Morgunblaðið - 17.11.2000, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 17.11.2000, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2000 11 Halldór Björnsson valinn varaforseti ASÍ og sættir tókust um miðstjórn Morgunblaðið/Sverrir Vilhelmsson Grétar Þorsteinsson, forseti ASI, og Halldór G. Björnsson, formaður kjörneftidar, ræddust við í hliðargangi upp úr hádegi í gær, skömmu áður en fyrir lá að sættir tækjust um kosningu Halldórs og um miðstjórn. Málamiðlun um forystusveitina til næsta vors Málamiðlun náðist á þingi ASI eftir mikil átök um varaforseta og fulltrúa í miðstjórn á seinasta degi ASÍ- þingsins í gær. Flestir þingfulltrúar sem rætt var við líta svo á að um sé að ræða skammtímalausn fram að ársfundi ASI næsta vor en forystumenn sam- bandsins leggja áherslu á að sættir hafí náðst. Omar Friðriksson fylgdist með atburðarásinni. MIKIL kosningaátök einkenndu þingstörf á seinasta degi ASÍ-þings í gær, vegna óvissunnar um kjör varaforseta og miðstjórnar og var um tíma allt útlit fyrir að upp úr syði með afdrifaríkum afleiðingum fyrir samtökin. Þurfti að fram- lengja frest sem kjörnefnd hafði til að leggja fram tillögu um uppstill- ingu í þessi embætti fram eftir degi vegna ágreinings á þinginu um skiptingu sæta. Lauk öðrum þing- störfum nokkru fyrir hádegi en ekki tókst að ganga til kosninga fyrr en um miðjan dag vegna þess ástands sem uppi var. Fyrir lá að forystumenn verka- lýðsfélaga á landsbyggðinni voru mjög ósáttir við þær hugmyndir sem uppi voru um miðstjórn og töldu hlut höfuðborgarsvæðisins of stóran. Óánægðir þingfulltrúar, einkum af landsbyggðinni, undir- bjuggu framboð Signýjar Jóhann- esdóttur, formanns Vöku á Siglu- firði, til varaforseta gegn vænt- anlegri tillögu kjörnefndar. Miklar þreiflngar til sátta fóru fram og var fundað í hliðarsölum og út undir veggjum þar sem reynt var að finna einhveija málamiðlun. Leit um tíma út fyrir að nokkrir af helstu forystumönnum stærstu félaga og landssamtaka myndu ekki gefa kost á sér í miðstjórnina. Átökin sem áttu sér stað á bak við tjöldin blossuðu svo upp á sjálfu þinginu skömmu fyrir hádegi þegar Guðmundur Gunnarsson, fonnaður Rafiðnaðarsambandsins (RSÍ), kom í ræðustól og gagnrýndi harðlega þá Finnbjörn Hermannsson, for- mann Samiðnar, og Magnús L. Sveinsson, formann Verzlunar- mannafélags Reykjavíkur (VR). Kom til harkalegra orðaskipta á þinginu á milli Guðmundar, Finn- björns og Magnúsar. Fyrr um morguninn höfðu fulltrúar RSÍ ráð- ið ráðum sínum á lokuð- um fundi. Guðmundur sagði að sér hefði komið á óvart að þegar hann hefði lýst yfir að hann styddi Ára Skúlason til forseta hefði Finnbjörn Hermannsson kalla sig svikara og sagði jafnframt að Magnús L. Sveinsson hefði „tekið sjónvarps- viðtal við sjálfan sig“, þar sem hann hefði veist ítrekað að RSÍ með órökstuddum dylgjum. Guðmundur sagði að rafiðnaðarmenn hefðu vilj- að taka þátt í að mynda samstöðu um forystu ASÍ en gagnrýndi harð- lega pólitísk vinnubrögð formanna Samiðnar og VR. Sagðist hann hafa ákveðið að gefa ekki kost á sér í miðstjórn Alþýðusambandsins. „Ég verð því miður að hverfa af þinginu