Morgunblaðið - 23.08.2000, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 23.08.2000, Qupperneq 34
34 MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST 2000 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST 2000 35 + STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Framkvœmdastjóri: Hallgrímur B. Geirsson. Ritstjórar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. „ÉG ATTI EINU SINNI..." s Ibréfi frá Onnu Ringsted, sem birtist hér í Morgunblaðinu í gær, segir svo: „Eg átti einu sinni fimm börn á lífi, en á einu and- artaki, einn fagran morgun í maí fyrir fjórum árum, fækkaði í hópn- um mínum um einn, vegna þess, að tæplega 18 ára sonur minn fór ekki eftir settum reglum, hann notaði ekki belti, kannski ók hann of hratt, kannski var hann að hækka í græj- unum sínum, hann var ósofinn en hann var á leiðinni HEIM, átti bara ófarna nokkra metra, en þá...“ Þetta eru upphafsorð átakanlegs bréfs móður, sem missti son sinn í umferðarslysi. Anna Ringsted segir: „Hvað eig- um við að horfa upp á mörg ung- menni láta lífið í umferðinni eða örk- umlast? Eigum við að segja svona 20-30 á ári og friða okkur svo með því að segja, að þetta sé nú bara náttúrulögmál?! ... Eg hef áður nefnt það í hugrenningum mínum, að ég vilji sjá hækkaðan ökuleyfis- aldur, lágmark 18 ár, ég hef líka átt mér þann draum að ökumenn séu hiklaust sviptir ökuskírteini á staðn- um af minnsta tilefni, ég hef einnig nefnt það, að hér vanti sárlega staði undir æfingaakstur og mér er lífsins ómögulegt að skilja, af hverju ekk- ert gerist í þeim efnum, nema að svo litlu leyti að það tekur því ekki að nefna það.“ í Morgunblaðinu í gær komu fram athyglisverðar upplýsingar um fjölda umferðarlagabrota á síðasta þremur og hálfu ári. Á árinu 1997 voru tæplega 3800 ökumenn teknir fyrir of hraðan akstur. Ári seinna, 1998, voru þeir nær 6500 en á árinu 1999 tæplega 4000. Skýringin á þessari háu tölu 1998 er stóraukið eftirlit á því ári, sem segir væntan- lega einhverja sögu um það, hverju slíkt eftirlit getur skilað. Jafnframt kemur fram, að öku- menn á aldrinum 17-30 ára eru fjöl- mennasti hópurinn, sem tekinn er fyrir brot á umferðarlögum og enn fremur að langtum fleiri karlar en konur gerast brotlegir við umferð- arlög. Áskorun Önnu Ringsted hlýtur að hafa sterk áhrif á fólk. Tillögur hennar eru þess verðar að þær verði teknar til vandlegrar meðferðar hjá æðstu stjórn umferðarmála. KOFFÍNNEYZLA Nýjar rannsóknir á vegum Johns Hopkins-háskólans í Bandaríkj- unum benda til þess að koffíni sé ekki bætt í gosdrykki vegna bragðs heldur til þess að fá neytendur til að ánetjast drykkjunum. í samtali við Morgun- blaðið í gær af þessu tilefni sagði Magnús Jóhannesson læknir að neyzla koffíns hér á landi væri áhyggjuefni og benti í því sambandi sérstaklega á svonefnda orkudrykki, sem komnir eru á markaðinn m.a. hér og er sérstaklega beint að yngri ald- ursflokkum. Bandaríski læknirinn, sem stjórn- aði ofangreindri rannsókn, heldur því fram, að bera megi framferði gos- drykkjaframleiðenda saman við það, þegar tóbaksframleiðendur bættu níkótíni í