Morgunblaðið - 23.08.2000, Page 49

Morgunblaðið - 23.08.2000, Page 49
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST 2000 49 KJARTAN G. NORÐDAHL + Kjartan G. Norð- dahl var fæddur í Reykjavík 4. júlí 1905. Hann lést á Hjúkrunarheimilinu Eir í Reykjavík 5. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðmundur Magnús- son Norðdahl snikk- ari og bóndi kenndur við Elliðakot fæddur á Svignaskarði á Mýrum 14. desember 1842, d. 19. febrúar 1929 og Margrét Sigurðardóttir hús- freyja frá Tungu í Grafningi, f. 23. júm' 1876, d. 14. júlí 1968. Eftir- lifandi systkini Kjartans eru Ragna og Hulda, látin Áskell, Magnús, Valur, Sigurður og hálf- systkini samfeðra Eggert, Skúli, Elliði, Guðmundur, Magnús og Sigríður. Kjartan kvæntist Pálínu K. Norðdahl 26. septem- ber 1936. Foreldrar hennar voru Karl Júlíus Einarsson fv. sýslumaður og þing- maður frá Miðhúsum í Eiðaþinghá, f. 18. janúar 1872, d. 24. september 1970 og Elín Jónasdóttir Stephensen hús- freyja frá Seyðisfirði, f. 26. september 1879, d. 31. janúar 1942. Böm Kjartans og Pálínu eru Elín, lögfr. í Reykjavík, Kjartan, flugst. og lögfr. í Reykja- vík, kvæntur Hrafnhildi G. Norð- dahl húsfreyju og Anna Katrín, danskennari í Reykjavík, gift Ingva Ágústssyni vélfr. Bamaböm og bamabamaböm eru orðin 18. Útför Kjartans fer fram frá Há- teigskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Mig langai' að minnast Kjartans tengdaföður míns í örfáum orðum. Það var fyrir 29 ámm að ég kynntist þeim sómahjónum Kjartani og Pál- ínu, er ég fór að stíga í vænginn við yngri dóttur þeirra, síðar eiginkonu mína. Ekki held ég að Kjartani hafi litist allt of vel á mannsefnið, þar sem ég mætti á mótorhjóli og í til- heyrandi klæðnaði að hitta dóttur- ina, en við nánari kynni var mér tek- ið afar vel. Bjuggum við Anna fyrstu hjúskaparár okkar á heimili þehTa hjóna ásamt eldri dóttur okkar á meðan ég stundaði mitt nám. Var ég þeim ævinlega þakklátur fyrir stuðn- ing þeirra og umhyggju. Kjartan var fæddur 4. júlí árið 1905 og lést 5. ágúst síðastliðinn. Mánuði fyrir andlát hans héldum við upp á 95 ára aítnæli ’nans á Eir þar sem hann bjó síðustu æviár sín. Var þá dregið af honum og hann sýnilega orðinn saddur lífdaga. Þrátt fyrir mikinn aldursmun okk- ar á milli náðum við afar vel saman og mikið var gaman að ferðast með Kjartani og Pálínu um landið okkar og var þá verið í tjaldi og fannst þeim það ekki mikið mál þótt fullorðin væru. Um leið og hringvegurinn opnaði voru þau tilbúin til ferðar og fórum við okkar fyrsta hring um landið með þeim. Eitt af því skemmtilegra sem þau gerðu var að ferðast um landið í bíl og að vera í sumarbústaðnum á Laugarvatni. Man ég eitt sinn er við vorum að ferðast inn vð Stöng í Þjórsárdal, að við þvældumst inn með ánni og hættum ekki fyrr en bíllinn var orðinn fastur úti í á, fór ég þá ungur maðurinn að gera mig klár- an að athuga aðstæður, vissi ég ekki fyrri til en að Kjartan kominn á átt- ræðisaldur vippaði sér út um hliðar- glugga bílsins og var farinn að at- huga málin, þannig var Kjartan ekkert að velta hlutunum fyrir sér, bara leysti vandamálin ef þau komu UPP- Eg kveð nú Kjartan tengdapabba og vona að hann sé nú búinn að hitta hana Pálínu sína. Ingvi Ágústsson. Elsku afi og langafi. Við þökkum þér af alhug fyrir allar