Morgunblaðið - 23.08.2000, Side 22

Morgunblaðið - 23.08.2000, Side 22
22 MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST 2000 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Árshlutauppg;jör Olíuverslunar íslands hf. - Hagnaður dregst saman milli ára Rekstrartekjur hækka um 47% milli ára Iflll Olíuverzlun íslands hf. | Úr milliuppqjöri 2000 Rekstrarreikningur jan. -júni 2000 1999 Breyting Rekstrartekjur Milljónir króna Rekstrargjöld Afskriftir Fjármunatekjur (fjármagnsgjöld) 5.575 -5.256 -94 -42 3.786 -3.480 -66 -6 47% 51% 42% Hagnaður fyrir skatta Skattar 183 -64 234 -71 -22% -10% Hagnaður tímabilsins 119 163 -27% Efnahagsreikningur 30.06.OO 31.12.99 Breyting Eignir samtals Milljónir króna 8.688 7.268 +20% Eigið fé 3.010 2.915 +3% Skuldir 5.678 4.353 +30% Skuldir og eigið fé samtals 8.688 7.268 +20% Kennitölur og sjóðstreymi 2000 1999 Breyting Eiginfjárhlutfall 35% 40% Veltufjárhlutfall 1,3 1,4 Veltufé frá rekstri Milljónir króna 228 209 +9% HAGNAÐUR Olíuverslunar íslands hf. og dótturfélaga fyrstu sex mán- uði þessa árs nam 119 milljónum króna, eftir skatta, en var 163 millj- ónir fyrir sama tímabil á síðasta ári, sem er 27% lækkun. Rekstrartekjur félagsins hækkuðu um 47% á milli ára, voru 3.786 milljónir á síðasta ári en 5.575 milljónir í ár. í tilkynningu frá félaginu segir að hækkun rekstr- artekna megi einkum rekja til hækk- unar á heimsmarkaðsverði á elds- neyti og verulega aukinnar sölu í öðrum vörum. Rekstrargjöld hækk- uðu um 51% á milli ára, úr 3.480 milljónum í 5.256 milljónir. Rekstr- arhagnaður fyrir fjármagnsliði var 319 milljónir en 306 milljónir í fyrra og hækkaði því um 4%. Afskriftir voru 94 milljónir á móti 66 milljónum á síðasta ári. Fram kemur í tilkynn- ingu félagsins að hækkun afskrifta skýrist einkum af byggingu nýrra höfuðstöðva, auk þess sem afskriftir hafl lækkað á árinu 1999 þar sem eldri höfuðstöðvar og aðstaða félags- ins í Laugarnesi hafí verið seld árið 1998. Fjármagnskostnaður hækkaði úr 6 milljónum í íyrra í 42 milljónir. Heildareignir félagsins 30. júní 2000 námu 8.688 milljónum og höfðu hækkað um 20% frá áramótum en þá voru þær 7.268 milljónir. Heildar- skuldir voru 5.678 milljónir saman- borið við 4.353 milljónir á áramótum. í tilkynningu Olís segir að veruleg hækkun eigna og skulda megi eink- um rekja til mikillar hækkunar birgða og viðskiptakrafna vegna hækkana á heimsmarkaðsverði elds- neytis. Bigið fé í lok júní var 3.010 milljónir samanborið við 2.915 millj- ónir á áramótum og hafði því hækk- að um 3%. Arðsemi eigin fjár var 8,2% en 13% árið áður. Bókfært verð eignarhluta Olís í fé- lögum á hlutabréfamarkaði var í lok júní 1.818 milljónir króna. Þar af var eignarhlutur í félögum á hlutabréfa- markaði bókfærður á 753 milljónir króna. í tilkynningu frá félaginu seg- ir að markaðsverð sömu hluta hafi verið 1.339 milljónir eða 586 milljón- um hærra en bókfært verð og hafði það hækkað um 10 milljónir á árinu. Fram kemur í tilkynningu Olíss hf. að ef ekki komi til óvæntar breyt- ingar á ytri aðstæðum það sem eftir lifir þessa árs geri áætlanir félagsins ráð fyrir að heildarafkoma ársins verði viðunandi. Arðsemi eigin fjár ekki ntikil Edda Rós Karlsdóttir, hjá rann- sóknum og greiningu Búnaðarbank- ans