Morgunblaðið - 23.08.2000, Page 27

Morgunblaðið - 23.08.2000, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST 2000 27 ERLENT Kúba fordæmir bandarísk aðlögunarlög Havana, Colon. AFP, AP. Greinaflokkur í breska blaðinu Guardian um fískveiðar fslensk fískveiði- stjómun sögð vera til fyrirmyndar ÍSLENSK fiskveiðistjórnun er til fyrirmyndar hvað varðar viðhald þorskstofnsins og annarra stofna og fiskveiðistjórnun Evrópusambands- ins á sök á tuttugu ára hnignun fiskistofna. Þetta er meðal annars niðurstaðan í greinaflokki um sjáv- arútvegsmál, sem breska blaðið Guardian hefur birt að undanförnu. í umfjöllun blaðsins er bent á að þorskstofn, sem hefur hrunið, virð- ist ekki eiga sér viðreisnar von. Þá blómstri oft minni tegundir, til dæmis rækja, en með þessu sé verið að saxa á lífkeðjuna, því ofveiði geti þannig þurkkað út hvern hlekkinn eftir annan. Fiskeldi leysir að mati blaðsins ákveðinn vanda hvað varðar fram- boð á fiski, sem ekki fæst annars jafnauðveldlega, til dæmis lax. Fiskeldisstöð í Skotlandi gerir nú tilraunir með þorskrækt og gefa þær góðar vonir. Gallinn við fiskeldi sé hins vegar að heil reiðinnar býsn af sjávarafla þurfi í fóður og fiskeldi sé gífurlegur mengunarvaldur. Islendingar lærðu sína lexíu í þorskastríðinu „í Bretlandi snerist málið um að varðveita störf í Humberside, en á Islandi snerist málið um að varð- veita afkomuna," segir um þorska- stríðið 1973. Framan af hafi ekki verið auðvelt að ná tangarhaldi á stjórnun fiskveiða, enda margt á huldu í þeim fræðum. Á Islandi, líkt og í Evrópusambandinu beiti stjórnmálamenn þrýstingi til að rýmka um kvótana og láti ábend- ingar fiskifræðinga sem vind um eyru þjóta. En þrátt íýrir þrýstinginn sé svo komið að ísland sé lýsandi fyrir- mynd á sviði fiskveiðistjórnunar, þótt ástandið þar sé ekki fullkomið. Síðan rekur blaðið helstu atriði fisk- veiðistjórnunar á íslandi. Vitnað er í Barry Dees, framkvæmdastjóra breskra fiskimanna, sem segir að fiskveiðistjórnun á íslandi sé að vissu leyti auðveldari en í ESB, þar sem mörg lönd takist á. Dees álítur að af íslandi megi draga þann lærdóm að best sé að reka fiskveiðistjórnun á vísindaleg- um forsendum og fylgjast grannt með einstökum svæðum. „Þetta þýðir að endurheimta stjórnina frá ESB og koma henni í hendur ein- stakra landa og sjómanna á hverju Fiskeldi stefnir lífkerfí hafsins í hættu svæði. Þá náist samkomulag, sem allir muni styðja og hlýða. Sjávarútvegur í Bretlandi hefur skroppið mikið saman undanfarna áratugi. Fyrir fimmtíu árum unnu 48 þúsund manns í sjávarútvegi, en eru nú tæplega 18 þúsund. Guardi- an ályktar sem svo að hrapallegt ástand fiskistofna í Evrópu megi rekja til skelfilegrar fiskveiði- stjórnunar ESB. En það er heldur ekki svo að löndin fari eftir tilmælum ESB. Eliot Morley, sjávarútvegsráðherra Breta, þvertekur fyrir að Bretar standi sig verst í þeim efnum. Breska stjórnin lofaði þó 1997 að skera flotann niður um ellefu pró- sent, en hefur ekki náð nema eins prósents niðurskurði. Og Franz Fischler, sem fer með fiskveiðimál í framkvæmdastjórn ESB er argur yfir slælegri frammistöðu einstakra landa á sviði fiskveiðistjórnunar. En meðan löndin, stjórnmála- menn og ESB takast á heldur fisk- stofnunum áfram að hnigna. Þorsk- kvótinn í Norðursjónum er í ár 34,301 tonn, en um miðjan júlí höfðu aðeins veiðst ríflega 13 þúsund tonn, því þorskurinn er einfaldlega ekki til staðar. Að mati Guardian hefur ESB reynt að draga fjöður yfir slælega fiskveiðistjórnun sína með því að útvega kvóta annars staðar í heim- inum. Það hefur víða haft hrikaleg áhrif, því þá koma flotar fljótandi fiskvinnslustöðva og ryksuga fisk- inn upp, svo þeir, sem búa á þessum slóðum missa feng sinn og eru oft í stórhættu á smábátum sínum innan um risafleyin frá Evrópu. Eftir reynslu af þessu tagi hafa lönd eins og Marokkó lokað miðum sínum fyrir ESB-flotanum og Chile hleypir fiskiskipum þaðan ekki í höfn. í Evrópu heyrast einnig gagn- rýnisraddir, sem benda á að með þessum kvótakaupum sé ESB ein- faldlega að flytja út misheppnaða fiskveiðistjórn sína og ýta undir