Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1976, Page 106

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1976, Page 106
108 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS og má vera að þar hafi verið sami sárinn þangað til að bærinn fór í eyði. Þriðja greinanlega byggingarstigið í búrinu er þegar stóri sárinn í nyrðra farinu hefur verið tekinn upp og grjót, torf og vikur hefur verið borið í sáfarið. Ofan á þeirri fyllingu hefur svo staðið ker, sem þétt hefur verið að með moldarblöndnum vikri, þangað til að bærinn á Sámsstöðum fór í eyði. Reynt er að lýsa þessum þremur stigum á teikningu, sjá 29. mynd. Þessi túlkun verður ekki sönnuð svo óyggjandi sé, en hún er byggð á sterkum líkum. Til eru greinar í fornum lögum um jarðkeröld og bendir það til þess að þau hafi verið almennt þekkt og notuð áður fyrr. 1 leiglendinga þætti Grágásar er sérstaklega kveðið á um búskerfi sem leiglend- ingur kunni að eiga í húsum, þ. e. bæjarhúsum, og hey sem hann kunni að eiga í hlöðum eða heygörðum. Landeigandi virðist oftast hafa átt öll hús og hlöður á leigujörðum og var leiglendingum því réttindamál að eigum þeirra yrði ekki blandað saman við eigur land- eigenda. Svo segir m. a. um rétt leiglendings sem skal flytja af jörð: „Ef hann a ker ÍNe þar oc scal hann ut hafa f0rt þat oc sva aNat gagn sitt þvattdag et siðarsta ifardögom nema hÍN lofe honom lengr at hafa. Eigi scal hann briota hus til at f0ra ker sin ut nema hann bote iafn væl aptr sem aðr var eN ellegar scal hann istöfom ut f0ra.“1:L1 Þessar reglur Grágásarlaga voru teknar upp í Jónsbók í þessari mynd: „Nú ferr maðr af jorðu ok á hann þar ker inni, þá skal hann þat út hafa fœrt ok annat búgagn sitt hit síðarsta laugardag í far- dogum, nema hinn lofi. Rétt er honum at brjóta hús til þess at fœra ker sitt út, ef hann bœtir húsit jafnvel aptr sem áðr var, ella fœri út í stofum."112 Hin gífurlega stærð keranna hefur oft valdið því að orðið hefur að flytja þau í stöfum og taka þau sundur og setja þau saman inni í húsunum. Þó gæti verið að þakið hafi verið rofið þegar stóra kerið í nyrðra farinu í búrinu á Sámsstöðum hefur verið tekið út. Til þess gæti bent torfið innan um vikurinn sem farið hafði verið fyllt með, og hrísleifamar sem gætu verið úr þekjunni. Einnig hefði verið hentugra að setja ífyllingarvikurinn niður um þakið en að bera hann um bæjardyr. 111 Grágás Ib, bls. 138, sbr. Grágás II, bls. 502. 112 Jónsbók (1904), bls. 137.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.