Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1976, Side 8

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1976, Side 8
12 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS nokkrar af virkustu eldstöðvum landsins, sem gjósa myndu undir venjulegum kringumstæðum nær einvörðungu hrauni vegna þess að kvika þeirra er basaltkvika, eru jökli huldar og vegna snertingar- innar við vatn verða gosin sprengigos og mynda nær einvörðungu gjósku. Þannig er t. d. um Grímsvötn og Kötlu. Vegna þess hve jarðvegsmyndun er hröð hérlendis, dýpkar fljótt á gjóskulögunum og ekki þarf nema lítinn aldursmun á þeim til þess að þau séu aðgreind hvert frá öðru í jarðvegssniðum. Gjóskutíma- talsaðferðin, tefrókrónólógían, er sú, að athuga og mæla í sem flestum jarðvegssniðum þykkt, grófleika, lit og önnur einkenni gjóskulaganna, sem og dýpi niður á þau, og reyna þannig að rekja útbreiðslu og þykktardreifingu þeirra og komast að því frá hvaða eldstöð þau eru. Einnig eru, ef þurfa þykir, tekin sýni af gjósku til könnunar á vinnustofu þar sem mælt er ljósbrot glersins, korna- stærðardreifing, efnasamsetning og önnur þau einkenni, er aðgreint geta lögin. Sé um lag frá sögulegum tíma að ræða er nákvæmasta aldursákvörðunin fólgin í því, að bera vitneskju þá, sem áðurnefndar rannsóknir veita um gjóskulögin, saman við skráðar heimildir um eldgos og sýna fram á að ákveðið gjóskulag sé úr ákveðnu gosi sem lýst er í þessum heimildum. Sé ársetning eða dagsetning þess goss nefnd í heimildunum er aldur gjóskulagsins þar með einnig ákveð- inn upp á ár, eða jafnvel upp á dag. Þegar búið er að finna þannig réttan aldur nokkurra laga í jarðvegssniði má fara nokkuð nærri um aldur gjóskulaga milli þeirra, þareð lög, sem þegar eru aldurs- ákvörðuð, veita upplýsingar um það, hversu hratt jarðvegurinn þykknar. Með þessu móti má einnig finna gos sem hvergi er getið í skráðum heimildum. Sé um forsöguleg gos að ræða er vænlegast að komast nærri um aldur gjóskulaganna með því að mæla með ákvörðun aldurs á geislakoli (C14) lífrænan jarðveg hið næsta undir eða ofan á þeim. 1 þykkum gjóskulögum finnast stundum rotnaðar leifar runna eða trjáa sem vænlegar eru til aldursákvörðunar með geisla- koli. Hér verður þó að reikna með því, að skakkað geti allmörgum áratugum til eða frá. Hekla er sú eldstöð sem íslenskt gjóskutímatal byggir mest á. Með kerfisbundnum rannsóknum á gjóskulögum í jarðvegi allt í kringum hana hefur tekist að finna öll gjóskulög hennar frá sögulegum tíma, 15 alls, og rekja í hvaða átt gjóskan barst í upp- hafshrinu hvers goss. Á 6. mynd er sýnd heildarútbreiðsla og þykkt- ardreifing Ijósa gjóskulagsins H, úr gosinu 1104. Gjóskulag þetta þekur rúmlega hálft landið, eða 55000 ferkílómetra lands, og er
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.