núna vegna þess að ég er að fara til Finnlands," sagði Guð- mundur og gekk þessu næst út af þingi Alþýðusambandsins. Skv. upplýsingum Morgunblaðsins verð- ur sambandsstjórn RSI fljótlega kölluð saman þar sem ræða á um hugsanlega úrsögn sambandsins úr ASI. Finnbjörn Hermannsson vísaði orðum Guðmundar ákveðið á bug og Magnús L. Sveinsson svaraði einnig fyrir sig og sagði ræðu Guð- mundar bera þess merki að hann hafi ekki miklar áhyggjur af því þótt þinghaldið færi á lágt plan. Sagðist Magnús jafnframt hafa miklar áhyggjur af því styrjaldar- ástandi sem ríkt hefði innan verka- lýðshreyfingarinnar á undanförn- um mánuðum og misserum. Mikill ágreiningur var kominn upp innan Starfsgreinasambands- ins, á milli landsbyggðarfélaga og forystu Flóabandalagsins svo- nefnda. Kom framkvæmdastjórn sambandsins saman til fundar í há- deginu og var þar gerð úrslitatil- raun til að ná sáttum um kosning- arnar. Tókst þar málamiðlun á milli deiluaðilanna um þá tillögu að Hall- dór Björnsson yrði næsti varafor- seti ASÍ og um lista með nöfnum aðal- og varamanna í miðstjórn. Á fundinum féllust Signý Jóhannes- dóttir og stuðningsmenn hennar á að hún drægi framboð sitt til baka. í framhaldi af þessu þurfti að ná samkomu- lagi á þinginu um endan- lega lausn á milli ann- arra forystumanna sem höfðu stórar fylkingar þingfulltrúa að baki sér og lá end- anlega fyrir að það tækist skömmu fyrir kl. 15. Signý Jóhannesdóttir dró framboð sitt til baka Af máli margra sem rætt var við má ráða að um er að ræða mála- miðlunarlausn um skipan forystu- sveitarinnar fram að fyrsta árs- fundi ASI sem haldinn verður skv. nýjum lögum í maí á næsta ári. Signý Jóhannesdóttir kvaddi sér svo hljóðs á þinginu og lýsti yfir að hún gæfi ekki kost á sér í embætti varaforseta. Sagði hún að 38 þing- fulltrúar víða af landinu hefðu skor- að á sig að bjóða sig fram og hún hefði í fyrstu orðið við þeirri áskor- un. „Nú hefur hins vegar komið í ljós að formanni Starfsgreinasam- bandsins verður stillt upp af kjör- nefnd og að ég nýt ekki stuðnings innan framkvæmdastjórnar sam- bandsins. Ég get auðvitað ekki litið svo á að ef ég nyti ekki stuðnings þeirra sem þar hafa verið valdir til forystu, sé skynsamlegt sé af mér að fara fram gegn sitjandi for- manni. í Starfsgreinasambandinu höfum við verið að reyna að setja niður þær deilur sem þar hafa verið uppi á undanförnum misserum og ég vil ekki vera þess valdandi að sá friður geti verið í húfi,“ sagði hún. Signý bað þá sem stóðu að áskorun- inni á hana að bjóða sig fram fyrir- gefningar á því að hafa brugðist trausti þeirra. „Þurfti að vita hvort ég nyti trausts“ Fundarstjóri las því næst upp til- lögu kjörnefndar um að Halldór Björnsson yrði valinn næsti vara- forseti ASÍ. Engin mótframboð komu úr sal og var Halldór því sjálfkjörinn. Bar mikið á undrun og óánægju meðal þingfulltrúa þegar þessi niðurstaða lá fyrir og um þá málamiðlun sem náðst hafði um miðstjórn. Enginn hreyfði þó mót- mælum úr ræðustóli. Halldór sagði um aðdraganda málsins í samtali við Morgunblaðið að hann hefði verið ákveðinn í að taka sæti í miðstjórn en upp hafi