Morgunblaðið - 17.11.2000, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 17.11.2000, Blaðsíða 64
MORGUNBLAÐIÐ 64 FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2000 UMRÆÐAN Áhrif breyttra laga á vaxtabætur HÉR á landi er það viðtekinn hugsunarháttur að flestir eigi það húsnæði sem þeir búa í. Lög og reglur hafa verið sett með það að markmiði að hjálpa þeim tekjulægri að eignast íbúðarhúsnæði. A árum áður byggðu sveitarfélög íbúðir sem seldar voru á sérkjörum með veru- lega niðurgreiddum vöxtum. Stærð íbúðar fór eftir fjölskyldustærð. í dag geta þeir sem eru innan tekju- og eignamarka fengið viðbótarlán til kaupa á íbúðum á frjálsum markaði. Sveitarfélög t.d. Reykjavík hefur sett hámark sem tekur mið af mark- aðsverði fasteigna og fjölskyldu- stærð. 5 manna fjölskylda má kaupa allt að 12 milljóna króna eign. Vaxta- bætur hafa tekið við af niðurgreidd- um vöxtum. Bæturnar geta ekki orð- ið hærri en 7% af eftirstöðvum skulda til íbúðakaupa auk þess sem þær skerðast hlutfallslega fari sam- anlagðar eignir viðkomandi skv. skattmati að frádregnum skuldum yfir tiltekna fjárhæð. Frá vaxta- gjöldum hjóna/sambúðarfólks eru ■' dregin 6% af tekjum og er hámark vaxtabóta 245 þúsund. Hámark vaxtabóta hjá einstæðu foreldri er 180 þúsund. Fasteignaskattar Á síðustu tveim árum hafa gífur- legar breytingar átt sér stað á fast- eignamarkaðnum. Mikill skortur er á húsnæði á höfuðborgarsvæðinu, en annars staðar á landinu má finna fasteignir sem eru nær óseljanlegar og því verðlitlar. Fasteignaskatta á að miða við Vextir / Eg beini þeim tilmælum til Alþingis, segir Gerla, að endurskoða frum- varpið og bæta inn í það ákvæðum sem tryggja að vaxtabætur fylgi fasteignaverði. verðmæti eignar og því liggur fyrir Alþingi tillaga að breytingum. I núgildandi lögum er kveðið á um að: álagning fasteignaskatts skuli vera afskrifað endurstofnverð fast- eignar margfaldað með markaðs- stuðli fasteigna í Reykjavík. I frum- varpinu sem nú liggur fyrir segir: „Stofn til álagningar á allar fast- eignir skal vera fasteignamat þeirra“ og í athugasemdum við frumvarpi segir að „I stað þessa (að margfalda með markaðsstuðli fast- eigna í Reykjavík) er lagt til að mið- að verði við fasteignamat þeirra. Með þessu móti á að vera tryggt að fasteignaskattur reiknist af því sem næst raunvirði fasteignar ... núver- andi fyrirkomulag feli í sér ójöfnuð gagnvart fasteignaeigendum á landsbyggðinni sem oft á tíðum sé gert að greiða fasteignaskatta sem séu úr öllu samhengi við raunveru- legt verðmæti fasteignar. Fasteign- areigendur í Reykjavík og á stærst- um hluta höfuðborgarsvæðisins munu á hinn bóginn verða jafnsettir og áður.“ Þessi lagabreyting þýðir að ef miðað er við söluvirði gæti fasteignamat viðkomandi eignar lækkað um t.d. 50% þannig að eign úti á landi, sem samkvæmt núgildandi lögum er metin á 9 milljónir, verði metin á 4,5 milljónir. En lagabreytingin hefur ekki að- eins áhrif á fasteignagjöld heldur einnig vaxtabætur eins og ég ætla að sýna hér dæmi um. Vaxtabætur Staða tvennra hjóna með þrjú börn er eins. Önnur búa í höfuðborg- inni og hin úti á landi, tekjur eru þær sömu, verðmæti íbúðar skv. fasteignamati og þar með skattmati er um 9 milljónir og bíls 1,5 milljón- ir, skuldir beggja aðila vegna íbúðar- kaupa eru 5 milljónir. Eftir lagabreytingar eiga höfuð- borgarhjónin, samkv. skattframtali, áfram 5,5 í hreina eign, þ.e. íbúð að verðmæti 9 