hálfu íslands þess efnis. í annarri ályktun hvetur Vinstri- hreyfingin - grænt framboð til rót- tækra aðgerða til að bæta og jafna lífskjör. Hreyfingin hvetur til að fjölskylduvænna samfélag verði skapað. Úrbóta fyrir barnafólk er krafist. ,Auk þess að skila aftur skerðingu barnabóta þarf að endur- skoða tekju- og eignatengingu vaxtabóta, samspil tryggingabóta, lífeyris og skatta og afnema ber tengingu örorkubóta við tekjur maka,“ segir í ályktuninni. Loks gagnrýnir Vinstrihreyfingin - grænt framboð að mat á umhverf- isáhrifum álverksmiðju á Reyðar- firði og Kárahnúkavirkjunar skuli hafíð án þess að vinnureglur hafi verið mótaðar. I ályktuninni segir að í 19. grein laga um mat á um- hverfisáhrifum sé lögð áhersla á nauðsyn þess að reglugerð verði sett hið fyrsta og öðlist gildi eigi síð- ar en 1. október nk. Vinstrihreyfing- in - grænt framboð telur það leiða til réttaróvissu að hefja mat á um- hverfisáhrifum framkvæmda af þeirri stærð sem hér um ræðir án þess að vinnureglur séu mótaðar. Óðagot þetta telur Vinstrihreyfing- in - grænt framboð mótast af dags- etningum NORAL-yfirlýsingarinn- ar sem að mati hreyfingarinnar eru fullkomlega óraunhæfar. Alþjóðaforseti Lions-hreyfíngarinnar heimsækir fsland Ahersla lögð á gæði á öllum sviðum GÆÐI á öllum svið- um eru einkunnarorð dr. Jean Behar sem er alþjóðaforseti Lions- hreyfingarinnar, en hann var kjörinn í það embætti fyrr í sumar. Hann heimsótti Lions- hreyfinguna á Islandi í vikunni og ræddi við félagsmenn og for- ráðamenn hennar. Behar er sérfræðingur í geislalækningum en hætti störfum fyrir nokkru. „Innan Lionshreyf- ingarinnar eru nú 45 þúsund klúbbar í 185 löndum og hver eining starfar í raun mjög sjálfstætt innan ramma hreyfingarinnar," sagði Jean Behar í samtali við Morgunblaðið og segir hann alþjóðahreyfinguna standa öðru hverju fyrir alheimsátaki en þess á milli annist klúbbarnir fjár- öflun fyrir verkefni sem þeir kjósi að sinna. Segir hann þau helst vera á sviði mannúðarmála, mennta- og menningarmála og að umhverfis- mál eigi einnig vaxandi vinsældum að fagna í þessum efnum. Herferð gegn blindu Árið 1992 hófst undirbúningur herferðar í forvarnarskyni við blindu og árið 1995 söfnuðu klúbb- ar innan alheimshreyfingarinnar alls 146 milljónum dollara. „Um það bil 45 milljónir manna eru blindar í dag og um 80% eru það að ósekju,“ segir Jean Behar og á hann þar við að sjón þeirra hefði verið hægt að bjarga með tiltölu- lega einföldum forvörnum og að- gerðum. „Heilbrigðiskerfí sumra landa eru aftur á móti ekki í stakk búin til að ráðast í slíkar forvarnir og þess vegna tók Lions- hreyfingin málefnið upp á arma sína og safnaði þessu fé. Við ráðgerum að nota það upp á 10 árum, göng- um nokkuð á höfuð- stólinn á hverju ári en fáum einnig vexti og þegar þessu verkefni lýkur mun hreyfingin ákvarða hvað tekið verður fyrir næst.“ Hann segir að meðal verkefna í herferðinni gegn blindu séu for- varnir í Kína og segir að þar séu um níu milljónir manna blindar. „Auk slíkra langtímaverkefna hefur Lionshreyfingin oft safnað fé til neyðarhjálpar og þannig gátum við látið eina milljón dollara í neyðaraðstoð vegna jarðskjálft- anna í Tyrklandi fyrir einu ári og í sumar lét hreyfingin í té tíu þúsund dollara vegna jarðskjálftanna á ís- landi.“ Aðalstöðvar Lions-hreyfingar- innar eru í Chicago í Bandaríkjun- um og þar starfa um 300 manns. Segir alþjóðaforsetinn um helming þeirra Bandaríkjamenn en að aðrir séu víða að í heiminum. Meðal fast- ra verkefna segir hann vera hvers kyns leiðtogaþjálfun fyrir forráða- menn hreyfingarinnar og kveðst hann hafa tekið upp einkunnarorð- ið „gæði“ á starfsári sínu en áður en Jean Behar tók við embætti al- þjóðaforseta var hann varaforseti. „Ég legg áherslu á nauðsyn þess að koma gæðahugtakinu að á sem flestum sviðum í starfi okkar. Þar á ég við mannúðarverkefni, menning- armál, menntamál og umhverfis- mál. Við þurfum líka að innprenta okkur gæðahugtakið í samskiptum milli félaganna og okkar sjálfra,“ segir Jean Behar að lokum. Lágmynd af fyrsta borgar- stjóra Reykjavíkur afhent BÖRN Páls Einarssonar, fyrsta borgarstjóra Reykjavíkur, og konu hans Sigríðar Siemsen, afhentu borgarstjóranum í Reykjavík, Ingi- björgu Sólrúnu Gísladóttur, nýverið lágmynd af föður sínum að gjöf. Myndin er gerð af Ríkharði Jónssyni myndhöggvara, líklega á árabilinu 1925-30. Páll Einarsson var borgarstjóri í Reykjavík á árunum 1908-1914. Fram kemur í bréfi frá börnum hans til borgarstjóra af þessu tilefni að fjölskyldan bjó í Höfða (sem þá var nefndur Héðinshöfði) um þriggja ára skeið, frá 1921-1924. Höfði var þá nokkuð fyrir utan þéttta byggð Reykjavíkur. Þetta mun vera í eina skiptið sem barnmörg fjölskylda hefur búið í Höfða og var búsetan þar mjög ánægjuleg og eftirminnileg að sögn barna Páls Einarssonar, þeirra Einars B; Pálssonar, Frantz E. Pálssonar, Ólafs Pálssonar og Þórunnar S. Pálsdóttur. Lágmyndinni verður komið fyrir í Höfða, móttökuhúsi Reykjavíkur- borgar. Jean Behar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.