sígarettur til þess að neyt- endur ánetjuðust framleiðslunni. Magnús Jóhannesson læknir telur mjög líklegt að þetta sé rétt. Þessi rannsókn og viðbrögð lækna eru mikið umhugsunarefni. Er ekki tilefni til þess, að þeir sem framleiða eða flytja inn slíka drykki hugsi sinn gang? Veiti fólk athygli foreldrum, sem koma með börn sín með sér í mat- vörubúðir verður Ijóst, að ungmennin sækja mikið í orkudrykkina en það fer heldur ekki á milli mála, að for- eldrar eru þeirrar skoðunar, að þess- ir drykkir séu skaðlegir heilsu barna sinna, því að yfirleitt banna þeir kaup á drykkjunum. Það getur ekki verið eftirsóknarvert fyrir matvöruverzl- anir að hafa vöru á boðstólum, sem viðskiptavinir þeirra telja skaðlega heilsu barna sinna og það getur held- ur ekki verið framleiðendum eða inn- flytjendum til framdráttar að dreifa slíkri vöru. 400 ÍSLENDINGAR Reykingar eru óþverri. Þær menga umhverfi okkar. Þeir sem reykja eru illa lyktandi. Þeir sem ekki reykja en eru nálægt reyk- ingamönnum finna að mengun vegna reykinga setzt í föt þeirra og þau verða ónothæf. Þetta eru hinar saklausari afleið- ingar reykinga, því að reykingar eru líka banvænar. I Morgunblaðinu í gær kom fram, að talið er að 400 íslendingar deyi ár hvert af völdum reykinga. Þetta eru staðreyndir, sem menn gera ekki til- raun til að mótmæla. Samt reykir fólk og reykir innan um annað fólk. Fjöldi fólks hættir að reykja, þeg- ar það er komið yfir miðjan aldur. Það er viðburður að sjá fólk reykja þegar það er komið á þann aldur. Þar eru á ferð eins konar eftirlegukindur. Það er hins vegar alvarlegt um- hugsunarefni að stundum a.m.k. virðast reykingar vera að aukast á meðal ungs fólks. Það er ástæða til að beina forvarnarstarfi gegn reyking- um fyrst og fremst að ungu fólki. Þar er sá hópur þjóðfélagsþegna, sem af einhverjum ástæðum lætur sig engu varða staðreyndir og upplýsingar, sem liggja fyrir. Það var hægt að skilja reykingafólk áður en rann- sóknir leiddu í Ijós skaðsemi reyk- inga. En eftir að hver rannsóknin á fætur annarri sýnir, að reykingar eru banvænar er áhugi ungu kynslóð- arinnar á reykingum óskiljanlegur. Ungt fólk ætti að taka höndum sam- an um að koma þeirri tízkubylgju í gang, að það sé sóðaskapur að reykja - sem það er. Það er lýti á ungum karli eða konu að reykja. Kennsla að hefjast í flestum skólum landsins 16 til 17 þúsund nemend- ur í framhaldsskólum Stýrimannaskólinn, Vélskólinn og Tækni- skólinn voru settir í gær og sigla aðrir skólar í kjölfarið í dag og næstu daga. Hjá skólunum þremur fengust þær upplýsing- ar að aðsókn væri dræm í þá tvo fyrst- nefndu, en í þann síðastnefnda hefði hún aukist um 43% milli ára. Morgunblaðið/Kristínn Stýrimannaskólinn var settur í gær og fengu nýnemar stundaskrá og kynningu á skólastarfinu, réttindum þeirra og skyldum. Efnahagsumbætur og frumkvæði Reuters Gerhard Schröder, kanslari Þýskalands, og Lionel Jospin, forsætisráðherra Frakklands. Hagfræðingurinn Gary Becker segir þá hafa sigrað í kosningum með því að heita auknum ríkisafskiptum en fljótlega skipt um skoðun og ákveðið að fara í smiðju til