komið ákveðin vandamál í Starfs- greinasambandinu, sem hann hafi þurft að leysa. „Ef ég hefði ekki leyst þau, hefði ég ekki farið í fram- boð. En þau mál leystust,“ sagði hann. Halldór sagði að staðan hefði verið mjög þröng. „Það var vitað mál að við [starfsgreinasambandið] höfðum gert kröfu um varaforset- ann, og töldum það eðlilegt, þar sem við erum stærsta landssam- bandið, en við hefðum átt á hættu, að annar framkvæmdastjórnarmað- ur færi í kosningu á móti þeim sem var verið að stilla upp. Þetta tók ákveðinn tíma og ég sagði bara við fólk að ef við næðum ekki þessari niðurstöðu þá færi ég ekki fram. Ég mat stöðuna þannig að þótt ég hafi verið kosinn einróma á stofnfundi [Starfsgreinasam- bandsins] fyrir nokkrum vikum, þá þurfti ég að vita hvort ég nyti trausts. Það tók þennan tíma að koma því í gegn og því skilyrði sem ég setti um að það færi enginn í framboð gegn fulltrúum Starfs- greinasambandsins úr fram- kvæmdastjórninni." Halldór -sagðist vera þeirrar skoðunar að sættir væru að nást innan ASÍ eftir þær miklu deilur sem staðið hafa yfir. „Stóra vanda- málið er annars vegar að fækkað er í miðstjórn úr 21 í 15 og hefur verið þessi eilífi núningur á milli lands- byggðar og höfuðborgarsvæðis en það er vandamál sem Starfsgreina- sambandið stendur frammi fyrir. Við erum með stór og öflug félög vítt og breitt um landið, sem telja sig útundan, en við höfum ekki nema ákveðin sæti til úthlutunar. Þess vegna skiptir mestu að menn verði sammála.“ Halldór studdi Ara Skúlason í forsetakosningunum en aðspurður sagðist hann telja að samstarf hans við Grétar Þorsteinsson, forseta ASI, yrði gott. „Við erum vinir til margra ára. Ég hef ekkert legið á þeirri skoðun minni að ég hef talið hann vera of hæggengan í þessu og að það þurfi að bera meira á Alþýðusam- bandinu, og hafði þess vegna meiri trú á Ara en kosning Grétars hafði í sjálfu sér ekkert með þetta að gera,“ sagði hann. Halldór sagðist einnig vera þeirr- ar skoðunar að ASI kæmi mun sterkara út úr þinginu en útlit var fyrir. „Það er undir okkur komið hvort okkur tekst að púsla þessu saman. Það er vont að missa út samband eins og Rafiðnaðarsam- bandið. Ef tekst að lægja þessar öldur og við getum komið samein- aðir að næsta ársfundi í maí á næsta ári þá held ég að þetta verði allt í lagi og við séum á réttri leið.“ Halldór lét af starfi formanns Eflingar á seinasta ári en tók við formennsku í hinu nýja Starfs- greinasambandi fyrir nokkru. Að- spurður hvort hann gæti hugsaði sér að gegna lengi embætti varafor- seta ASI sagðist hann líta á kjör sitt sem skammtímaráðstöfun og hann myndi væntanlega losna úr því á næsta ársfundi í maí nk. Listi kjömefndar með nöfnum 13 fulltrúa sem samkomulag varð um fól annars vegar í sér tillögu um 7 fulltrúa í miðstjórn fram að árs- fundi árið 2001 og 8 fulltrúa fram að ársfundi sem halda á 2002. Ekki bárust tillögur úr sal um aðra fram- bjóðendur til miðstjórnar fram að ársfundi 2001 og voru eftirtaldir því sjálfkjörnir í miðstjórnina skv. til- lögu kjörnefndar: Gunnar Páll Páls- son, VR, Guðrún Erlingsdóttir, Verslunarmannafélagi Vestmanna- eyja, Jón