Morgunblaðið - 23.08.2000, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 23.08.2000, Blaðsíða 40
40 MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST 2000 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Farmiðaskatt- ur ríkisstjórn- arinnar á innanlandsflug FLUGFÉLAG íslands hefur til- kynnt 10% hækkun á almennum far- í-gjöldum í innanlandsflugi. Tók hækkunin gildi mánu- daginn 21. ágúst sl. Þetta er önnur hækk- unin á skömmum tíma en í byrjun júlí hækk- uðu ílugfargjöld um 5%. Ástæða þessarar hækkunar nú er m.a. aukin skattheimta ríkis- sjóðs á síðari hluta árs- ins. Nýr skattur á innan- landsflugið Rétt fyrir þinglok í vor samþykktu stjóm- arþingmenn lagafrum- -■ £ varp um loftferðir. I markmiðslýsingu frumvarpsins kom m.a. fram að í því sé það nýmæli að lagt sé til að farið verði að innheimta sérstakt leiðar- flugsgjald til Flugmálastjórnar til fjármögnunar flugleiðsöguþjónustu við flugrekendur. í umræðum í samgöngunefnd, sem undirritaður á sæti í, kom fram hjá fulltrúum samgönguráðuneytis- ins að þessi flugleiðsögukostnaður væri í dag tæpar 200 milljónir króna og að þeir sem nota þessa þjónustu • ættu að greiða hana að fullu. Rétt er því að ítreka að hækkun fargjalda nú er einungis byrjunin þar sem þessi nýi skattur ríkis- stjórnarinnar á aðeins að skila ríkis- sjóði 30-40 milljónum króna á þessu ári vegna þess að hann er aðeins inn- heimtur hluta úr ári, þ.e. frá gildis- töku laganna. Ríkisstjómarflokkarnir eiga eftir að sækja restina, tæpar 170 milljónir króna, í vasa flugfarþega á næstu misserum í samræmi við þá ákvörð- un sem tekin hefur verið um að flug- rekendur greiði allan kostnaðinn. Frekari hækkun fargjalda í innan- landsflugi er því fram- undan. Ríkisstjórnin hefur búið til enn einn lands- byggðarskattinn - flugmiðaskatt. Varað við þessum nýja skatti Þingmenn Samfylk- ingarinnar vöruðu við þessum nýja skatti, lögðust gegn honum og greiddu atkvæði gegn þessari skatt- heimtu á flugfarþega. Þeir bentu á að þess- um skatti yrði strax velt yfir í verð flugfargjalda - eins og nú hefur komið á daginn. Flugrekendur mótmæltu einnig þessum nýja skatti svo og Samtök Fargjöld Pessi skattheimta ríkis- stjórnarflokkanna, segir Kristján L. Möller, er enn ein árásin á íbúa landsbyggðarinnar. ferðaþjónustunnar og bentu á tap- rekstur flugrekenda síðustu ár máli sínu til stuðnings en Flugfélag ís- lands var rekið með 200 milljóna króna tapi á síðasta ári. Þessa atvinnu- og samgöngugrein Kristján Möller Hverjir eru kirkjan? Á MERKU tímamóta- og hátíðar- ári er athyglisvert að velta fyrir sér þeirri staðreynd að um 95% íslend- inga tilheyra kristnum kirkjudeild- um. Um 89% eru skráð í þjóðkirkj- una og um 6% eru skráð í aðrar kristnar kirkjur. Lútherskar frí- kirkjur, kaþólsku kirkjuna eða Hvítasunnusöfnuði. Þá er einnig umhugsunarvert hversu margir þeir eru sem sjá hjá sér þörf á þessu hátíðarári að kasta steinum að kirkjunni og að þjónum ,-]* hennar og máiefnum. Kirkjan er að sjálfsögðu ekki hafin yfir gagnrýni og hún þarf að endur- meta sig á hverjum tíma án þess þó að taka upp nýjan málstað eða fara út af því spori að boða umhverfi sínu fagnaðarerindið um frelsarann Jesú Krist. En hveijir eru það sem kasta steinum að kirkjunni? Eru það þegn- ar hennar, þessi 95%, eða eru það 5% sem standa utan hennar? Hverjir eru