Morgunblaðið - 17.11.2000, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 17.11.2000, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2000 51 fjallið og sagði hann okkur þá sögur af sér þegar hann var strákur. Hann vitnaði þá oftar en ekki í afa sinn í Bæ en þar hafði hann oft dvalið og átti þar alltaf skjól. Hann var ekki nema 17 ára gamall þegar mamma hans dó frá átta bömum en þá var yngsta systir hans aðeins sex mán- aða gömul. Táknræn mynd okkar af pabba er af manni í hvítum málningargalla með hvíta húfu gerða úr bréfpoka, með málningarpensil í hendinni og raulandi línur úr kvæðinu „Hér stóð bær með burstir fjórar,“ en hann söng gjarnan aðeins nokkrar slitr- óttar laglínur sem enduðu þó alltaf á: „Ég er kominn heim í heiðardalinn," o.s.frv. Þó að ástundun við tónlist og söng hafi verið mikil á heimilinu eru okkur ekki minnisstæðir aðrir söngvar pabba. En árin liðu og þegar kom að því að við stofnuðum okkar heimili var hann alltaf boðinn og búinn að rétta okkur hjálparhönd og málaði þá allt í hólf og gólf. Þá var nú ekki verið að slóra. Upp kl. 7 á morgnana og hætti seint á kvöldin. Hann gerði aldrei miklar kröfur til lífsins sjálfum sér til handa en tók því sem að höndum bar með jafnaðargeði. Hann skamm- aði okkur aldrei þótt oft gengjum við fram af honum en sagði þó stundum: „Er nú ekki komið nóg?“ Þó að við hefðum mátt velja hefðum við ekki getað valið okkur betri föður. Að leiðarlokum þökkum við inni- lega samfylgdina og biðjum algóðan Guð að styrkja mömmu okkar, bræð- ur og alla aðstandendur. Hvíl þú í friði, elsku pabbi. Þínar dætur, Þóra og Jóhanna. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi hin ijúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur var gjöf, sem gleymist eigi og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj.Sig.) Allir vita að á eftir hausti rennur vetur í garð og eins vitum við að eitt sinn skal hver deyja. Þrátt fyrir það er aldrei hægt að búa sig undir föð- urmissi. Ef hægt er að líkja lífs- hlaupi föður míns við árstíðirnar þá er við hæfi að fráfall hans varð í byrj- un vetrar, að afloknu góðu hausti. Pabbi minn var af þeirri kynslóð sem upplifað hefur þær mestu breyt- ingar sem orðið hafa á íslensku sam- fylgjast alltaf að. Ég hef margoft verið spurð hvort ég sé dóttir Ellu eða Jónu og svara þá strax um hæl að ég sé nú eiginlega bara dóttir þeirra beggja. Þetta fannst Ellu allt- Iaf gaman að heyra enda á hún heil- mikið í mér og mér finnst ég eiga heilmikið í henni. Ég hef unnið á heilbrigðisstofnun- um og þekki því miður allt of vel til þessa vágests sem krabbamein er og þegar Ella mín greindist með þenn- an sjúkdóm í lok nóvember í fyrra varð ég mjög svartsýn og átti erfitt. En Ella mín sýndi sig og sannaði í þessu hlutverki sem og öðrum og tók þessu verkefni með stóískri ró og Ibaráttuvilja og barðist í tæpt ár við þennan hvimleiða og erfiða sjúkdóm. Hún vann sína vinnu allt til það síð- asta sem er alveg ótrúlegt að skuli vera hægt. Síðustu dagarnir voru henni erfiðir en til hennar komu margir vinir og vandamenn og veit ég vel hve mikils hún mat það að fá þessar heimsóknir. Hún skilur eftir sig mikið tómarúm. Ég bið góðan Guð að styðja þá sem eiga um sárt að binda, Guðna, IGuðjón, Svanhvíti, Sollu, Kristjönu, Ingvar og ijölskyldur þeirra. Einnig bið ég hann að styðja móður mína, I