milljónir auk 1,5 milljóna bíls og þau skulda áfram 5 milljónir. Þau fá því vaxtabætur skertar (í hlutfalli við vaxandi eign) og vaxta- bætur þeirra falla að fullu niður við 8,6 milljóna króna mörk hreinnar eignar. Miðað við þessar forsendur falla vaxtabætur að fullu niður þegar þau skulda um 2 milljónir. Staða hjónanna úti á landi verður breytt. Skuldin er áfram 5 milljónir en virði fasteignar þeirra skv. skatt- framtali, hefur í samræmi við nýtt fasteignarmat lækkað um 50% og fer úr 9 millj- ónum í 4,5 milljónir. Landsbyggðarhjónin eiga því skv. skattfram- tali einungis 1 milijón í eignir umfram skuldir þegar virði bíls er með- talið og fá þau því fullar vaxtabætur. Vaxtabætur til ein- stæðra foreldra Gefum okkur að í báð- um tilfellum skilji hjónin og það foreldri sem er með bömin haldi íbúð og bíl og taki yfir skuldir vegna íbúðar. I höfuðborginni er einstæða for- eldrið áfram með 5,5 milljónir en skv. núgildandi lögum falla vaxta- bætur til einstæðs foreldris að fuOu niður við 5,2 milljóna króna eign. Þannig nýtur hið einstæða foreldri engra vaxtabóta þrátt fyrir að skulda um 5 milljónir vegna íbúðar- kaupa. Fráskilda foreldrið með börn sem •býr úti á landi, fær hins vegar óskertar vaxtabætur allt að 2,8 millj- ónir eru eftir að skuld og skertar vaxtabætur þar til 800 þúsund eru eftir af skuldinni. Mismunun Frumvarpið sem nú liggur fyrir þinginu mun hafa í för með sér að vaxtabætur verða mismunandi eftir búsetu. Þeir sem búa úti á landi gætu notið þeirra þai- til eign er að fullu greidd, á meðan þeir sem búa á höfuðborgarsvæðinu sitja ekki við sama borð. I kerfi niðurgreiddra vaxta voru vextirnir lengst af 1% hækkuðu í 2,4%, fyrir rúmum áratug. Vaxta- prósentan hélst óbreyttir þar til fasteign var að fullu greidd, svo framarlega sem kaupandi var innan tekjumarka. I þeim málum var eng- mn gremarmunur gerður á hjónum og einstæðu foreldri. Hér að framan er sýnt með dæmum að samkvæmt núgild- andi lögum um vaxta- bætim mega hjón/ sambýlisfólk eiga mun meira án þess að vaxtabætur skerðist eða falli niður en ein- stætt foreldri og ekki er tekið tillit tO hversu mörg börn eru á heimilinu. Þessar staðreyndir vekja upp ýmsar spurningar. Á að nota hjúskaparstöðu en ekki fjölskyldu- stærð sem viðmiðun? Er ekki eðli- legt að bætur fylgi hækkun fast- eignaverðs? Lágmarksstærð íbúðar fyrir fjölskyldu breytist ekki þótt fasteignaverð hækki. Er það ekki stefna ríkisstjórnarinnar að aðstoða þá tekjulægri til að eignast íbúð? Eða hefur verið fallið frá þeirri grundvallarhugsun að nota vaxta- bætur til að jafna bil þeirra tekju- lágu og tekjuháu? Er ekki yfirlýst stefna að hvetja til spamaðar? Nú- verandi reglur um vaxtabætur hvetja ekki til sparnaðar, heldur að skipt sé reglulega um húsnæði og menn eigi sem minnst. Alþingi Ég beini þeim tilmælum til Al- þingis að endurskoða frumvarpið og bæta inn í það ákvæðum sem tryggja að vaxtabætur fylgi fast- eignaverði, þannig að ekki verði mis- munun eftir búsetu. Sem og að tekjulágir bæði hjón sem og ein- stæðir foreldrar eigi rétt á bótum þar tfi þeir hafa greitt upp íbúð sem er í samræmi við fjölskyldustærð. Höfundur er varaformaður félagsmálaráðs Reykjavikur. Guðrún Erla Geirsdóttir PHYTO SOYA JURTA ÖSTROGEN Fæst í apótekum b— Ofnæmi eða óþoli gagnvart hreinsiefnum í heimilishaldi og iðnaði. Tlðum þvotti með sótthreinsandi efnum. Óhreinindum, málningu, olíu, kltti, sementi o.