Morgunblaðið - 17.11.2000, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 17.11.2000, Blaðsíða 57
‘ %0'RtitíNBtÁíjfÐ HESTAR ■ PöS'níiiÁátiR'i". ‘nö^eMbé'r'öoöo ; !57 Miniature-hestar vekja alltaf jafnmikla athygli, aðal- lega fyrir smæðina. Þeir geta þó dregið kerrur með fullorðnu fólki í. Baldvin Ari Guðlaugsson og John Lyons sem var kampakátur eftir að hafa prófað stóðhestinn Feng frá Hellulandi. Islenski hesturinn og John Lyons vinsæl atriði á Equine Affair Það er ótrúlegt hve margt er að sjá á stór- um hestasýningum í útlöndum. Það finnst okkur Islendingum að minnsta kosti þar sem við höfum ekki haft tækifæri til að sjá slíkar sýningar hér heima, þó það standi til bóta. Ásdís Haraldsdóttir brá sér á eina slíka í Springfíeld í Bandaríkjunum og hitti meðal annars hinn fræga kappa John Lyons, sem þar reið íslenskum hesti í fyrsta sinn en vonandi ekki það síðasta. AÐ ER spennandi að vita hvaða áhrif það getur haft á markaðssetningu ís- lenska hestsins í Banda- ríkjunum að fá svo vel þekktan og virtan hestamann sem John Lyons til að ríða íslenskum hesti í sýningu þar sem þúsundir manna koma og horfa á. Staðreyndin er sú að á Equine Affair-hestasýningunum í Bandaríkjunum hafa þessi tvö fyrir- bæri, annars vegar John Lyons tamningamaður og hins vegar ís- lenski hesturinn, átt hvað mestum vinsældum að fagna á kvöldsýning- unum sem boðið er upp á á föstu- dags- og laugardagskvöldum um sýningarhelgamar. En hver er þessi John Lyons? Alvöru kúreki verður hestahvíslari í fullu starfí John Lyons hefur verið tamninga- og sýningamaður mjög lengi og á búgarði sínum í Vestur-Colorado ræktaði hann Angus/Hereford-naut- gripi. Árið 1981 var orðið svo mikið að gera hjá honum að hann sneri sér alfarið að því að halda tamninga- námskeið sem aðallega voru fyrir hestamenn sem komu með sína eigin hesta. Eftir því sem vinsældir þess- ara námskeiða jukust bætti hann við námskeiðum í fyrirlestraformi fyrir áhorfendur. Aðferðir Johns miða að því að temja hesta án átaka, eins og svo margir aðrir „hestahvíslarar“ gera. Hann vill kenna hestunum að komast yfir hræðslu og vandræði og tamn- ingamanninum að hafa alltaf stjórn- ina í sínum höndum og fá hestinn til að hlýða því sem hann biður um án átaka. Auk þess lætur hann sig varða hvaðeina sem tengist hestum og fjallar um ýmis vandamál og leiðir í tamningunni í fréttabréfi sínu og ýmsum tímaritum. Eftir því sem árin liðu varð eftir- spum eftir námskeiðum Johns Lyons sífellt meiri. Arið 1993 ákvað hann að bjóða upp á námskeið fyrir þá sem höfðu áhuga á að kenna sam- kvæmt aðferðum hans. Nú, árið 2000, hafa verið haldin 4 tólf vikna námskeið fyrir verðandi kennara þrátt fyrir að hvert slíkt námskeið kosti 18.000 dali og nemendur þurfi að koma með sinn eigin hest, leigja fyrir hann stíu og borga allt fóður og flutninga þar að auki. Fékk loksins tækifæri til að prófa íslenskan hest Þótt John sé sjálfur ekta kúreki og ríði mest „westem“ í kúrekahnakk, með kúrekahatt og í kúreka- stígvélum, henta aðferðir hans hvaða hrossum sem er og hvemig reið- mennsku sem er. Hann virðist sjálf- ur hafa áhuga á öllu sem viðkemur hrossum og hefur greinilega gaman af að prófa hinar ólíkustu tegundir hesta og reiðmennsku. Á kvöldsýningunni á Equine Af- fair á föstudaginn var, kvöldið áður en hann kom fram á íslenskum hesti, kom hann fram í næstsíðasta at- riðinu ríðandi á risastómm „warm- blood“-hesti, klæddur í kjólföt, hvít- ar reiðbuxur og svört leðurstígvél með harðkúluhatt á höfðinu. Enda þekkti hann enginn fyrst í stað. Hann kom fram með konu sem er margverðlaunaður hlýðniæfinga- knapi og var kynntur sem meðreið- arsveinn hennar. Þau