Morgunblaðið - 23.08.2000, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 23.08.2000, Blaðsíða 58
MORGUNBLAÐIÐ 58 MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST 2000 Matur og matgerð * Osætar rúllutertur í síðasta þætti sínum var Kristín Gestsdótt- ir með sætar rúllutert- ur, en núna eru rúllu- tertur hennar ósætar. MÉR fínnst í orðinu tertur fel- ast sætabrauð. Ég var að velta því fyrir mér hvort hægt væri að kalla þessar ósætu rúllur mínar tertur. „Því ekki,“ sagði bóndi minn. „Til eru ósætar brauðtertur, því ekki líka rúllu- tertur.“ Hann hefur nokkuð til síns máls. Nú haustar að og nætur ger- ast dimmar, þótt hlýtt sé í á daginn og enn sé sumar í lofti. Grænmetið keppist við að vaxa og drakk í sig stórrigning- una miðvikudaginn 16. ágúst með áfergju og tók vaxtarkipp. Rótargrænmetið tekur líka við sér þegar dimmt er á nóttunni og má næstum heyra það spretta. Ég bý sjaldan til mat án þess að nota grænmeti með og nú þegar garðurinn minn er fullur af grænmeti er enn meiri ástæða til þess. Þær rúllutertur sem hér er boðið upp á eru báð- ar með mörgum eggjum og engu hveiti, en saman við eggja- deigið er blómkál í annarri og spínat í hinni. Fyrr í sumar bjó ég oft til spínatrúllutertuna meðan spínatið mitt var og hét, en nú er það úr sér sprottið og því notaði ég niðursoðið spínat, en að sjálfsögðu má nota það bæði frosið og ferskt. Nú bý ég hins vegar oftar til blómkáls- rúllutertuna, en blómkálið vex grimmt og er með eins konar flosáferð og geysigott nýupptek- ið. Spínatrúlluterta m/reyktum laxi eda silungi 6 eggjorauður 6 eggjohvílur '/2 tsk. salt nýmalaður pipgr 1/8 tsk. múskat, helst rifin múskathneta 1 lítil dós niðursoðið spíngt (400 g) 200 g hreinn r|ómaostur 2 tsk. sítrónusafi 200 g reyktur lax eða silu ngur Setjið eggjarauður, salt, pip- ar og múskat í skál og hrærið vel saman. Setjið spínatið út í. Þeytið hvíturnar og blandið varlega saman við. Setjið bök- unarpappír á bökunarplötu, smyrjið deiginu jafnt á pappír- inn. Hitið bakaraofn í 200 g C, blástursofn í 190 g C, setjið í ofninn og bakið í 12-15 mínútur. Hvolfið á heint stykki, leggið annað stykki yfir. 3. Hitið rjómaostinn örlítið, t.d. í örbylgjuofni, setjið sítr- ónusafa saman við, smyrjið jafnt á botninn. Skerið laxinn (silunginn) smátt og stráið jafnt yfir. Vefjið upp langsum. Vefjið síðan stykkið þétt að. Skerið rúlluna í þykkar sneið- ar á ská. Þurrkið af hnífnum með eldhúspappír eftir hverja sneið. Blómkáls- rúlluterta m/rækjum ______400 g rækjur___ ______6 eggjarauður__ 6 eggjahvílur V2 tsk. salt _____nýmalaður pipar_ 1/8 tsk. múskat, helst rifin múskathneta 500 g blómkál (ekki leggir) 200 g rækjusmurostur, 1 pk. V2 rauð papríka fersk steinselja Afþíðið rækjurnar kæliskáp. Þvoið blómkálið, skerið frá leggi. Malið frekar fínt í græn- metiskvörn eða saxið fínt með hnífi. Búið til eggjakökubotn eins og segir í uppskriftinni hér á undan, en notið blómkál í stað spínats. Smyrjið smurostinum jafnt á botninn. Takið stilk, steina og himnur úr papríkunni, skerið frekar smátt. Skerið rækjurnar í frek- ar litla bita. Setjið steinseljuna í bolla og klippið með skærum í bollanum. Stráið papríku, rækjum og steinselju jafnt á smurostinn, vefjið saman eins og spínatrúll- una hér að framan. Skreytið rúlluna með stein- seljugreinum ef þið berið hana fram heila eða setjið á smádiska og skreytið hvern disk með steinseljugrein. Athugið: Báðar þessar rúllu- tertur henta sem forréttir eða á kaffiborð. Þær má ekki frysta. ÍDAG VELVAKAJVDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Dýrtað treysta fólki VAKA hf. sendi mér bréf fyrir helgi. Þar var mér tjáð að