Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.07.2001, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 09.07.2001, Qupperneq 2
Islensk Auðlind L æ k j a r t o r g i Hafnarstræti 20. 2h 101 Reykjavík 561-4000 www.audlind.is Blóma og gjafavöruverslun Vorum að fá á söluskrá okkar glæsilega blóma-og gjafavöruverslun á frábærum stað I úthverfi Reykjavík, Um er að ræða fyrirtæki með góða viðskiptavild, smekklega innréttaða og með fína veltu. Fyrirtækið er rekið í leiguhúsnæði. Fatahreinsun Vegna sérstakra aðstæðna erum við með á söluskrá okkar glæsilega fatahreinsun í einu af úthverfum Reykjavíkur. Fyrirtækið er mjög vel tækjum og búnaði búin og með fína viðskiptavild. Matvælaframleiðslufyrirtæki Erum með í einkasölu traust og gott matvælaframleiðslufyrirtæki sem sérhæfir sig m.a. i salatgerð ásamt öðru. Fyrirtækið er með fína viðskiptavild. Söluturn og grill með tveimur bílalúgum Eum með á söluskrá okkar öflugan söluturn ásamt grilli og myndböndum sem rekin er í eig- in húsnæaði. Fyrirtækið er ungt að árum en hefur náð öflugri veltu á skömmum tíma. Skemmti- lega innréttað og vel tækjum og búnaði búið. Vegna mikillar sölu undarnfariö vantar okkur allar gerðir af fyrirtækjum á skrá. Erum með mjög öfluga og trausta kaupendur sem leita af ákveðnum fyrirtækjum til kaups. Fyrirtækjasala I Fasteignasala I Leigumiðlun I Lögfræðiþjónusta KJÖRKASSINN FRETTABLAÐIÐ 9. júlí 2001 MÁNUPAGUR Þroskabjálfar til vinnu í dag: Lífiðí fyrra horf fatlaðir Daglegt líf íbúa í Víðihlíð 9 er komið í sitt fyrra horf eftir að deila þroskaþiálfa og ríkisins leystist í gær. Á meðan á verkfall- inu stóð gátu þau ekki sinnt sínum daglegu störfum á daginn og fengu ekki þá þjálfun sem öllum er nauðsynleg. Það lá vel á Birnu Rós Snorradóttur og Kristínu Evu Jónsdóttur í gær og kíktu þau í tívoli til að gera sér glaðan dag. „Ég hlakka til að fara í Bjark- arás að vinna,“ sagði Birna spen- Fjölmiðlakönnun PriceWaterhouseCoopers: Fréttablaðið mest notað allra fréttamiðla I SAMT LAG I DAG Birna Rós Snorradóttir og Kristín Eva Jensdóttir búa á vistheimili í Víðlhlíð þar sem lífið kemst í samt lag í dag, að loknu verkfalli. Þær hlökkuðu til að fara í vinnuna sína í dag. nt. Þar á hún marga vini sem skemmtilegt er að hitta aftur eftir langt verkfall. Hún var búin að vera heima hjá fjölskyldu sinni í vikunni og fór m.a. í bíó en á morgun hefst aftur hið reglu- bundna líf. „Ég vakna klukkan átta og svo kemur bíllinn og sæk- ir mig klukkan 11,“ sagði Birna. Fáir voru í Víðihlíðinni í gær vegna verkfallsins en búist er við að fleiri bætist í hóp íbúa í dag og starfsemin komist á fullt aftur þegar líður á vikuna. ■ Hraðakstur: Ahrif verkfalls- Útlendingar óupplýstir umferð Stór hluti þeirra, sem lög- reglan á Blönduósi hefur stöðvað fyrir hraðakstur í sumar, eru er- lendir ferðamenn á bílaleigubil- um. Að sögn lögreglunnar eru þeir ekki upplýstir um hámarks- hraða á þjóðvegum landsins og keyra þess vegna hraðar en leyfi- legt er. Engin umferðamerki sýna hve hratt má aka utan þéttbýlis og gert er ráð fyrir að fólki sé kunn- ugt um hraðatakmörkin. Einu merkin sem sjást þegar keyrt er út fyrir borgarmörkin sýna að nú sé keyrt utan þéttbýlis. ■ Atök á Gaza-svæðinu: Hóta Israel- um hefndum RAFAH. GAIA SVÆÐIÐ. ap Palestínskir uppreisnarmenn köstuðu í gær yfir 60 handsprengjum og skutu úr vélbyssum á aðsetur ísraela í Rafah, á Gaza- svæðinu nálægt landamærum Egyptalands. Á sama tíma hótuðu