Fréttablaðið - 09.07.2001, Side 6

Fréttablaðið - 09.07.2001, Side 6
6 FRÉTTABLAÐIÐ 9. júlí 2001 MÁNUDACUR SPURNINC DACSINS Hvort eru konur eða karlar betri stjórnendur? Ég held að bestu stjórn- endurnir séu þeir sem geta sett skýr markmið og hrifið fólk með sér. Bestu yfir- mennirnir eru þeir sem geta verið per- sónulegir þegar það á við, en faglegir þegar það á við. Konur hallast oft að hinu persónulega og karlar að lögum og reglum - en galdur- inn er að sameina hvorttveggja og skilyrði að vera vönduð manneskja KRISTRÚN HEIMISDÓTTIR Hún er lögfræðingur að mennt og stundar nú MA-nám í réttarheimspeki. FÉLAGSMÁLARÁÐHERRA Vaxandi þrýstingur foreldra er talin hafa haft sfn áhrif á að samningar tókust um helgina í kjaradeilu ríkisins og þroska- þjálfa. Þroskaþjálfafélag Islands: Kostar gífur- lega baráttu að bæta kjörin kjaramál Þroskaþjálfafélag ís- lands og ríkið skrifuðu undir nýj: an kjarasamning um helgina. í framhaldi af því var verkfalli frestað til 1. ágúst n.k hjá ríki og sjálfseignarstofnunum. Samning- urinn er sagður á sambærilegum nótum og félagið hefur gert við borg og Launanefnd sveitarfé- laga. Sólveig Steinsson formaður félagsins segir að það sem fyrst kemur upp í hugann sé hvað það kostar gífurlega mikla baráttu að ná fram bættum kjörum. Á næst- unni verður samningurinn kynnt- ur fyrir félagsfólki og síðan verða greidd atkvæði um hann og þá að öllum líkindum með póstatkvæða- greiðslu. í gær hófu þroskaþjálfar vinnu á sambýlum og í dag, mánu- dag á öllum dagstofnunum. Sólveig segir að það hafi í sjálfu sér ekkert verið öðru frem- ur sem varð til þess að samningur tókust að öðru leyti en því menn hefðu náð að finna leiðir til lausn- ar. Hún segist vera ánægð með samninginn og það sé ákveðinn léttir að hann sé í höfn. Hins veg- ar sé mjög erfitt að segja nokkuð til um það hvort samningurinn muni verða til þess að meðal dag- vinnulaun þroskaþjálfa muni ekki lengur vera í neðsta sæti meðal aðildarfélaga BHM eins og var fyrir verkfall. Það sé m.a. vegna þess að nokkur aðildarfélög BHM eiga enn eftir að semja. ■ Bandarísk rannsókn: Milljónir heyrnardaufra ungmenna CHICAGO. AP. Samkvæmt nýrri bandarískri rannsókn er talið að 5,2 milljónir bandarískra ung- menna á aldrinum 6-19 ára, eða 12,5%, þjáist af einhvers konar heyrnarskaða sem rekja má til há- vaða eins og vegna rokktónleika, flugelda eða sláttuvéla. Fyrir að minnsta kosti 250 þúsund af ung- mennunum er vandamálið allt frá því að vera miðlungsstórt til þess að vera háalvarlegt. Rúmlega 5000 þáttakendur úr úrtaki frá 1988-1994 tóku þátt í könnuninni og birtust niðurstöðurnar í júlí- hefti tímaritsins Pediatrics. ■ Kynþáttaóeirðir í Bradford: 120 lögreglumenn slösuðust BRADFORD. ENGLAND, AP. Yfir 120 lögreglumenn særðust og fimm ungmennum var stungið í fanga- geymslur eftir miklar kynþáttaó- eirðir í borginni Bradford á norð- urhluta Englands í fyrrinótt. Múrsteinum var kastað að lög- reglumönnum, sem voru um 900 talsins, auk þess sem einn hvítur maður var stunginn í óeirðunum. Að sögn vitnisburða brutust