bifreið mín væri í geymslu hjá þeim. Kostn- aður væri kominn upp í ákveðna upphæð og hækk- aði daglega. Umrædda bifreið seldi ég - gaf reyndar - fyrir að mig minnir þremur árum. Skrifað var undir afsal en ég sá ekki um að umskrá bílinn. Bíllinn hafði staðið í nokkrun tíma á stæðinu við heimili mitt. Búið var að leggja inn númerin. Þá birtist maður sem hafði hug á öryggisbeltum bílsins. Við sögðum honum að hann mætti eiga öryggis- beltin og bílinn með ef hann hirti hann. Þetta var ákveðið og við skrifuðum undir afsal. Nokkru seinna tók maður- inn bílinn. Síðan veit ég ekki meir fyrr en bréf Vöku birtist. I símtali við starfsmann Vöku var okkur tjáð að þetta væri ein algengasta aðferð þeirra sem eru að leita að varahlut- um úr gömlum bflum. Kaupa þá fyrir lítið eða ekk- ert gegn því að hirða þá. Taka svo úr þeim það sem nýtilegt er og skilja þá svo einhvers staðar eftir. Gott dæmi um að það get- ur verið dýrt að treysta fólki sem ekki er traustsins vert! Ein óheppin. Einelti SEM kennari kannast ég mjög vel við einelti. Þau börn sem lenda í því eru yf- irleitt mjög prúð og laus við alla stríðni, þeim gengur vel í skóla og jafnvel skara fram úr. Þau verða ekki iyrir þessu börnin sem kunna að bíta frá sér, þau verða ekki þolendur. Til þess að komast fyrir þetta er best að Iáta þau sem eru mestu ólátabelgirnir verða umsjónarmenn til þess að halda aga í bekknum eða öfugt. Nú, í frímínútum þarf barn, sem er að byrja, að fá umsjónarmenn, tvo úr tveimur bekkjum ofar. Eg hef orðið vör við það í kennslu að einelti er til í bekkjunum sjálfum. Ég vona að skólastjórar fari eftir þessu. Þetta er ekkert gamanmál. Börn flykkjast skóla úr skóla vegna eineltis eða að það er ekki friður til að læra. Marín Ingibjörg Guðveigsdóttir. Um ökuhraða og slysatíðni MIKIL umræða er í gangi um ökuhraða og slysatíðni. Enginn spyr þessarar spurningar: Hvers vegna eru smíðuð og flutt inn öku- tæki sem geta farið hraðar en lög leyfa? Eftir geig- vænleg slys á stórum vöru- bílum á hraðbrautum Evrópu voru settir hraða- hemlar í bflana sem tak- mörkuðu hámarkshraðann við 70 km á klst. Gæti ekki lausnin verið að setja slík tæki í alla bíla sem fluttir eru til landsins. Svo mætti setja fastan hámarkshraða í bíla hjá 17,18 og jafnvel 20 ára sem væri lægri en ann- arra. Vegfarandi. Tapad/fundið Geisladiskataska týndist á Hverfisgötu Geisladiskataska með 32 diskum týndist á Hverfis- götu fyrir framan Klaustrið aðfaranótt sunnudagsins. Skilvís finnandi hafi sam- band í síma 864-0694. Fundarlaun. Bikini brjóstar haldari týndist BIKINI-bijóstahaldari, Adidas, týndist sl. fimmtu- dag á bílastæðinu við Hús- dýragarðinn eða í Húsdýra- og fjölskyldugarðinum eftir kl. 17.30. Skilvis finnandi hafi samband í síma 557- 3363 eða 892-7531. Lítil brúða í óskilum LÍTIL brúða fannst í Flat- eyjardal mánudaginn 14. ágúst. Hún er klædd í bleikan galla. Upplýsingar í síma 553-1497. Myndavél í óskilum MYNDAVÉL fannst við Hrafntinnusker sl. laugar- dag. Upplýsingar í síma 564-5561. Peysa í poka í óskilum NY, græn hettupeysa fannst í poka hjá Kringl- unni. Upplýsingar í síma 568-7215. Myndavél týndist CANNON Prima AF-7 myndavél týndist á Akur- eyri eða nágrenni, líklega föstudaginn 11. ágúst. I vél- inni er 36 mynda Kodak filma. Finnandi vinsamlega hafi samband við Rósu Björg í síma 462-1772 fram til 27. ágúst en eftir það í síma 421-2876. Filma týndist KODAK filma týndist á tímabilinu 31. júlí til 5. ágúst. Á filmunni eru m.a. myndir frá Þingvöllum. Þeir sem finna filmuna hafi samband við Helgu í síma 565-6460 á kvöldin. Dýrahald Kleópatra er týnd KLEÓPATRA, er lítál hálf- egypsk, svört heimiliskisa