ömmu mína og systkini Ellu í gegn- um þessa þungbæru sorg. Ingveldur Erlingsdóttir. Það er mér bæði Ijúft og skylt að skrifa fáeinar línur um fráfallna góða vinkonu mína, Elínu Rannveigu Halldórsdóttur. Ellu vinkonu mína hitti ég fyrst er ég hóf störf hjá Tollgæslunni í Reykjavík 1988. Hún Kristjana móð- ir hennar rak mötuneytið í tollstöðv- li félagi frá upphafi og lagði undirstöð- una að þeirri velferð sem við búum við í dag. Hann var Skagamaður í húð og hár, þar var hann fæddur og vildi hvergi annars staðar vera. Lífsbaráttan var hörð á fyrri hluta aldarinnar. Hann var elstur í stórum systkinahóp sem gjarnan var kennd- ur við Nýhöfn á Akranesi. Móðir hans féll frá langt um aldur fram og sautján ára að aldri þurfti hann að standa á eigin fótum. Þessi reynsla mótaði hann um allan aldur og fjöl- skylda hans var honum alla tíð mjög dýrmæt og velferð hennar fyrir öllu. Vinnusemi var honum í blóð borin og snemma byrjaði hann að innræta okkur systkinunum gildi vinnunnar og nauðsyn þess að við legðum okkar af mörkum til heimilisins. Mér er minnisstætt þegar hann kom mér í fyrstu vinnuna sjö ára að aldri við að bera út Morgunblaðið. Ég loftaði varla pokanum og var ekki skemmt en allt tókst þetta þó og ekki hlaut ég skaða af. Pabbi starfaði alla tíð við málara- iðnina. Hann lærði fyrst hjá föður sínum en lauk náminu hjá Lárusi Arnasyni málarameistara og störf- uðu þeir síðan saman sem sjálf- stæðir verktakar um langa hríð, þar til pabbi varð fastur starfsmaður hjá Sementsverksmiðjunni árið 1970. Ég var svo heppinn að vinna með pabba mínum í nokkur sumur og bý enn að því sem hann kenndi mér þá. Boðorðið var vandvirkni og að aldrei skyldi kasta höndum til verksins. Pabbi hafði góða kímnigáfu og hafði mikið yndi af að segja skemmtisögur af samferðamönnum sínum. Grínið var þó aldrei á kostnað annarra heldur voru það hnyttin til- svör og spaugilegri hliðar tilverunn- ar sem kættu hann. Pabbi lét sér alla tíð mjög annt um ijölskylduna sína. Hann fylgdist mjög vel með hvað hver var að gera, hvort sem það var í námi, starfi eða leik. Síðustu árin var algengt að hann hringdi að morgni dags í mig í vinnuna til að spjalla og færa mér fréttir af bæjarlífinu á Akranesi en ekki síður til að fá fréttir af okkur. Alla tíð hafði hann mikinn áhuga á knattspyrnu enda góður knatt- spyrnumaður á yngri árum. í seinni tíð íylgdist hann ekki síður með starfi yngri flokka þar sem afa- drengirnir fóru á kostum að hans sögn. Okkar drengir eru í Skalla- grími og gat hann samglaðst þeim svo framarlega sem þeir voru ekki að etja kappi við Skagamenn. arhúsinu af miklum myndarbrag og þar var Ella að vinna ásamt völdum heiðurskonum. Með okkur tókst mikill vinskapur sem stóð fram á síð- asta dag. Þegar ég fór í Tollskólann þarna um haustið var oft kátt á hjalla hjá okkur nemendum og oft gerðum við strákarnir það að leik að stríða þeim í eldhúsinu. Þetta þótti þeim í eldhúsinu gaman og oft var hlegið dátt að uppátækjunum í okkur. Þeg- ar ég svo hóf störf í rannsóknar- deildinni og var með aðsetur í toll- stöðvarhúsinu hittumst við yfirleitt tvisvar á dag og spjölluðum þá mikið saman. Við áttum trúnað hvort ann- ars og það sem við ræddum um voru oft hjartans mál. Ég vissi að það sem var sagt var vel geymt hjá Ellu. Þegar Kristjana lét af störfum hélt Ella áfram að vinna í eldhúsinu í nokkur