þ.h. Húðþurrki vegna vinnuumhverfis. u íhiyHA K. Pétursson ehf www.kpetursson.net "J Til hamingju, Stj örnustúlkur! UNDANFARIÐ hefur afreksfólk okkar í íþróttum mikið látið að sér kveða á alþjóðlegum vettvangi. Við íslendingar erum jafnan stolt af okkar fólki og látum vel af þegar vel gengur og er það mjög gott. Evrópu- meistaramót í hópfimleikum, Euro- team 2000, var haldið í Birmingham á Englandi dagana 27. og 28. októ- ber sl. Lítið hefur farið fyrir umfjöll- un fjölmiðla hér á landi um þetta mót og það eru líkast til ekki margir sem vita að lið Stjörnunnar úr Garðabæ varð þá Evrópumeistari í dansi, með einkunnina 9,0. Minni afreka er oft getið í fjölmiðlum en um afrek þessa móts hefur umfjöllun verið lítil sem engin. Umfjöllun fjölmiðla um afrek íþróttahópa hefur verið mjög mis- skipt hér á landi og væri það verðugt rannsóknarefni að kanna hvaða íþróttahópar fá mesta umfjöllun og einnig kynjaskiptingu hvað það varðar. Það sama er að segja um styrki, aðbúnað og aðstöðu íþrótta- hópa, þar erum við stutt á veg komin í jafnréttismálum. Fyrir íslands hönd kepptu tvö lið kvenna á Euroteam 2000, Stjarnan úr Garðabæ og Gerpla úr Kópavogi. Keppni í hópfimleikum er þríþætt, keppt er í dansi, á trambólíni og í stökki á dýnu. Fyrri daginn var keppt til undanúrslita. Af sextán lið- um sem tóku þátt í keppninni kom- ust átta lið í úrslit. Lið Stjörnunnar varð númer tvö í undanúrslitum, að- eins 0,05 stigum fyrir neðan efsta lið, en lið Gerplu komst ekki í undan- úrslit. Seinni daginn var keppt til úr- slita og leiddu Stjörnustúlkur keppnina eftir tvær íyrstu umferð- imar, þ.e. í dansi og á trambólíni. En lítið má út af bregða í slíkri keppni og urðu þeim á mistök í stökki á dýnu sem urðu til þess að forystan var töpuð, Stjarnan hlaut fjórða sæt- ið til Evrópumeistara í hópfimleik- um. Þrátt fyrir þetta var frammi- staðan írábær og þær urðu Evrópumeistarar í dansi eins og áð- ur segir. Það er því óhætt að segja að Stjörnustúlkumar vom okkar landi til sóma á þessu móti. Er þetta virkilega ekki verðugt efni fyrir íþróttafréttir Morgunblaðsins? Forsagan hér heima á íslandi um Hópfimleikar Það er hart að verða af --7--------------------- Islandsmeistaratitli vegna mistaka við útreikninga, segir Gyða Halldórsdóttir, og enginn er sæll með falskan titil. þátttöku í Evrópumeistaramótinu er þó öllu raunalegri og hefur stjóm Fimleikasambands íslands þar eng- an sóma af. Ég var áhorfandi á Is- landsmótinu í hópfimleikum í byrjun apríl sl., þar sem raunasagan hófst. Þar varð fljótt ljóst að vinnubrögðin við einkunnagjöf mótsins vom ekki nægjanlega vönduð, sérstaklega hvað varðar framsetningu og út- reikninga. Mjótt var á munum þegar niðurstaða mótsins var kynnt og samkvæmt henni var Gerpla með 25,035 stig, Stjarnan í öðm sæti með 25 stig. Sem áhorfanda virtist mér strax að munurinn væri allt of lítill til að ekki væri enn betur farið yfir útreikningana fyrir afhendingu verðlauna. Án frekari athugunar vom Gerplustúlkur krýndar sem Is- landsmeistarar. En hvað svo? Þegar betur var að gáð og farið yfir út- reikninga mótsins eftir á, kom í ljós að samkvæmt réttum útreikningum var það Stjaman sem átti Islands- meistaratitilinn. Samkvæmt því hafði Stjarnan hlotið 25,00 stig í fyrsta sæti, Gerpla 24,95 stig í ann- að sætið og Bjarkirnar úr Hafnarfirði 24,90 í þriðja sætið. Þrátt fyr- ir þetta var titlinum ekki haggað, kæra- fresturinn aðeins 15 mínútur og