þær góðu og eftirminnilegu stundir sem við áttum með þér. Fyrir stóra faðminn þinn, brosið bjarta og fallegu augun þín er lýstu visku og mikilli ást í okkar garð. Það er undarleg tilfinning að sitja hér úti í sólinni og hugsa til þín. Reyna að finna réttu orðin til þess að lýsa því hversu innilega við erum þakklát fyrir að hafa átt þig að öll þessi ár. En engin orð fá lýst þeim kærleika sem við fundum frá þér og hinni sönnu vináttu er þú gafst okk- ur. Kærleikur þinn lifir innra með okkur, styrkir okkur og gefur okkur von. Við horfum nú björtum augum til framtíðarinnar því að við hlutum gott veganesti, nefnilega þig. Við vonum nú að þú og amma gangið hönd í hönd fallega blómum prýdda veginn þar sem rósir og liljur teygja sig hátt til himins. Þar sem sólskríkjan syngur sín fegurstu ljóð og sólin yljar ykkur um vanga. Við kveðjum þig með stolt í hjarta yfir því að hafa verið svo blessuð að eiga þig að. Við gefum þér fingur- koss út í vindinn, afi minn og langafi, í von um að hann strjúki vanga þinn og fái þig til að líta um öxl svo að við getum horft í augun þín björtu og sýnt þér tvö brosandi hjörtu sem vita að nú ert þú kominn heim. Eva og Atli Ben. Elsku afi og langafi, okkur barna- og bamabörnin frá Háteigsvegi 50, langar að þakka þér fyrir samveru- stundirnar við áttum með þér meðan þú varst hérna hjá okkur í þessari jarðvist Við munum ætíð muna þitt blíðlega viðmót og hlýlega bros, sem alltaf var svo stutt í. Við vonum að þú sért núna kominn til þinnar hjartfólgnu eiginkonu (hennar ömmu/langömmu), sem við vitum að þú elskaðir svo heitt. Svo er eitt, sem við viljum nefna. Þótt þú hafir oft sagt að þú tryðir ekkert á líf að loknu þessu, þá virðist sem eitt af litla smáfólkinu þínu hafi orðið vart við þig nú nýlega, á þann hátt sem þeir, er trúa á framlíf kann- ast svo vel við, og við vonum innilega að þar sért þú kominn tO að láta okk- ur vita að þú sért nú samt lifandi, þótt í annarri jarðvist sé. Með kæru þakklæti fyrir allt og allt og megir þú og þínir lifa undir guðs leiðsögn um alla tíð. Karó, Metta, Kjartan, Davíð Rafn, Elísabet, Karen og Tinna. Nú sit ég hér og hugsa um afa, afa minn frá Geithálsi sem nú hefur yfir- gefið þennan heim og farið á vit ömmu. Afa minn sem ég á svo margt að þakka. Afi minn sem var hvers manns hugljúfi og vildi allt fyrir alla gera. Afi minn var heilsuhraustur nánast alla sína ævi, það var rétt síð- ustu 2-3 árin sem heilsan tók að bresta. Hann lagði rækt við að halda sér í formi, hann stundaði sund og gönguferðir. Þær voru ófáar göngu- ferðirnar sem við fórum saman um nágrennið. Afi minn var símamaður, hann var af fyrstu kynslóð símamanna. Þeirra manna sem komu símanum fyrst inn á heimili landsmanna. Minningamar þjóta um huga mér. Ég man þegar afi fór með mig í síma- bílnum sjö ára gamlan, minn fyrsta dag í skólann. Ég grenjaði svo mikið að afi þurfti að fara með mig tilbaka, ekkert varð úr lærdómnum þann dag. Ég man eftir þegar ég fór með afa í vinnuna þá smápatti. Ég man þegar afi kenndi mér mannganginn níu eða tíu ára og hvatti mig til að tefla, sem ég og gerði. Ég man eftir veiðferðunum fyrir austan við Laug- arvatn og Apavatn, einnig við Elliða- vatn. Sérstaklega man ég eftir einni veiðiferð sem við fórum saman niður í mýri fyrir austan. Þá veiddi