kirkjan? Við tímamót á hátíðarári leyfi ég •-••hnér sem óbreyttur leikmaður, áhugamaður um kirkju og kristni að rifja upp með sjálfum mér hverjir það nú annars eru sem eru kirkjan. Hverslags íyrirbæri hún sé eigin- lega. Kirkjan er ekki bara fögur bygg- ing, ekki dauð steinsteypa, ekki tómt hús sem er illa nýtt eða skuldsettar ^orgelgeymslur. Kirkjan er ekki einvörðungu ann- ars bráðnauðsynlegir þjónar hennar og starfsmenn sem okkur ber að virða og biðja fyrir. Þjónar eins og biskupar, prófastar, prestar, djáknar eða aðrir starfsmenn. Kirkjan er... Kirkjan er stofnsett af frelsaran- um sjálfum, af heilögum anda Guðs Kirkjan En hverjir eru það sem kasta steinum að kirkjunni? spyr Sigur- björn Þorkelsson. Eru það þegnar hennar, þessi 95%, eða eru það 5% sem standa utan hennar? og hóf starf sitt á hvítasunnudag fyr- ir nálægt 2000 árum. Kirkjan er félag fólks sem skírt hefur verið til nafns Guðs föður, son- ar og heilags anda. Fólks sem játar Jesú Krist sem leiðtoga lífs síns og vill leitast við að lifa í honum. Hún er félag fólks sem vill setjast við fótskör meistara síns og þiggja lífið, náð hans landsmanna er því ekki hægt að skattlegja frekar. Hinir skattaglöðu ríkisstjórnarflokkar sækja sífellt fleiri hliðarskatta í vasa almennings í landinu, samanber nýlegar hækk- anir á lyfjum sem heilbrigðisráð- herra beitti sér fyrir í byrjun júní sl. Hvað kostar að fljúga? Eftir þessa hækkun kostar tæpar 19 þús. krónur að fljúga fram og til baka milli Egilsstaða og Reykjavík- ur á hæsta fargjaldi en kostaði áður 17.130 kr. Hækkunin nemur 1.600 kr. Lægsta fargjald var 10.230 kr. en verður 11.430 kr. Hækkunin nemur 1.200 kr. Hæstu fargjöld til Vest- mannaeyja (um 20 mín. flug) hækka úr 11.130 kr í 12.330 krónur eða um 1.200 kr. og þau lægstu úr 7.730 kr í 8.530 kr. eða um 800 kr. Eins og sjá má á þessum tölum er hér um mikla hækkun að ræða. Þessi skattheimta ríkisstjórnarflokkanna er því enn ein árásin á íbúa lands- byggðarinnar sem þurfa að nota flugið mikið, m.a. til að sækja sér þá heilbrigðisþjónustu í höfuðborginni sem ekki er veitt úti á landi. Þetta er því hreinn og beinn landsbyggðarskattur. Meiri hækkanir framundan Að lokum er rétt að árétta að hér er aðeins fyrsta hækkunin að koma fram í flugfargjöldum vegna þessa nýja skatts ríkisstjórnarinnar, sem eins og áður sagði er áætlað að nemi um 30-40 milljónum króna síðustu mánuði þessa árs. Á næsta ári tvöfaldast flugmiða- skatturinn þegar hann verður inn- heimtur allt árið en ekki hluta úr ári eins og nú. Þessi flugmiðaskattur getur því hækkað enn meira, eða upp undir 200 milljónir króna á ári, miðað við þá yfirlýstu stefnu ríkisstjórnarinn- ar „að þeir sem nota þjónustuna eigi að borga hana alla“, þ.e. þeir sem ferðast með flugi. Flugfargjöld innanlands munu því hækka mikið á næstu misserum og eru þó nógu há fyrir. Þau eru að verða öllum meginþorra lands- manna ofviða. Hvernig eiga t.d. ellilífeyrisþegar og öryrkjar að kljúfa þennan kostn- að? Höfundur er alþingismaður fyrir Samfylkinguna á Norðurlandi vestra. Áfengis- aldurinn EG SKRIFAÐI grein fyrir stuttu hér í Morgunblaðið um ald- urinn til að öðlast öku- rétt, fá bílpróf. Ald- ursmarkið þar vil ég setja við 18 ár. Núna langar mig til að setja fram skoðun mína á öðrum vanda þjóðar okkar, en það er aldurinn til að mega kaupa