óeirðirnar út eftir að hópar hví- tra manna og ungmenna ættaðra frá Asíu höfðu átt í átökum, en hópur Asíubúa hafði safnast sam- an til að efna til mótmælagöngu gegn hægri-öfgamönnum. Lög- reglan, sem hafði verið með 200 lögregluþjóna á vakt í miðborg- inni eftir að hafa í síðustu viku bannað mótmælagöngu hægri öfgamanna, skarst þá í hópinn og við það brutust út mikil ólæti. Þrátt fyrir að vera undir vökul- um augum lögreglunnar ætlar hópur hægri-öfgamannanna, National Front, sér að halda mót- mælagöngu í Bradford, en af 500 þúsund íbúum borgarinnar, er einn af hverjum fimm ættaður frá Asíu. Miklar óeirðir hafa átt sér stað í norður-ensku borgunum Oldham og Burnley undanfarnar sex vikur, en eins og í Bradford, búa þar að mestu verkamenn ásamt f jölmörgu fólki af asískum uppruna. ■ KVEIKT í BÍLUM Asísk ungmenni hafa, ásamt hvítum ung- mennum, gengið berskerksgang á undan- förnum vikum í Bretlandi í átökum sem sprottið hafa upp vegna kynþáttafordóma. Bandarískir vísindamenn: Einræktaðir með leynda erfðagalla? vísindi. Vísindamenn hafa upp- götvað að einræktuð dýr, sem virðast líta eðlilega út, gætu haft leynda erfðagalla. Að sögn eins þeirra vísindamanna sem fram- kvæmdu rannsókn þessa, vekja niðurstöðurnar upp áhyggjur um hvort nota eigi einræktun í æxlun- artilgangi. Að því er fram kemur á fréttavef Reuters, munu niður- stöðurnar hins vegar ekki hafa áhrif á einræktun í læknisfræði- legum tilgangi, eins og það að ein- rækta frumur sem koma eiga í staðinn fyrir frumur sem skadd- ast hafa vegna sjúkdóma. ■ Fólk virðir tilmælin að vettugi Hreinsunaraðgerðir Reykjavíkurborgar mæta ekki skilningi hjá öllum. AÐGERÐIR í PINGHOLTUM Þegar allt þrýtur er það örþrifaráð að fjarlægja ökutæki með kranabílum. hreinsun „Það er sama hvaða ráð- um við beitum, það er eins og fólk skilji þetta ekki eða sé hreinlega alveg sama,“ segir Hreiðar Þór- hallsson framkvæmdastjóri Hreinsitækni ehf. Vinsamlegum tilmælum hefur nú verið dreift um borgina þess efnis að fólk fjar- lægi ökutæki sín frá götujaðrin- um svo hægt sé að hreinsa þar. Misjafnt er hversu vel fólk tekur í þessa ósk, yfirleitt fer fólk að heiman í morgunsárið, til vinnu, og ökutækin verða því ekki í vegi fyrir hreinsunarmönnum. Þó virð- ist víða pottur brotinn í þessum efnum. íbúar við götur í Þingholt- unum eru að sögn Hreiðars mar; goft til vandræða að þessu leyti. í síðustu viku var skilti komið fyrir við Njálsgötu á svæðinu milli Frakkastígs og Vitastígs, þar sem á áberandi hátt var farið var fram á að íbúar fjarlægðu ökutækin næsta morgun, ella yrði gripið til þess örþrifaráðs að flytja bílana á brott. Þetta dugði skammt því á end- anum þurfti að fjarlægja níu bíla af vettvangi svo starfsmenn á vegum borgarinnar kæmust til hreinsunarstarfa. „Ég veit ekki hvað veldur á þessum götum þarna í Þingholtunum, gatnamála- stjóri hefur beitt öllum brögðum til að koma því þannig fyrir að hægt sé að þrífa, en svona er þetta. Þetta er mjög hvimleitt. En kannski vaknar fólk við aðgerðir sem þessar, það kom einn íbúinn þá fyrst hlaupandi