Morgunblaðið - 23.08.2000, Síða 28

Morgunblaðið - 23.08.2000, Síða 28
28 MIÐVIKUDÁGUR 23. ÁGÚST 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Hauganesundur, olía á striga, 1994, eftir Jóhannes Geir Jónsson er meðal verka á sýningunni í Gimli. Sturlungamyndir í Gimli í GIMLI í Kanada stendur yfír sýn- ing á Sturlungamyndum Jóhannesar Geirs listmálara. Sýningin er í boði New Iceland Heritage Museum og Listanefndarinnar í Gimli í samstarfí við Listasafn ASÍ í Reykjavík. Sýningin verður síðan flutt til Winnipeg og mun verða opnuð í sýn- ingarsal Winnipeg-háskóla þann 23. október n.k. Sýningin var upphaflega haldin á Sauðárkróki 1994, en verkin á sýn- ingunni eru máluð fyrir Sauðarkróks- bæ handa Gagnfræðaskólanum þar. Myndröð Jóhannesar Geirs, sem samanstendur af um 30 myndum og 11 stórum olíumálverkum auk teikn- inga og krítarmynda, fjallar um stór- orrustur og aðra atburði í Skagafirði frá 1208-1255 og er fylgt frásögnum Sturlu Þórðarsonar í Islendingabók. Forvitnilegir munir og ijarsjoðir SÝNINGARGESTUR virðir hér fyrir sér franska 19. aldar kjóla. Kjóllinn til vinstri er kvöldkjóll frá því um 1880, á meðan sá til vinstri er frá því 1878 og var sá hinn sami ætlaður til tedrykkju. Kjólarnir eru hluti af sýningunni „Forvitnilegir munir og fjársjóðir" sem nú stendur yfír í Metropolitan listasafninu í New York. Þeir eru úr búningasafni listasafnsins, en á sýn- ingunni er athygli gesta beint að skartklæðnaði í gegnum aldirnar. Þjóðleikhúsið Sjálfstætt fólk á EXPO 2000 Sýning Þjóðleikhússins á Sjálfstæðu fólki er -----------7------------------ framlag Islands til þjóð- ardagsins á EXPO 2000 í Hannover 30. ágúst. Þetta er jafnframt viða- mesta leiksýning sem farið hefur úr landi. ALLAR þær þjóðir sem taka þátt í heimssýningunni EXPO 2000 í Hannover fá sinn sérstaka dag þar sem kynnt er menning þjóðarinnar á ýmsan máta. Islenski þjóðardagur- inn er 30. ágúst og verður þá fjöl- breytt dagskrá ýmissa listgreina. Sýning Þjóðleikhússins á Sjálfstæðu fólki eftir Halldór Laxnessvar valin sem leiklistarframlag íslands og er þetta viðamesta leiksýning sem nokkru sinni hefur farið úr landi. Leikgerð Kjartans Ragnarssonar og Sigríðar Margrétar Guðmundsdótt- ur á Sjálfstæðu fólki skiptir sem kunnugt er verkinu í tvo hluta; Bjartur - landnámsmaður Islands og Ásta Sóllilja - lífsblómið eina. Verða báðir hlutamir sýndir 30. ágúst í Borgarleikhúsinu í Hanno- ver, Niedersachsische Staatstheat- er. Hefur leikhúsáhugafólk á svæðinu sýnt framlagi íslands mikinn áhuga og forsala aðgöngnmiða gengið vel- .Að sögn Guðrúnar Bachmann kynn- ingarstjóra hefur verið ákveðið að í tilefni af ferð Þjóðleikhússins til Hannover verði nokkrar sýningar á Sjálfstæðu fólki á Stóra sviði Þjóð- leikhússins í haust. „Verkið var frumsýnt í mars 1999 og gekk fyrir fullu húsi allt til loka þess árs. Þá var sýningum hætt fyrir fullu húsi svo nú er tækifæri fyrir þá sem misstu af Sjálfstæðu fólki að sjá þessa ein- stöku sýningu. Aðeins verður um ör- fáar sýningar að ræða, nokkrar kvöldsýningar og örfáa „langa leik- húsdaga þar sem báðir hlutarnir eru sýndir á einum og sama deginum," að sögn Guðrúnar. Ingvar E. Sig- urðsson fékk menningarverðlaun DV 2000 í leiklist fyrir túlkun sína á Bjarti og var sýningin í heild einnig tilnefnd til verðlauna. Aðrir leikendur eru Arnar Jóns- son, Margrét Vilhjálmsdóttir, Stein- unn Ólína Þorsteinsdóttir, Edda Heiðrún Backman, Valdimar Örn Flygenring, Edda Arnljótsdóttir, Herdís Þorvaldsdóttir, Baldur Trausti Hreinsson, Bergur Þór Ing- ólfsson, Gunnar Eyjólfsson, Krist- björg Kjeld, Magnús Ragnarsson, Stefán Jónsson, Þór H. Tulinius og Randver Þorláksson. Atli Heimir Sveinsson samdi tónl- ist við sýninguna og þrír hljóðfæra- leikarar taka þátt í henni, þeir Guðni Franzson, Tatu Kantomaa og Þórð- ur Högnason. Lýsingu hannar Páll Ragnarsson. Höfundur leikmyndar er Axel Hallkell og höfundur bún- inga Þórunn Elísabet Sveinsdóttir. Höfundur sviðshreyfinga er Lára Stefánsdóttir og leikstjóri Kjartan Ragnarsson. Nánari upplýsingar um sýning- arnar er að finna á heimasíðu Þjóð- leikhússins www.leikhusid.is ^-M-2000 Miðvikudagur 23. ágúst Ingvar E. Sigurðsson og Margrét, Vilhjálmsdóttir í hlutverkum Bjarts og Rósu í Sjálfstæðu fólki. HÁSKÓLABÍÓ Rauða plánetan - Alþjóðleg ráð- stefna um rannsóknir á Mars Á þessari alþjóðlegu ráóstefnu um plánetuna Mars verður í dag farið í skoðunarferð með þátttakendur að Þingvöllum, norður fyrir Skjaldbreið og Hlöðufell og aö Gullfossi og Geysi. ththor@raunvis.hi.is www.reykjavik2000.is - wap.olis.is.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.