sýndu hlýðni- æfingar af mikilli list og þegar hann fór að tala í hljóðnemann og lýsa þessari nýju reynslu sinni vakti það kátínu áhorfenda sem áttu síst von á því að þama færi John Lyons. Þó hann hafi enga reynslu í þessari reið- mennsku tókst honum mjög vel upp. John Lyons nær vel til áhorfenda, talar beint til þeirra og lætur skop- skynið njóta sín, hvort sem hann er á sýningum sem þessum, í sýnikennslu eða á fyrirlestrum. Hann er, þrátt fyrir frægðina, mjög alþýðlegur maður og kom það vel í ljós þegar hann kom í hesthúsið þar sem ís- lensku hestarnir voru til að fara í reiðtúr með Baldvin Ara Guðlaugs- syni áður en sýningin hófst á laugar- dagskvöldið. Þrátt fyrir mikið ann- ríki á sýningunni gaf hann sér tíma til að spjalla við þá sem þar voru og svara spurningum. Hann sagðist vera afar ánægður með að hafa loks- ins haft tækifæri til að prófa íslensk- an hest. Hann sagðist oft hafa velt því fyrir sér hvernig væri að ríða slíkum hesti því að á þeim sýningum sem hann hafði séð þá hafði það vak- ið athygli hans hversu gaman það virtist vera. Hann hafi alltaf haft það á tilfinningunni að knaparnir skemmtu sér konunglega. I raun væri það furðulegt að hann hafi ekki prófað þetta hestakyn fyrr þar sem hann sagðist hafa prófað næstum því allar hestategundir sem fyrirfyndust í Bandaríkjunum. Yfír 100.000 manns á námskeiðum Eftir því sem segir á heimasíðu Johns Lyons hafa yfir 100.000 manns komið á námskeið og sýnikennslu hans. Auk þess hefur hann hannað og framleitt ýmsar vörur tengdar hestum, til dæmis færanlegt hring- gerði og stíur svo eitthvað sé nefnt. Hann setur einnig stimpil sinn á ýmsar vörur sem aðrir framleiða og hann telur hestvænar og öruggar, hvort sem það er fóður eða bása- mottur, svo eitthvað sé nefnt. Þá má ekki gleyma bókum, myndböndum, fréttabréfi og tímariti sem John Lyons og kona hans gefa út. John Lyons skrifar einnig greinar og svar- ar fyrirspurnum í fjölda hestatíma- rita í Bandaríkjunum og fjallað hefur verið um hann í mörgum sjónvarps- þáttum. Honum er lýst sem trúuðum fjölskyldumanni og tekur fjölskylda hans þátt í starii hans af miklum krafti. Á Equine Affair-sýningunum hef- ur John Lyons jafnan stærsta sölu- básinn þar sem hann selur allar vör- ur sínar, bækur, myndbönd og fleira. Auk þess heldur hann fjölda fyrir- lestra og er með sýnikennslu í tamn- ingum og hvemig bregðast eigi við hinum ýmsu vandamálum hjá hest- um og lagfæra þau. Löðursveitt og móð taugahrúga Á sýningunni í Springfield á dög- unum var hann með sýnikennslu á stærsta hringvellinum á svæðinu tvisvar á dag þá fjóra daga sem sýn- ingin stóð yfir. Ég fylgdist með síð- ustu sýningunni hans. Og satt best að segja leist manni ekki á blikuna þegar hrossið sem hann átti að reyna að endurtemja kom inn á völlinn. Þetta var 13 vetra gömul hryssa, lík- lega arabablendingur, og þvílík taugahrúga. Ég held ég megi full- yrða að ég hafi aldrei séð annað eins. Hryssu þessa hafði eigandinn, kona á miðjum aldri, keypt á uppboði fyrir nokki*um árum. Éflaust hefur hún hrifist af fegurð hryssunnar sem var einstök. Konan teymdi hana inn á völlinn sem er í yfirbyggðri höll með stórum áhorfendapöllum. Hryssan skimaði í allar áttir enda mörg ókunnug hljóð sem henni leist greinilega ekki á. John las bréf frá henni þar sem hún Morgunblaðið/Ásdís Haraldsdóttir Stöðugur straumur var af fólki í fjóra daga í sýningarbása þeirra fyrir- tækja sem voru fulltrúar fyrir íslenska hestinn. ■ r ' fslenskir, þýskir og bandariskir þátttakendur á Equine Affair. Frá vinstri: Hulda G. Geirsdóttir, Jón Pétur Ólafsson, Götz George, Brad , Vogel, Snorri Dal, Holly Nelson og Baldvin Ari