Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1976, Side 158

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1976, Side 158
160 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS hendur sínar fyrir og eftir messu og þá ekki síður áður en hann snart náðarmeðölin, líkama og blóð Krists, og sömuleiðis eftir þá snertingu, til þess að ekki bærist agnarögn af svo helgum dómum út meðal veraldlegra hluta á höndum prestsins. Til handþvottarins í kirkjunni þurfti þrennt: vatnskarl, mund- laug og handklæði. Vatnskarlinn eða aquamanile var eins og áður segir eins konar kanna, sem stundum má hafa verið með raunveru- legu könnulagi, en þó langoftast í dýrslíki og þess vegna eru ílát þessi einstöku sinnum kölluð vatnsdýr í íslenskum máldögum. Aldrei eru þau í mannslíki, þótt orðið vatnskarl hafi stundum leitt til þess misskilnings, heldur í líki ljóns, hests (stundum með mann á baki), hjartar, einhyrnings, kentárs eða flugskrímslis (finngálks). Vatns- karlarnir voru steyptir úr koparblendingi (messingu) og fram úr gini dýrsins stóð stúturinn, en ofan á haus þess var gat, þar sem vatn- inu var hellt á karlinn. Langflestir vatnskarlar, sem varðveist hafa á Norðurlöndum, eru taldir vera verk faglærðra málmsmiða í Norður- Þýskalandi og Niðurlöndum og oft eru nefndar í því sambandi borg- irnar Magdeburg, Hildesheim og Dinant. Misgamlir eru þeir, sumir frá síðmiðöldum en aðrir frá 13. eða jafnvel 12. öld. Þeir eru mjög eftirsóttir af söfnum bæði sakir listræns og kirkjusiðafræðilegs gildis. (1 Historiska Museet í Stokkhólmi sá ég (1976) tvö vatnsljón, sem mjög líkjast Holtastaðaljóninu, og voru þau sögð 13. aldar verk frá Hildesheim). Tiltölulega fáir vatnskarlar hafa varðveist á Norðurlöndum. Þó á Þjóðminjasafn Dana (Nationalmuseet) mjög gott safn vatnskarla, alls 30 stykki. Sú tala ætti að vera marktæk um vatnskarla í dönskum kirkjum yfirleitt. Þótt fjöldi vatnskarla í íslenskum máldögum sé mikill hafa aðeins tveir varðveist. Þessir kirkjukripir misstu án nokkurs efa gildi sitt þegar kaþólskir helgisiðir lögðust niður. Islensk- ir siðskiptamenn hömuðust að vísu ekki svo mjög gegn helgigripum hins gamla siðar, nema þá þeim sem menn dýrkuðu sérstaklega svo að minnti á skúrgoðadýrkun. Hins vegar lentu þessir gripir í hirðu- leysi og reiðuleysi og mönnum var ekki alltaf fast í hendi með þá. Vatnskarlarnir hafa farið á tvist og bast eftir siðaskipti það sést m. a. á því að Þuríður Sæmundsdóttir hefur í sínum fórum þrjá vatnskarla, og gott dæmi er einnig annar sá vatnskarl sem varðveist hefur (úr Vatnsfjarðarkirkju): Við vísitasíu 15. ágúst 1700 heimilar Jón biskup Vídalín að selja hann (,,ljónið“) frá kirkjunni. Máldagarnir eru fáorðir um vatnskarla eins og annað. Þeir geyma lítinn sem engan fróðleik um hvernig vatnskarlarnir voru. Undan-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.