hægrimanna. Þriðja leiðin er hægri leið KENNSLA hefst í flest- um framhaldsskólum landsins í þessari viku og verða grunnskólar settir í næstu viku. Þá er kennsla að hefjast í háskólum landsins. Fyrstu skólamir riðu á vaðið í gær og voru Stýrimannaskóli íslands, Vélskóli íslands og Tækn- iskóli Islands settir. í menntamálaráðuneytinu feng- ust þær upplýsingar að flestir skól- arnir hefðu verið settir í gær eða yrðu settir í dag. Helsta undantekn- ingin væri Menntaskólinn á Akur- eyri, sem yrði settur um miðjan september. Samkvæmt upplýsing- um ráðuneytisins verða nemendur í framhaldsskólum milli 16 og 17 þús- und í vetur og er árgangurinn held- ur minni en verið hefur. Ekki væru miklar breytingar milli skóla, en þó færi nú meira af nemendum á höf- uðborgarsvæðinu í Borgarholts- skóla. Við það rýmkaði aðeins hjá hinum skólunum, en þeir hefðu allir verið yfirfullir þannig að sú þróun væri til bóta. Skólaárið fært fram til að jafna annir Skólaárið hefur nú verið fært fram þannig að það hefst upp úr 20. ágúst og lýkur upp úr 20. maí til þess að jafna annirnar. Hins vegar væri skólaárið níu mánuðir eins og segði í lögum. Guðjón Ármann Eyjólfsson, skólameistari í Stýrimannaskólan- um, setti skólann og var tekið á móti nýjum nemendum. Hann sagði að nýnemar væru um 24, en samtals væru 50 nemendur í skólanum. Hver nemandi fékk í gær sína stundatöflu, en mikil samkennsla fer fram í Stýrimannaskólanum og Vélskólanum. Samtals fengu 53 prófskírteini frá Stýrimannaskólanum í vor. Þar af luku 28 30 rúmlesta réttindum, sjö skipstjórnarréttindum 1. stigs, 15 skipstjórnarréttindum 2. stigs og níu skipstjórnarprófi 3. stigs. Guðjón Armann sagði að sér litist bæði vel á illa á nýja kerfið, sem tek- ið hefði verið upp á síðasta skólaári. „Það sem veldur mér mestum vonbrigðum er að sjávarútvegs- brautir skuli ekki hafa komist upp úti á landi við skóla eins og fram- haldsskólann í Vestmannaeyjum og fyrir norðan,“ sagði hann í samtali við Morgunblaðið. Hann benti á að stefnan væri sú að hægt yrði að taka almennar greinar í öllum fram- haldsskólum og síðan yrðu sex skól- ar sérstaklega útvaldir til að gefa 30 rúmlesta réttindi, sem yrði undan- fari að hærra námi í Stýrimanna- skólanum. Hann sagði að þetta væri í þveröfuga átt við þróunina annars staðar þar sem verið væri að færa nám af þessu tagi í færri skóla eins og til dæmis í Svíþjóð þar sem stýri- mannaskólum hefði verið fækkað úr fjórum í tvo. Dræm aðsókn vegna þenslu? Björgvin Þór Jóhannsson, skóla- meistari Vélskóla Islands, sagði að nýnemar væru 49 og síðan væru 14 endurkomunemendur, sem hefðu verið áður og kæmu nú aftur inn í skólann. Því eru 63 nemendur, sem ekki voru á síðasta ári. I allt eru 142 nemendur í skólanum nú. Björgvin Þór sagði að það væri frekar slakt. Venjan hefði verið að yfir 200 nem- endur væru í skólanum, en í íyrra hefði byrjað að fækka og nemenda- fjöldinn verið aðeins undir þeirri tölu. Hann sagði að gripið hefði ver- ið til auglýsingaátaks vegna þessa. ,Átakið náði unga fólkinu en ann- að er, sem ekki hefur komið upp á yfirborðið, að svo mikil þensla er í járniðnaði í landinu að nemendur freistast mjög til þess að seinka því að fara í nám eða taka sér frekar frí frá námi, sem komnir eru áleiðis, vegna þess að þeim er boðið gull og grænir skógar.