Morgunblaðið - 17.11.2000, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 17.11.2000, Blaðsíða 54
54 FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR BENEDIKT BJARNASON + Benedikt Bjarna- son fæddist að Holtum á Mýrum 22. mars 1914. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 4. nóvem- ber síðastliðinn og fór útfor hans fram frá Hafnarkirkju 11. nóvember. Þau hverfa óðfluga af sjónarsviðinu sem hafa lifað 20. öldina nær alla, öld breyting- anna í íslandsögunni. Heimsstyrjaldir, kreppuár, stofnun sjálfstæðs ríkis og síðar lýðveldis. Nýtt líf í okkar gamla landi byggt á hugsjónum og ótrúlegri bjartsýni, sem varð aflvakinn að framförum á öllum sviðum. Samkennd okkar fámennu þjóðar varð til að virkja samtakamáttinn í ungmennafélaga- og samvinnuhreyf- ingu og „ræktun lands og lýðs“ urðu lifandi einkunnarorð sem gagntóku hugi flestra. Sú umbreyting sem þetta leiddi af sér í þjóðlífinu er auð- vitað verk þúsunda fólks á ýmsum 'aldri. Við þau aldamót sem við lifum nú, hafa mörg helstu gildi síðustu aldar vikið fyrir öðrum nýjum. Þetta leitar á huga minn nú þegar við kveðjum Benedikt frá Tjörn. í mínum huga er hann einn af bestu merkis- berum þessa tímabils úr mínu umhverfi. Benedikt var sérlega heilsteyptur maður þar sem allt fór saman, andlegt og líkamlegt atgervi, þrek og þor, og hin rómaða skaftfellska hógværð var honum eiginleg án þess að draga úr eðlilegu sjálfstrausti hans. Benedikt og Stein- unn tóku við búsforráð- um á Tjörn skömmu áður en mesta uppbyggingarskeið skaftfellskra byggða gekk í garð um miðja öldina og það fór að sjálfsögðu ekki hjá garði á Tjörn þar sem bygg- ingar og ræktun urðu í fremstu röð. I búi þeirra mátti gegnum tíðina einnig finna framúrskarandi gripi allra hinna hefðbundnu tegunda, kúa, sauðfjár og hrossa. Þar var stundað af kostgæfni alhliða ræktun- arstarf. Það fór ekki hjá því að Benedikt væru falin trúnaðarstörf fyrir sitt samfélag. Ungmennafélag, sauðíjárræktar- og nautgriparæktarfélag, sóknar- kirkja, kaupfélag og síðast en ekki síst sveitarfélag þar sem hann var oddviti um skeið, nutu starfa hans í SKILAFRESTUR MINNINGARGREINA EIGI minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnudagsblaði ef útför er á mánudegi), er skila- frestur sem hér segir: I sunnu- dags- og þriðjudagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. I miðvikudags-, fimmtudags-, föstu- dags- og laugardagsblað þai’f greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birt- ingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útfór hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingar- degi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skilafrests. meira eða minna mæli um áratuga skeið eða blómann af hans starfsævi. Benedikt kunni vel að skipuleggja störf sín og ekki varð séð að bú hans gyldi þess þótt hann sinnti öðrum störfum af samviskusemi og kost- gæfni, og sýndarmennska kom þar aldrei við sögu. Benedikt var orðlagður fjalla- og göngugarpur og sveltisgöngur í klettum til lausnar ósjálfbjarga kind- um voru honum léttari en flestum öðrum enda bjó hann yfir kjarki, gætni og krafti sem kom vel fram við slíkar aðstæður. Hann unni nátturu landsins, byggðum sem óbyggðum og naut ferðalaga og