út á götu, þeg- ar bílinn hans hékk í krananum. Við höfðum þá verið á staðnum heillengi með vélargný og hávaða. En við höldum áfram að dreifa viðvörunarskiltum á þessum slóð- um, það er stórt svæði eftir enn, Njálsgatan er til að mynda hreins- uð í fjórum áföngum. Það er von- andi að fólk skilji fyrr en skellur í tönnum, þó ekki sé nema vegna þess að umrædd neyðarúrræði okkar eru afar kostnaðarsöm," sagði Hreiðar að lokum. Bryndis@frettabladid.is Eru tyggjóklessur að verða einkenni miðborgarinnar? Styttir líftíma gangstéttarhellna. Atak í gangi á vegum borgarinnar. Fyrirtæki gefur bréf undir notuð togleður. tyggjó Þetta er afar slæmt því tyggjóklessurnar eru ráðandi fyrir líftíma gangstéttarhelln- anna. Þær fara mjög illa með granítið," sagði Sigurður Skarp- héðinsson gatnamálastjóri að- spurður um það vandamál sem fylgir tyggjóklessum um allan ______^ bæ. „Þær eru sér- Þetta er gjarn- staldega algengar i miöbænum og "ný ætt™ Þá f nágrenni Vi« nynaett að þær yerslanir reykja og farið gem selja þennan að nota varning. Við mkotintyggjo i reynum að há- staðinn. Siðan þrýstiþvo þetta hrækir það út meþ vatni og úr sér gúmí- gufu, okkur tekst inuhvarsem að fjarlægja það það er statt. með þvi mðti, en það er bæði tíma- frek aðgerð og kostnaðarsöm." Ekki sagðist Sigurður geta gert sér í hugarlund hvað valdi þess- ari slæmu umgengni hjá fólki, til dæmis væri hið nýhellulagða Austurstræti, sem ekki væri búið að opna, orðið útatað í þessu SIGURÐUR SKARPHÉÐINS- SON GATNA- MÁLASTJÓRI Hann segir tíma- frekt og kostnað- arsamt að þrífa tyggjó- klessur af gang- stéttum og götum. fyrirbæri. Hann nefndi dæmi af svipuðum toga um tilhneigingu hjá fólki: „það er vert að veita því athygli þegar maður stöðvar bifreið sína við umferðarljós, að greinilegt er að sumir nota þetta tækifæri til að tæma úr heilu öskubökkunum niður á götuna." Sigurður sagð- ist þó fagna þvf að fyrirtæki nokkurt hefði ákveðið að gefa bréf eða pappír vera aðgengileg fólki sérstök sem ættu að fyrir fólk til að koma jórturleðr- um sínum fyrir í. „Þetta er hið besta mál“, sagði Sigurður. Notkunin gæti þá orðið í svipuð- um dúr og „Stubba" hefur verið notuð af reykingafólki. Hreiðar Þórhallsson fram- kvæmdastjóri Hreinsitækni ehf. sagði staðreyndina vera þá að stóran hluta þessa vandamáls mætti rekja til fyrrverandi reykingafólks. „Þetta er gjarnan fólk sem er nýhætt að reykja og farið að nota nikótíntyggjó í staðinn. Síðan gengur það ná- kvæmlega eins um og það gerði, það er að segja, hrækir út úr sér gúmíinu hvar sem það er statt, rétt eins og það gerði við sígar- ettustubbana áður. Það er al- gengt að þetta fólk noti tyg- gigúmmí í meiri mæli en hinir sem tyggja nikótínlausa tyggigúmmíið, án þess að ég sé að firra hina síðarnefndu ábyrgð á ástandinu," sagði Hreiðar. Bryndis@frettabladid.is HENT Á GÖTUNA Framkvæmdastjóri Hreinsitækni segist telja að fólk, sem hætt er að reykja, sé gjarnt á að henda nikótintyggjóinu þar sem það stendur, líkt og sígarettustubbunum áður.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.