“ Björgvin Þór sagði að þetta hefði komið fyrir áður hér á landi og sennilega verið mest áberandi í heimsstyrjöldinni síðari þegar skól- inn nánast tæmdist og þegar hann hefði innritast í skólann 1960 hefðu nemendur aðeins verið 17. Hins vegar væri reynslan sú að þegar málmiðnaðarmenn vantaði og tekjur og yfirvinna væri mikil væri námi slegið á frest. Slíkt væri hins vegar hættulegt vegna þess að menn geta verið komnir í það mikl- ar fjárhagslegar skuldbindingar að þeir treysta sér ekki aftur í nám. Hann sagði að þá hefði öll um- ræða um sjávarútveg verið á svörtu nótunum, sem gæti verið hættulegt og fældi ungt fólk frá og foreldrar beindu börnum annað. Þyrftu allir að taka höndum saman um að breyta þessu viðhorfi og stuðla að því að fleiri kysu að fara bæði í Vél- skólann og Stýrimannaskólann. Hlutur kvenna eykst í Tækniskólanum Tækniskóli íslands var settur í gær og sagði Svandís Ingimundar- dóttir, námsráðgjafi og kynningar- íúlltrúi, að sérstaklega ánægjulegt væri hvað kvenfólki hefði fjölgað. Svandís sagði að nýnemar væru nú 220 og undirstrikaði það vaxandi vinsældir skólans. Nýnemar í fyrrahaust voru 140 þannig að fjölg- unin er 43% á milli ára. Hún benti á til marks um aukinn fjölda kvenna að hlutfall kvenna í upplýsingatæknifræði væri nú 42% miðað við að í fyrra hefði engin kona innritast í fagið. Svandís sagði að einn karlmaður væri skráður til náms í röntgendeild þar sem áður hefði ríkt mikið kvennaveldi en í meinatækni væri enginn karlmaður skráður sem ný- nemi í ár. I frumgreinadeildinni, þar sem fram fer aðfararnám fyrir háskóla- stigið, eru tæp 40% kvenfólk og rúm 60% karlmenn á fyrstu önn. Svandís rakti aukna aðsókn að skólanum meðal annars til þess að kynningarstarfsemi hefði verið öfl- ug og fulltrúar nemenda hefðu farið með þegar skólinn var kynntur í framhaldsskólunum, sem augljós- lega hefði skilað árangri. Svandís sagði að þrátt fýrir þessa aukningu mætti segja að aðsókn væri dræm í fög á borð við tækni- fræði miðað við þörfina, sem væri slík að nemendur næðu vart að klára vegna þess að beðið væri eftir þeim úti á vinnumarkaðnum. Menntaskólinn í Reykjavík verð- ur settur á morgun. 750 nemendur verða í skólanum og þar af um 220 þriðju bekkingar. Menntaskólinn við Hamrahlíð verður settur íýrir hádegi í dag og fengust þær upplýsingar að nýnem- ar væru fleiri en verið hefði, eða um 330. Alls yrðu nemendur í dagskól- anum um 1.000. Menntaskólinn við Sund verður settur á mánudag og er hann senni- lega síðastur framhaldsskólanna fyrir utan MA til að hefja skólastarf á haustmisseri. Aldrei fleiri í Háskólanum í Reykjavík Háskólarnir eru einnig að fara af stað um þessar mundir. Háskólinn í Reykjavík verður settur á morgun. Hafa innritaðir nemendur við skólann aldi’ei verið fleiri, eða 650 talsins, en voru 450 á síðasta skólaári. Af heildarfjölda nemenda eru 85 í fjarnámi. Samkvæmt tilkynningu frá skól- anum hefst