náttúruskoðunar í rík- um mæli. Benedikt og Steinunn bjuggu rausnarbúi á Tjörn til 1985, hin síð- ari ár í félagi við dóttur sína, Pálínu, og hennar fjölskyldu, en þá fluttu þau á Höfn. Flest sækjum við þá öryggistil- finningu sem við þörfnust í „fastar skorður" daglegs hversdagslífs. Þegar vel tekst til í þeim efnum finnst okkur gjarna við vera skapar- ar og húsbændur örlaga okkar, en framvindan hefur sinn gang og minnir okkur af og til á okkar tak- markaða mátt og vald og þarf ekki dausföll til. Þá reynir mest á atgervi okkar og lífsleikni. Við söknum vinar í stað, nú þegar Benedikt er allur. Söknuður er oftast blandinn eigin- girni. Mér er því efst í huga þakklæti fyrir samfylgdina við Benedikt í gegnum árin og þann lærdóm sem af þeim leiddi. Hlýja hans, áhugi og umhyggja fyrir öllum sem hann unni verða áfram til staðar. Umhyggja tengdaföður míns fyrir vellíðan og velgengni okkar Pálínu var okkur mikils virði. Hann sýndi búskap okkar lifandi áhuga og fylgd- ist vel með hversu gekk. Þetta þökk- um við sérstaklega á þessari stundu. Minningar um mæta menn eru meðal þeirra auðæfa sem mölur og ryð fá ekki grandað og verða í far- teski okkar á eilífðargöngunni svo lengi sem við hirðum um að varð- veita þær. Sævar Kr. Jónsson. HJORDIS AÐALSTEINS- DÓTTIR + Hjördís Aðal- steinsdóttir fæddist á Siglufírði 20. nóvember 1943. Hún lést á gjör- gæsludeild Fjórð- ungssjúkrahússins á Akureyri 31. október síðastliðinn og fór útfór hennar fram frá Siglufjarðar- kirkju 11. nóvember. Elsku amma mín. Égsendiþérkæra kveðju, nú komin er lífs þíns nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjai’ta þásælteraðvitaafþví ■ þú laus ert úr veikinda viðjum, þínverölderbjörtáný. Ég þakka þau ár sem ég átti þáauðnuaðhafaþighér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þin minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Guð gefi þér góða nótt, amma mín, og takk fyrir allt sem þú varst mér. Ég bið Guð að passa afa. Ég elska þig. Þín ömmustelpa, Lena Sóley. 11. nóvember sl. kvöddum við hálf- systur mína Hjördísi hinstu kveðju. Það var mér mikið áfall að frétta af alvarlegum veikindum hennar sem leiddu hana til dauða á aðeins þrem- ur dögum. Hjördís var yngst af þremur hálf- systkinum mínum. Þegar hún var að- eins átta mánaða gömul varð móðir mín að gefa hana frá sér vegna mikilla erfið- leika í lífi sínu. Hjördís átti því láni að fagna að verða ættleidd af þeim heiðurshjónum Aðal- steini Sveinbjömssyni og Þóru Jónsdóttur þar sem hún naut mikils ástríkis í uppvexti sín- um. Hjördís var sextán árum eldri en ég svo elstu bömin hennar eru á svipuðu reki og ég. Frá því ég man eftir mér höfðu Hjördís og fjölskylda hennar alltaf samband við móður okkar og aðra í fjölskyldunni. Mér er minnisstætt að þegai’ ég fermdist vildi ég ekki halda veislu en bauð í staðinn Hjördísi og fjölskyldu hennar í kaffi ásamt annarri systur minni og börnum hennar. Örlögin höguðu þvf þannig til að þegar leiðir okkar hjóna lágu saman fyrsta sinni á Aðalgötunni á Siglu- firði var Hjördís viðstödd. Við höfum alltaf átt gott samband við Hjördísi og Hansa upp frá þeim degi og þau litu alltaf við hjá okkur þegar þau áttu leið á Krókinn. Þau hafa alltaf tekið okkur opnum örmum og