Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1976, Side 137

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1976, Side 137
MINNISGREINAR ÁRNA MAGNÚSSONAR 139 verkið ber svo greinileg: merki háþróaðs listiðnaðar af sérhæfðri grein að engar líkur geta talist til að það sé unnið hér á landi. Upp- runa þess er að leita erlendis. En lítum snöggvast á aldurinn. Það leynir sér ekki, jafnvel fyrir þeim sem ekki er neinn sérfræð- ingur í miðaldalist, að þetta verk hlýtur að vera frá síðmiðöldum. Það sýna myndirnar af mönnunum fjórum, og þó einkum nr. 16 og 17, klæðasnið þeirra, sverð Ólafs og atgeir hans í axar stað, enn fremur allur stíll teikninganna. Ég taldi frá upphafi víst að verkið væri frá fyrri hluta 16. aldar. I bréfi frá Joseph Philippe við forn- minjasafnið í Liege í Belgíu (dags. 30. mars 1976) fékk ég þetta staðfest, en hann kveður svo að orði að búningar mannanna bendi til að tjaldið sé sennilega frá um 1520. Virðist full ástæða til að halda sig að þeirri aldursákvörðun hans. Ekki er sennilegt að slíkt verk frá þessum tíma sé norrænt, heldur mun það komið lengra sunnan að, frá Norður-Þýskalandi eða Niður- löndum. Á seinni hluta miðalda blómgaðist alls konar listiðnaður mjög í þessum löndum og voru margar borgir frægar fyrir fram- leiðslu kirkj ulistar. Handverksmenn og sérhæfðir listiðnaðarmenn voru i þessum borgum, en klaustramenn voru einnig mjög virkir semjendur kirkjulistar. Tauþrykk og dúkamálverk voru ein greinin, sem mikilli blómgan náði, bæði myndþrykk og munsturþrykk. (Hand- hægt yfirlit um þróun þessarar listgreinar í Evrópu er rit Ingegerd Henschen, Tygtryclc i Sverige I, Nordiska Museets Handlingar 14, Stockholm 1942. Sjá enn fremur Kulturhistorisk Leksikon XIX, 117). Það er næsta trúlegt að einhvers staðar á þessu svæði hafi Vatnsfjarðartjaldið verið búið til, en að kveða nánar á um þetta er þrautin þyngri. Sennilega er það ógerningur nema þá að hafa handbæran meiri sérhæfðan bókakost en völ er á hér á landi um þessi efni. Hugsast gat að einhvers konar bending fælist í hinni sérkenni- legu viðbót við nafn annars Jakobsins á tjaldinu, „Jacobus de Luttike'*. Eðlilegt var að Jakobana tvo þyrfti að aðgreina, en hvers vegna ,,de Luttike“? Mér kom í hug að ef til vill merkti þetta „frá Liege“, sem á þýsku nefnist Lúttich, en þar í borg er mjög fræg og forn dómkirkja, kennd við Jakob eldra (major). Verið gat að tjaldið væri unnið í Liege og listamaðurinn hafi brugðið á það ráð að auð- kenna hinn eldri Jakob með því að kenna hann við kirkju hans í heimaborg sinni. Best er þó að fara varlega, því að í fyrrgreindu bréfi sínu segir Joseph Philippe að enda þótt Liege hafi verið mikil listiðnaðarborg hafi veftagerð verið þar fremur lítil. En þó að tjald-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.