Morgunblaðið - 17.11.2000, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 17.11.2000, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2000 1 3 Morgunblaðið/KVM Ný hitaveita tekin í notkun Grundarfirði. Morgunblaðið. Á DÖGUNUM var tekin í notkun ný hitaveita í fiskhausaþurrkun félagsbúsins á Miðhrauni í Eyja- og Miklaholtshreppi. Uppsetning hitaveitunnar er á reikning Fé- lagsbúsins á Miðhrauni en gert er ráð fyrir að sveitarfélagið muni starfrækja hitaveitu byggðarinn- ar í framtiðinni, gangi vonir manna um aukið vatn eftir. Hér má sjá þau Bryndísi Guðmunds- dóttur og Sigurð Hreinsson við inntakið á hitaveitunni í fisk- þurrkunarhúsin. 57% fylgjandi sölu á létt- víni í matvörubúðum TÆP 57% landsmanna telja að leyfa eigi sölu á léttvíni í matvöruverslun- um ef marka má könnun Pricewater- houseCoopers um þetta efni sem framkvæmd var í október sl. Rúm 37% eru því hins vegar andvíg að leyfð verði sala á léttvíni í matvöru- verslunum. Rúm 63% karla eru fylgjandi sölu á léttvíni í matvöru- verslunum á móti rúmum 50% kvenna. Einnig var í könnuninni spurt um afstöðu til sölu á áfengum bjór í mat- vöruverslunum. Sögðust rúm 48% vera fylgjandi slíkri sölu en rúm 44% vera á móti. Munurinn þarna á milli reyndist ekki marktækur. Á hinn bóginn var nokkur munur á afstöðu karla og kvenna. Rúm 56% karla voru fylgjandi sölu á áfengum bjór í Helmingur að- spurðra vili að bjór verði seldur í verslunum matvöruverslunum en rúm 40% kvenna. Yngra fólk styður frekar sölu víns í verslunum Eins og fyrr segir var könnunin gerð í síðasta mánuði. Tekið var slembiúrtak 1.200 Islendinga um allt land á aldrinum 18-75 ára. Könnun var gerð í gegnum síma og var nettó- svarhlutfall 66,1%. Sleipnir og borgin deila í Félagsdómi Kröfu um frá- vísun hafnað FÉLAGSDÓMUR hefur hafnað kröfu Reykjavíkurborgar um að máli biíreiðastjórafélagsins Sleipnis gegn borginni verði vísað frá dómi. Málið varðar 27 bifreiðastjóra í SVR sem sagt hafa sig úr Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar og óskað eftir að- ild að Sleipni. Málið mun nú fá efnis- lega umfjöllun í FélagsdómL Upphaflega sögðu 57 bílstjórar hjá SVR sig úr Starfsmannafélaginu, en 30 ýmist hættu við eða hættu störfum hjá fyrirtækinu. Sleipnir óskaði eftir að borgin tæki mið af þessum úrsögn- um og greiddi stéttarfélagsgjald bíl- stjóranna til félagsins. Reykjavíkur- borg taldi að lög um kjarasamninga opinberra starfsmanna heimiluðu borginni ekki að verða við þessum óskum. í 5. gr. laganna væri gerð krafa um að félag taki til a.m.k. 2/3 hluta starfsmanna í starfsstétt. Sleipnir höfðaði þá mál fyrir Fé- lagsdómi og krafðist viðurkenningar á félagsaðild bílstjóranna. Vísaði fé- lagið m.a. til ákvæða stjómarskrár- innar um félagafrelsi og til ákvæða mannréttindasáttmála Evrópu. Bent var á úrskurð Félagsdóms í máli Vél- stjórafélags íslands frá síðasta ári, en í því máli var fallist á kröfur vélstjóra sem óskuðu eftir að ganga í Vélstjóra- félagið. Reykjavíkurborg taldi að vísa bæri málinu frá dómi þar sem í því væri tekist á um ákvæði stjómarskrár og mannréttindasáttmála. Verkefni Fé- lagsdóms væri að úrskurða um mál á sviði vinnuréttar og úrlausnarefni í þessu máli lægju utan valdssviðs hans. Þessum rökum hafnaði Félags- dómur og taldi að Sleipnir hefði lög- varða hagsmuni af því að fá úrlausn um kröfu sína fyrir dómnum. Vistvænar úrgangs- hreinsunarstöðvar kynntar AUKIN umhverfisvitund almenn- ings og strangara aðhald yfirvalda hefur hvatt forsprakka atvinnu- greina til að leita nýrra og um- hverfisvænni leiða við losun úr- gangs, m.a. í landbúnaði, iðnaði og matvælaframleiðslugreinum. Jason P. Gondron, forseti um- hverfisdeildar UNIFAB samsteyp- unnar, hefur verið staddur á Is- landi undanfarna daga í boði íslenska fyrirtækisins O.W.T. (Organic Waste Company) til að kynna nýjar úrgangshreinsi- stöðvar sem veita lausnir á skólp- vanda fyrirtækja og sveitarfélaga þar sem strangari mengunarvarn- arreglugerðir yfirvalda kalla á að- gerðir. Tæknibúnaðinn segir Gondron henta vel við úrvinnslu úrgangs frá fiskvinnslum, svínabúum, kjúklingabúum og í reynd öllum þeim iðnaði sem krefst ítrasta hreinlætis þar sem mengun skal haldið í lágmarki. Skólphreinsi- tækni UNIFAB hefur verið í þró- un sl. 10 ár og hafa hreinsistöðvar frá fyrirtækinu verið settar upp víða um heim. „Tækjabúnaðurinn er einfaldur en skilvirkur og er framleiddur í einingum sem auðveldar uppsetn- ingu sem getur tekið allt niður í einn dag. Hreinsistöðin