Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1976, Side 129

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1976, Side 129
MINNISGREINAR ÁRNA MAGNÚSSONAR 131 tiólld gomul eru til, sem na, mestannpart umhverfes kirkiuna (Bps. A II, 17, bls. 422). Þessar glefsur úr vísitasíum frá 17. öld og fram yfir aldamótin 1700 sýna hvernig tjöldum var háttað í Vatnsfjarðarkirkju um það leyti sem teiknari Árna Magnússonar var að draga upp myndir sínar. Kirkjutjaldið gamla var enn sæmilega haldið, þótt elvki þurfi að efast um að það hefur verið farið að láta á sjá eins og aðrar veftir kirkjunnar. Og ekki bíða þær sér til batnaðar á 18. öldinni. Þær eldast og ganga úr sér og verða meira og meira óþarfar. Það er erfitt að varðveita gamlar veftir öld eftir öld, þótt húsakynni séu góð, en á slíku vill verða misbrestur löngum. Hinn 29. ágúst 1749 vísiterar Ólafur biskup Gíslason Vatnsfjarðarkirkju og lætur bókfesta: gómul vængia sparlók af lereffte og raske skrifast ur asamt afgómul tvó kyrkiutiólld (Bps. A II 19). Þetta er eflaust dauðadómurinn yfir gamla kirkjutjaldinu. Staðarhaldari er með þessu leystur frá allri ábyrgð á því, og sögu þess í kirkjunni hefur lokið rétt um miðja 18. öld. Það var „skrifað úr“, og þegar Finnur biskup Jónsson vísiterar Vatnsfjarðarkirkju 15. ágúst 1761 nefnir hann það ekki einu orði og er þó vísitasían ítarleg. Þegar hér er komið sögu er orðið fátæklegra um að litast í kirkj- unni en um aldamótin 1700. Til er merkileg lýsing sem Jón Eyjólfs- son frá Ási í Melasveit skrifaði í eins konar ferðasögu frá 1709. Hann lýsir með aðdáun stað og kirkju í Vatnsfirði og segir m. a. á þessa leið: ,.Tjöld eru um alla kirkju og kór og fordúkar fagrir með myndum og bílætum, samt töflum og bréfum . . . Svo fögur bílæti voru millum kórs og kirkju sem lifandi menn“ (Blanda II, bls. 226 og áfr.) Um miðja 18. öld var mikið af þessari fornu dýrð liðið undir lok. Lýsing kirkjutjaldsins. Með því að nýta þá fróðleiksmola sem ofangreindar vísitasíur og afhendingarskrár geyma ásamt texta minnisblaðsins og síðast en ekki síst myndirnar af dýrlingunum fjórum er unnt að gera sér allsæmilega hugmynd um gerð og útlit kirkjutjaldsins í Vatnsfirði. Skýrum stöfum er sagt að það væri úr lérefti, og ætla má nokkuð víst að það hafi verið hvítt að grunni til, þótt ekki sé það tekið fram; hvítt mun örugglega vera eðlilegastur grunnur undir myndirnar. Tjaldið var langt og mjótt eins og kirkju-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.