MBA-nám í janúar 2001 í samvinnu við erlenda háskóla. Haustpróf hófust í Háskóla ís- lands á mánudag, en kennsla hefst í verk- og raunvísindadeild og að ein- hverju leyti í læknisfræðideild 28. ágúst og í öðrum deildum og grein- um upp úr því. Fram kemur í fréttatilkynningu frá Háskóla íslands að í haust hefj- ast við skólann átta nýjar námsleið- ir. Skólastarf í grunnskólum lands- ins hefst síðan föstudaginn 1. sept- ember. eftir Gary S. Becker © Projcct Syndicate. „AÐEINS de Gaulle gat gefið Alsír frelsi; aðeins Nixon gat hafið sam- skipti við Kína.“ Að baki þessara slagorða er athyglisvert grundvall- aratriði: eiginhagsmunir valda því oft að stjórnmálaflokkar breyta með róttækum hætti hefðbundinni hugmyndafræði sinni og yfirgefa hana jafnvel. Þessi sannindi eru sérstaklega gagnleg í Evrópu og eru að verða það í ríkari mæli um allan heim þegar kannaðar eru gerðir ríkisstjórna sem talið er að séu vinstrisinnaðar eða sósíalískar. Seint á sjötta áratugnum munaði minnstu að borgarastríð hæfist í Frakklandi vegna Alsír. Kallað var á Charles de Gaulle, sem verið hafði valdalaus síðan 1946, og hann settist að í forsetahöllinni, Elysée, til að leiða Frakka út úr kviksynd- inu. Þar sem de Gaulle var mikill ættjarðarsinni virtist hann vera eini maðurinn sem væri fær um að veita Alsír frelsi. Seint á sjöunda áratugnum gátu Kínverjar og Bandaríkjamenn bætt samskiptin vegna þess að Kínverjar áttu í stjórnmálalegum og hernaðarlegum átökum við So- vétríkin. Demókratar í Bandaríkj- unum vissu þetta jafn vel og repúblikanar en Johnson forseti var hræddur við að ræða við Kín- verja vegna þess að flokkur hans var álitinn veikgeðja í baráttunni gegn kommúnismanum. Aðeins eindreginn andstæðingur komm- únista eins og Nixon naut nógu mikils stuðnings hjá hægrimönnum til að geta farið í heimsókn til Kína og hvatt til samvinnu Bandaríkja- manna og Kínverja gegn sameigin- legum óvini í Kreml. Efnahagsmál eru ekki ónæm fyr- ir hreyfiöflum af þessu tagi. Ronald Reagan og Margaret Thatcher tókst að fá samþykkta lægri tekju- skatta, einkavæðingu ríkisfyrir- tækja, að vald stéttarfélaga yrði skert og umsvif hins opinbera yrðu í heildina tekið minni. Vinsældir stefnu þeirra og árangurinn sem þau náðu olli því að vinstrisinnaðar ríkisstjórnir í ýmsum löndum tóku einnig upp markaðshyggju sem stangaðist algerlega á við hefð: bundna hugmyndafræði þeirra. í mörgum tilfellum eru það einvörð- ungu þessir flokkar sem hafa nægi- legan stuðning á vinstrivængnum til að geta knúið í gegn nauðsynleg- ar umbætur í málefnum vinnumarkaðarins og á fleiri svið- um markaðarins. Umbætur í anda markaðshyggju voru hafnar af stjórn Verkamanna- flokksins á Nýja-Sjálandi 1984 er hún setti lög sem breyttu svo mjög efnahagsmálum lítillar og áður ein- angraðrar þjóðar að landið varð eitt helsta virki efnahagslegrar frjálshyggju í heiminum. Ráða- menn Verkamannaflokksins nýsjá- lenska einkavæddu póstþjónustuna og margar aðrar ríkisstofnanir. Þeir breyttu kerfinu í atvinnumál- um, þar sem samningaferlið var af- ar miðstýrt, og vinnuveitendur fengu nú umtalsverðan rétt til