Verðbréfum, segir að velta Olíss hf. aukist um 47% milli ára sem sé mun meira en velta Essó og Skelj- ungs. Kostnaðarverð seldra vara sé hins vegar að aukast enn meira eða um 62% og rekstrargjöld í heild auk- ist um 51%. Þá hafi heimsmarkaðs- verð á olíu og bensíni hækkað mjög mikið á milli ára. Hún segir að þar sem álagning olíufélaganna á bensín- verð sé föst krónutala lækki hlut- fallsleg framlegð seldra vara. Aukn- ar afskriftir og óhagstæðari fjármagnsliðir vegna gengislækkun- ar krónunnar valdi því svo að hagn- aður dragist verulega samana á milli ára. Afleiðing hækkunar olíu- og bensínverðs sé einnig sú að fjárbind- ing aukist í formi birgða og skamm- tímakrafna og efnahagsreikningur félagsins stækki því mikið milli ára. Edda Rós segir að 8,2% arðsemi eig- in fjár á tímabilinu sé ekki mikið í umhverfi 5-6% verðbólgu. „Miklar breytingar hafa verið hjá olíufélögunum. Þau hafa öll verið að breikka vöruval sitt og hafa lagt út í miklar fjárfestingar á síðustu árum. Miklar sveiflur í olíuverði gera það erfiðara en ella að meta árangur þessarar útrásar, en það verður spennandi að fylgjast með afkom- uþróuninni á næstu misserum," seg- ir Edda Rós. Bréf Olíuverslunarinnar lækkuðu um 2,3% í gær en lítil viðskipti lágu að baki þeim viðskiptum. Hagnaður Sjóvár-Almennra hf. 185 milljónir á fyrstu sex mánuðum ársins 773 milljóna tap af vátrygg- ingarekstri SJ0VA ■ ALMENNAR Úr milliuppgjöri 2000 Rekstrarreikningur jan. -júni 2000 1999 Breyting Eigin iðgjöld Milljónir króna 2.453 1.971 +24% Fjárfest.tekjur af vátrygg.rekstri 627 587 +7% Eigin tjón -3.133 -2.001 +57% Hagn. (tap) af vátryggingarekstri -773 150 Hagnaður af fjármálarekstri 996 76 +1206% Aðrar tekjur (gjöld) af reglul. starfs. -10 -22 -56% Tekju- og eignarskattur -28 -27 +3% Hagnaður tímabilsins 185 177 +5% Efnahagsreikningur 30.06.OO 31.12.99 Breyting Eignir samtals Milljónir króna Eigið fé Skuldir og skuldbindingar Skuldir og eigið fé samtals 3.253 16.811 3.077 +6% 14.436 +16% 20.064 17.513 +15% Sjóðstreymi jan. - júni 2000 j 1999 Breyting Veltufé frá rekstri Milljónir króna 865 +7% HAGNAÐUR Sjóvár-Almennra trygginga hf. á fyrstu sex mánuðum ársins 2000 var 185 milljónir króna eftir skatta, en var 177 milljónir á sama tímabili á síðasta ári. Tap af vátryggingarekstri var 773 milljónir í stað 150 milljóna hagnaðar árið áð- ur. Bókfærð iðgjöld hækkuðu um 19% milli ára, voru 3.798 milljónir króna í ár, 3.191 milljón á síðasta ári. Eigin iðgjöld hækkuðu um 24% úr 1.971 milljón í fyrra í 2.453 millj- ónir í ár. Bókfært tjón var 2.512 milljónir en var 1.962 milljónir árið áður og hækkaði því um 28%. Eigið tjón hækkaði hins vegar um 57% milli ára, var 2.001 milljón á fyrstu sex mánuðum ársins 1999 en 3.133 milljónir í ár. Þá hækkaði hreinn rekstrarkostnaður um 33% milli ára, var 367 milljónir í fyrra en 488 millj- ónir á þessu ári. Fjárfestingatekjur yfirfærðar á vátryggingarekstur voru 627 milljónir en 587 milljónir árið áður og hækkuðu því um 7%. Hagnaður af fjármálarekstri var 996 milljónir en 76 milljónir árið áður. Þessi hækkun er fyrst og fremst vegna hagnaðar af sölu hlutabréfa. Eignir Sjóvár-Almennra hf. hinn 30. júní síðastliðinn námu 20.064 milljónum króna og höfðu hækkað um 15% frá áramótum, en þá voru þær 17.513 milljónir. Eigið fé nam 3.253 milljónum í lok júní en var 3.077 milljónir á áramótum og hafði því aukist um 6%. Hluthafar voru 865 hinn 30. júní 2000 en 718 í ársbyrjun. Verri rekstrarafkoma varð af öll- um vátryggingargreinum Sjóvár- Almennra á fyrstu sex mánuðum þessa árs en á sama tímabili á síð- asta ári, nema af eignatryggingum og sjó-, flug- og farmtryggingum. 