áfengi, vera inni á veitingastöðum og útivistarreglum þeim sem í gildi eru í dag. Ósamræmið í þess- um reglum öllum er hróplegt. Ef grannt er skoðað er þetta eins og fyrirmyndir hafi verið sóttar hingað og þangað um heiminn og settar í einn pott og síðan hafi verið dregið blindandi Akstur Þar sem sjálfræðisald- urinn er 18 ár, segir Onundur Jónsson, þá skulum við færa allt til Önundur Jónsson samræmis við hann og láta fæðingardaginn ráða alls staðar. þar úr. Svo mikið er ósamræmið. I fyrsta lagi, og er gott mál, að sjálfræðisaldurinn er orðinn 18 ár. Þarna tel ég rétt að fylgja hlutun- um eftir til fulls og samræma allar reglur varðandi börn og ungmenni að 18 árunum. Það er verið að rugla með aldurstakmörk ungmenna endalaust. Dæmi: Strax 1. janúar klukkan 00:01, hvert ár, hópast öll þau ung- menni, sem verða 16 ára það árið, á dansleik, dansleik sem gengur und- ir heitinu 16 ára ball. Annað dæmi: og fyrirgefningu. Kirkjan er allra þeirra sem þiggja vilja lífið sem frelsarinn Jesús Kristur einn getur gefið, eilíft líf. Kirkjan er allra þeirra sem þrá umhyggju, kær- leika, ást og líf. Allra þeirra sem koma vilja með áhyggjur sínar og þrár til hans sem gefur lífið og vill viðhalda því. Til hans sem hefur boðið börnum sínum að koma og þiggja friðinn sinn. Friðinn sem heimurinn þekkir ekki. Friðinn sem hann einn getur veitt. Kirkjan er fyrir þá sem hafa þungar byrðar að bera. Því hann sem kirkjan snýst um, frelsarinn Jes- ús Kristur, vill veita bömum sínum hvíld, huggun og uppörvun. Kirkjan samanstendur af ólíku fólki með annars ólík viðhorf. Hún samanstendur af fólki sem sameinast í von á lífið. Á hinn upprisna og lif- andi frelsara Jesú Krist. Kirkjan samanstendur af lifandi steinum sem hver hefur sitt lag. Steinum sem hvíla á bjarginu trausta sem ekki bifast hvað sem bjátar á. Frelsaranum Jesú Kristi. Kirkjan samanstendur af steinum sem eru misstórir, misöflugir en hafa allir ómissandi hlutverki að gegna. Steinum sem leggja allt sitt traust á bjargið, á Jesú Krist. I því trausti að hann muni vel fyrir sjá og í fyrirheiti til orða hans að hann muni vera með þeim alla daga, allt til enda veraldar. Iðandi aflífí Kirkjan er ekki úrelt eða dauð stofnun sem samanstendur af stein- runnum embættismönnum. Hún er lifandi samfélag fólks með ólíkan bakgrunn og ólíkar þarfir. Fólks sem set- ur traust sitt á Jesú Krist. Kirkjan á að iða af lífi því hún saman- stendur af limum á líkama Krists. Hún er fólk sem tekst á við sín daglegu störf og vandamál. Kirkj- an er fólk sem setur traust sitt á Jesú jafnt í lífi sem dauða. Hún er fólk sem kem- ur til hans með efa- Sigurbjörn semdir sínar í veikum Þorkelsson mannlegum mætti sínum. Kirkjan er þú og ég Kirkjan er ekkert annað en ég og þú. Ósköp venjulegt fólk eða óvenju- legt hvemig sem á það er litið. Kirkjan er þú og kirkjan er þín. Hugleiðum það áður en við köstum að henni steinum. Láttu muna um þig Láttu því muna um þig í starfi kirkjunnar þinnar. Bæði sem gefandi og þiggjandi. Það er reiknað með þér. Þú þarft á kirkjunni þinni að halda. Þú þarft á frelsara að halda. Þeim sem einn getur gefið sannan írið, þreyttum hvíld og líf að eilífu. Og kirkjan þarf á þér að halda. Ekki bara sem þiggjanda heldrn- og sem gefanda. Þú hefur svo margt að gefa til að auðga starf kirkjunnar þinnar. Kirkjan þarfnast