hundruð Palest- ínumanna hefndaraðgerðum gegn ísraelum eftir jarðaför 11 ára gamals Palestínubúa sem skotinn var í höfuðið á laugardaginn var. Er talið að ísraelskur hermaður hafi verið þar að verki. ísraelsher hefur ekki viljað gefa út yfirlýs- ingu vegna verknaðarins. ■ LANPHELGISBROT Landhelgisgæslan vísáði norska loðnuskipinu Magnarson til hafnar á ísafirði í gær eftir að í ljós kom að skipið var með mun meiri afla en það hafði áður tilkynnt stjórnstöð Gæslunnar. Þetta mis- ræmi í afla kom í ljós við skoðun varðskipsmanna á Óðni um borð í norska skipinu á miðunum. Skipið var væntanlegt til ísafjarðar um klukkan 23 í gærkvöld í fylgd varð- skipsins þar sem frekari rannsókn fer fram. Mikil loðnuveiði hefur verið á Vestfjarðamiðum um helg- ina. ins hverfandi könnun Fréttablaðið er mest lesna dagblaðið á virkum dögum meðal fólks á aldrinum 25 til 67 ára á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kem- ur fram í nýrri fjölmiðlakönnun PriceWaterhouseCoopers sem gei’ð var í lok júní og byrjun júlí. Meðallestur Fréttablaðsins mæld- ist 72,5 prósent meðal fólks á aldr- inum 25 til 67 ára en meðallestur á Morgunblaðinu var 71,5 pi’ósent. Mestu munaði á lestri þessara blaða meðal fólks á aldrinum 25 til 29 ára. Þar var meðallestur Fréttablaðsins 70,1 prósent en 60,5 prósent á Morgunblaðinu. 65,8 prósent fólks á aldrinum 30 til 39 ára las Fréttablaðið að með- altali en 62,7 prósent Morgunblað- ið. Könnunin var gerð stuttu eftir að Fréttablaðið varð tveggja mán- aða. Hún staðfestir sterka stöðu blaðsins sem kom fram í könnun Gallup í maí og sýnir að það er í mikilli sókn meðal yngri lesenda. „Svipuð staða í lestri yfir lín- una á tveimur mánuðum og Morg- unblaðið hefur verið 88 ár að byg- gja upp er meiri árangur en nokk- ur þorði að vona,“ segir Einar Karl Haraldsson, ritstjóri Frétta- blaðsins. „Frábærar viðtökur hjá fólki efla okkur að sjálfsögðu til betri verka og fyrir það erum við þakklát." Þá kemur fram að fólk Heildarverðmæti útflutnings jókst milli ára. Tvö stærstu fyrirtækin vörðust áhrifum verkfalls með því að ganga á birgðir og kaupa meira erlendis frá. Vöruskipti hagstæðari það sem af er árinu. sækir miklu fremur fréttir í dagblöðin en í ljósvakamiðlana. „Þessar niðurstöður benda til þess að svipað sé að gerast hér á landi og víða erlendis", segir Ein- ar Karl. „Okeypis blöðin hafa þar eins og hér aukið dag- blaðalestur yngra fólks og almennt styrkt dagblöðin gagnvart ljósvaka- miðlunum." Sjá samantekt um könnunina á miðopnu. Siv Svavarsdóttur og Hallldóri Meyer fæddust þríburar á fyrsta útgáfudegi Fréttablaðsins, 23. apríl. „Þeir eru allir hraustir og kátir og þyngjast vel," sagði Siv í samtali við Fréttablaðið í gær. fiskútflutningur „Það ei’ óhætt að segja að við höfum sloppið nokkuð vel, smábátar réru og menn gátu gengið á birgðir. Einnig hjálpar það til að við kaupum líka fisk frá Noregi, Færeyjum og Rússlandi," segir Gunnar Svavarsson, for- stjóri Sölumiðstöðvar Hraðfrysti- húsanna, um áhrif sjómannaverk- fallsins á fiskútflutning. Nýjar tölur frá Hagstofunni sem sýna tveggja prósenta aukningu á heild- arveðmæti út- flutnings sjávar- afurða í maí á þessu ári miðað við sama mánuð á síðasta ári koma Gunnari því ekki á óvart. Hann segir að helst hafi hið sex vikna sjó- mannaverkfall í vor haft áhrif á út- hafskarfaveiði, en GUNNAR SVAV- ARSSON Kemur ekki á óvart, segir for- stjófi SH. að heildaráhrif þess á starfsemi SH séu