Morgunblaðið - 23.08.2000, Side 46

Morgunblaðið - 23.08.2000, Side 46
-<46 MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ANNA - ÞORVALDSDÓTTIR + Anna Þorvalds- dóttir skrifstofu- maður fæddist á Þóroddsstöðum í Hrútafirði hinn 4. apríl 1929. Hún lést á heimili sinu að kvöldi miðvikudags- ins 16. ágúst síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Þor- valdur Böðvarsson, -^bóndi og hreppstjóri á Þóroddsstöðum og kona hans, Gróa María Oddsdóttir. Systkini hennar eru Kristín, Þorvaldur, Haraldur, Oddný Guðrún (látin), Ingibjörg, Böðvar, Arndís, Ása, og Þór- arinn. Fjögurra mánaða fór Anna í fóstur til móðursystur sinnar Önnu Oddsdóttur og eiginmanns hennar Sigurðar Steinþórssonar, kaupfélagsstjóra í Stykkishólmi, og ólst upp í Norska húsinu ásamt Ingibjörgu systur sinni og fóstursyskinum sínum: Steinþóri, Gunnari Oddi, Haraldi og Sig- ^rúnu Gyðu. Maki Önnu var Bragi Krist- jánsson, f. 17. ágúst 1924, d. 5. október 1985. Þau gengu í hjóna- band í Stykkishólmi 14. maí 1949. Börn þeirra eru: 1) Anna Mar- ía, f. 29.8. 1949. Sonur hennar er Viðar Bragi Þorsteinsson, f. 25.9. 1973, maki hans er Kolbrún Anna Björnsdóttir, dætur þeirra eru: Þórdís Ylfa, f. 6.3. 1994 og Elín Ylfa, f. 2.8. 1999. 2) Ingveldur, f. 29.1. 1951, d. í maí 1952. 3) Atli, f. 9.6. 1955, maki hans er Ólöf Leifsdóttir. Þeirra börn eru: Margrét Anna, f. 7.9. 1980, Leifur, f. 7.6. 1983 og Ásgeir, f. 8.9. 1987. 4) Krist- ján Ingi, f. 13.4. 1959, maki hans er Ásta Margrét Jó- hannsdóttir. Synir þeirra eru: Daníel, f. 28.10. 1988 og Bragi, f. 3.7. 1992. Dóttir Kristjáns og Margrétar Guðjónsdóttur er AnnaLind, f. 7.11.1979. 5) Bragi, f. 30.10. 1961. 6) Ingveldur Björk, f. 30.3. 1965 í sambúð með Guðmundi Jónssyni. Börn þeirra eru: Ingunn María, f. 16.5. 1994 og Kristján, f. 14.2. 1997. Fyrstu hjúskaparár sín bjuggu Anna og Bragi í Stykkishólmi en fluttu til Reykjavíkur árið 1953. Anna starfaði hjá Rafmagnsveit- um rikisins frá árinu 1959 fyrstu árin við ræstingar en sem skrif- stofumaður frá árinu 1986 þar til hún lét af störfum vegna aldurs árið 1999. Útför Önnu fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 10.30. Kæra Anna. Mig langar að minnast þín um leið og ég kveð þig og þakka þér tuttugu og fimm ára samfylgd. Það er erfitt '--ð þurfa að sætta sig við að eiga þig ekki lengur að. Það var okkur öllum reiðarslag þegar þú greindist með illkynja ólæknandi sjúkdóm fyrir að- eins hálfu ári síðan. Þeim tíðindum tókst þú með jafnaðargeði og hug- rekki enda ekki við öðru að búast af þér. Þú taldir það skyldu þína gagn- vart börnum þínum að gefast ekki upp. Þiggja alla þá læknismeðferð sem í boði var sem gæti lengt eða aukið gæði þess lífs sem þú áttir eft- ir ólifað. Hvernig þú tókst á við þessi erfiðu veikindi var aðdáunarvert. Margt kemur upp í hugann á þessari kveðjustund. Fallega heimil- SOLSTEINAR vlð Nýbýlaveg, Kðpavogl Sími 564 4566 vom v/ Trossvo0skii*kjMC(ai‘ð Sími: 554 0500 Legsteinar Vönduð íslensk framleiðsla Fáið sendan myndalista MOSAIK Hamarshöfði 4, 110 Reykjavík sími: 587 1960, fax: 587 1986 + Okkar kæra, ÞÓRA ÞORSTEINSDÓTTIR fyrrv. talsímakona frá Grund í Svínadal, Flókagötu 7, Reykjavík, sem andaðist 16. ágúst sl. verður jarðsungin frá Kópavogskirkju föstudaginn 25. ágúst kl. 15.00. Jarðsett verður í Gufuneskirkjugarði. Ásta Sigfúsdóttir, Guðmundur Þorsteinsson, Guðrún Sigurjónsdóttir, Guðrún