að ráða og reka starfsmenn að vild og greiða laun í samræmi við lögmál markaðarins. Bandarískir demókratar voru gegnum tíðina ákafir talsmenn öíl- ugs ríkisvalds en undir forystu Bills Chntons forseta tók flokkur- inn mið af vinsældum þeirrar stefnu Repúblikanaflokksins að draga úr forsjárhyggju og minnka vægi ríkisvaldsins. Það var Clinton forseti en hvorki Bush eða Reagan sem lýsti því yfir að „tími mikilla ríkisafskipta“ væri liðinn og stjórn hans endurskoðaði frá rótum hefð- bundna stefnu demókrata í velferð- armálefnum, fjárlagahalla, lækkun ríkisskulda og eflingu atvinnulífs- ins. Stefnubreytingar í Þýskalandi og Frakklandi Gott dæmi um þessa áhrifavalda er að finna í efnahagsstefnu Mexíkó á níunda og tíunda ára- tugnum. Stjórnarflokkurinn, PRI, sem var við völd í Mexíkó óslitið í sjö áratugi (þar til hann tapaði ný- lega er Vicente Fox sigraði í for- setakosningum), beitti sér mjög fyrir ríkiseign á fyrirtækjum í þungaiðnaði, tollum á innflutning til að vernda innlend fýrirtæki og vandlega útfærðum reglum um fjármála- og vinnumarkaðinn. En undir forystu Miguel de la Madrid forseta brást PRI við gagnrýni markaðssinna á lélegan árangur í efnahagsmálum með því að selja mörg ríkisfyrirtæki, einkavæða að hluta almannatryggingakerfið og byrja að reka harðan áróður fyrir því að gerður yrði fríverslunar- samningur við „óvininn" mikla í norðri, Bandaríkin. Fox forseti þarf því ekki annað en að fylgja þeirri umbyltingu eftir, þarf ekki að standa fyrir sinni eigin byltingu. Þingið í Argentínu brást fyrir skömmu við geysilega miklu at- vinnuleysi með því að samþykkja lög um umbætur á málefnum vinn- umarkaðarins, minnka vald stétt- arfélaganna og gefa vinnuveitend- um vald til að ráða og reka fólk. Ný ríkisstjórn miðju- og vinstriafla forsetans, Fernando de la Rua, studdi breytingarnar en áður hafði íhaldsstjórn Carlos Menems for- Jospin jók frelsi fyrirtækja til að ráða og reka og Clinton endurskoðaði stefnu demókrata. seta mistekist í tilraunum sínum til að endurbæta reglur vinnumark- aðarins. En ef til vill eru' pólitískar stefnubreytingar í Þýskalandi og Frakklandi að undanförnu bestu dæmin um réttmæti kenninganna um pólitískar umbætur sem kennd- ar eru við „de Gaulle/Alsír“ og „Nixon/Kína“. Atvinnuleysi var mikið og hagvöxtur lítill í báðum löndunum á tíunda áratugnum, að miklu leyti vegna reglugerðafarg- ans á mörkuðum fjármála og vinnu. Ríkisstjórnir íhaldsmanna í þess- um löndum náðu litlum árangri í raunverulegum markaðsumbótum þrátt fyrir fögur orð. Stjórnir Josp- ins og Schröders sigruðu í kosning- um fyrir tilstuðlan kosningaloforða um að draga úr atvinnuleysi og auka hagvöxt með því að setja fleiri lög og reglur. Báðar stjórnirnar hófu reyndar ferilinn með því að auka ríkisaf- skipti - meðal annars voru sett lög um 35 stunda vinnuviku í Frakk- landi. En báðar breyttu stefnunni, að vísu með býsna laumulegum hætti. Gerhard Schröder í Þýska- landi hefur nú lækkað mjög fyrir- tækjaskatta, ýtir undir stofnun nýrra fyrirtækja og heitir því að ekki verði lagður skattur á eignir lífeyrisþega í séreignasjóðum. Lionel