afi vænar bleikjur allar nákvæmlega á sama stað og ég fékk urriðann í pyttnum, við áttum hann vísan. Ég man eftir bíóferðunum, öllum mynd- unum sem afi fór með mig að sjá og sérstaklega þeim sem ég komst ekki inná nema í fylgd með fullorðnum. Ég man eftir öllum ferðunum sem við fórum upp í sumarbústað. Ég man eftir þegar afi kenndi mér að keyra þegar ég var 15 ára, það var líka fyrir austan á Laugarvatni. Það var svo margt sem skeði á Laugar- vatni. Ég man eftir öllum vísunum og sögunum sem afi sagði mér. Hann sagði mér frá þeim tíma sem hann var að alast upp, hans ungdómsár- um, þá var lífsbaráttan erfið. Hann sagði mér frá því þegar hann hitti ömmu, sem hann sá ekki sólina fyrir alla sína ævi. Það var ljóst á honum að þegar hún kom til sögunnar tók líf hans miklum breytingum. Hann sagði mér frá öllum ferðunum á Hót- el Borg þar sem dansað var á hverju kvöldi. Hótel Borg var örlaga- staðurinn í lífi afa, þar tókust kynni með þeim ömmu. Áfi var hamingju- samur maður, enda hafði hann ömmu sér við hlið. Afa ætla ég að kveðja að sinni, en hann mun ávallt lifa innra með mér. Rachid. í dag verður vinur minn Kjartan Norðdahl borinn til grafar. Fyrstu kynni okkar Kjartans eru frá því um 1930, þá vorum við báðir ungir menn. Hann vann hjá hússtöðvardeild bæjarsímans og var jafnframt í símvirkjanámi, en ég hjá jarðsíma- deild sömu stofnunar. Kynni okkar næstu árin voru ekki mikiþen þó juk- ust þau lítillega þegar hinar ýmsu deildir voru fluttar í birgðahúsið á Sölvhólsgötu 11. Þá var bækistöð hússtöðvardeildarinnar á þriðju hæð og jarðsímadeildar á fyrstu hæð. Þá sáumst við nær daglega en kunn- ingsskapur okkar var ekki meiri en margra annarra. Liðu svo margir áratugir. Þegar ég hætti störfum 1984 vegna aldurs gekk ég í eftir- launadeild FÍS, en þá var Kjartan þar fyrir. Þá hófust aldeilis okkar kynni. Frá fyrsta degi þegar ég steig þar inn urðum við Kjartan alúðarvin- ir og bar þar aldrei skugga á. Það var gaman og lærdómsríkt að vera með Kjartani. Hann var lífið og sálin í fé- lagsstarfi deildarinnar og varafor- maður, hann var alltaf boðinn og búinn til aðstoðar hvar sem var. Ég minnist margra glaðra stunda í fund- arherbergi FÍS, þegar við vorum að undirbúa spilakvöld, þorrablót eða sumarferðalag og skrifa bréf til fé- lagsmanna þar að lútandi. Þar sem Kjartan var með var þetta ekki bara vinna heldur einnig skemmtun. Ég minnist sérstaklega þegar búið var að ákveða hver sumarferðin yrði hjá okkur og við vorum að senda bréfin út, þá var tilhlökkun Kjartans svo lif- andi og hann talaði svo skemmtilega um væntanlega ferð, það var eins og hún væri næstum því hafin og hann smitaði okkur öll með lífsgleði sinni þótt hann væri elstur okkar allra. Ég hafði þau forréttindi að sitja alltaf við hlið hans í rútunni í þessum ferð- um og þar að auki vorum við her- bergisfélagar, þar sem konan hans gat aldrei komið með vegna heils- unnar. Ég lærði margt af Kjartani við þessi nánu kynni, ég lærði hvern- ig maður ætti að vera þegar maður er orðinn gamall. Kjartan sagði það bæði í orðum og í verki. Maður á að varðveita sinn innri mann gegn erg- elsi ellinnar og maður á ekki að vera með sorg og sút yfir þeim kröftum sem við höfum misst, heldur að gleðjast yfir því afli sem við eigum enn og um að gera að sjá alltaf