Morgunblaðið - 23.08.2000, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 23.08.2000, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST 2000 19 AKUREYRI Dansað í Kompaníinu DANSSYNING verður í Kompan- íinu við Hafnarstræti 73 miðviku- dagskvöldið 23. ágúst kl. 20. Sýn- ingin er liður í Listasumri 2000 á Akureyri. Dansarar eru Asako Ichihashi og 15 eldri nemendur Ballettskólans á Akureyri. Sýndir verða klassískir, nútíma- og spunadansar. Undirleik- arar eru Hannes Þ. Guðrúnarson, gítarleikari, og Nicole Vala Carig- lia, sellóleikari. Asako lærði dans í Japan og í Bandaríkjunum. Að loknu námi var hún ráðin sem atvinnudansari við The Dayton Contemporary Dance Company í Dayton, Ohio í Banda- ríkjunum. Asako hefur komið víða fram í Bandaríkjunum og Japan. Á íslandi hefur hún dansað á Kirkju- listavikú95, í Þjóðleikhúsinu og í Listasafni Akureyi'ar, þar sem hún fékk mjög góða dóma. Asako er eini kennari Ballettskól- ans á Akureyri, sem hún stofnaði sjálf fyrir 6 árum, og er danssýning þessi að öllum líkindum síðasta danssýning hennar með nemendum sínum á Akureyri þar sem hún er að flytja til Reykjavíkur. Miðasala hefst kl. 19:30 í Komp- aníinu. Aðgangur er kr. 250. Prestsvígsla í Hóladómkirkju PRESTSVÍGSLA var í Hóladóm- kirkju síðasta sunnudag, 20. ágúst, þegar sr. Bolli Gústavsson vfgði sr. Örnu Ýrr Sigurðardóttur til Raufarhafnarprestakalls. Vígslu- vottar voru sr. Sveinbjörn Bjarna- son, sóknarprestur á Þórshöfn, sr. Ragnheiður Jónsdóttir, sóknar- prestur á Hofsósi, sr. Pétur Þórar- insson, sóknarprestur í Laufási, og sr. Jóna Lísa Þorsteinsdóttir, sóknarprestur á Akureyri. Sr. Arna Yrr hefur þegar tekið við embætti sóknarprests í Raufar- hafnarprestakalli. Framkvæmdir að hefjast við frágang lóðar við Lundarskóla Svæði raskað á sama tíma og skólinn hefst FRAMKVÆMDIR eru nýlega hafnar við frágang lóðar við Lundarskóla, en kostnaður við verkefnið er rétt um tíu milljón- ir króna. Smári Sigurðsson, for- eldri barns í skólanum og áhugamaður um skynsamlegan rekstur bæjarins, hefur á heimasíðu Akureyrarbæjar ósk- að eftir upplýsingum vegna framkvæmda á skólalóðinni og spyr m.a. hvers vegna farið hafi verið svo seint af stað með frá- gang lóðarinnar við skólann. Verktakar séu nú að mæta á svæðið þar sem m.a. eigi að helluleggja, malbika, þekja og planta trjám. „Hvers vegna í ósköpunum var ekki farið af stað með þessar framkvæmdir í júní svo þeim yrði lokið þegar skólinn byrjar? Nú á að fara að raska svæðinu á sama tíma og skólinn hefst. Ætli það verði svo ekki verktakarnir sem fá á sig skammirnar og pirringinn frá þeim sem eru ósáttir við seina- ganginn við framkvæmdirnar?" spyr Smári í fyrirspurn sinni. Bendir hann á að fjárhags- áætlun hafi verið samþykkt tím- anlega svo-að öllum ætti að vera ljóst hversu miklir fjármunir séu til framkvæmda. Lokið hafi verið við frágang utanhúss á viðbyggingu Lundarskóla fyrri- hluta sumars og svæðið hafi verið nánast mannlaust og frið- sælt í allt sumar. Nú sé skóla- starf að hefjast og þá megi verktakar búast við ónæði af völdum stórra hópa frískra krakka. Skólastarf verður eðlilegt Guðmundur Guðlaugsson, yf- irverkfræðingur hjá Akureyrar- bæ, sagði að verkið hefði verið boðið út þegar hönnun lóðarinn- ar var lokið, en tilboð verið opn- uð í annarri viku ágústmánaðar. Þremur fyrirtækjum var boðið að taka þátt í útboði, tvö skiluðu inn og átti Garðeyri lægra til- boðið, rétt um 10 milljónir króna sem voru 90% af áætluð- um kostnaði. Guðmundur sagði enn ekki afráðið hversu stóran hluta lóðarinnar ætti að taka í þessum áfanga. „En ég get al- veg fullyrt að þannig verður búið um hnútana að skólastarf getur gengið eðlilega fyrir sig þrátt fyrir þessar framkvæmd- ir.“ Utsalan í 25% afsl. af lax og silungsveiöivörum Nærbolur og nærbuxur st. s-xxl grátt, blátt og hvítt Afainniskór (st. 36-46) Skór með riflás (st. 38-46) A Sandalar Jomos st. 42-51 fleiri gerðir Leður kuldaskór Jomos loðfóðraðir st. 42-51 Gallabuxur st. 31-44 sídd 32-34 1.480 Pollajakki st. 80-130 Anorakkur st. s-xxxl vatnsheldur Opið virka daga 8:00-18:00 og laugardaga frá kl. 10:00-16:00. - Naeg bílastæði - Stígvél barna st. 21-34 Vindbuxur st. l-xxl Pollabuxur með smekk- eða mittisbuxur Grandagarði 2 | Reykjavík | sími 580 8500 | fax 580 8501 | ellingsen@ellingsen.is StiUongs uHatnærfötun, i w '■■r L ! (i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.