Jakobsdóttir, Sigrún Guðmundsdóttir. Einar Sigurðsson og fjölskyldur. Marmari Granít Blágrýti Gahbró Líparít ið þitt á Guðrúnargötunni og sam- verustundirnar þar, laufabrauðs- gerð á aðventunni, hangikjötið á jóladag, jólasmákökurnar þær fal- legustu og bestu í heimi, sörurnar, sumarbústaðaferðirnar í Kjósina og svona mætti lengi telja. Þú hafðir gott lag á börnum og voru þau alltaf róleg og undu sér vel í návist þinni. Þau lærðu margt af þér og munu geta yljað sér við góðar minningar um þig. Þú hafðir mikið starfsþrek og virt- ist njóta þín við nánast allt sem þú tókst þér fyrir hendur. Áhugamálin voru mörg, má þar nefna ferðalög bæði innanlands sem utan í góðra vina hópi, gönguferðir í náttúrunni með gönguhópnum, ljóðalestur, handavinna og svo tókstu upp á því fyrir fáum árum að fara að spila golf þér til ómældrar ánægju. Það er ómögulegt að segja upp á hverju þú hefðir tekið til viðbótar hefði þér enst aldur til. Þér fannst kvíðvæn- legt að þurfa að hætta að vinna þegar þú yrðir sjötug eins og lög gera ráð fyrir bæði vegna þess að nóg var eftir af þreki og svo myndir þú sakna vinnufélaganna. En þú varst farin að njóta þess að hafa meiri tíma til að sinna fjölskyldunni, vinunum og áhugamálunum þegar heiisan brást. Þú varst farin að taka þátt í félagsstarfi aldraðra á Vestur- götunni og virtist þú ætla að blómstra í þeim félagsskap. Þar bættist við enn eitt áhugamálið, bútasaumur. Þú sagðir mér stuttu áður en þú lést að þú hræddist ekki dauðann en þér þætti sárt að geta ckki fylgst lengur með barnabörnunum og það væri svo margt eftir sem þig langaði til að gera. Þú baðst mig að nota tím- ann vel og njóta þeirra gæða sem líf- ið bíður upp á. Mér er ofarlega í huga þakklæti fyrir velvild þína í minn garð. Þín verður sárt saknað en við eigum góðar minningar um þig sem við varðveitum. Þín tengdadóttir, Ólöf Leifsdóttir. Ég hitti Önnu fyrst fyrir tæpum áratug, þegar ég eignaðist svolitla hlutdeild í Viðari Braga, dóttursyni hennar, sem síðar varð tengdasonur minn. Seinna eignuðumst við ennþá meira sameiginlegt; barnabörnin mín, Þórdís og Elín, voru fyrstu langömmubörnin hennar. Eftir því sem árin liðu og ég kynntist Ónnu betur dýpkaði virðing mín fyrir þessari sterku og greindu konu. Hún var sannkölluð ættmóðir, miðpunktur samheldinnar fjöl- skyldu. Hún bar ekki tilfinningar sínar á torg og var heldur ekki að fjölyrða um hlutina, gerði bara það sem gera þurfti. Fyrir rétt rúmu ári fæddist Elín litla mitt í því að foreldrar hennar, systir og amma voru að flytja búferl- um og koma sér fyrir í nýju húsi. Þá kom stórfjölskyldan til hjálpar með Önnu ömmu í farabroddi. Hún mætti á hverjum morgni og stóð fram á kvöld við að pakka, þrífa og mála og hnussaði bara ef nokkur leyfði sér að ýja að því að hún þyrfti að hvfla sig. Skömmu eftir að Viðar og Kol- brún fóru að vera saman fór hún að skreppa með fjölskyldunni upp í bústað, eins og sagt var. Sumarbú- staðurinn við Meðalfellsvatn, sem Bragi og Anna reistu, var mikið not- aður af öllum fjölskyldumeðlimum. Ég skfldi ekki þessa áráttu að þurfa að fara þangað uppeftir hvenær sem tækifæri gafst - ekki fyrr en við hjónin þáðum boð þangað og eydd- um þar nótt. Þegar ég leit yfir speg- ilslétt vatnið snemma morguns í kyrrð sem ekkert rauf nema kliður- inn í litla læknum skildi ég hvers vegna staðurinn var þeim öllum svo mikilvægur. Þarna var