og er hún alfarið innanhú- sköttur. Hún var í gæslu í Miðtúni en strauk þaðan sl. fimmtudag. Eigendur henn- ar eru komnir heim og vilja endilega fá hana aftur. Éf einhver hefur einhveijar upplýsingar um hana þá vinsamlega látið vita í síma 562-4942, 691-0191, 896- 2639,862-6798 eða 694-9984. Með morgunkaffinu Hlutavelta Ast er... ... að hefja daginn með brosinu hans. Halló! Get ég fengið senda könnu með sterku kaffi hér inn í Suðursal? Þessar duglegu stúlkur héldu tombólu og söfnuðu 4.450 kr. til styrktar Rauða krossi íslands. Þær heita Bima Marín Þórarinsdóttir, Hugrún Ásta Björgvinsdóttir, Petra Rut Ingvarsdóttir og Sigrún Yr Sigurðardóttir. Víkverji skrifar... UMFERÐIN er sífellt umræðu- efni, ekki síst eftir óhugnaðinn, banaslys og tíð óhöpp undanfarnar vikur. Hegðan okkar íslendinga í umferðinni er kannski ekki alltaf til fyrirmyndar og erlendir gestir sem heimsækja landið eiga stundum í erf- iðleikum með að hemja bíla sína á grófum malarvegum enda ekki vanir slíkum aðstæðum. Frétt í Morgunblaðinu í gær um að bflstjóri hafi ekið á næsta bfl af því að hann var svo pirraður segir náttúr- lega allt sem segja þarf um hvemig hegðan manna í umferðinni brýst fram og má segja að ekkert komi lengur á óvart í þeim efnum. Nú er pirringur í umferðinni skiljanlegur og ekki þarf að aka lengi á höfuð- borgarsvæðinu til að fram komi margs konar tilefni til pirrings. Vandamálið er bara að hemja þennan pirring og láta sér fátt um finnast hversu menn eru silalegir, ófor- skammaðir, dónalegir eða hvernig sem menn annars hegða sér í um- ferðinni. Herferð umferðaryfirvalda til að bæta umferðarhegðan okkar er nauð- synlegt. En hún hefur ekkert að segja nema allir taki sameiginlega á þess- um vanda. Bílstjórar verða upp til hópa að líta í eigin barm, skoða og meta af hreinskilni hvort þeir haga sér nógu vel. Getur verið að við séum stundum á mörkunum í hegðan. Og tökum á með öll atriðin: Hraðann, hvort við leggjum ólöglega, förum á rauðu ljósi, virðum ekki stöðvunar- eða biðskyldu og svo mætti lengi telja. Þetta á ekki aðeins við hegðan í umferðinni í þéttbýli. Það er ekki síð- ur mikilvægt að við ökum skikkan- lega á þjóðvegum landsins. Þar verða líka iðulega alvarlegustu slysin. Þar skiptir stöðug athygli okkar á akstr- inum ekki síður máli en í þéttbýlinu. Menn getur greint á um hversu rétt og eðlileg lagasetningin er í um- ferðarmálunum. En okkur ber samt sem áður að fara eftir henni. Hér verðum við líklega öll að taka okkur taki. XXX KROSSGÁTUR eru mikið þarfa- þing. Víkverji hefur fengið beiðni um að bent sé á hversu mikil dægradvöl þær eru og hversu mikil elja það hljóti að vera að semja þær. Bæði Morgunblaðið og DV birta all- stórar krossgátur á hverjum laugar- degi og síðan eru til margs konar krossgátublöð. Krossgátuvinur Vík- verja, og raunar fleiri en einn, sögðu það fastan lið að ráða krossgátu Les- bókar Morgunblaðsins um hverja helgi. Þær væru að vísu auðveldari viðfangs eftir því sem oftar væri ráð- ist að þeim en þá væri best að hvfla sig í nokkrar vikur og taka síðan til við verkið á ný eftir hvfld. Á meðan mætti kannski reyna við erlendar þrautir. Víkverji getur vel tekið undir þetta. Hann er að vísu ekki mjög duglegur við krossgátur sjálfur en grípur í þær af og til. Stundum geng- ur vel og stundum eru þær snúnar en yfirleitt er hægt að hafa nokkra ánægju af verkinu. Oft er krossgátan við höndina þegar horft er á sjónvarp og ef viðkomandi efni krefst ekki allrar athyglinnar er ágætt að leysa nokkur krossgátuorð inni á milli. Sem sagt: Krossgátur verða vonandi áfram í boði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.