ár en sl. þrjú ár vann hún hjá Eimskipafélagi Islands í mötuneyt- inu í Sundahöfn. Fyrir ári frétti ég af veikindum Ellu og töluðum við saman í síma lengi. Þetta átti síðan eftir að liggja fyrir okkur, að tala saman í símann reglulega. Hún sagði svo oft við mig; „nei, ert þetta þú gullið mitt,“ þegar ég hringdi og það lýsir svo vel hversu ljúf manneskja hún var. Hún kvart- aði aldrei við mig undan heilsuleysi sínu. Hún vann fram á síðasta dag. Hún sýndi af sér æðruleysi og ein- urð. Fyrir nokkrum vikum sagði hún við mig að nú væri hún orðin þreytt og ég svaraði henni svo til að það væri allt í lagi, hún ætti það svo sannarlega inni að fara nú að hvíla sig. Ég sendi Kristjönu og Guðna og bömunum mínar samúðarkveðjur. Égerhjáþér,óGuð, sem barn hjá blíðri móður. Minningamar streyma fram en engin leið er til að gera öllu skil. Þakka þér fyrir allt, pabbi minn. Ég veit að það verður tekið vel á móti þér i nýjum heimkynnum. Ekki veit ég hvaða hlutverki þú munt gegna þar en ef lakka þarf glugga veit ég að húsráðendur verða ekki sviknir af þeirri vinnu. Hvíl í friði, pabbi minn. Sigurður Már. Þegar ég var lítil stúlka heimsótti ég Akranes mikið. Þar bjuggu amma og afí á Háholtinu auk systkina mömmu, barna þeirra og annarra ættingja. Ég var svo heppin að fá að fara á Skagann eins oft og mig lang- aði til og það gerði ég. Oftar en ekki var ég hjá ömmu og afa og fékk ég jafnvel að fara ein. Þau stjönuðu við mig daginn út og daginn inn og vom mér ákaflega góð. Með afa fór ég í sundlaugina, hann lánaði mér hjólið sitt eða leyfði mér að taka til í skrif- borðinu sínu sem var alltaf voðalega merkilegt. Svo spiluðum við rússa og veiðimann í græna sófanum í sjón- varpsherberginu eða jafnvel manna ef vel lá á ömmu. Amma og afi fengu að kynnast „Dýrunum í Hálsaskógi" og „Kardemommubænum" en þessi tvö leikrit vora í miklu uppáhaldi hjá mér og við hlustuðum á spólurnar aftur og aftur. Ósjaldan fór ég út á Bílastöð og keypti gotterí handa okkur en við afi vorum miklir sælgætisgrísir. Við skelltum okkur líka stundum í bfltúr og fóram þá jafnvel hringinn í kringum Akrafjall- ið eða í heimsókn til Jóhönnu frænku. Já, á Skaganum var svo sannarlega gott að vera. En miðvikudaginn 8. nóvember fannst mér dimmdi yfir öllu. Þann dag, snemma morguns, hringdi mamma i mig og sagði mér að nú væri hann Einar afi dáinn. Hann hafði verið svo veikur og nú var hann farinn frá okkur. Þrátt fyrir að ég hafi vitað að þessi stund væri yfir- vofandi var hún mér ákaflega erfið. Sorgin hafði vitjað mín öðru sinni með stuttu millibili. Það vora bara rúmar tvær vikur síðan Olla föður- amma mín var jarðsungin. Mér þótti sem forlögin hefðu ætlað mér óþarf- lega knappan tíma til að takast á við fyrstu ástvinamissina í lífi mínu. En þau höfðu kennt mér það bæði, amma og afi, með hlýju sinni og æðraleysi, að lífið heldur áfram og því óumflýjanlega fáum við ekki breytt þótt við gjarnan vildum. Sem lítill fugl á mjúkri mosasæng. ÉgerhjáþéróGuð, ogþúerthéróGuð, og nóttin nálgast óðum. Efþúerthér, þásefégsættogrótt. Þorsteinn Haukur. Þegar við hugsum um Elínu Hall- dórsdóttur koma fyrst upp í hugann áhyggjulausir æskudagar á ísafirði. Ella, Jóna tvíburasystir hennar og Sóley föðursystir þeirra, þrjár sam- an og síhlæjandi. Eyrin var öll eitt leiksvæði en mest undum við stelp- urnar á róluvellinum á surnrin