Anna drottn- ing í ríki sínu, óþreytandi við að hlúa að gróðrinum i kring um bústaðinn og að bera freistandi veitingar á borð fyrir fjölskyldu og gesti. Anna lét af störfum á síðastliðnu sumri og átti nú loks að hafa meiri tíma til að sinna hugðarefnum sínum og eiga ögn náðugri daga. En iðju- leysi var henni ekki að skapi og hún bauðst til að gæta litlu langömmu- stelpunnar sinnar meðan mamma hennar var að vinna. Fljótlega fann hún að verkur í baki gerði henni ómögulegt að vera með smábarn á höndum. Þessi verkur var fyrsta ein- kenni þess sjúkdóms sem varð henn- ar banamein, en það var ekki fyrr en í febrúar sem Ijóst var hvernig kom- ið var. Hún barðist hetjulega meðan hægt var, en tók svo örlögum sínum með reisn og rósemi þegar öll von um bata var úti. Sú mynd sem sækir á huga minn nú þegar ég skrifa þessi kveðjuorð er frá heimsókn í sumarbústaðinn sem var Önnu svo kær. Ég sé hana fyrir mér leggja frá sér verkfærin eftir annasaman dag í garðinum og setjast á bekkinn við bátaskýlið. Hún hallar sér aftur á bak, lygnir aftur augunum og teygir andlitið upp móti geislum kvöldsólarinnar, nýtur hvfldar að loknu vel unnu dagsverki. Þannig vil ég muna þessa sterku og góðu konu. Við hjónin sendum Önnu Maríu, systkinum hennar og fjölskyldum þeirra innilegar samúðarkveðjur. Missir ykkar er mikill og sár, en arf- leifð Önnu lifir áfram í fjölskyldu þar sem samhjálp, samstaða, traust og vinátta eru sjálfsögð og eðlileg. Guð veri með ykkur öllum. Ragnheiður Gestsdóttir. Gengin er mæt kona, samstarfs- maður og góður félagi. Anna Þor- valdsdóttir hóf störf hjá Rafmagns- veitum ríkisins árið 1959 og vann þar af þekktum myndarskap allt þar til hún lét af störfum sökum aldurs í aprfl 1999 eftir 40 ára starf. Framan af sinnti hún ræstingum en árið 1986 tók hún við starfi í skrifstofuþjón- ustu fyrirtækisins. Anna tók drjúg- an þátt í að móta starfið með natni sinni og eljusemi og eru það ófá verkefnin sem nú heyra undir skrif- stofuþjónustuna. Heiðarleiki, skipulag og næmt auga fyrir fegurð einkenndi Ónnu og allt umhverfi hennar. Hún barst ekki mikið á en stóð eins og klettur upp úr straumhvörfum þegar mikið lá við. Starfsmannafélag RARIK í Reykjavík leitaði ósjaldan til hennar við undirbúning atburða og mörg jólaböllin hefðu aldrei verið haldin ef hennar stuðnings hefði ekki notið við. Anna var ljóðelsk og hafði mikið yndi af Ijóðalestri. Þegar nokkrir starfsmenn tóku sig saman og stofn- uðu ljóðahóp var Anna með frá upp- hafi og tók virkan þátt jafnt í upp- lestri sem áheyrn. Hálfkák var ekki hennar stfll svo að hún skellti sér á námskeið í ljóðum í Háskólanum og miðlaði svo til annarra af reynslu sinni. Söngelsk var Anna líka og kór starfsmanna RARIK var henni kær enda var hún mikill stuðningmaður hans og ötul við fjáröflun og undir- búning honum tengdum. Voru það ófá söngferðalögin sem hún fór með kórnum, jafnt innanlands sem utan. Anna var félagslynd að eðlisfari og óhrædd við að reyna eitthvað nýtt. Þegar gönguhópur var stofnaður meðal starfsmanna var Anna óðara búin að reima á sig skóna og lögð af stað á Laugaveginn, Hornstrandir, Jökulsárgljúfur, Kinnafjöll og ótal fleiri staði. Þegar bridge-áhugi vaknaði innan fyrirtækisins var Anna með þeim fyrstu til að skrá sig á námskeið og mætti svo galvösk í bridge-mótin í lgölfarið. Fyrsta RARIK golfmótið var haldið sumarið 1995 og var Anna mætt til