108 milljón króna hagnaður var af afkomu eignatrygginga í ár en 71 milljón á síðasta ári og afkoma sjó-, flug- og farmtrygginga hækkaði úr 20 milljónum í 23 milljónir. Afkoma lögboðinna ökutækjatrygginga versnaði úr 73 milljóna króna tapi á síðasta ári í 816 milljóna króna tap á þessu ári. Þá var tveggja milljóna króna tap af öðrum ökutækjatrygg- ingum en 39 milljóna króna hagnað- ur í fyrra. Almennar ábyrgðar- tryggingar voru 62 milljónir í mínus en 43 milljónir í plús á síðasta ári. 23 milljón króna tap var á slysa- og sjúkratryggingum en 10 milljóna króna hagnaður í fyrra og endur- tryggingar voru milljón í mínus í ár en 40 milljónir í plús á síðasta ári. Afkoman í vátrygginga- rekstrinum óviðunandi I tilkynningu frá Sjóvá-Aimenn- um hf. segir að afkoma félagsins á fyrstu sex mánuðum ársins 2000 sé svipuð og á sama tímabili á síðasta ári, en hún geti ekki talist viðunandi miðað við umfang rekstrar og eigin- fjárstöðu félagsins, einkum þegar tekið sé tillit til þess að hagnaður tímabilsins sé að mestu leyti borinn uppi af söluhagnaði af fjárfesting- um. Ljóst hafi verið þegar á síðasta ári að mjög slæm afkoma varð af ökutækjatryggingum og í upphafi þessa árs hafi mátt sjá að þessi þró- un héldi áfram. Því hafi ekki verið hjá því komist að endurskoða ið- gjaldagrunninn og iðgjöld hafi því verið hækkuð í byrjun júlí síðastlið- ins. Þá segir í tilkynningu félagsins að iðgjaldahækkuninni hafi verið haldið í lágmarki og hún fari ekki að skila félaginu tekjum fyrr en á seinni hluta ársins. Því sé gert ráð fyrir að rekstur félagsins á seinni hluta árisins verði í betra jafnvægi en á fyrri hlutanum og afkoma fé- lagsins batni. Einar Sveinsson, framkvæmda- stjóri Sjóvár-Almennra hf., segir ljóst að afkoman í vátryggingar- ekstri félagsins á fyrri helmingi þessa árs sé óviðunandi en að þær breytingar sem gerðar voru á ið- gjöldum í júlí síðastliðnum muni rétta þennan halla af. Að öðru leyti sé hins vegar ágætt jafnvægi í rekstrinum og markaðslega standi Sjóvá-Almennar ágætlega og sé fyr- irtækið vel í stakk búið til að takast á við verkefni framtíðarinnar. Lakari afkoma en búist var við Arnar Freyr Ólafsson hjá grein- ingardeild Landsbréfa segir að vá- tryggingarekstur Sjóvár-Almennra hf. á fyrri helmingi ársins sé mun lakari en búist hafi verið við. Hagn- aður af sölu hlutabréfa hafi hins vegar verið umtalsverður og hafi orðið til þess að rétta afkomu félags- ins við. Ástæður fyrir verri rekstr- arafkomu séu aðallega til komnar vegna mikilla breytinga á tjóna- skuld en eigin tjón hafi hækkað um 56% á meðan iðgjöld hækkuðu um 25%. Þessi staða ætti þó að lagast á seinni helmingi ársins vegna hækk- unar á iðgjöldum ökutækjatrygg- inga. „Hins vegar, ef litið er á árið í heild, búast Landsbréf ekki við miklum hagnaði af vátryggingar- starfsemi félagsins þar sem ofan- greind hækkun á iðgjöldum kemur væntanlega