hrun fiskistofna annars staðar í heiminum. í Guardian er bent á að hrun fiskistofna sé ekki aðeins alvarlegt til skamms tíma litið, heldur einnig til lengri tíma. Reynslan af hruni þorskstofnsins við Nýfundnaland bendi til að hruninn þorskstofn nái sér aldrei aftur á strik. Reynslan sýni að þegar stofnar stórvaxinna fisktegunda hrynji blómstri stofnar lítilla sjávardýra, sem þeir stóru lifi á. Þetta hafi gerst með rækju, bæði við Nýfundnaland og Bretland, sem gefi verðmætan afla. En með tíman- um séu þessir stofnar einnig í hættu sökum ofveiði. Nú sé talað um að nýta svifið, lægsta stigið í lífkeðju hafsins. Það sé ógnarleg tilhugsun, því hverfi svifið hverfi allt líf í haf- inu. Með þessu móti sé búið að veiða lífkeðjuna niður í botn. Fiskeldi: Geigvænleg lausn? I Skotlandi er fiskeldisstöð komin langt á veg með þorskeldi, sem mið- ast að því að sjá þjóðinni fyrir 50 þúsundum af þeim 170 þúsund tonnum, sem árlega er neytt af þorski í Bretlandi. Af þessum 170 þúsund tonnum er nú um þriðjung- ur afli frá breskum sjómönnum. í þorskeldinu eru draumarnir stórir. Það er orðið erfitt að finna staði fyrir meira fiskeldi en fyrir er, mest laxeldi. Því er stefnt á ræktun lengra úti. Bent er á að í olíuvinnslu séu stöðugt fundnar leiðir til að vinna olíu lengra og lengra úti í hafi. Sama megi hugsa sér með fiskeldi. En þótt fiskeldi leysi ofveiði- vanda og sjái neytendum fyrir stöð- ugu framboði af ódýrari fiski en ella er fiskeldi eins og kunnugt er gífur- legur mengunarvaldur. Víða við Skotland hefur allt líf þurrkast út á hafsbotni í námunda við fiskeldis- stöðvar. Hluti af ásókn fískveiði- flotans, þess sem stundar ryksugu- veiðarnar, stafar af því að það er verið að veiða í eldisfóður. Rannsóknir sýna að af þeim stofnun, sem ryksuguflotinn sækir í, eru fjórir af fimm mest veiddu stofnunum veiddir í fóður fyrir fisk- eldi og annað dýraeldi og átta af tuttugu mest veiddu stofnunum. Útþenslan í fiskeldi er því gífurleg byrði á villtum fiskistofnum. Með áframhaldandi veiðum í fóður er sjávarlífinu stefnt í hættu og þá um leið fiskeldinu, þegar til lengdar lætur. Umfjöllun Guardian er að finna á www.guardianunlimited.co.uk/fish KÚBANSKA ríkismálgagnið Granma sakaði í gær Banda- ríkjasljórn um að neita að veita upplýsingar um dauða tveggja kúbanskra bræðra er hlutu þau ör- lög að verða hákörlum að bráð úti fyrir strönd Flórída í síðustu viku. í leiðara blaðsins sagði að bandarísk stjórnvöld héldu yfirleitt leyndum upplýsingum um örlög Kúbumanna sem létu lífið við tilraunir til að komast til Bandaríkjanna. Á stóru auglýsingaskilti í Hav- ana, höfuðborg Kúbu, segir: Niður með kúbönsku aðlögunarlögin og er þar skírskotað til bandarískra laga er tryggja Kúbumönnum landvist komist þeir yfir sundið milli Kúbu og Bandarikjanna, en á þeim slóðum er mikið um hákarla. I leiðara Granma voru lög þessi köll- uð „manndrápslög". Kúbönsku aðlögunarlögin voru sett í Bandaríkjunum 1966, en eng- ir flóttamenn utan Kúbanar fá sjálf- krafa landvistarleyfi í Banda- ríkjunum. Kúbustjórn lítur á lögin sem lítt dulda tilraun til að hvetja Kúbumenn til að reyna að komast yfir sundið með ólöglegum báts- ferðum og Ieita að hærra launuðum störfum í Bandaríkjunum en þeim gefast á Kúbu. Eyjarskeggjar sem ekki geta fengið landvistarleyfi í Banda- ríkjunum líta á lögin sem eina möguleika sinn á kjarabótum, en á Kúbu eru opinber störf á lágum launum oft eina vinnan sein býðst. Móðir bræðranna sem létust í síð- ustu viku segist telja að lögin hafi lagt margar fjölskyldur í rúst. Dótt- ir hennar tók í sama streng og sagði að flestir þeir Kúbumenn sem reyndu að komast til Banda- ríkjanna næðu ekki alla leið. ^ö,ða 2a fle Viö bjóðum þér í reynsluakstur á Isuzu, breyttum eða óbreyttum. Þú gætir dottið í lukkupottinn og unnið glæsilega skemmtiferð fyrir tvo til Mexíkó. Aukavinningar: Fallegar Isuzu ferðabækur Stórsýning hjá Bílheimum Opið til kl. 20:00 í kvöld ÚRVAl-ÓTSÝH Bílheimar ehf. Sœvarhöfba 2a Sími:52S 9000 www. bilheimar. is Umboðsmenn um allt land

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.