Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1976, Page 133

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1976, Page 133
MINNISGREINAR ÁRNA MAGNÚSSONAR 135 eins og kunnugt er voru persónur og atburðir gamla testamentisins taldir forspeglun (prefiguratio) nýtestamentlegra persóna og við- burða. Skal ekki farið lengra út í þá sálma, en á þessum tjaldhelm- ingi eru einnig þeir fjórir helgimenn, sem ætla má að þar hafi fengið inni vegna þess að tjaldið var ætlað íslenskri kirkju, jafnvel sér- staklega kirkjunni í Vatnsfirði. Engin þeirra er biblíupersóna eins og vænta má. Það eru einmitt þessir fjórir, sem Árni Magnússon hefur viljað eiga myndir af. Skal nú vikið að þeim hverjum í sínu lagi. Nr. 14, S. Torlacus, stendur næstur frelsaranum til vinstri handar. Þetta er Þorlákur helgi Skálholtsbiskup, með bagal og mítur og í fullum biskupsskrúða, með upplyftri blessandi hægri hendi. Neðst til vinstri er einkunn sem kemur mjög á óvart, fugl í kringlóttri um- gerð og minnir á einkunn Jóhannesar guðspjallamanns, örninn. Með Þorláki helga á þessi einkunn að réttu lagi ekkert erindi. Mér hefur dottið í hug að liér hafi tjaldmálaranum beinlínis orðið á einkennileg mistök. Jóhannes er nefnilega næstur frelsaranum til hinnar handar- innar, að vísu sem postuli en ekki guðspjallamaður. Skyldi það vera að fuglinum, þ.e. erninum, hafi verið ætlað að fylgja honum, en hann hafi óvart verið settur með Þorláki sem var hinum megin við frelsar- ann? Þetta verður víst hvorki sannað né afsannað en fær að fljóta með til athugunar.* Fyrir neðan myndina af biskupinum er líkt og sjái hæðótt landslag í þrívíddarmynd. Það skyldi þó aldrei vera að þetta eigi að tákna Island, hið fjöllótta heimaland dýrlingsins? — Eðlilegt er að Þorlákur sé fremstur þessara fjögurra dýrðarmanna, Vatnsfjörður er í Skálholtsstifti. Nr. 15, S. Iohanes, gengur honum næstur, án efa hinn íslenski helgibiskupinn, Jón helgi Ögmundarson Hólabiskup. Hann er í fullum skrúða eins og Þorlákur, en blessar ekki, heldur er með bók (biblí- una?) í hægri hendi. Hann stendur á aflöngum húslöguðum stokki með bröttu risi, og bregst varla að þetta eigi að vera dýrlingsskrínið sem geymdi helgan dóm hans í dómkirkjunni á Hólum. Er reyndar * Hannes Pétursson hefur varpað fram við mig hvort hugsanlegt sé að fuglinn sé fálki og eigi að benda til þess að Þorlákur var þ.ióðardýrlingur Islendinga. Þetta er skemmtileg tilgáta, því að íslenskir fálkar hafa síðan á miðöldum verið eftirsóttir sem veiðihaukar og talið er að bæði Loftur ríki Guttormsson og Haukur Erlendsson hafi haft fálka í skildi sínum. En gildi tilgátunnar veltur mest á því hvort unnt er að leiða að því líkur að fálkinn hafi þegar um 1500 haft að einhverju leyti táknlega merkingu sem einkennisfugl íslands og íslendinga. Þessu er hér með komið á framfæri til umhugsunar.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.