alltaf var notalegt að sjá hversu mikla hlýju þau sýndu hvort í annars garð. Það var aldrei lognmolla í kringum Hjördísi og einatt slegið á létta strengi í þessum heimsóknum eins og Hjördísi einni var lagið. Hjördísi var snyrtimennska í blóð borin og hverskyns handverk lék í höndum hennar. I heimsóknum okk- ar hvorrar til annarrar bar hapdverk ýmiss konar iðulega á góma. Ég mun sakna sárt þessara samverustunda okkar systra. Ég bið góðan Guð að styrkja Hansa, Þóru og Alla, börn hennar og fjölskyldur þeirra í sorginni. Lydia, Þorkell og börn. Basar Hrafnistu í Hafnarfirði laugardaginn 18. nóvemberkl. 13.00 til 17.00 og mánudaginn 20. nóvember kl. 9.00 til 16.00. Heimilisfóik Hrafnistu í Hafnarfirði. Landbúnaðarráðuneytið Tollkvótar vegna innflutn- ings á smjöri og ostum Með vísan til 53. gr. laga nr. 99/1993 um fram- leiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum, með síðari breytingum og með vísan til reglugerðar nr. 359/2000, er hér með auglýst eftir umsókn- um um tollkvóta vegna innflutnings á smjöri og ostum. Nánari upplýsingar liggja frammi í ráðu- neytinu á skrifstofutíma frá kl. 9.00— 16.00. Skriflegar umsóknir skulu sendar með bréfi eða með símbréfi til landbúnaðarráðuneytis- ins, Sölvhólsgötu 7,150 Reykjavík, og skulu hafa borist fyrir kl. 15.00 föstudaginn 24. nóv- ember nk. Landbúnaðarráðuneytinu, 15. nóvember 2000. Landbúnaðarráðuneytið Tollkvótar vegna innflutn- ings á unnum kjötvörum Með vísan til 53. gr. laga nr. 99/1993 um fram- leiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum, með síðari breytingum og með vísan til reglugerðar nr. 360/2000, er hér með auglýst eftir umsókn- um um tollkvóta vegna innflutnings á unnum kjötvörum. Nánari upplýsingar liggja frammi í ráðu- neytinu á skrifstofutíma frá kl. 9.00— 16.00. Skriflegar umsóknir skulu sendar með bréfi eða með símbréfi til landbúnaðarráðuneytis- ins, Sölvhólsgötu 7,150 Reykjavík, og skulu hafa borist fyrir kl. 15.00 föstudaginn 24. nóv- ember nk. Landbúnaðarráðuneytinu, 15. nóvember 2000. FÉLAGSSTARF V/ Sjálfstæðisfélag Garðabæjar Opið hús með bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokks- ins í Garðabæ Laugardaginn 18. nóvember nk. milli kl. 10.00 og 12.00 verður opið hús hjá Sjálfstæðisfélagi Garðabæjar í húsnæði félagsins á Garða- torgi 7. Komdu hugmyndum þínum á framfæri við bæjarfulltrúa Sjálfstæðis- flokksins, m.a. varðandi fjárhagsáætlun næsta árs. VERUM BLÁTT— ÁFRAM Stjórn Sjálfstæðisfélags Garðabæjar. UPPBQQ Uppboð Eftirtaldir munir verða boðnir upp í Réttar- holti, Gnúpverjahreppi, föstudaginn 24. nóvember 2000 kl. 10.00: 2 hitablásarar með multifan mótor 4E40-6PP, 5tsement, aerotherme hitablásari nr. 188606, Bob Cat smágrafa 753, árg. 1992, ca 10 bílhlöss af vikursteini, ca 2300 stk. 18 mm spónaplötur, DH-1500 hrærivél, árg. 1990, nr. 118, Harris logsuðu- og rafsuðutæki nr. NP184P975HCI, IM-0088, loftpressa, Alup EKV 510, JL-1838 lyftari og Nilo steypuv. og 2 vibralet staflarar, annar Anmelt. Ávísanir ekki teknar gildar sem greiðsla nema með samþykki uppboðshaldara eða gjaldkera. Greiðsla við hamarshögg. Sýslumaðurinn á Selfossi, 14. nóvember 2000. mbl.is __ALLTA/= €E/TTH\/A-Ð A/
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.