Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1976, Page 46

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1976, Page 46
50 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS Þorsteinn fór tvær rannsóknarferðir í Þjórsárdal þetta sumar. I bæði skiptin var Brynjúlfur Jónsson með honum. 1 fyrra skiptið rann- sökuðu þeir félagar Sámsstaði dagana 8.—9. júlí, en í síðara skiptið, í síðari hluta septembermánaðar, rannsökuðu þeir m. a. Skeljastaði, Lambhöfða, Bergólfsstaði og ekki síst Áslákstungu innri sem er stærsta bæjarrústin sem fundist hefur í dalnum.36 Milli þessara Þjórsárdalsferða fór Þorsteinn um vesturland í leit að ýmiss konar rústum. Hann skrifar Valtý bréf úr Ólafsdal 13. ágúst, en Valtýr var þá staddur í Reykjavík. Þar kemur glöggt fram að Brynjúlfur hefur frætt Þorstein um fornar rústir. Ennfremur minnist Þorsteinn á að hann hafi greitt Brynjúlfi „15 kr. fyrir ómakið í Þjórsárdal eins og við töluðum um.“37 Valtýr Guðmundsson fór utan 4. september og var þá Þorsteinn ókominn úr ferð sinni um vesturland. Skildi Valtýr eftir bréf til Þor- steins; þar segir m. a.: „Jeg vona nú að þú farir aptur austur í Þjórs- árdal (og kannske víðar) og grafir út fleiri bæi vel og greinilega, svo enginn efi geti verið á lögun þeirra. Þú verður að taka nóga mannahjálp til þess að grafa út bæina. Jeg hef skilið eptir 400 kr. . . ,“.38 Þetta mun hafa orðið til þess að Þorsteinn fór aftur í Þjórsárdal og rannsakaði þar fleiri rústir. Árangur af tveggja daga rannsókn Þorsteins og Brynjúlfs á Sáms- stöðum í Þjórsárdal var m. a. gefinn út í riti Þorsteins „Ruins of the Saga Time“. Þar er birt flatarteikning af húsaskipan og fylgja ýtarlegar upplýsingar um stærð húsanna.39 Miklu merkilegri gögn um rannsóknina að Sámsstöðum er þó vasabók Þorsteins, þar sem hann hefur skrifað hjá sér hvað fyrir augu bar þegar rannsóknin var gerð. Þessi merka dagbók hefur varð- veist í skjölum Þorsteins Erlingssonar, í Lbs. 4180, 4to. Á efri hluta bl. 6V og 7r eru minnisgreinar um Sámsstaði, og á neðri hluta þeirra, um opnuna þvera, er teikning af bæjartóftinni. Á bl. 7V eru athugasemdir sem augljóslega eiga við Sámsstaði, en neðri hluti þeirrar síðu er auður. Ekki er fleira efni í vasabókinni sem við- kemur Sámsstöðum. so Þorsteinn Erlingsson (1899), bls. 21—22 og 29—31. 37 Lbs. 3705, 4to. Bréf frá Þorsteini Erlingssyni til Valtýs Guðmundssonar, 13. ágúst 1895. 38 Lbs. 4156, 4to. Bréf frá Valtý Guðmundssyni til Þorsteins Erlingssonar, 3. september 1895. 3» Þorsteinn Erlingsson (1899), bls. 42—46.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.