bjart- ari hliðar á hverju máli. Gamla fólk- inu hættir oft til að dæma æskuna fyrir eyðslusemi og andvaraleysi, þannig hefur það verið á öllum tím- um. Kjartan tók aldrei þátt í slíku tali, en sagði þegar aðrir voru búnir að tala út að við yrðum ekkert betri ef við værum ung í dag og hefðum sömu tækifæri. Hann lét ekki ergelsi ellinnar ná tökum á sínum innri manni. Kjartan fæddist á Geithálsi hér skammt frá Reykjavík 1905 og var ákaflega minnugur og hann sagði mér margt sem fáir muna nú, hann mundi t.d. vel eftir því þegar rafstöð- in við Elliðaárnar var byggð og Reykjavík rafvædd. Þá voru allt aðr- ir tímar en nú og gaman var að heyra Kjartan lýsa lífinu og umhverfinu á þeim tímum. Þá var Geitháls á kross- götum, því að vegurinn tO Þingvalla yfir Mosfellsheiði lá meðfram tún- jaðrinum við Geitháls. Vegir í þá daga voru nær einungis lestarvegir og reiðgötur. Að vísu voru einstaka menn byrjaðir að nota hestvagna eft- ir að stórfljót Suðurlands voru brá- uð, en það var rétt fyrir aldamót. Svo var það í þá daga að efnameiri menn í Reykjavík fóru í skemmtiferðir á sunnudögum. Þá voru ekki bflarnir, heldur komu þeir ríðandi á gæðing- um sínum og fóru upp á bæi og keyptu sér þar hressingu, en það var kallað að fara upp á bæi þegar farið var að Baldurshaga, Geithálsi eða Lögbergi. Þá höfðu foreldrar Kjart- ans greiðasölu til búdrýginda því að Geitháls var sannarlega engin kosta- jörð. Kjartan minnist þess eitt sinn þegar slíkir menn komu í hlað að einn þeirra bað hann smá-pattann um að gæta hestanna. Hann sagðist hafa orðið nokkuð upp með sér að vera tráað fyrir hestunum og vék ekki frá þeim meðan mennirnir voru inni að fá sér hressingu. Þegar þeir komu út þökkuðu þeir honum fyrir og einn rétti honum 25 aura og sagði að hann væri vel að þessum launum kominn fyrir trámennskuna. Kjart- an sagði mér að hann hefði hlaupið strax inn til mömmu sinnar með pen- inginn og hún lét hann í heimilis- budduna því að hún var oft létt á margmennu heimili. Þá var Kjartan trár yfir litlu, en það er lykillinn að því að verða tráað fyrir miklu og það rættist sannarlega á Kjartani því að síðar á ævinni átti hann eftir að verða deildarstjóri hússtöðvardeild- ar og starfaði þar í mörg ár, eða þar til hann hætti vegna aldurs. Ég ætla að segja aðeins eina smá- sögu um hinar mörgu ferðir okkar, því að þótt frásagnir séu margar mikils virði fyrir okkur er ekki víst að það sé eins fyrir aðra. Eitt sinn vorum við nokkrir félagar eftirlauna- deildar á Hótel Ork í Hveragerði og það voru kallaðir sparidagar og lét- um við þar dekra við okkur í fimm daga. Eitt kvöldið þegar við höfðum verið í veislumat og skemmtilegri kvöldvöku gengum við til herbergis okkar. Þegar inn kom sagði Kjartan við mig: „Ég hreinlega sætti mig alls ekki við að dagurinn sé búinn og að fer hver fari inn til sín. Ég talaði um það við tvær konur að þær litu inn til okkar. Ég á góðgæti í ferðatöskunni minni og ég ætla að traktera okkur og hafa rabbstund, en þær þurftu að skreppa inn til sín og koma bráðum.“ Ég var nú þreyttur, en lét gott heita en þær hafa sennilega verið þreyttar líka því að þær komu ekki. Þá kom yfir mig stríðnisglettni, en svoleiðis vinaglettur komu oft fyrir á mflli okkar og ég sagði: „Jæja Kjartan minn, þarna sérðu nú kvenhylli þína svart á hvítu og allir vilja ganga til náða nema þú, það sýnir það eitt að þú ert svo gjörsneyddur kvenhylli að jafnvel Elli kerling vill ekki sjá þig.