Morgunblaðið - 17.11.2000, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 17.11.2000, Blaðsíða 62
£2 FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2000 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ Staðardagskrá 21 fyrir ** Reykjavík - þitt mál! UNDANFARIN þrjú ár hefur verið unnið að mótun Staðardag- skrár 21 (Sd21) fyrir Reykjavík en um þessar mundir er verið að ganga frá fyrstu drögum hennar. Til upprifjunar fyrir þá sem ekki vita er Staðardagskrá 21 umhverf- isstefna og framkvæmdaráætlun um hana fyrir sveitarfélög þar sem ^jálfbær þróun og þátttaka íbúa í mótun umhverfismála sveitarfé- lagsins er grundvallaratriði. Upp- hafið að þessari vinnu í Reykjavík má rekja til ársins 1997 er borgin gerðist formlegur aðili að svokall- aðri Álaborgarsamþykkt. Sam- þykktin fjallar um hvernig borgir og bæir í Evrópu ætla að koma á Sd21 í viðkomandi sveitarfélagi. Hin eiginlega vinna við Sd21 í Reykjavík hófst í byrjun árs 1998 og voru fyrstu skrefin samþykkt sem Umhverfísstefna Reykjavíkur í maí 1998. Frá upphafi hefur undir- búningur við mótun Sd21 fyrir Reykajvík verið unnin hjá embætti borgar- verkfræðings og stjórnað af umhverfis- og heilbrigðisnefnd Reykjavíkur með dyggri aðstoð ýmissa annarra starfsmanna borgarinnar. Könnun um viðhorf borgarbúa um um- hverfismál Nokkrar vörður voru settar við verkið til að marka leið þess enda um umfangsmikla vinnu að ræða. Ein af þessum vörðum var að spyrja borgarbúa um umhverfismál í Reykjavík. Ráðist var í gerð um- fangsmikillar skoðanakönnunar um viðhorf borgarbúa til umhverfis- mála í Reykjavík en niðurstöður hennar birtust í mars 1999. í könn- Hrannar Björn Arnarsson Hjalti J. Guðmundsson HAPPDRÆTTI Kr. viiwingaKnir f&st <SlQQ ingaskrá 29. útdráttur 16. nóvcmber 2000 Bifreiðavinningur 2.000.000 Kr. 4.000.000 (tvöfaldur) 4 0 7 1 0 F erðavinningur Kr. 100.000 Kr. 200.000 (tvöfaldur) 24360 3 1830 50298 73291 Ferðavinningur Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tt 4657 20896 31609 42111 42827 61817 7682 23833 41301 42522 45415 63798 Hú Kr. 10 s b ú 000 nað arvinni Kr. 20.000 ngur 5*6 12307 22141 31386 41193 49340 58755 71004 657 12729 22283 32021 42171 49781 58837 71743 845 13725 22308 32997 42622 50388 59730 72865 1685 14195 23230 33991 43558 50485 60035 72908 4606 15826 23557 34112 44170 50926 62648 74214 5898 15992 23570 35073 45229 51276 64045 74306 6391 1 6202 24197 35989 45456 52392 64385 74613 6430 16652 24934 36045 45538 53314 64504 76804 6647 16801 26033 36127 46108 54294 64890 77159 7833 I 8265 26049 38171 46149 54307 65435 8658 18916 27225 39543 47998 54701 68249 9692 19298 28231 40600 48764 57438 68917 10428 19669 29834 41051 49332 58554 69666 Húsbúnaðarvinningur Kr. 5.000 Kr. 10.000 (tvöfaldur) 61 11905 23003 30656 41535 52875 59401 71550 170 12000 23566 31243 42021 52950 60041 71599 617 12588 23641 31318 42720 52999 61376 71755 831 12920 23760 31796 42832 53283 61771 71929 1090 12925 24115 31990 42879 53506 62435 72302 1493 13550 24267 32317 43325 53978 63068 72307 1816 13605 24405 32716 43552 54257 63131 73796 2392 14644 24589 33399 43759 54334 64031 73900 2725 15056 24633 33729 43886 54533 64113 74153 3094 15204 24865 33876 44058 54667 64508 74506 3241 16569 25125 33961 44209 54713 64790 75590 3455 16804 25319 34658 44222 54796 65832 75643 4058 17343 25722 35254 45540 54901 65863 76261 4085 17374 25797 35419 46141 55032 65908 76732 4515 17554 25961 35527 46214 55358 66354 76749 4668 17776 26007 35692 46417 55493 66625 76796 5018 18011 26115 35803 46473 55565 67145 76982 5119 18204 26132 35813 46530 55590 67216 77050 5295 18370 26416 35943 46646 55741 67285 77149 5597 18374 26938 36655 47168 56081 67299 77301 5996 18752 27738 37892 47539 56378 67432 77540 6387 18829 