þar komu barnapíurnar samar og léku sér um leið og þær gættu barnanna. Eftir að grannskóla lauk fluttu margir frá Isafirði og sú var raunin með þær frænkur. Þau ár sem nú hönd fóra voram við skólasystkin upptekin við að stofna heimili og eignast börn, en alltaf fréttum við hvert af öðra og hittumst af og til. Tíminn leið og bömin uxu úr grasi og þá gafst tími til hóa saman skóla- syskinunum og alltaf var Ella mætt hress og kát. Á þessu ári hittumst við til að halda upp á fjöratíu ára fermingararfmæli. Ella mætti eins og alltaf en var orðin langt leidd af sjúkdómi þeim sem hún varð að lúta í lægra haldi fyrir. Það var okkur öll- um mikilðvægt að fá að eyða helgi með henni í vor. Að leiðarlokum vilj- um við skólasystur þakka henni tryggðina og vináttuna í gegnum ár- in. Við vottum öllum þeim sem eiga um sárt að binda innilega samúð. Biðjum góðan guð að geyma Ellu okkar. Ásgerður, Lilja og Svanhildur. Við afi höfðum verið miklir félag- ar og ég á eftir að sakna hans mikið. Það verður því aldrei eins að fara upp á Skaga. En það er gott að eiga minningarnar þegar svo kær ástvin- ur deyr. Þær mun ég rifja upp og ylja mér við í erfiðleikunum því hann afi var einstakur maður. Aldrei kvartaði hann, alltaf var hann róleg- ur og tók samferðafólki sínu með opnum örmum. Hann var vinnusam- ur og kom oft í bæinn til okkar þegar hann var að hjálpa vinum sínum og ættingjum að mála. Oftast gisti hann í mínu herbergi og iðulega gaf hann mér eitthvað í staðinn fyrir herbergisafnotin. Mér fannst alltaf gott og gaman að fá hann í heim- sókn. Við afi gátum líka setið fyrir framan sjónvarpið og velst um af hlátri ef eitthvað skemmtilegt var í því. Já, hann afi minn var gull af manni. En ég veit að nú líður honum vel. Hann hefur nú hitt hana Ollu ömmu mína og ég veit að þau sitja og spila bridge og saman vaka þau yfir mér og okkur öllum. Þær era ófáar minn- ingar sem ég geymi í hjarta mínu og ég mun varðveita þær vel. Elsku Sigga amma, ég vona að Guð vaki yfir þér því þinn er missir- inn mestur. Elsku besti afi minn, hvfl þú í friði, við sjáumst seinna hinum megin. Þín Sigríður Unnur, yngri. Hann afi okkar er dáinn. Fyrir okkur rifjast upp þær stundir sem við áttum á Háholtinu hjá afa og ömmu. Það var toppurinn að koma við eftir skóla og/eða íþróttaæfingar og fá mjólk og kleinur eða eitthvað annað gómsætt í svangan maga og rabba svolitla stund við ömmu og afa. Síðan keyrði afi okkur heim á nýja bflnum sínum en hann átti alltaf nýja bfla sem hann hugsaði alltaf vel um, gljáfægða og tandurhreina. Afi hafði mikinn áhuga á bflum og spáði mikið í þá bfla sem við eignuðumst þegar við komumst á þann aldur. Hann fékk að prafukeyra og sagði okkur hreint út hvað honum fannst um bílinn. T.d. þegar Einar keypti nýlega splunkunýjan bfl sagði hann: „Mér líst ekkert á litinn á honum!“ Það var alltaf stutt í húmorinn hjá afa og fengum við ófá gullkornin frá honum. Hann hafði alltaf mikinn áhuga á því sem við voram að gera og hældi okkur í hástert ef honum fannst við eiga það skilið og studdi okkur í því. Hins vegar sagði hann það hreint út ef honum leist ekki á hlutina. Hann fylgdist einnig vel með afa- og langafabömunum í fótboltan- um í sumar. Þó að hann ætti erfitt með að setjast á grasbekkinn, sökum þess að hann var með staurfót, lét hann sig ekki vanta til að styðja sína menn. Hann