aðeins tveir tilgreindir aðilar sem mega kæra og kærðu ekki innan frestsins. Merkilegt að þessir að- ilar þurfi að passa upp á útreikninga án þess að hafa til þess for- sendur og að ná- kvæmnin sé ekki meiri þegar búið er við svo stífar og ófrá- víkjanlegar reglur sem raun ber vitni. Það er greinilegt að reglurnar þarfnast endurskoðunar og það væri líka ekki úr vegi að stjórn FSÍ kynnti sér vinnubrögð hestamanna í þessum málum en þar er réttum nið- urstöðum framfylgt og þær látnar gilda þó svo að verðlaun hafi verið afhent. Þar sem Islandsmótið átti að skera úr um þátttöku á Evrópu- meistaramótinu varð uppi málaþóf mikið og erfitt í stjórn FSÍ, ekki síst ef rétt er sem sagt er að tveir stjóm- armenn úr fylkingu Gerplu hafi ver- ið með í umfjöllun þessa máls. Stjórn FSÍ ákvað að halda úrtökumót til að skera úr um þátttöku á Evrópumót- inu. Þar með var enn frekar brotið á stúlkunum. Hvert mót er áhætta fyrir þátttakendur og miklu er til kostað við undirbúning, sérstaklega hvað varðar vinnu og álag á líkama og sál. Úrtökumótið var haldið 3. október sl. og varð Stjarnan þá í fyrsta sæti með 24,20 stig, Björk í öðra með 24,15 og Gerpla tölvert neðai' í þriðja sæti með 22,45. Til að undirstrika vitleysuna og þar með tilgangsleysi þessa móts tók stjórn FSÍ ákvörðun andstætt úrskurði tækniráðs FSÍ og þvert á niður- stöður úrtökumótsins. Akveðið var að Stjarnan og Gerpla yrðu fulltrúar íslands á Evrópumótinu. Stúlkurnar í Björk vom að vonum alls ekki ánægðar með niðurstöðuna enda þeirra árangur á úrtökumótinu ekki virtur. Eðlileg vinnubrögð innan stjórnar eiga að vera þau að þeir, sem tengj- ast málum persónu- lega, víki af fundi þegar um þau er fjallað. Ég spyr! Var það gert í stjórn FSI þegar um- ræddar ákvarðanir vom teknar? Sárt er til þess að vita að stjóm FSÍ beri ekki meiri virðingu fyr- ir því álagi og þeirri miklu vinnu sem fim- leikafólk leggur á sig til að byggja upp árangur. Úrtökumót aðeins mánuði fyrir Evrópu- mót er algjör hneisa og ekki síst eftir það sem á undan var gengið. Það er líka enn frekari lítils- virðing á þann undirbúning sem til þarf fyrir slík stórmót sem þetta Evrópumót er. Árangur Stjörnunn- ar var frábær. Fram hjá því verður samt sem áður ekki litið að allt þetta stjórn- og ráðaleysi hafði mikil áhrif á allan undirbúning. Þetta var tmfl- un sem kom í veg fyrir enn betri undirstöðu. Ég ætla rétt að vona að stjórn FSÍ beri gæfu til þess að taka sig á við undirbúning og mótshald hér á landi. Það ætti að vera sjálfsögð krafa á fimleikamótum að hver dóm- ari birti sína niðurstöðu hverju sinni þannig að viðstaddir geti fylgst með. Þannig myndu viðstaddir veita nauðsynlegt og gott aðhald og er það líka jákvætt fyrir dómara í svo fá- mennu þjóðfélagi þar sem tengsl dómara geta auðveldlega haft áhrif á einkunnagjöf. Einnig er nauðsynlegt að dómarar hafi tölvur fyrir skrán- ingu og útreikninga á einkunnagjöf til að tryggja rétta útreikninga. Að endingu má það alls ekki bregðast að niðurstöður verði yfirfamar svo ekki komi til að menn þurfi að þrátta um útreikningana eftir á. Nú á tölvuöld hlýtur að vera hægt að gera bragar- bót á þessum málum. Það er ansi hart að verða af Islandsmeistaratitli vegna mistaka við útreikninga og enginn er sæll með falskan titil. Höfundur er hjúkrunarfræðingvr og áhugamaður um réttlæti og jafnrétti í iþröttum. Gyða Halldórsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.