Ingi Kristjánsson, Verka- lýðsfélagi Norðfirðinga, Kristján Gunnarsson, Verkalýðs- og sjó- mannafélagi Keflavíkur og ná- grennis, Pétur Sigurðsson, formað- ur Verkalýðsfélagsins Baldurs, Sævar Gunnarsson, formaður Sjó- mannasambandsins og Þórunn Sveinbjörnsdóttir frá Eflingu. Kjörnefnd gerði tillögu um 8 mið- stjórnarfulltrúa fram til ársfundar 2002 og bárust auk þess tillögur um tvo miðstjórnarmenn úr sal, annars vegar Arnar G. Hjaltalín frá Vest- mannaeyjum og hins vegar báru fulltrúar félaga sem eiga beina að- ild að ASÍ fram tillögu um Borgþór Kjærnested, formann Félags starfsfólks í ferðaþjónustu. Fór fram kosning á þinginu síðdegis um þessar tillögur og varð niðurstaða hennar sú að allir þeir fulltrúar sem kjörnefnd hafði stungið upp á náðu kosningu. Flest atkvæði fékk Björn Snæbjörnsson formaður Einingar- Iðju á Akureyri, Ingibjörg R. Guð- mundsdóttir, formaður Landssam- bands verslunarmanna, fékk næst- flest atkvæði, því næst komu Finnbjörn Hermannsson, formaður Samiðnar, Sigurður Bessason, for- maður Eflingar, Niels S. Olgeirs- son, formaður Matvís, og Pétur A. Maack frá VR. Borgþór Kjærne- sted og Arnar G. Hjaltalín náðu ekki kjöri. Rafiðnaðarsambandið á ekki mann í nýkjörinni miðstjórn ASÍ, eitt landssambanda, en athygli vakti að fjórir fulltrúar verkalýðsfé- laga af landsbyggðinni fengu sæti í miðstjórninni. Grétar Þorsteinsson telur ASI koma sterkt út úr þinginu Þegar niðurstöður kosninganna lágu fyrir um kl. 17 sleit Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, 39. þingi sambandsins. „Ég tel að Alþýðusambandið komi sterkt út úr þessu þingi,“ sagði Grétar í samtali við Morgun- blaðið að þinginu loknu. „Það er öll- um ljóst sem hafa fylgst með því að það hafa verið hér allmikil átök í gær og í dag. Það breytir því ekki að mönnum tókst að lenda málum, að mínu viti, í ágætri sátt. Hér var mjög góð umfjöllun um tillögur að nýjum lögum og starfsháttum Álþýðusambandsins, sem voru sam- þykkt af miklum meirihluta,“ sagði Grétar í samtali við Morgunblaðið. Kvaðst hann treysta því að sam- komulagið sem náðist myndi halda til lengri tíma. Pétur Sigurðsson, formaður Baldurs, sagðist telja að þingið hafi verið mjög starfsamt og mikil sam- heldni hefði ríkt á þing- inu, „þó auðvitað séu skiptar skoðanir á því hverjir eiga að skipa forystusveit í svona þýðingarmiklu fyrirtæki eins og Alþýðusamband Islands er. Þar eru inni margar starfsgreinar og ólík viðhorf sem menn þurfa að samræma. Ég held að þessi mið- stjórn hafi alla burði til að ná þeim sáttum sem þarf,“ sagði hann. „Mér líst vel á þessa miðstjórn. Við náðum saman í lokin. Ég á von á að við náum að starfa saman af heilindum á þessu kjörtímabili. Það var vissulega hart tekist á og ein- staka maður dró sig til hlés að sinni, en ég á von á því að menn komi til starfa þegar þeir geta, sem hafa verið með stóru orðin. Við komum til með að starfa eins og við höfum alltaf gert af fullum heilind- um,“ sagði Finnbjörn A. Her- mannsson, formaður Samiðnar. Samkomulag náðist á hádegisfundi Harkaleg orðaskipti forystumanna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.