var stoltur af strákun- um sínum. Við eigum eftir að sakna hans mikið og vonandi líður honum vel þar sem hann er núna og hann á öragg- lega eftir að taka vel á móti okkur þegar okkar tími kemur. Við biðjum algóðan Guð að geyma hann um leið og við þökkum fyrir allar góðu stundirnar sem hann eyddi með okk- ur. Megi algóður Guð veita ömmu, „Siggu ömmu“ eins og hún er alltaf kölluð, styrk í sorginni. Ástarkveðja, Einar Árni og Helga. Margs er að minnast margterhéraðþakka Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margseraðminnast, margseraðsakna. V Guð þerri tregatárin stríð. Farþúífriði friður guðs þig blessi hafðu þðkk fyrir alit og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Elsku afi. Takk fyrir að vera svona góður afi. Við vitum að núna líður þér vel uppi hjá guði og englunum. Við ætlum að passa ömmu vel fyrir þig og veita henni félagsskap. Ég fel í forsjá þína Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma ogljúfaenglagleyma öll bömin þín svo blundi rótt (M. Joch.) Guð geymi þig, FIosi Hrafn og Eggert Öm. I dag er til moldar borinn föður- bróðir minn, Einar Árnason málara- meistari á Akranesi. Það kom okkur öllum á óvart að Einar frændi væri kominn með krabbamein og ætti nokkrar vikur ólifaðar, þessi hrausti maður sem aldrei kvartaði. Mér er það bæði Ijúft og skylt að skrifa nokkur minningarorð um einn af mínum uppáhaldsfrændum. Á upp- vaxtaráranum á Skaganum vora miklir kærleikar með okkur frænd- um, upp úr fermingu nutum við þess bræðurnir að fá sumarvinnu í máln- ingu hjá Einari og Lárasi en þeir vora umsvifamiklir verktakar með úrvalsmenn sér við hlið. Einar var , mjög vandvirkur og snyrtilegur fag- * maður enda eftirsóttur í vinnu. Það var því mjög góður skóli fyrir alla þá sem lærðu hjá frænda að mála. Ein- ar lærði sjálfur að mála hjá föður sín- um sem var mikill iðnaðarmaður, málari, rakari og smiður góður, enda fannst afa að allir ættu að læra iðn, sem og hans synir gerðu. Síðar gerð- ist Einar málari hjá Sements- verksmiðjunni hf. Það var mér mik- ils virði að fá að vinna undir leiðsögn hans og læra góð og fagleg vinnu- brögð. Alla tíð var mjög kært sam- band á milli föður míns og Einars, þeir áttu meðal annars bfl saman í gamla daga, fóra þeir oft í veiði sam- an og unnu á tímabili báðir hjá sama fyrirtækinu. Eftir að faðir minn lést - 1981 urðu samskipti okkar nánari, er við störfuðum saman hjá Sements- verksmiðjunni en Einar hafði gaman að því að ferðast og eiga góða bfla. Hann var mikill gæfumaður í sínu einkalífi með Sigríði Bjarnadóttur sér við hlið sem bjó honum gott heimili. Einar og Sigga eignuðust fjögur mannvænleg böm, Þóra, Jó- hönnu, Sigurð Már og Flosa, og naut hann samskipta við barnabömin og bamabamabörnin sem hann var mjög stoltur af. Ég þakka fyrir trygglyndi og umhyggju hans við mig og fjölskyldu mína. Megi Guð blessa og styrkja fjölskylduna á sorgartímum. Hörður Geirlaugsson. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar og afi, PÉTUR WILHELM BERNBURG JÓHANNSSON skipstjóri, Grænási 3b, Njarðvík, sem lóst fimmtudaginn 9. nóvember verður jarðsunginn frá Ytri-Njarðvíkurkirkju laugar- daginn 18. nóvember kl. 13.30. Harpa Hansen, Ólafur i. Brandsson, Halldóra S. Brandsdóttir, Anna Katrín Pétursdóttir, Andrés Pétursson, Pétur Brim Þórarinsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.