27884 38110 47579 56577 67676 77830 6602 18985 28804 38393 48105 57026 67826 77886 7635 19227 29022 38728 48259 57607 67860 78127 7703 19764 29065 38938 49790 57821 68233 79120 8164 19768 29401 38990 49791 57901 68906 79185 8449 19811 29627 39607 50527 58045 69010 9697 20367 29751 39762 50669 58150 69697 9711 20743 29813 40076 51300 58430 70212 9930 20768 29848 40370 51801 58448 71120 11169 20915 29892 41084 51904 59053 7116» 11654 21956 30178 41392 52046 59143 71415 Næstu útdrættir fara fram 23. nóv. & 30. nóv. 2000 Heimasíða á Interneti: www.das.is uninni var spurt um forgangsröðun verkefna, stöðu Reykjavíkur í um- hverfismálum samtímans og hvað borgarbúar sáu sem stærstu vanda- málin sem við blasa. Niðurstöðurn- ar voru mjög forvitnilegar og vöktu nokkra athygli. í þessari grein verða niðurstöðurnar ekki raktar í smáatriðum en segja má að í ljós hafi komið að borgarbúar líta á loft- mengun vegna umferðar, og sam- göngmál almennt, sem stærsta vandamálið sem við okkur blasir. Það þarf ekki að koma á óvart enda hefur umferð aukist gífurlega und- anfarin ár. Könnunin var mjög mik- ilvægur hlekkur í undirbúningi við mótun Sd21 og var tekið fullt tillit til hennar í undirbúningnum. Um hvað fjallar Staðar- dagskrá 21 fyrir Reykjavík? Sd21 fyrir Reykjavík er skipt í ellefu meginkafla. Þeir eru: frá- veita, loftgæði og hljóðvist, sorp, orka og auðlindir, landrými og landnotkun, vistvæn innkaup, nátt- úruvernd, samgöngur, rödd borg- arbúa, umhverfismennt og líf í borg á nýrri öld. Hverjum málaflokki eða kafla er skipt í fjóra undirkafla; framtíðarsýn, inngang, hvað við höfum gert og hvað við ætlum að gera. Með þessu móti er efnið brot- ið upp til hagræðingar og reynt að gera hvern kafla eins markvissan og unnt er. Það er mikilvægt að undirstrika að núverandi texti að Sd21 eru drög umhverfis- og heil- brigðisnefndar Reykjavíkur að um- hverfisstefnu og umhverfisfram- kvæmdaráætlun fyrir Reykjavík. Þessi áætlunargerð er byggð m.a. á ofangreindri könnun um umhverf- isviðhorf borgarbúa og þeirri vinnu sem þegar hefur verið unnin á und- anförnum árum og áratugum vegna umhverfismála af hendi borgaryfir- valda. Vilt þú leggja þitt af mörkum? Eins og kom fram í upphafi eru fyrstu drög Sd21 fyrir Reykjavík tilbúin frá hendi umhverfís- og heil- brigðisnefndar Reykjavíkur. Náestu skref eru að kynna þau fyrir borgarbúum með lýðræðislegum hætti. Eðlilegast er að leggja drög- in fyrir íbúa borgarinnar til kynn- ingar og athugasemda og þannig opna fyrir umræðu í grasrótinni um umhverfismál í nánustu framtíð. Þannig vilja borgaryfirvöld tryggja að hver og einn borgarbúi hafi tækifæri á að koma með eigin til- lögur að úrbótum og þar með leggja sitt af mörkum við mótun umhverf- ismála borgarinnar. Til þess að þetta sé unnt hefur texti Sd21 fyrir Reykjavík verið settur á Netið á slóðinni www.rvk.is þar sem málið er merkt Staðardagskrá 21. Einnig hefur verið búið til netfang fyrir borgarbúa til að koma með athuga- semdir en það er dagskra21@- rvk.is. Þeir sem ekki hafa aðgang að Netinu geta sótt textann í ráðhús Reykjavíkur og í embætti borgarverkfræðings, Skúlatúni 2, Staðardagskrá Pað er mjög mikilvægt að borgarbúar taki virkan þátt í mótun þessarar mikilvægu umhverfísáætlunar, segja Hrannar Björn Arnarsson og Hjalti J. Guðmundsson, og láti þannig rödd sína hljóma í framtíðarstefnumótun borgarinnar. 105 Reykjavík, og sent athuga- semdir sínar til Hjalta J. Guð- mundssonar verkefnisstjóra hjá embætti borgarverkfræðings. Jafn- framt mun umhverfis- og heilbrigð- isnefnd Reykjavíkur boða til opins borgarafundar þann 22. nóvember næstkomandi í ráðhúsi Reykjavík- ur, Tjarnarsal. Fundurinn hefst kl. 20:00 og stendur til u.