Fréttablaðið - 09.07.2001, Blaðsíða 9

Fréttablaðið - 09.07.2001, Blaðsíða 9
MÁNUPAGUR 9. júlí 2001 FRÉTTABLAÐIÐ Heimsfrægur hljómsveitarstjóri vekur upp deilur: Spilaði Wagner á ísra- elskri tónlistarhátíð lERÚSALEM. ap. Hinn heimsfrægi hljómsveitarstjóri, Daniel Baren- boim, kom heldur betur á óvart á laugardagskvöld þegar hann ákvað, eftir 30 mínútna rökræður við ísra- elska áhorfendur á virtri ísraelskri listahátíð, að flytja hluta óperu þýska tónskáldsins Wagner, „Tristian og Is- olde,“ sem uppklappslag þýsku sin- fóníuhljómsveitarinnar „Staat- skapelle." Barenboim, sem sjálfur er gyðingur, hafði áður samþykkt að leika ekki tónlist Wagner á hátíðinni, en eins og kunnugt er var Wagner uppáhaldstónskáld Hitlers, sem spil- aði óperur tónskáldsins hvað eftir annað í áróðursherferðum sínum. í yfir hálfa öld hefur verið uppi óform- legt bann í ísrael við tónlist Wagners en eftir að hafa lokið hefðbundinni dagskrá spurði Barenboim áhorfend- ur hvort þeir vildu að hann spilaði Wagner og fékk hann jákvæð við- brögð langflestra viðstaddra. Eftir lagið brutust út mikil fagnaðarlæti á meðal flestra áhorfenda, en nokkir voru hins vegar ekki á eitt sáttir. „Það sem Barenboim gerði var hrokafullt, siðlaust og tillitslaust,11 sagði Ehud Olmert, borgarstjóri Jerúsalem, eftir STJÓRNANDI SINFÓNÍUHLJÓMSVEITAR Daniel Barenboim, sem er hljómsveitar- stjóri sinfóníuhljómsveitarinnar i Chicago, stjórnar hér sinfóníuhljómsveit Berlínar, „Staatskapelle," á tónleikum í Carnegie Hall i New York á síðasta ári. atburðinn. Sagði hann borgaryfirvöld knúin til að endurskoða samband sitt við Barenboim í framtíðinni. ■ LEIGUBÍLAR Leigubilstjórar telja sig ekki hafa efni á því að greiða sérstakt gjald fyrir að aka um á nagladekkjum Bifreiðafélagið Frami: Andstaða við skatt á nagla- dekk umferðin Ástgeir Þorsteinsson hjá Bifreiðastjórafélaginu Frama, fé- lagi leigubifreiðastjóra segir að mönnum lítist ekkert á það að þurfa að greiða kannski sérstakan skatt fyrir að það að aka urn á negldum hjólbörðum. Sú upphæð gæti numið allt að 10 þúsund krónum sé miðað við þann nagla- dekkjaskatt sem bílstjórar í Osló þurfa að greiða. Ástgeir segir að mönnum þyki alveg nóg um þær álögur sem fyrir eru án þess að verið sé að bæta nýjum við. Þá hefur allur rekstur við kostnað leigubíla verið að hækka samfara verðhækkunum á tryggingum og eldsneyti. Sem kunnugt er hafa bæði um- hverfis- og heilbrigðisnefnd og samgönguefnd Reykjavíkur sam- þykkt þann vilja sinn að hefja við- ræður við ríkið um að innheimta sérstakan skatt á þær bifreiðar sem nota nagladekk. Talið er að það sé vænleg leið til að fækka nagladekkjum á götum borgarinn- ar og slá þá um leið á þá mengun og slit sem er samfara notkun þeirra. ■ G RACE í TÍSKUVERSLUN I— — , ~ Z1 Útsala - Útsala 30-60% afsláttur Ef verslað er fyrir 20.000 kr. eða meira er gefin 10% aukaafsláttur Suðurlandsbraut 50 (Bláu húsin við Fákafen) sími 553 0100 Askalind 1 Höfum opnað glæsilega 1100 fm. verslun á 3 hæðum. Næg bílastæði og góð aðkoma. |l|Í"habitat Kringlunni Jf Opnunartimar í UNDARHVERFINU ERU M.A: • HABITAT • Mlo husðöfln • Vtdd • Laura Ashley . Vtrka daga kl.10-18 • Fritonm • Tukk viiruhús • Baðstolan • HanaafllugaaljBld * ’ ' T,1 ■ J Laugardaga kl.11-16 J • Vetrarsól • Kristall • Á. Gudmundsson • Mlra • Verana huígögn • EgoOekor * 0.11. o.U. : J FHuhv*™"*'*®'* “ - SmArallnd 8S& Axf habitat/ A»k»l££„ Frtia.>n<l í-,yí U? y 'Kýc'y-’- ‘J s fi i 3ÁV.. * -íí ' . ■' ■ ■.•■■■... • j

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.