ekki til með að jafna eigin iðgjöld við eigin tjón,“ segir Arnar Freyr. I morgunpunktum Kaupþings í gær segir að gengi bréfa Sjóvár-AI- mennra hf. hafi lækkað nokkuð á síðustu vikum og markaðsverðmæti félagsins sé nú um 20,5 milljarðar króna. Það er mat greiningardeildar Kaupþings að íjárfestar ættu að halda bréfum sínum í félaginu um sinn. Minnsta atvinnu- leysi síðan í septem- ber 1991 ATVINNULEYSI hér á landi í júlímánuði var 1,1% af áætluð- um mannafla á vinnumarkaði og hefur það ekki verið minna síðan í septembermánuði 1991 er þá var það 0,9%. Skráðir atvinnuleysisdagar í júlí voru ríflega 35 þúsund á landinu öllu, um 11 þúsund hjá körlum og um 24 þúsund hjá konum. Þeim fækkaði um tæp- lega 5 þúsund frá mánuðinum á undan en fækkaði hins vegar um ríflega 20 þúsund miðað við júlímánuð á árinu 1999. Þetta kemur fram í yfirliti yfir at- vinnuástandið í landinu sem Vinnumálastofnun gefur út. Atvinnuleysisdagar í júlí síð- astliðnum jafngilda því að 1.624 manns hafi að meðaltali verið á atvinnuleysisskrá í mánuðin- um. Þar af voru 523 karlar og I. 101 kona. Þessar tölur jafn- gilda 1,1% af áætluðum mann- afla á vinnumarkaði samkvæmt spá Þjóðhagsstofnunar, eða 0,6% hjá körlum og 1,7% hjá konum. Það eru að meðaltali 205 færri atvinnulausir en í síð- asta mánuði og um 937 færri en í júlí í fyrra. Síðasta virka dag júlímánaðar voru 1.967 manns á atvinnuleysisskrá á landinu öllu en það eru um 142 færri en í lok júnímánaðar. Síðastliðna 12 mánuði voru um 2.133 manns að meðaltali atvinnu- lausir, eða um 1,5%, en árið 1999 voru um 2.602 manns án atvinnu, eða um 1,9% af áætluð- um fjölda á vinnumarkaði. Spá 0,9%-l,2% atvinnuleysi í ágúst Undanfarin 10 ár hefur at- vinnuleysi minnkað um 6,3% að meðaltali frá júní til júlí. Árs- tíðasveiflan milli júní og júlí á þessu ári er hins vegar heldur meiri en meðalsveiflan, eða II, 3%. í yfirliti Vinnumála- stofnunar segir að þessi ár- stíðasveifla sé innan eðlilegra marka. Atvinnuleysið batnaði alls staðar á landinu í júlímán- uði. Það minnkaði hlutfallslega mest á Suðurnesjum en þeim sem voru atvinnulausir fækkaði hins vegar mest á höfuðborgar- svæðinu og á Norðurlandi eystra. Atvinnuleysi er nú hlut- fallslega mest á höfuðborgar- svæðinu en minnst á Suður- nesjum. Þá var atvinnuleysið í júlímánuði á þessu ári almennt minna í ár en á sama tíma í fyrra á öllum atvinnusvæðum nema á Vestfjörðum, þar sem það var verulega meira. Að meðaltali voru um 72% atvinnu- lausra í júlímánuði á höfðu- borgarsvæðinu og 28% á lands- byggðinni. Vinnumálastofnun spáir því að atvinnuleysið í ágúst geti orðið á bilinu 0,9% til 1,2%. Atvinnuleysi hefur ekki mælst minna en í júlí síðastliðn- um síðan í september 1991, er það var 0,9%. Atvinnuleysið á því ári var að meðaltali 1,5% yf- ir árið í heild. Frá árinu 1980 til 1990 var atvinnuleysi á landinu að meðaltali 1,0% eða þar und- ir, nema á árunum 1984 er það var 1,3%, á árinu 1989, en þá var það 1,7% og á árinu 1990 er atvinnuleysið var 1,8% að með- altali yfir árið. Atvinnuleysi á árinu 1992 var að meðaltali 3,0%, 4,4% á árinu 1993 og 4,8% á árinul994. Á árinu 1995 var atvinnuleysið að meðaltali 5,0%. Síðan þá hefur það stöð- ugt farið minnkandi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.