er sett á Morgunblaðið/Kristinn Jason P. Gondron og Danfel Helgason hjá O.W.T. grunn og raflínur tengdar og starfsemi getur hafist strax. Auk þessa er viðhald einkar einfalt." Engin kemísk efni notuð „Það hefur lengi verið viðhorf fólks að sé vandamálið úr augsýn þá sé það horfið. Þetta gildir t.d. um þegar skólpi er dælt út í sjó eða vötn og ár. Þetta er engin lausn þar sem við verðum ein- hvern daginn búin að menga svo mikið út frá okkur að náttúran getur ekki lengur tekið við úr- ganginum og vistkerfið verður fyr- ir óbætanlegu tjóni. íslendingar sem fiskveiðiþjóð lenda því í mót- sögn við sjálfa sig með því að dæla skólpi bara lengra og lengra út í sjó, út á fiskimiðin sem afkoman er byggð á.“ Skólphreinsikerfið vinnur al- gjörlega án kemískra efna og brýt- í niðurstöðum könnunarinnar kemur einnig í ljós að með hækkandi aldri fækkar þeim sem fylgjandi eru sölu á léttvíni og áfengum bjór í mat- vöruverslunum. Rúm 74% þeirra sem eru á aldrinum 18 til 29 ára kváðust fylgjandi sölu á léttvíni í matvöruverslunum, rúm 56% þeirra sem eru á aldrinum 30 til 49 ára kváðust því fylgjandi og tæp 39% þeirra sem eru á aldrinum 50 til 75 ára. Sömuleiðis kváðust rúm 67% þeirra sem eru á aldrinum 18 til 29 ára vera fylgjandi sölu á áfengum bjór í matvöruverslunum, rúm 47% þeirra sem eru á aldrinum 30 til 49 ára kváðust því fylgjandi og rúm 29% þeirra sem eru á aldrinum 50 til 75ára. ur niður úrgang með aðstoð súr- efnis. „Fyrst eru ólífræn efni skilin frá úrganginum og gengið frá þeim á viðunandi hátt. Lífrænu efnin fara því næst í loftklefa þar sem súrefni flýtir fyrir fjölgun baktería sem aftur hraða niður- broti úrgangsins. Þaðan fer úr- gangurinn í þriðja tank þar sem lokaferlið fer fram. Þar er úr- gangurinn látinn standa þar til líf- rænar agnir skiljast frá vatninu og setjast til botns. Vatnið sem verð- ur eftir er lyktarlaust og hreint og því óhætt að veita því aftur út í náttúruna." Hreinsistöðvarnar eru að sögn Gondrons einnig hannaðar með fagurfræðileg sjónarmið í huga þar sem þær þurfa að passa vel inn í umhverfi sitt. Ferlið er einstaklega vistvænt og lífrænt og engum úrgangi er dælt út í náttúruna. „Affallsvatnið er svo hreint að það er notað í áveitukerfi en einn- ig er mögulegt að hreinsa það svo vel að það verður drykkjarhæft - það er reyndar ekki mikill áhugi á slíku af skiljanlegum ástæðum,“ segir Gordon sem hefur reyndar sjálfur smakkað á vatninu í for- vitnis skyni og kunni því að eigin sögn vel þar sem hann þekkir sér- hvert stig hreinsunarinnar. Abyrgðar- trygging bætir tjón vegna há- fermis ÁB YRGÐ ARTRY GGING öku- tækja bætir tjón sem verða á umferðarmannvirkjum vegna háfermis vöruflutningabifreiða nema um stórfellt gáleysi sé að ræða, samkvæmt upplýsingum tjónadeilda tryggingafélaga. Halldór Gunnar Eyjólfsson, forstöðumaður tjónasviðs Sjó- vár-Almennra tiygginga, sagði í samtali við Morgunblaðið að almennt væru tjón vegna há- fermis bótaskyld úr ábyrgðar- tryggingu þeirrar bifreiðar sem veldur tjóninu. Trygging- arfélagið ætti síðan hugsanlega endurkröfurétt á hendur við- komandi bílstjóra væri sannan- lega um stórfellt gáleysi að ræða. Ekki farið að settum reglum Ingvar Sveinbjömsson, hæstaréttarlögmaður hjá Vá- tryggingafélagi íslands, sagði að tjón vegna háfermis vöru- flutningabifreiða væru almennt bótaskyld en þyrftu þó ekki að vera það ef vegmerkingum væri áfátt. Ingvar sagði að oftast stofn- aðist bótaskyldan vegna þess að viðkomandi færu ekki að settum reglum. Aimennt væri hæð brúa vel merkt og sama gilti um undirgöng, en menn færu ekki að settum reglum og tjónið sem af því hlytist væri bótaskylt úr ábyrgðartrygg- ingu bifreiðarinnar. Hvað endurkröfurétt varðar sagði Ingvar að almennt væri litið þannig á að ekki væri um endurkröfurétt að ræða á hend- ur viðkomandi bflstjóra vegna slíkra mistaka. „Tjón verða af völdum notkunar bfla og þau verða vegna mistaka. Menn eru að tryggja sig vegna mistaka. Það er lögskylt og ef við hefð- um endurkröfurétt í slíkum til- vikum þá væri lítið gagn að slíkum tryggingum. Endur- kröfúréttur er ekki fyrir hendi nema um sé að ræða stórkost- legt gáleysi eða ásetning og ekki er litið á það að gleyma sér við þessar aðstæður sem tilefni endurkröfu, án þess að hægt sé að útiloka einstök tilvik,“ sagði Ingvar. Hann benti á að til dæmis gætu komið upp tilvik þar sem menn hefðu fyrirfram fengið aðvaranir en ekki farið eftir þeim.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.