Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1976, Page 41

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1976, Page 41
SÁMSSTADIR f ÞJÓRSÁRDAL 45 stað“ og innlagt bréf frá Brynjúlfi til Jóns Árnasonar, dagsett „þann 21 September 1862“. I bréfinu segir m. a.: „Herra Sigurður getur víst fengið að sjá hjá yður rústa uppdrættina sem eru á öptustu bls. lýsingarinnar, en því er miður þeir eru ekki nærri góðir því fyrst skoðaði eg rústirnar í mesta flýti, (því eg hálfstalst þángað). og steig eg faðmatalið en fetaði ekki dró svo upp á blað strax og var það betra en ekki neitt ef mer hefði ekki viljað það óhapp til að tína blaðinu svo eg varð að tefla upp á minnið, og er það nokkurn- veginn áreiðanlegt hvað lögunina snertir en um faðmatalið er eg hræddari. Á Sámstaða uppdráttinn setti eg eingar tölur, því eg mundi það ekki, en herra Sigurður mun eiga fetatalið og hafiiði þér víst aðgáng að því, og í því tilliti ritaði eg þar við að rústinni væri áður lyst (eg meina til uppdráttarins sem eg sendi honum í fyrra).—“ Ljóst er af þessu að Þjórsárdalsritgerð Brynjúlfs í Lbs. 578, 4to frá 1862 er enn ein gerð Þjórsárdalsritgerða hans og eldri en þær tvær sem áður hefur verið minnst á. Það kemur fram í bréfinu sem fylgir Þjórsárdalsritgerðinni 1862 til Jóns Árnasonar að Brynjúlfur hefur gert eitthvert rit um Þjórsárdalsrústir áður og sent það Sig- urði Guðmundssyni 1861. Hlýtur sú spurning að vakna hvort þar hafi verið frumgerð Þjórsárdalslýsinga Brynjúlfs. Því miður hef ég ekki haft upp á neinu varðandi þetta í persónalíum Sigurðar Guð- mundssonar málara sem geymdar eru óskrásettar í Þjóðminjasafni Is- lands. Engu að síður eru nógar heimildir um hvað Brynjúlfur sendi Sigurði 1861. Varðveitt er bréf frá Brynjúlfi til Jóns Árnasonar, dagsett 22. september 1861. Þar segir m.a.: „Blaðið, sem ég legg hér innan í, bið eg yður að gjöra svo vel og afhenda herra Sigurði málara. Fylgir því virðingarfuil kveðja mín með þeim ummælum, að ég vona hann virði vel viðleitni mína og taki viljann fyrir verkið.“26 1 svarbréfi sínu til Brynjúlfs, dagsettu 2. október 1861, greinir Jón Árnason frá því sem var á þessu blaði handa Sigurði: „Eg hefi afhent Sigurði málara uppdrátt yðar af Sámstöðum eða bæjarhúsum þar, og biður hann mig skila til yðar kærri kveðju með þakklæti fyrir yðar greinilegu og vel sömdu upplýsingu ásamt uppdrættinum, sem honum líkar mætavel.“27 Af þessu er ljóst að Brynjúlfur hefur gert uppdrátt og stutta lýsingu á rústum Sámsstaða í Þjórsárdal á einu blaði árið 1861 og sent Sigurði málara. Þessi Sámsstaðaupp- 2« Brynjúlfur Jónsson (1953), bls. X. 27 Úr fórum Jóns Árnasonar I (1950), bls. 341—342.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.