að fylgjast með gangi mála og hvetja sína menn. Vorið eftir fór hún á golfnámskeið og sumarið 1996 keppti Anna í fyrsta sinn á RARIK mótinu og æ síðan, nú síðast á Aust- urlandi 1999. Það verður því skarð fyrir skildi á golfmótinu í Borgarnesi nú í byrjun september en við sam- starfsmenn og félagar Önnu erum þess fullviss að hún fylgist með okk- ur broshýr að vanda. Fjölskylda Önnu var henni hjart- fólgin og hún þeim og hugur okkar leitar til þeirra á þessari sorgar- stundu. Við horfum á eftir tryggum, glaðværum félaga og góðum vini með söknuði í hjarta og með þakk- læti fyrir góðar stundir. Starfsfélagar hjá Rafmagnsveitum ríkisins. í dag kveðjum við yndislega konu og trygga vinkonu, Önnu Þorvalds- dóttur. Anna hóf störf hjá RARIK árið 1959 en árið 1986 hóf hún störf hjá skrifstofuþjónustu RARIK og frá þeim tíma batt Anna mikil tryggða- bönd við RARIK-kórinn og tók af heilum hug þátt í öllu því sem kórinn tók sér fyrir hendur. Margar og góðar minningar koma upp í hugann þegar hugsað er til baka. Ótal ferðir í æfingabúðir í glórulausu veðri og uppákomur þeim tengdar. Afmælisfagnaðii’ kórsins og aðrar uppákomur - alltaf var Anna tilbúin að taka þátt í öllum með okkur. Ekki má gleyma ferðum okkar er- lendis þar sem Anna var hrókur alls fagnaðar og naut þess að ferðast með hópnum og nú síðast sumarið 1999 fórum við til Færeyja þar sem Anna var að sjálfsögðu meðal okkar. Að taka þátt í félagsstarfi RARIK og kórsins var Önnu mikið hjartans mál og án slíkrar tryggðar og elju sem Anna sýndi væri félagsstarf okkar ekki mikið. Anna var mikil útivistarkona og voru ófáar gönguferðirnar með „Gestum og gangandi“ í Heiðmörk- inni á sunnudagsmorgnum og á aðra fagra staði úti á landi. Hún var einn- ig mikill unnandi faguiTa lista og hafði næmt auga fyrir öllu því sem náttúrulegt og fallegt var. Nú síð- ustu árin var Anna farin að stunda golf og eins og í öllu sem hún tók sér fyrir hendi var það af heilum huga gert. Kæra Anna! Okkur í RARIK- kómum og félögum langar að þakka þér fyrir allar yndislegu samveru- stundirnar sem við áttum saman í gegnum árin. Þín verður sárt saknað þegar við hefjum störf í haust og án efa eigum við oft eftir að minnast alls hins óeigingjarna starfs þíns í þágu kórsins. Fjölskyldu Önnu sendum við okk- ar innilegustu samúðarkveðjur og biðjum góðan Guð að styrkja þau. RARIK-kórinn og félagar. JÓHANN ÁSGEIR JÓNSSON + Jóhann Ásgeir Jónsson fæddist á Isafirði 4. apríl 1984. Hann lést á Landspitalanum 30. júlí siðastliðinn og fór útför hans fram frá ísafjarðarkirkju 5. ágúst. Nú þegar ég kveð minn kæra vin Jóhann Ásgeir Jónsson ætla ég að skrifa nokkur orð. Það er mér eins og mörgum öðrum sárt að missa þennan ljúfa dreng, en það er mikil huggun að vita að honum líður vel. Jóhann Ásgeir átti við mikla fötlun að stríða en lét það aldrei á sig fá. Ég gleymi því aldrei þegar hann spurði mig fyrir fram- an krakkana í skólan- um, hvort ég vildi gift- ast sér og þegar þau fóru að hlæja sagði hann að svona mál væru ekkert grín. Og svo er mér það ógleymanlegt þegar hann fór með hlutverk veðurfréttamanns með stæl á árshátíð Grunnskólans á Isa- firði. En um leið og ég kveð þennan gullmola vil ég votta hetjunni Ernu Stefánsdóttur móður hans og öðrum aðstandend- um mína dýpstu samúð. Vertu nú sæll Jóhann minn, þín vinkona, Rannveig Hera.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.