þ.b. 22. Á fundinum verður Sd21 fyrir Reykjavík kynnt í stuttu máli en síðan opnað fyrir almennar umræð- ur. Það er von umhverfis- og heil- brigðisnefndar Reykjavíkur að sem flestir sjái sér fært að kynna sér textann og koma með ábendingar um það sem þar má betur fara. Það er mjög mikilvægt að borgarbúar taki virkan þátt í mótun þessarar mikilvægu umhverfisáætlunar og láti þannig rödd sína hljóma í fram- tíðarstefnumótun borgarinnar. Hrannnr Björn er borgarfulltrúi og formaður umhverfís- og heilbrigðis- nefndar Itcykjavíkur. Hjalti er landfræðingur og verkefn- isstjóri Staðardagskrár 21 fyrir Reykjavík. Geðrækt í ung- og smábarna- vernd heilsugæslunnar GEÐRÆKT er nýtt hugtak í íslensku og tel ég það náskylt heilsueflingu og for- vörnum. I ungbarna- vemd, sem einnig mætti kalla fjölskyldu- vemd, fer fram mikið og öflugt forvarnar- starf. Þar er fylgst með vexti og þroska barna. Foreldrar fá fræðslu og stuðning um það sem viðkemur baminu og barnaupp- eldinu, enda foreldra- hlutverkið eitt stærsta og mikilvægasta verk- efni lífsins. Hjúkrunarfræðingar þarna veigamiklu hlutverki, fara í vitjun fljótlega eftir heimkomu móður og bams af fæðingardeild- inni og er þar lagður gmnnur að samvinnu sem stendur þar til barn- ið byrjar í skóla en þá tekur skóla- heilsugæslan við. Stefanía Arnardóttir gegna í hraða nútímans gefur fólk sér oft ekki nægan tíma til að staldra við á þeim tímamótum þegar barn fæðist. Það getur valdið togstreitu og vanlíðan. Rannsóknir sýna að u.þ.b. 20% kvenna líður illa eða finna fyrir þunglyndi eftir bamsburð. Þessi vandi hefur verið fal- inn og illa greindur enda einkennin oft óljós bæði konunum sjálfum og heilbrigðis- starfsfólki. Mikilvægt er að greina þessi ein- kenni sem fyrst svo að þau hafi ekki langvarandi afleiðingar fyrir fjölskylduna, því tengslamyndun barns við móður, eða annan um- önnunaraðila, er mikilvæg fyrir geðheilsu þess og velferð í framtíð- inni. Hjúkrunarfræðingar á heilsu- Armúla 1, sími 588 2030 - fax 588 2033 Fitjar - Mosfellsbær Stórelgnin Fitjar við Mosfellsbæ er tll sölu. Húsið er alls 750 fm á 2 hektara ióð auk hesthúss fyrir 16 hesta. Húsið er Innréttað sem íbúðarhús með þremur samþykktum íbúðum og viðbótarrými. Stór innbyggður bílskúr. Auðvelt er að sameina húsnæðið allt (eina einingu. Húsið er á bökkum Leirvogsár og er mikið útsýni út á voginn og yfir til Reykjavíkur. Eignin hentar eínnig fyrir ýmiss- konar félaga- og atvínnustarfsemi. Ýmiss eignaskipti koma til greina. Geðheilbrigði Við fæðumst ekki með vitneskju um það, segir Stefanía Arnarddttir, hvað foreldrahlutverkið felur í sér né fæðast börnin með leiðarvísi. gæslunni í Árbæ hafa fundið fyrir þörf foreldra fyrir aukinn stuðning og fóru því af stað með tilrauna- verkefni sl. vor í formi foreldra- námskeiðs. Á námskeiðinu var lögð áhersla á foreldrana sjálfa, hvernig þeir geta styrkt sig í foreldrahlut- verkinu og öðlast aukið öryggi sem uppalendur. Komið var inn á mikil- vægi stuðnings föður við móðurina fyrstu mánuðina eftir barnsburð. Nú loksins hefur samfélagið viður- kennt þessa þörf og gert að lögum fæðingarorlof feðra. Við vonumst til að þetta verkefni þróist áfram þannig að það verði hluti af ungbama- eða fjölskyldu- vernd í framtíðinni. Ekki er sjálf- gefið að fólk sem er að eignast börn geri sér grein fyrir þeirri ábyrgð og vinnu sem felst í foreldrahlutverk- inu, enda fæðumst við ekki með • vitneskju um það hvað foreldrahlut- verkið felur í sér né fæðast börnin með leiðarvísi. Ekki er sami stuðn- ingur og áður að stórfjölskyldunni. Við sjáum fyrir okkur að geðræktin geti hafist í ungbarnaverndinni því hvað er nauðsynlegra nýfæddu barni en öruggir og ekki síst skiln- ingsríkir foreldrar? Höfundur er hjúkrunarfræðingur á Heilsugæslustöðinni ( Árbæ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.