Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1969, Page 103

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1969, Page 103
TVÆR DOKTORSRITGERÐIR 107 stöðum, þar sem friðlýstar eru svonefndar hofrústir. Fyrr er ekki hægt að taka af skarið. Ein er sú hofrúst á íslandi, sem Oisen dæmir ekki frá, ekki að öllu leyti að minnsta kosti, og það er hofrústin á Hofstöðum í Mývatns- sveit, sem Daniel Bruun og Finnur Jónsson rannsökuðu. Þetta mikla langhús, hið stærsta, sem rannsakað hefur verið á Islandi, töldu rann- sakendur vafalaust vera hof, og svo var lengi talið, þangað til Aage Roussell varpaði því fram, hvort ekki væri sennilegra, að hér væri reyndar aðeins um að ræða óvenjulega stóran fombæ, skála. Síðan hafa menn ekki verið vissir í sinni sök, jafnvel ekki um þetta fræga hof. Samkvæmt þeirri skoðun sinni, sem áður hefur komið fram í bókinni, telur Olsen, áð hofið á Hofstöðum sé í rauninni veizluskáli bóndans, því að ekkert sérstakt lielgihús hafi verið til í heiðnum sið, en jafnframt hafi sá veizluskáli verið notaður til að halda í honum blótveizlur. Þessu til styrktar setur Olsen fram þá kenningu, sem er ný af nálinni, að kringlótt gryfja með miklum eldsleifum, sem er rétt fyrir sunnan mi'ðjan suðurgafl hússins og að mörgu leyti sérkennileg, sé gríðarstór seyðir, þar sem soðið hafi verið kjötið til blótveizlunnar. Þetta verður ekki sannað, en það er mjög athyglisvert, því að engin góð skýring önnur er til á þessu fyrirbrigði. Gróf þessi getur naumast verið öskuhaugur, og ekki er hún kolagryfja, og hvað er hún þá? Og hér erum við þá stödd í einum merkasta og jákvæðasta áfanga bókar- innar. Hér finnur höfundurinn fast land undir fótum, og héðan blas- ir við meginhugmynd hans um helgistaði heiðinna manna: Það var bærinn sjálfur sem var liof, staður þar sem menn komu saman á til- teknum tíma til þess að iðka samblót, blótveizlur, en þar voru engin sérstök helgihús, engar „heiðingjakirkjur", heldur var það veizlu- skálinn á bænum, sem annars var notaður til annarra þarfa, sem not- aður var sem samkomustaður blótgesta.* I sambandi við hann var svo seyðir, þar sem kjöt var soðið, og ef til vill voru þar um hönd hafðir helgisiðir, sem nú eru ókunnir, t. d. við slátrun fórnardýra. Ef til vill mun framtíðin dæma betur um iíkindi þessarar kenningar, þegar * Það er athyglisvert og skemmtilegt að Arnheiður Sigurðardóttir hafði áður gert skarplegar athuganir, sem hníga mjög i sömu átt. Eru þær I bókinni Híbýlahættir á miðöldum, Reykjavik 1966, bls. 24—26. Af notkun orðanna hof og hofataÖur í Vatnsdælu og Eyrbyggju og þeim frásögnum, sem þar eru við þau bundnar, dregur hún þá ályktun, að söguhöfundar noti orðin í merkingunni óvenjulega stór skáli og stórbýli. Þetta virðist mjög sennilegt og mundi þá meðal annars sýna, að hin forna merking orðanna, sem Olsen telur verið hafa, hefur alls ekki verið með öllu fyrnd á 13. öld, þegar þessar sögur voru skráöar.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.