þín. Láttu því muna um þig í starfi kirkjunnar þinnar. Höfundur stundar ritstörf og er áhugamaður um Iffið, kirkju og krístni. Ungmenni sem er 14 ára má vera úti til klukkan 22.00 að vetr- inum. Bíóstjórinn seg- ir hins vegar að mynd- ir hans skuli byrja klukkan 21.00 og ljúka 22.30 eða seinna og jafvel félagsmiðstöðv- ar eru opnar til klukk- an 22.30. Þetta er kannski ekki alvarleg- ast. Eftirfarandi dæmi er það versta að mínu mati: Nonni, 20 ára, fer með Palla, 18 ára, með sér í verslun ÁTVR. Palli er með hendur í vösum þegar hann spíg- sporar um verslunina og velur sér vörur. Nonni fylgist með og þegar Palli otar fingrunum í gegnum buxnavasana að einhverri vörunni, grípur Nonni eina og segir „þessa?“ „Unnnnnnn“ segir Palli. „Þessa?“ segir Nonni og grípur aðra tegund. „Uhmmm." Svona er farið um alla verslun og vel höndl- að. Þegar komið er að kassanum setur Nonni vörurnar á borðið og borgar á meðan Palli „aðstoðar" hann við að koma öllu í pokana og bera með honum herlegheitin út. Þarna var Palli ekki að gera nein innkaup að mati stjórnenda ÁTVR, nei það var Nonni, Palli var bara með vini sínum. Forsvarsmenn ÁTVR leyfa ungmennum, jafnvel börnum, að fara um verslanir sínar, athugasemdalaust Áfram með vini okkar. Um kvöldið fara þeir félagar inn á einn nektarstaðinn, báðir vel drukknir, Palli veitti Nonna félaga sínum vel fyrir að kaupa fyrir hann í Ríkinu. Áldurstakmarkið er bara 18 ára við dyrnar. Þá er komið að barnum. Palli fær ekki afgreiðslu, þar er 20 ára aldurstakmark (?). „Nonni, farðu á barinn fyrir mig, hérna er pengingur." Kvöldið hjá Palla fer síðan í að hafa Nonna í sjónmáli svo að barferðirnar klikki nú ekki. Hver á svo að fylgjast með þessu? Jú, lögreglan fyrst og fremst, en síðan dyraverðir og af- greiðslufólk á börunum. En hverj- um hugsandi manni er ljóst að þessar reglur eru fyrirfram dæmd- ar til að mistakast og hafa í raun aldrei verið virtar af einum né nein- um. Dyravörðurinn reynir sem hann má að krefja fólk um skilríki en enginn á þau við dyrnar, né hjá þjóninum við barinn. Hver hefur tíma til að standa í þvargi við fullt af drukknu fólki sem stendur í einni kös og treðst sem það má? Lái hver sem er þessu fólki að gef- ast upp fyrir óskynsömum reglum sem þeim er gert að fylgja en al- menningur er ákveðinn í að brjóta. Ég vildi sjá alla 63 þingmenn þjóð- arinnar inni í veitingahúsi klukkan 2.30 á laugardagskvöldi. Þar eiga þeir að fylgjast með og passa uppá að engum undir 20 ára aldri verði veitt áfengi. Strangt eftirlit getur engan veginn komið í veg fyrir þennan tvískinnung. Slíku eftirliti mætti líkja við regluna á fótbolta- vellinum, maður á mann. Tillaga mín á þessu rugli öllu saman er þessi: Þar sem sjálfræðis- aldurinn er 18 ár, þá skulum við færa allt til samræmis við hann og láta fæðingardaginn ráða alls stað- ar. Útivistarreglunni, bílprófinu, áfengiskaupaaldrinum, kosningar- réttinum, aðganginum að skemmti- stöðunum og þar með að börunum. Alsherjarregla 18 ára. Þessu þarf svo að fylgja strangt eftir. Passaskylda við hverjar þær dyr, sem aldurstakmark er við. 99% verða þá með ökuskírteini, hinir geta örugglega fundið einhver skilríki sem mark er á takandi (kredit- og debetkort) og framvísað þeim. Höfundur starfíir sem yfirlög- regluþjónn á ísafirði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.