“ Kjartan hló mikið og sagði: „Jahá, þetta hefur kella sú hvíslað að þér í laumi. Ég hef veitt því athygli að þið eruð nú farin að krunka saman og það get ég sagt þér Siggi minn að í seinni tíð hef ég orðið var við það að hún er farin að daðra við þig.“ Svona vinaglettur fannst okkur vinna gegn ellidoða og auka lífsgleðina. Það voru líkamlega þreyttir og andlega hress- ir karlar sem fóru að sofa þetta kvöld. En þó fór svo er tímar liðu að ellin náði tökum á Kjartani eins og öllum öðnim og að lokum átti hann erfitt með félagsstörf og ferðalög hjá eftirlaunadeildinni, þrátt fyrir mik- inn vilja. Svo man ég það eitt vorið og það var einmitt þegar Kjartan fór í síðustu ferðina með okkur að konan hans kom að máli við mig og sagði: „Kjartan minn er orðinn svo gamall og farinn. Er hann ykkur ekki byrði í þessum ferðalögum?" Ég tók því fjarri og sagði að við vildum einmitt hafa hann, hann væri nauðsynlegur með. „Já,“ sagði hún „ég verð nú samt rólegri ef þú lofar mér því að líta til með honum, því að hann er nú, orðinn stirður til ferðalaga." Ég sagðist gera með ánægju, en bætti við að mér helst ekki uppi að vera þar einn að verki, það vflja örugglega allir ferðafélagarnir hjálpa til, því svo vinsæll er Kjartan. Þá hló hún við og sagði: „ Já, ég veit það, ég ætla að vera róleg þótt hann fari einu sinni enn.“ Þetta var síðasta ferðin sem Kjartan fór því að eftir það sótti elli svo fast að honum. Skömmu seinna fluttu þau hjónin úr íbúð sinni við Bólstaðarhlíð á hjúkninarstofn- unina Eir. Þar fengu þau góða um- önnun, en árið 1998 varð Kjartan fyrir þeirri þungu sorg að Pálína kona hans lést. Var honum þá mikið brugðið. Mér er minnisstætt er ég- heimsótti hann suttu eftir lát Pálínu að mér fannst eins og honum fyndist hann ekki vera lengur á réttum stað á þessari jörð, þrátt fyrir góða um- önnun á Eir, umhyggju og ástúð hans dugmiklu afkomenda sem allir elskuðu hann og virtu. Ég man þegar ég heimsótti hann í síðasta sinn tæpu ári áður en hann dó. Þótt við töluðum saman í glettni og glaðværð fann ég glöggt að lífsvitund hans var farin að sljóvgast gagnvart umhverfinu, hann þjáðist ekkert og ellin fór um hann mildum höndum. Þegar samtali okkar var lokið lagðist hann þreyttur út af. Þá fannst mér eiga vel við orð listaskáldsins góða: „Þreyttum anda er þægt að blunda og þannig bíða sæili fanda.“ Kjartar, fór til sæ!)i funda laugardaginn 5. ágúst sl. Að lokum get ég aðeins sagt: „Vertu sæll gamli vinur.“ Sigurður Guðmundsson. OSWALDS simi 551 3485 | ÞJÓNUSTA ALLAN ! SÓLARHRINGINN 1 AÐAI STRÆH ílí • 101 RHYKJAVÍK IVí' ’;" ■ - ; Dnviö Inger Ólaftir Utfnnivstj. I Jtfavnvstj. I hfnvnvstj. L ÍKKISTUVIN NUSTOFA EYMND.AR ÁRNASONAR UTFARARSTOFAISLANDS Sjáum um alla þá þætti sem hafa ber í huga er andlát verður Útfararstjórar okkar búa yfir áratuga reynslu af störfum við útf ararþj ónustu. Sjáum um útfarir á allri landsbyggðinni. Sverrir Einarsson útfararstjóri, sírni 896 8242 Sverrir Olsen útfararstjóri. Baldur Frederiksen útfararstjóri, sími 895 9199 Útfararstofa íslands, Suðurhlíð 35, Fossvogi. Sími 581 3300. Þjónusta allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.