Morgunblaðið - 23.08.2000, Page 19

Morgunblaðið - 23.08.2000, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. ÁGÚST 2000 19 AKUREYRI Dansað í Kompaníinu DANSSYNING verður í Kompan- íinu við Hafnarstræti 73 miðviku- dagskvöldið 23. ágúst kl. 20. Sýn- ingin er liður í Listasumri 2000 á Akureyri. Dansarar eru Asako Ichihashi og 15 eldri nemendur Ballettskólans á Akureyri. Sýndir verða klassískir, nútíma- og spunadansar. Undirleik- arar eru Hannes Þ. Guðrúnarson, gítarleikari, og Nicole Vala Carig- lia, sellóleikari. Asako lærði dans í Japan og í Bandaríkjunum. Að loknu námi var hún ráðin sem atvinnudansari við The Dayton Contemporary Dance Company í Dayton, Ohio í Banda- ríkjunum. Asako hefur komið víða fram í Bandaríkjunum og Japan. Á íslandi hefur hún dansað á Kirkju- listavikú95, í Þjóðleikhúsinu og í Listasafni Akureyi'ar, þar sem hún fékk mjög góða dóma. Asako er eini kennari Ballettskól- ans á Akureyri, sem hún stofnaði sjálf fyrir 6 árum, og er danssýning þessi að öllum líkindum síðasta danssýning hennar með nemendum sínum á Akureyri þar sem hún er að flytja til Reykjavíkur. Miðasala hefst kl. 19:30 í Komp- aníinu. Aðgangur er kr. 250. Prestsvígsla í Hóladómkirkju PRESTSVÍGSLA var í Hóladóm- kirkju síðasta sunnudag, 20. ágúst, þegar sr. Bolli Gústavsson vfgði sr. Örnu Ýrr Sigurðardóttur til Raufarhafnarprestakalls. Vígslu- vottar voru sr. Sveinbjörn Bjarna- son, sóknarprestur á Þórshöfn, sr. Ragnheiður Jónsdóttir, sóknar- prestur á Hofsósi, sr. Pétur Þórar- insson, sóknarprestur í Laufási, og sr. Jóna Lísa Þorsteinsdóttir, sóknarprestur á Akureyri. Sr. Arna Yrr hefur þegar tekið við embætti sóknarprests í Raufar- hafnarprestakalli. Framkvæmdir að hefjast við frágang lóðar við Lundarskóla Svæði raskað á sama tíma og skólinn hefst FRAMKVÆMDIR eru nýlega hafnar við frágang lóðar við Lundarskóla, en kostnaður við verkefnið er rétt um tíu milljón- ir króna. Smári Sigurðsson, for- eldri barns í skólanum og áhugamaður um skynsamlegan rekstur bæjarins, hefur á heimasíðu Akureyrarbæjar ósk- að eftir upplýsingum vegna framkvæmda á skólalóðinni og spyr m.a. hvers vegna farið hafi verið svo seint af stað með frá- gang lóðarinnar við skólann. Verktakar séu nú að mæta á svæðið þar sem m.a. eigi að helluleggja, malbika, þekja og planta trjám. „Hvers vegna í ósköpunum var ekki farið af stað með þessar framkvæmdir í júní svo þeim yrði lokið þegar skólinn byrjar? Nú á að fara að raska svæðinu á sama tíma og skólinn hefst. Ætli það verði svo ekki verktakarnir sem fá á sig skammirnar og pirringinn frá þeim sem eru ósáttir við seina- ganginn við framkvæmdirnar?" spyr Smári í fyrirspurn sinni. Bendir hann á að fjárhags- áætlun hafi verið samþykkt tím- anlega svo-að öllum ætti að vera ljóst hversu miklir fjármunir séu til framkvæmda. Lokið hafi verið við frágang utanhúss á viðbyggingu Lundarskóla fyrri- hluta sumars og svæðið hafi verið nánast mannlaust og frið- sælt í allt sumar. Nú sé skóla- starf að hefjast og þá megi verktakar búast við ónæði af völdum stórra hópa frískra krakka. Skólastarf verður eðlilegt Guðmundur Guðlaugsson, yf- irverkfræðingur hjá Akureyrar- bæ, sagði að verkið hefði verið boðið út þegar hönnun lóðarinn- ar var lokið, en tilboð verið opn- uð í annarri viku ágústmánaðar. Þremur fyrirtækjum var boðið að taka þátt í útboði, tvö skiluðu inn og átti Garðeyri lægra til- boðið, rétt um 10 milljónir króna sem voru 90% af áætluð- um kostnaði. Guðmundur sagði enn ekki afráðið hversu stóran hluta lóðarinnar ætti að taka í þessum áfanga. „En ég get al- veg fullyrt að þannig verður búið um hnútana að skólastarf getur gengið eðlilega fyrir sig þrátt fyrir þessar framkvæmd- ir.“ Utsalan í 25% afsl. af lax og silungsveiöivörum Nærbolur og nærbuxur st. s-xxl grátt, blátt og hvítt Afainniskór (st. 36-46) Skór með riflás (st. 38-46) A Sandalar Jomos st. 42-51 fleiri gerðir Leður kuldaskór Jomos loðfóðraðir st. 42-51 Gallabuxur st. 31-44 sídd 32-34 1.480 Pollajakki st. 80-130 Anorakkur st. s-xxxl vatnsheldur Opið virka daga 8:00-18:00 og laugardaga frá kl. 10:00-16:00. - Naeg bílastæði - Stígvél barna st. 21-34 Vindbuxur st. l-xxl Pollabuxur með smekk- eða mittisbuxur Grandagarði 2 | Reykjavík | sími 580 8500 | fax 580 8501 | ellingsen@ellingsen.is StiUongs uHatnærfötun, i w '■■r L ! (i

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.