Jospin, forsætisráðherra Frakklands, jók án mikils hávaða ^ frelsið á vinnumarkaði landsmanna með því að rýmka möguleika á hlutastörfum og auka einkavæð- ingu. Hann ýtti einnig undir alþjóð- lega samkeppnishæfni fjármála- kerfisins með því að draga úr opinberri stýringu. Nixon var fær um að ná sam- komulagi við Kína kommúnista og de Gaulle gat gefið Alsír upp á bát- inn, það er því tiltölulega lítið skref fyrir sósíalista að gerast stuðnings- menn frjáls markaðskerfis og mæla með mun lægri sköttum á fyrirtæki. Venjulega vega eigin- >_ hagsmunir meira en hugmynda- fræði, í stjórnmálum eins og í lífinu. Gary S. Becker er Nóbelsverðlauna- haíií hagfræði, prófessor í hagfræði og félagsfræði við Chicago-háskóla og tekur þátt í rannsóknum við Hoover-stofnunin a í Stanford- háskóla. Víða gengur illa að manna kennarastöður RÁÐNINGAMÁL kennara eru fastur punktur í umfjöllun fjölmiðla þegar h'ða tekur að hausti og skólastarf í grunnskólum landsins hefst. Morgunblaðið hafði samband við skóla- skrifstofur og grunnskóla landið um kring og leitaði upplýsinga. Gerður G. Óskarsdóttir, fræðslustjóri Reykjavíkur, sagði að um 50 stöður séu ómannaðar í grunnskóla Reykjavikur en reyndar fylli þær ekki allar heilt stöðugildi. Er þetta svipað og var í fýrra. Þá var ráðið í allar þessar stöður fýrir upphaf skólaárs. Hlutfall leiðbeinenda í kennaraliðinu, sem tel- ur 1200 manns, var fimm af hundraði sl. vetur. Gerður telur fjórar ástæður liggja að baki kennaraskortinum. I fyrsta lagi að það sé alls staðar hörð bar- átta um gott starfsfólk vegna efnahagsupp- sveiflunnar í þjóðfélaginu. Segist hún sjá fram á þetta ástand næstu árin og segir að þá standi skólarnir höllum fæti því að laun kennara séu yfirleitt lægri en flestra há- skólamenntaðra stétta. í öðru lagi bendir hún á að skólakerfið hafi stækkað svo mikið og skóladagurinn Iengst á undanförnum árum. Við það hafi stöðugild- unum fjölgað. í þriðja lagi sé það orðið algengara að kennarar, eins og annað fólk, sé í fleiru en cinu starfi starfsævina. Þetta sé einfaldlega alþjóðleg þróun. Fjórðu ástæðuna segir hún vera að starfs- vettvangur fólks með kennaramenntun sé orðinn miklu stærri og fjölbreyttari en áður. Fyrirtæki séu komin með sína símennt- unarstjóra, það sé mikið um námskeið hjá fyrirtækjunum og oft vilji þau ráða kennara í þessi störf. Misjöfn staða Ekki virðist endilega vera mikill munur á milli landshluta hvað varðar mönnun. Staðan getur verið mjög mismunandi í sveitarfélög- um sem liggja hlið við hlið. Þannig er t.d. búið að ráða í allar stöður í Grindavík og eru um 80 af hundraði kennara með kennslurétt- indi. I nágrannabyggðarlaginu Reykjanesbæ er hins vegar mjög erfítt ástand. Þar vantar í átta stöður og er jafnvel erfíðleikum bundið að fá leiðbeinendur til starfa. Ólikt því sem áður hefur verið skila þeir sér ekki nú. Á ísafírði er fólk mjög ánægt með stöðuna. Er þar búið að ráða í allar auglýstar stöður. Á Suðureyri vantar hins vegar í tvær stöður af fimm og var Magnús S. Jónsson skólastjóri ekki bjartsýnn á ástandið. Ástandið er einnig mismunandi í næstu nágrannabæjarfélögum Reykjavíkur. Á skólaskrifstofu Hafnarfjarðar fengust þær upplýsingar að staðanværi mjög góð og búið að ráða f allar stöður. 