Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1976, Blaðsíða 140

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1976, Blaðsíða 140
142 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS Altarisbríkin í Vatnsfirði hefur verið frá kaþólskum tíma; það sýna helgimennirnir. Hún hefur verið ein af vængjabríkum síð- miðalda, á sinn hátt sambærileg við ögurbríkina, nr. 3 hér á eftir, en þó talsvert minni og að nokkru leyti annars eðlis, þar sem hún var öll máluð og gyllt, en enginn útskurður á. Athyglisvert er hversu mjög gylling bríkarinnar hefur miklast þeim sem lýsinguna samdi, og yfirleitt vekur lýsingin hugboð um að bríkin hafi verið íburðar- mikið og vandað listaverk, gotneskt málverk með miklum gyllingum, eins og þau gerðust á 15. öld. Um uppruna verður ekki fullyrt, en eðlilegast er að nefna til norðurþýska eða öllu heldur niðurlenska menningarsvæðið, „Flandur“. 1 áðurnefndum afhendingarskrám staðarins frá 1565, 1596 og 1636 (bls. 130) er minnst á bríkur í Vatnsfirði, fyrst brijkur ij, þá iij brijkur og síðast ij smabrijkur yfer alltarinu med vængium, þridia yfei kördyrunum vængjalaus. 1 vísitasíu Brynjólfs biskups Sveinssonar frá 1639 er vængjalausa bríkin horfin og aðeins talað um tvær brijkur yfer alltare (Bps. A II 6, bls. 14). I vísitasíu Þórðar biskups Þorlákssonar frá 2. sept. 1675 er talin fram aðeins ein brík í kirkjunni: Brijlc yfer alltare forgyllt (Bps. A II 11, bls. 43), og síðan er í vísitasíum alltaf talað um þessa eina gylltu brík. Allt þetta tal um gyllingu sýnir að það er sama gamla bríkin sem um er að ræða, þótt nokkuð væri orðin skemmd eins og kemur fram í lýsingu minnisgreinarinnar. Og enn er það áreiðanlega sama bríkin, sem nefnd er í vísitasíu Finns biskups Jónssonar 15. ágúst 1761, þótt hún sé þar kölluð vængiabrijk malud (Bps. A II, 21, bls. 198). I pró- fastsvísitasíu frá 12. apríl 1773 segir: Yfer alltare er vængiabrijk forvud og sumstadar gyllt (Kirknasafn XIV 1, A 2, bls. 8), og í út- tekt frá 24. maí 1780: Yfer altare er vængia brik af hvörre vida er malverk falled (Kirknasafn XIV 1, A 2, bls. 212). I vísitasíu Hannes- ar biskups Finnssonar frá 4. ágúst 1790 er bríkin kölluð málud alt- arisvængiabrík gömul (Bps. A II 24, bls. 8). Sama orðalag er notað í úttektum frá 1808 og 1811, og þar með virðist gamla bríkin hverfa úr heimildum. Séra Arnór Jónsson, sem tók við staðnum 1811, fékk biskupsleyfi 1826 til að rífa timburkirkjuna í Vatnsfirði og byggja torfkirkju í hennar stað (Ársrit Sögufélags ísfiröinga 1968, bls. 161). Helst er svo að sjá sem þá hafi hinn tilkomumikli útskorni prédikunarstóll séra Hjalta Þorsteinssonar, sem nú er í Þjóðminjasafni (Þjms. 10476), verið settur upp yfir altarið í töflu stað, því þannig er um- horfs í kirkjunni þegar Helgi biskup Thordersen vísiterar hana 5.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.