hverfandi. Guðmundur Davíðsson, fram- kvæmdastjóri rekstrarsviðs SÍF tekur í sama streng og Gunnar. „Sjómannaverkfallið snerti okkur ekki mikið. Reikna má með að mörg útflutningsfyrirtækin hafi átt hjá sér birgðir og einfaldlega hreinsað til. Það var hægt að af- greiða meira og minna það sem lá fyrir, þó kannski sé of mikið að segja að við höfum verið búnir undir verkfall," segir Guðmundur og bendir á að SÍF starfi í alþjóð- legu umhverfi þar sem útflutning- ur frá íslandi sé ekki eini kostur- inn. Hann segir að áhrifa verk- fallsins muni ef til vill gæta í ver- tíðarbundnum afurðum, svo sem saltfiski. Sjómannaverkfallið kom lítið við tvö stærstu fiskútflutningsfyrirtækin á l'slandi. Bæði SH og SÍF áttu uppsafnaðar afurðir í geymslu, auk þess sem þau keyptu meira frá erlendum aðilum. I-Ieildarverðmæti útfluttra sjávarafurða í maí sl. var 8.512 milljónir króna samanborið við 8.489 milljónir í sama mánuði árið áður. Fyrstu fimm mánuói þessa árs voru fluttar út vörur fyrir rúmlega 75.500 milljónir og voru sjávarafuröir þar af 61%, eða um 46.000 milljónir. Lesa má úr tölum Hagstofunnar að ástand útflutn- ings er almennt gott. Orsök þess er ekki síst gengisfall krónunnar, en samkeppnisstöðu íslenskra sjávarafurða batnað verulega. Batnandi vöruskiptajöfnuður end- urspeglar þetta, en vöruskipta- hallinn var fyrstu fimm mánuði ársins 8,6 milljarðar króna sam- anborið við 18 milljarða á sama tímabili í fyrra, miðað við fast gengi. matti@frettabladid.is LAUSNIN KOM UM HELGINA Lítill hluti kjósenda á visi.is sá fyrir að deila þroskaþjálfa við ríkið mundi leys- ast um helgina en samningar tókust á laugardagskvöld. Leysist deila þroskaþjálfa fyrir helgi? Niðurstöður gærdagsins á www.visir.is 13°/o Spurning dagsins í dag: Finnst þér að Jón Steinar hafi brotið góða lögmannshætti með ummælum um prófessorsmálið? Farðu inn á vísi.is og segðu þína skoðun IVICA RACAN Leiðtogar Króatíu hvaða verið undir mikilli pressu vegna framsals stríðsglæpamanna eftir að ríkisstjórn Serbíu ákvað að fram- selja Milosevic fyrrverandi forseta landsins til stríðsglæpadómstólsins í Haag. Forsætisráðherra Króatíu: Staðfestir framsal stríðs- glæpamanna zagreb. króatíu. ap. Ivica Racan, forsætisráðherra Króatíu, stað- festi í gær áform ríkisstjórnar sinnar um að framselja króatíska stríðsglæpamenn til stríðsglæpa- dómstóls Sameinuðu þjóðanna. „Hinn kosturinn hefði verið sá að hafna beiðni stríðsglæpadóm- stólsins'um framsal og hefja þar með deilur bæði við dómstólinn og við Evrópu og hið alþjóða sam- félag,“ sagði Racan í gær. „Ríkis- stjórn þessi gat einfaldlega ekki tekið þessa áhættu:" Fyrr um dag- inn hafði Stipe Mesic, forseti Króatíu, stutt áform ríkisstjórn- arinnar og sagði hann að landar sínir væru líka sekir um stríðs- glæpi í baráttu sinni fyrir sjálf- stæði. Ákvörðun króatísku ríkis- stjórnarinnar hefur vakið upp miklar deilur í landinu ög nú er talin hætta á því að stjórnin gæti hrunið eftir aðeins 18 mánaða valdatíma. Þegar hafa fjórir ráð- herrar innan ríkisstjórnarinnar sagt upp störfum í mótmæla- skyni, en þeir eru allir úr flokki frjálslyndra sósíalista, sem verið hefur í mestu samstarfi vió flokk Racan innan króatísku ríkis- stjórnarinnar. Ekki hefur verið gefið upp hvaða stríðsglæpamenn verði framseldir, en á meðal þeir- ra sem nefndir hafa verið eru tveir hershöfðingjar; Ante Goto- vina og Rahim Ademi. einnig bls. 9.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.