Guðlaugsson. Þau tóku öll þátt í kvöldsýningunum nema Brad og Holly hjá Horsesnorth. Holly og Loki frá Hofi að lokinni sýningu. lýsti reynslu sinni með hryssuna. Þar sagði hún meðal annars frá gífurlegri sjónhræðslu hennar. Konan segist vera búin að reyna allt til að róa hana en ekkert hefiir gengið. Á meðan John las bréfið kom aðstoðarmaður hans til að halda í hryssuna fyrir konuna sem var komin í vandræði með hana og ekki gekk betur hjá honum. Hryssan hringsnerist í kringum hann og í þau fáu skipti sem hún stoppaði stóð hún stíf og krafs- aði í jörðina með framfótunum. Mað- ur varð bókstaflega þreyttur á að horfa á hana. John Lyons benti á að svona hross væri hættulegt vegna þess að það væri algerlega stjórnlaust vegna hræðslu. Þessi hryssa þyrði hrein- lega ekki að vera til. Henni fyndist eflaust alltaf að hún væri að drepast. Þótt hann tæki homaboltakylfu og slægi hana með henni myndi henni ekki líða verr en hún gerði þegar. Einnig sagði hann að margir eigend- ur slíkra hesta væm alltaf að afsaka hegðun þeirra með því að segja að hesturinn ætlaði ekki að henda þeim af baki eða að hann ætlaði ekki að slá. Hann lagði mikla áherslu á að nauð- synlegt væri að ná stjórn á henni. Góður árangnr hjá þolinmóðum en ákveðnum kennurum Á um það bil hálftíma var John búinn að kenna hryssunni að ganga áfram í stað þess að fara í hringi og víkja til hliðar. Bæði hryssan og hann vom orðin löðursveitt og móð og enn langt í land að hún væri orðin alveg róleg. Þegar hér var komið sögu var Ijóst að þessi hryssa þyrfti meira en klukkutíma til að læra að slappa af og treysta manninum. Óneitanlega veltir maður því fyrir sér hvað hafi eiginlega gerst í lífi þessarar 13 vetra gömlu hryssu. Eitthvað hlýtur að hafa gengið á því hún var skelfingu lostin. Hún hlýtur að vera ýkt dæmi um hross sem hann fær til endurþjálfunar því varla held- ur fólk upp á hross sem em öllu verri. Margir virðast halda að náttúmleg hestamennska gangi út á að vera bara „góður“ við hestana. En hjá þeim sem stunda slíkar tamningaað- ferðir og vora þama á sýningunni var lögð mikil áhersla á að vera ákveðinn við hrossin. Mikilvægt að maðurinn sé sá sem stjómar og þeir sem ég sá til sýndu mikla þolin- mæði og gáfust ekki upp fyrr en þeir vom búnir að kenna hrossunum það sem þeir vildu að þau lærðu. Þetta var þó gert alveg án þess að sýna þeim hörku eða ofbeldi og var gaman að fylgjast með hvemig hrossin sýndu framfarir þótt tíminn væri stuttur og sum hrossin ákaflega erf- ið, eins og hryssan sem John Lyons fékk í hendumar. Eins og endranær var mikill spenningur fyrir íslensku hestunum á kvöldsýningunum. Áhorfendur vom vel með á nótunum og fögnuðu ákaft, ekki síst yfir pott- þéttum skeiðsprettum Baldvins Ara Guðlaugssonar á Prúði frá Neðrp^ Ási sem álltaf stendur fyrir sínu á sýningum sem þessum. Einnig vakti það kátínu þegar hestarnir komu fyrst inn var meðal annars einn knapanna, Birga Wild, að lesa blað og Hulda Geirsdóttir að varalita sig þótt hrossin væm á fullri ferð. Á kynningu á íslenska hestinum á sunnudaginn var ekki lögð eins mikil áhersla á hraða sýningarinnar en reynt að sýna að íslenski hesturinn væri fyrir álla. Enda komu bæði sýn- ingarknapar, unglingar og konur á besta aldri fram í henni. Ung stúlka, Holly að nafni, reið til að myndiU stóðhestinum Loka frá Hofi og fór hann ákaflega vel hjá henni. Þessi stelpa kom fyrst á bak í sumar og prófaði Loka í fyrsta sinn fáeinum dögum fyrir sýninguna. Eftir sýn- inguna söfnuðust margir áhugasam- ir áhorfendur saman fyrir utan höll- ina til að fá að klappa hestunum orr spyrja spuminga. T'-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.