Morgunblaðið - 17.11.2000, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 17.11.2000, Blaðsíða 58
58 FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2000 KIRKJUSTARF MORGUNBLAÐIÐ HESTAR Stór dagur * hjáhesta- mönnum MIKIÐ stendur til hjá hesta- mönnum á morgun, laugardag- inn 18. nóvember. Samráðs- fundur fagráðs verður haldinn í Búnaðarþingssal á Hótel Sögu og hefst kl. 13. Efni fundarins er markaðssetning íslenska hests- ins í Bandaríkjunum. Frum- mælendur verða m.a. Ólafur Hafsteinn Einarsson, Helga Thoroddsen og Sigurbjöm Bárðarson. Aætlað er að fundinum ljúki um kl. 16.30 og þá er eins gott að fundarmenn drífí sig í betri fötin og ballskóna því uppskeruhátíð hestamanna hefst á Broadway kl. 19. Þar verða hestaíþrótta- maður og ræktunarmaður árs- ins útnefndir. Veislustjóri er Hákon Aðalsteinsson hagyrð- ingur og ræðumaður kvöldsins Guðni Agústsson landbúnaðar- ráðherra. Að skemmtiatriðum loknum leikur Lúdó sextett og Stefán fyrir dansi. Laugameskirkja Morgunblaðið/Biynjar Gauti Safnaðarstarf Minning látinna í Laugarnes- kirkju FYRSTA sunnudag í nóvember er haldin svonefnd allraheilagramessa þegar við minnumst þeirra sem látnir eru, og víða kemur fólk saman til minningarathafna. Haustið er tíminn þegar við hugleiðum hverful- leika lífsins og von eilífðar. I Laugarneskirkju hefur nú skap- ast sú venja að hafa árlega kvöld- samveru í tengslum við þessa hefð sem ber heitið Minning látinna. Að þessu sinni mun samveran haldin sunnudagskvöldið 19. nóvem- ber kl. 20. Um er að ræða stutta en hugljúfa minningarstund með fal- legri tónlist og kertaljósum sem syrgjendum gefst kostur á að tendra í minningu ástvina sinna. Eru ljósin svo borin upp á altarið, þar sem þau brenna sem hljóð bæn um leið og nöfn hinna látnu eru lesin upp. Tónlist verður í umsjá blokk- flautukvintetts undir stjórn Lindu Hreggviðsdóttur. Að samverunni lokinni er syrgj- endum boðið að koma yfir í safnað- arheimilið, þiggja léttar veitingar og hlýða á fræðsluerindi um sorg og sorgarviðbrögð. Aðstandendur þeirra sem látist hafa á síðustu 12 mánuðum og eiga nöfn sín skráð í kirkjubækur Laug- arnesprestakalls hafa þegar fengið bréf sent heim, og verða þau nöfn lesin upp á samverunni, en sóknar- prestur tekur fúslega við fleiri nöfn- um frá syrgjendum sem þátt vilja taka í þessari góðu athöfn. Sími hans er 864 2736. Byrgissam- koma í Hafnar- fjarðarkirkju í KVÖLD, föstudagskvöldið 17. nóvember, fer fram samkoma í Hafnarfjarðarkirkju á vegum vakn- ingarhreyfingarinnar og líknarfé- lagsins Byrgisins og hefst hún kl. 20. Guðmundur Jónsson forstöðu- maður og sr. Gunnþór Ingason sóknarprestur stýra samkomunni. Lofgjörðarsveit Byrgisins leiðir söng og leikur lofgjörðartónlist. Eftir samkomuna, sem er öllum op- in, er Strandberg opið og boðið þar upp á kaffi og meðlæti. Laugarneskirkja. Á starfsdegi kennara verður ratleikur í kirkjunni (nánar auglýst í skólanum). Mömmumorgunn kl. 10-12 í umsjá Hrundar Þórarinsdóttur. Kaffi- spjall fyrir mæður, góð upplifun fyr- ir börn. Unglingakvöld Laugarnes- kirkju og Þróttheima kl. 20 (9. og 10. bekkur). Langholtskirkja. Kirkjan er opin til bænagjörðar í hádeginu. Grafarvogskirkja. Al-Anon-fundur kl. 20. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús í Strandbergi laugardagsmorgna. Trú og mannlíf, biblíulestur og kyrrðarstund. Boðunarkirkjan, Hlíðarsmára 9. Samkomur alla laugardaga kl. 11. Barna- og unglingadeildir á laugar- dögum. Súpa og brauð eftir sam- komuna. Allir velkomnir. Keflavíkurkirkja. Lofgjörðar- og fyrirbænastundir í kirkjunni kl. 20- 21. Víkurprestakall í Mýrdal. Kirkju- skólinn í Mýrdal er með samverur á laugardagsmorgnum kl. 11.15 í Vík- urskóla. Frelsið, kristileg miðstöð. Bæna- stund kl. 20 og Gen X, frábær kvöld fyrir unga fólkið kl. 21. Sjöundadags aðventistar á íslandi: Aðventkirkjan, Ingólfsstræti: Bibl- íufræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður Björgvin Snorra- son. Föstudagskvöld að hætti Hlíð- ardalsskóla 24. nóvember kl. 20. Safnaðarheimili aðventista, Blika- braut 2, Keflavík: Biblíufræðsla kl. 10.15. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðu- maður Jón Hjörleifur Jónsson. Safnaðarheimili aðventista, Gagn- heiði 40, Selfossi: Biblíufræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumað- ur Eric Guðmundsson. Aðventkirkjan, Brekastíg 17, Vest- mannaeyjum: Biblíufræðsla kl. 10. Loftsalurinn, Hólshrauni 3, Hafn- arfirði: Guðsþjónusta kl. 11. Biblíu- fræðsla að guðsþjónustu lokinni. Leiðbeinandi Ólafur Kristinsson. Söluskrifstofur Plúsferða: Faxafeni 5 • 108 Reykjavík og Hlíðasmára 15 • 200 Kópavogur Simi 535 2100 • Fax 535 2110 •Netfang plusf@plusferdir.is • Veffang www.plusferdir.is Höfn'S: 478 1000 Vestmannaeyjar • S: 481 1450 Blönduós»S: 4524168 DalvlleS: 466 1405 SauOárkrókur • S: 453 6262/896 8477 Egilsstaðir • S: 471 2000 Keflavík •S:á2) 1353 1 s i | ísafjðrður • S: 456 5111 Akurayri • S: 462 5000 Selfosf S: 482 1666 Grindavfk* S: 426 8060 Verðið er miðað við að tveir gisti saman í tveggja manna herbergi á Palace hótelinu í Manchester. Innifalið: Flug, gistig í 2 nætur, morgunverður, ferðir til og frá flugvelli erlendis og allir flugvallarskattar. Skelltu þér, það verður gaman....................... CE) ðB B3 Opið hús í tilefni af 90 ára afmæli Yífilsstaða OPIÐ hús verður á Vífilsstöðum föstudaginn 17. nóvember frá kl. 14 til 18 í tilefni af 90 ára afmæli staðarins. Kynnt verður starf- semi sem er núna á Vífilsstöðum og til sýnis verða Ijósmyndir og munir síðan Vífilsstaðir voru heilsuhæli fyrir berklasjúklinga. Sumar myndanna hafa ekki sést áður opinberlega. Auk þess verð- ur sýnd stutt kvikmynd sem var tekin á fjórða áratugnum á Vífils- stöðum. Heilsuhælið á Vífilsstöðum hóf starfsemi 5. september 1910 þeg- ar tekið var á móti fyrstu sjúkl- ingunum. Það var rekið af Heilsu- hælisfélaginu til 1. janúar 1916 en þá tók ríkið við rekstrinum. Til- gangur með heilsuhælinu var ein- göngu að vista og lækna berkla- sjúklinga. Vífilsstaðir voru berkla- hæli fram undir 1970 en þá var nafninu breytt í Vífilsstaðaspítala og komið þar upp lungnadeild. Vífilsstaðir eru hluti af Land- spítala - háskólasjúkrahúsi. Þar er núna lungnadeild, langlegudeild fyrir lungnasjúklinga, húðlækn- ingadeild, göngudeild fyrir lungna- sjúklinga og göngudeild fyrir of- næmissjúklinga, sú eina á landinu. Einnig fer fram á Vífilsstöðum greining og meðferð öndunartrufl- ana í svefni. Saga Vífilsstaða í 90 ár er vörð- uð mörgum viðburðum og merk- um. Til dæmis var Samband ís- lenskra berklasjúklinga stofnað þar en SÍBS kom upp vinnuheimil- inu á Reykjalundi. Helsti hvata- maður að því var Oddur Ólafsson en hann var um tíma aðstoðar- læknir á Vífilsstöðum. Bjartahlíð - Mosfellsbæ Glæsileg fullfrágengin húseign Vorum að fá í einkasölu glæsil. fullfrág. 185 fm einbýli á mjög góðum stað m. innb. rúmg. bíl- skúr. 4 svefnherb. Vandaðar innrétt. Parket. Góð timburver- önd með heitum nuddpotti. Vandaður frág. Áhv. 2 millj. Verð 21,6 millj. Fasteignasalan Valhöll, sími 588 4477 Opið í dag frá kl. 12-14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.