1 Mýrarhúsaskóla á Seltjarnarnesi er búið að manna alla umsjón- arkennslu. Þar vantar heimilisfræði- og handavinnukennara og mun það verða leyst með því að aðrir kennarar skólans munu taka að sér kennsluna. I Bessastaðahreppi vantar hins vegar tvo umsjónarkennara. Sagði Erla Guðjónsdóttir skólastjóri að jafn- velleiðbeinendur svöruðu ekki auglýsingum. I Húnavatnssýslum er búið að ganga frá ráðningum í grunnskólanum á Blönduósi og Húnavallaskóla en í Höfðaskóla á Skaga- strönd er versta ástand til 10 ára. Þar eru 13 stöður og vantar í þijár og hálfa stöðu. Óvenju gott ástand á Austurlandi. Víða eru skólastjórnendur nokkuð sáttir við sinn hlut, þrátt fýrir að sjaldgæft sé að fólk með kennsluréttindi sitji í öllum stöðum. Þegar tillit er tekið til þeirra staða sem blað- ið fékk upplýsingar um, þá er ekki fjarri lagi að álykta sem svo að leiðbeinendur séu að mcðaltali 10-30 af hundraði kennara á lands- byggðinni. Þegar var búið að ncfnagott ástand í Grindavík, Hafharfirði og ísafirði. f báðum barnaskólunum í Vcstmannaeyjum er fullmannað. Á Raufarhöfn er fullmannað en þar eru leiðbeinendur í meirihluta eins og verið hefur gegnum tíðina. Á Austurlandi virðist vera óvenju gott ástand f ráðningarmálum á heildina litið. I Fjarðarbyggð er nokkuð góð staða. Það er búið að ráða í velflestar stöður og gerðist það mun fyrr en í fýrra. I Austur-Héraði er fullmannað og réttindafólk í nánast öllum stöðum og hefur svo verið sfðan í vor. Að sögn Helgu Guðmundsdóttur, forstöðu- manns fræðslu- og menningarsviðs, er mjög + mikill stöðugleiki í starfsmannahópnum. Á Suð-Austurlandi er ástandið einnig mjög gott. Þar vantar einungis í eina stöðu af 40. Hið sama má segja um Þorlákshöfn þar sem fullmannað er með réttindakennurum eða kennaranemum utan eina stöðu hannyrða- kennara. Bærinn styrkir fólk til íjarnáms Á Siglufirði hefur gengið óvenju vel að ráða í kennarastöður, sagði Eyjólfur Stur- laugsson skólastjóri grunnskólans. Var hægt að velja úr leiðbeinendum en Eyjólfur er reyndar ekki ánægður með að það vantar réttindakennara. Horfir það reyndar til batnaðar, þar sem Siglufjarðarbær hefur styrkt nokkra heimamenn til fjarnáms við Kennaraháskólann og líður að því að þau öðlist kennararéttindi. Tók bærinn til þessa ráðs að fyrirmynd Isafjarðarkaupstaðar sem gerði eitthvað svipað fýrir nokkrum árum að sögn Eyjólfs. Ólíkt mat Mismunandi er hvað skólastjórnendum finnst vera gott ástand. Sumir eru hæst- ánægðir ef það er fullmannað, þótt það sé að- allega af leiðbeinendum eins og á Raufar- höfn. Annars staðar er talað um að ástand sé ekki nógu gott, þótt það sé fullmannað eins og í Sól vallaskóla á Selfossi. Óli Þ. Guðbjarts- son skólastjóri er ekki fullsáttur við það að í þremur stöðugildum af 35 séu leiðbeinéndur. Það er enda meginregla að ráða fólk með kennsluréttindi. Hinu megi aftur á móti ekki gleyma að leiðbeinendur geta verið góðir kennarar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.